Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
43' 0
0
FH
Stjarnan
1
3
Fjölnir
0-1 Mark Charles Magee '10
0-2 Mark Charles Magee '49
Brynjar Gauti Guðjónsson '71 , sjálfsmark 0-3
Halldór Orri Björnsson '80 , víti 1-3
07.06.2015  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 780
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Veigar Páll Gunnarsson ('56)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('70)
19. Jeppe Hansen ('76)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Halldór Orri Björnsson ('70)
18. Jón Arnar Barðdal ('56)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('76)
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('63)

Rauð spjöld:
91. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
87. mín
Aron Sigurðar með skemmtilega takta hér á vinstri kantinum, tekur Heiðar á og á skot sem Gunnar ver.
85. mín
Brynjar Gauti á ágætis skalla að marki eftir hornspyrnu Stjörnunnar. Boltinn þó skallaður aftur til baka af varnarmanni Fjölnis.
82. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
80. mín Mark úr víti!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
MAAARK!

Halldór Orri klórar í bakkann fyrir heimamenn!
79. mín
VÍTASPYRNA

Heimamenn fá vítaspyrnu...
76. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan) Út:Jeppe Hansen (Stjarnan)
73. mín
Inn:Ragnar Leósson (Fjölnir) Út:Mark Charles Magee (Fjölnir)
73. mín
Athygli vekur að Óli Kalli settist ekki á varamannabekk Stjörnunnar heldur reif úlpu af bekknum og labbaði beinustu leið inn í hús. Virtist ekki vera neitt meiddur þannig maður spyr sig hver ástæðan sé.
71. mín SJÁLFSMARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
BÚIÐ SPIL ALLIR HEIM!

Aron Sigurðar sýnir hér ótrúlega "tekkers", sendir á Þóri og brotið er á Þóri ekki svo langt fyrir utan teig. Ólafur Páll Snorrason tekur spyrnuna sem að Brynjar Gauti potar í eigið mark!
70. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
68. mín
Guðmundur Karl á sendingu inn fyrir á Þóri sem stendur yfirvegaður inni í teig og skallar boltann rétt framhjá.
66. mín
Fjölnir er að spila fallegan sambabolta hérna á Samsung-vellinum. Þórir Guðjóns, einnig þekktur sem "The Ginger Sturridge" leikur sér með knöttinn og sendir fallega hælsendingu á Viðar Ara en svona listir hafa ekki verið sjaldséðar í kvöld frá Þóri.
63. mín Gult spjald: Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Fyrsta spjald leiksins uppsker hægri bakvörður Stjörnunnar. Hann missti boltann frá sér og reynir að toga í Aron Sigurðarson.
59. mín
Þórir Guðjóns pakkar Brynjari Gauta saman með því að vippa knettinum yfir hann. Þórir reynir svo að fara í skotið en missir boltann of langt frá sér og Gunnar Nielsen hirðir hann.
56. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar Páll tekinn út af. (Sjá neðangreint tíst.)

53. mín
Úr hornspyrnunni leggur Jeppe Hansen boltann út á Heiðar Ægisson sem á ágætis skot en yfir markið.
52. mín
Stjörnumenn fá og taka hornspyrnu sem ratar á kollinn á Arnari Má Björgvins en Þórður ver þetta mjög vel. Önnur hornspyrna í kjölfarið.
49. mín MARK!
Mark Charles Magee (Fjölnir)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
MAAAAARK

GUÐ MINN GÓÐUR! HVAÐ ER AÐ GERAST?

Ólafur Páll Snorrason á gullfallega sendingu í gegn um vörn Stjörnunnar. Boltinn ratar á Mark Magee sem stendur einn á móti Gunnari Nielsen og afgreiðir þetta eins og fagmaður í netið! Bjútifúl.
47. mín
Fjölnismenn byrja strax með látum. Þórir Guðjóns kemst einn í gegn en rennur í skotinu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.

Þá erum við komin af stað á nýjan leik.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Jarl flautar til hálfleiks. Stjörnumenn heppnir að vera bara 0-1 undir.
44. mín
Arnar Már Björgvinsson á sendingu inn í teig en hún er bæði of löng og ónákvæm. Jeppinn nær ekki til boltans. Brynjar Gauti er þó staðinn upp.
43. mín
Brynjar Gauti lendir hér illa eftir skallaeinvígi og liggur eftir. Aron Heiðdal sendur að hita upp.
42. mín
Fjölnir fær hornspyrnu. Ólafur Karl sendir boltann fyrir markið - Hann dettur út í teig fyrir Guðmund Karl sem reynir skot en það fer yfir.
39. mín
Viðar Ari á ágætis skot af löngu færi en það fer framhjá.
37. mín
Hornspyruna tekur Ólafur Páll en boltinn fer beint á Gunnar í markinu.
36. mín
Aron Sigurðarson er búinn að vera frábær í dag. Hann nær að stela boltanum af Heiðari Ægissyni og leggja hann út á Þóri. Þórir með skot sem fer í varnarmann og útaf. Horn.
33. mín
Hinum megin koma svo Stjörnumenn. Veigar Páll fær boltann og er í nokkuð hættulegri stöðu. Hann ákveður hins vegar að reyna einhverja mjög undarlega vippu sem fer yfir markið.
32. mín
Aron Sigurðarson kemst inn í teig Stjörnunnar og á gott skot sem Gunnar Nielsen ver í stöngina og út.
32. mín
Viðar Ari kemur með sendingu inn í teig Stjörnumanna. Heiðar Ægisson á furðulegan skalla út í teig sem fer beint á Mark Magee en Gunnar Nielsen ver.
29. mín
Ólafur Páll á frábæra sendingu sem fer beint á Þóri Guðjóns. Hann á skot sem fer rétt framhjá.
28. mín
Fjölnir eru gjörsamlega að yfirspila Íslandsmeistarana. Stjarnan hefur verið frekar út úr "sync-i." Mikið af sendingum fyrir aftan menn og menn lengi að taka ákvarðanir. Virðast sofandi og lítið spenntir fyrir verkefninu.
25. mín
Þá koma Fjölnismenn aftur. Þórir með sendinguna inn fyrir markið en þar eru Bergsveinn og Mark Magee. Bergsveinn nær ekki til boltans og Magee nær skoti en það fer langt yfir markið.
25. mín
Þórir Guðjónsson fær langa sendingu upp völlinn, sleppur einn í gegn en Daníel Laxdal með frábæra tæklingu og kemur boltanum frá.
23. mín
Leikurinn hefur aðeins róast. Ekki mikið í gangi eins og er.

17. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu sirka 30 metrum frá marki eftir að Ólafur Karl Finsen er tekinn niður. Hann tekur spyrnuna sjálfur en hún flýgur rétt svo yfir hausinn á Daníel Laxdal og endar í fanginu á Þórði Ingasyni í markinu.
13. mín
Fjölnir er að byrja þennan leik fáránlega vel. Mark Magee fær fallega stungu inn í teig, leggur hann á Þóri Guðjóns en hann nær ekki að gera sér mat úr því.
12. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu vinstra megin við vítateiginn. Ólafur Páll Snorrason fleytir boltanum inn fyrir markið en þeir gulklæddu ná ekki að pota honum inn. Fer í varnarmann og útaf. Hornspyrna.
10. mín MARK!
Mark Charles Magee (Fjölnir)
MAAAARK!
Frábært mark!!!
Mark Magee fær boltann rétt fyrir utan teiginn, með bakið í markið og tekur skotið í miðjum snúningnum.
8. mín
Brynjar Gauti byrjar ekki vel... Aron Sig nær að baka sig inn í gegn um vörn Stjörnunnar og boltinn skoppar upp í hendina á Brynjari Gauta. Hefði átt að vera víti.
7. mín
Brynjar Gauti er í bullinu og hangir allt of lengi á boltanum í öftustu línu. Mark Magee stelur boltanum af Brynjari en Gunnar Nielsen hleypur út úr teignum til að sparka þessu í burtu.
6. mín
Aron Sigurðarson á gott hlaup upp vinstri kantinn, leggur boltann út á Emil Pálsson sem á ágætis skot að marki Gunnars Nielsen en það fer rétt yfir.
1. mín
Leikurinn fer hressilega af stað!
Bergsveinn Ólafsson fær sendingu til baka frá semherja sem hann nær ekki að koma fyrir sig. Jeppe Hansen nýtir sér það og reynir að skjóta að marki. Bergsveinn nær þó að koma í veg fyrir það og Jeppe fellur við. Einhverjir að heimta víti en þetta var aldrei víti.
1. mín
Leikur hafinn
Off we go!
Fyrir leik
3 mínútur í leik og Garðbæingarnir í hljómsveitinni Dikta í græjunum á Samsung-vellinum.
Ágætlega mætt á völlinn hérna í kvöld.
Fyrir leik
Endilega hendið kassamerkinu #fotboltinet fyrir aftan tístin ykkar á Twitter!

Fyrir leik
Atli Jóhannson kemur til baka inn í byrjunarlið Stjörnunnar eftir meiðsli. Þorri Geir tyllir sér á bekkinn fyrir vikið. Það mun vera eina breytingin úr bikarleiknum hjá Rúnari Páli.
Fyrir leik
Kristján Jónsson blaðamaður Morgunblaðsins spáði fyrir um leikinn fyrir Fótbolta.net

Stjarnan 1 - 0 Fjölnir
Ég hef trú á því að meistararnir hristi af sér það slen sem verið hefur yfir liðinu undanfarið og þetta verður þá fyrsti sigur liðsins í venjulegum leiktíma í langan tíma. Það er ekki auðvelt að spila á móti Fjölni. Liðið er vel skipulagt og menn þekkja sín hlutverk vel. Stjarnan mun halda hreinu og það ræður úrslitum. Veigar skorar markið og stimplar sig inn í sumarið.
Fyrir leik
Við megum búast við afar áhugaverðri rimmu hér í kvöld.

Stjörnumenn lentu illa í því gegn Blikum á Kópavogsvelli í síðustu umferð þar sem þeir voru langt frá sínu besta og töpuðu 3-0.

Fjölnismenn eru hins vegar á góðu róli og munu mæta sprækir eftir að hafa unnið ÍA tvisvar í röð - Fyrst 2-0 í Pepsi og svo 0-3 á Skaganum í Bikarnum.

Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð kæru lesendur.

Hér mun fara fram bein textalýsing á leik Stjörnunnar og Fjölnis héðan af Samsung vellinum.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Daniel Ivanovski
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson ('82)
10. Aron Sigurðarson
18. Mark Charles Magee ('73)
19. Arnór Eyvar Ólafsson
23. Emil Pálsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('91)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Birnir Snær Ingason
10. Ægir Jarl Jónasson ('91)
13. Anton Freyr Ársælsson
22. Ragnar Leósson ('73)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: