Fjarðabyggð
0
4
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '15
0-2 Daði Bergsson '40
0-3 Patrick Pedersen '50
0-4 Haukur Ásberg Hilmarsson '92
18.06.2015  -  18:00
Fjarðabyggðarhöllin
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Grasið iðagrænt, hiti um 10° og logn
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
20. Kile Gerald Kennedy (m)
4. Martin Sindri Rosenthal
5. Hector Pena Bustamante
9. Brynjar Jónasson
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson
16. Nik Chamberlain ('52)
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
21. Hafþór Þrastarson ('56)
22. Ólafur Örn Eyjólfsson ('46)
23. Bjarni Mark Antonsson

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
6. Stefán Þór Eysteinsson ('46)
7. Elvar Ingi Vignisson
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Andri Þór Magnússon ('56)
18. Viðar Þór Sigurðsson
25. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('52)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skýrsla og viðtöl koma í kvöld, þar sem undirritaður er að fara á æfingu.
92. mín MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur)
Stoðsending: Thomas Guldborg Ghristensen
Hvað sagði ég? Thomas með ævintýralegan sprett úr vörninni og leggur hann til hliðar á Hauk sem að klárar vel framhjá Kile..
90. mín
Ef að það gerist eitthvað meira í þessum leik þá verður það mark frá Val, þeir gjörsamlega vaða í færum. Rétt í þessu var Kile að verja mjög vel!
88. mín
Sigurður Egill fór 1 á 1 gegn Kile og ætlar að renna honum til hliðar á Hauk sem að er í betra færi en Andri Þór vinnur frábæra varnarvinnu og tæklar boltann í burtu! Frábær varnarleikur en þarna gat Sigurður gert betur!
87. mín
SIGGI LÁR með frábært skot í innanverða stöngina og beint í fangið á Kile, stórglæsilegt skot!
81. mín
Frábær sókn hjá Val sem endar með fyrirgjöf frá hægri en leikmaður Vals rétt missti af því að renna boltanum í autt markið.
76. mín
Brynjar Jónasson fær aukaspyrnu á 20 metrunum og tekur hana sjálfur en skýtur í vegginn fær boltann aftur og skýtur aftur í vegginn. Haukur Páll fann fyrir því og liggur eftir.
75. mín
Það sem helst er að frétta er að Mark Duffield og Sigurbjörn Hreiðarsson rífast heiftarlega á milli bekkja. Ég heyri ekki hvað þeir segja en ég heyrði orðið "skattpeningar" og "þú ert á mínu landi".
74. mín
Inn:Tómas Óli Garðarsson (Valur) Út:Baldvin Sturluson (Valur)
71. mín
Ekkert í gangi hér, menn virðast sáttir með 3-0. Reyndar heyrist hæst í Andra Þór Magnússyni eins og alltaf.
63. mín
Brynjar Jónasson liggur og heldur um andlitið. Fjarðabyggð ósáttir að fá ekki aukaspyrnu!
61. mín
Rétt fyrir þessa skiptingu átti Martin skot yfir eftir flott sókn KFF.
60. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Patrick með tvær stoðsendingar og mark, gott dagsverk fyrir austan.
58. mín
Haukur Páll setur boltann upp í stúku og það heyrist í leikmanni Leiknis F. í stúkunni, taktu niður númerið hjá honum, ég veit hvar hann á heima segir hann.
56. mín
Inn:Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð) Út:Hafþór Þrastarson (Fjarðabyggð)
Haffi labbar beint út úr húsinu.
54. mín
STÖNG!! Patrick í dauðafæri en skýtur í stöngina, KFF virðast vera hættir. Það væri fínt ef að það væri hægt að flauta þetta af, Valsarar þurfa að mæta í flug 20:45.
52. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
52. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Fjarðabyggð) Út:Nik Chamberlain (Fjarðabyggð)
50. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAARK!! Hector sem aftasti maður ætlaði að leika á Kristinn Frey sem að hirti boltann af honum, Kile fer út í Kristinn en Patrick er kominn með honum og er Kristinn óeigingjarn og rennir honum á Patrick sem að rennir honum í markið!
48. mín
Fjarðabyggð byrjar af krafti og ætla að selja sig dýrt í seinni hálfleik eftir að hafa gefið mikinn afslátt í þeim fyrri!
47. mín
Fjarðabyggð byrja á rosa sókn, Sveinn geysist upp hægra megin og sendir hann fyrir en Valsarar skalla í horn.
46. mín
Inn:Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðabyggð) Út:Ólafur Örn Eyjólfsson (Fjarðabyggð)
Hálfleiksskipting, ég efast um að Ólafur sé heill. Hann var búinn að vera fínn í fyrri hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Vallarþulurinn talar og talar en enginn í stúkunni skilur neitt.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks í leik sem Valur hefur átt frá upphafi til enda.
45. mín
Nik með gott skot sem Anton Ari ver vel fyrir sjónvarpið! Enda er sjónvarpsvél á vellinum, vonandi verður þetta sýnt!
45. mín
PATRICK MEÐ SKALLA RÉTT YFIR! Siggi Lár með frábæra sendingu sem endar á hausnum á Patrick sem skallar hann yfir úr dauða dauða færi! Gestirnir mikið mikið mikið betri í þessum fyrri hálfleik hingað til!
40. mín MARK!
Daði Bergsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
MAAAARK!!
Daði og Patrick taka fullkomið þríhyrningaspil og Daði skýtur í Kile og tekur frákastið og skorar með skalla! Frábær sending hjá Patrick
35. mín
KFF með frábæra sókn sem byrjar á að Brynjar vinnur tæklingu og við tekur flottur einleikur hjá Hákoni sem gefur hann á Víking sem hefði getað skotið í fyrsta en tekur auka snertingu og gefur hann fyrir þar sem Valsarar eru mjög sterkir og ekkert kemur uppúr því annað en hreinsun..
32. mín
,,C'mon they are killing us on the fuc**** pitch."

,,Látum þessa andskota finna fyrir því."


-Mark Duffield á bekknum hjá KFF.
31. mín
Hafþór liggur eftir á vellinum eftir að Valsara virðist hafa slegið hann óvart. Hann er staðinn upp og heldur leik áfram.
30. mín
Andri Fannar fer upp hægra megin og gefur hann fyrir á Sigurð Egil sem skallar hann ofaná slánna!!
29. mín
Fjarðabyggð fær hornspynu sem Ólafur tekur stutt, á Bjarna sem setur hann í Valsara. Annað horn, ólafur setur hann beint í hendurnar á Antoni Ara sem grípur hann af fádæma öryggi.
24. mín
,,Getum við haldið boltanum í smá stund?" - Brynjar Gestsson kallar á sína menn.
22. mín
Valsarar í kjörstöðu en Andri Fannar gefur slaka sendingu sem átti að fara á Baldvin
20. mín
Bjarni Mark tekur aukaspyrnuna og sendir fyrir en Hector skallar yfir....
19. mín
Valsarar ráða öllu inná vellinum eftir markið. En rétt í þessu fá KFF aukaspyrnu 25 metra frá marki....
15. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Kristinn Freyr sleppur innfyrir eftir sendingu í gegnum vörn Fjarðabyggðar frá Patrick. Skýtur í Kile og fær boltann aftur í sig og inn.
14. mín
Brynjar Jónasson fíflar Orra Sigurð uppúr skónnum og sendir boltann fyrir en Thomas skallar hann í burtu. Frábær tilþrif hjá Brynjari
12. mín
Valsarar fá aukaspyrnu 30 metra frá marki Sigurður Egill setur hann inní en Kile á í engum vandræðum með það að grípa hana.
11. mín
Fyrsta tækifæri leiksins á enn eftir að líta dagsins ljós. Þessar fyrstu mínútur ekki mikið fyrir augað.
6. mín
Fjarðabyggð missa boltann alltaf um leið og þeir fá hann, ef Valsarar taka hann ekki af þeim þá setja þeir hann hátt og langt.
5. mín
Valsarar mun meira með boltann en hafa ekkert skapað ennþá..
2. mín
Athygli vekur að Brynjar Jónasson er sá eini sem spilar í stutterma treyju hjá KFF.
1. mín
Kristinn Ingi er ekki í byrjunarliði Vals, hann hlýtur að hafa meiðst í upphitun. Daði Bergsson byrjar á hægri kantinum!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!!
Fyrir leik
Liðin takast í hendur þetta fer að byrja!
Fyrir leik
Eins og allir vita mun aðalleikur kvöldsins fara fram á Fellavelli þar sem Höttur og Fjarðabyggð mætast í 1.deild kvenna kl 20:00, og hvetjum við áhorfendur að kíkja þangað eftir þennan leik hér.

Fyrir leik
Bæði lið byrjuð að hita af krafti, á meðan dómararnir eru nýmættir og hita upp við Hozier - Take me to church. Þvílík og önnur eins samhæfing sást síðast á ólympíuleikunum í hópfimleikum.
Fyrir leik
Milos Ivankovic er meiddur, ég var að spjalla við hann og er kauði með brotið kinnbein. Skellur fyrir heimamenn. Einnig eru þeir Jóhann Ragnar Benediktsson og Emil Stefánsson á meiðslalistanum.
Fyrir leik
Leiknum er seinkað um korter segir Erlendur Eiríksson dómari. Valsmenn eru of seinir að mæta austur og því er leiknum seinkað. Flugið þeirra fór á réttum tíma og þeir vissu að leikurinn átti að byrja kl 18:00, þetta er mjög skrítið allt saman... Vanmat?
Fyrir leik
Leiknum seinkað um korter.
Fyrir leik
Valsarar eru mættir austur en þeir sitja í 4.sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Fjarðabyggð er í 4.sæti í 1.deildinni.
Fyrir leik
Fjölmiðlaaðstaðan hér er sama og engin, undirritaður situr í stúkunni með hinum áhorfendum leiksins. Fjarðabyggð verða að rífa sig upp hvað þetta varðar, en inná vellinum þá eru þeir búnir að standa sig vel.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Erlendur Eiríksson aðstoðardómararnir eru Smári Stefánsson sem að tók löglegt mark af Leikni R. í Grafarvogi og Tómas Orri Hreinsson. Eftirlitsmaður er enginn annar en Ingólfur Hafsteinn Hjaltason.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni. Vegna þess að grasið er ekki orðið nægilega grænt á Eskifirði. Reyndar er grasið aðeins orðið grænt á Vopnafirði af öllum völlum á Austurlandi.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen ('60)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
19. Baldvin Sturluson ('74)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('52)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('60)
6. Daði Bergsson
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('52)
14. Gunnar Gunnarsson
16. Tómas Óli Garðarsson ('74)

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: