Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fjölnir
4
0
Víkingur Ó.
Þórir Guðjónsson '17 1-0
Gunnar Már Guðmundsson '19 2-0
Aron Sigurðarson '53 3-0
Þórir Guðjónsson '64 4-0
18.06.2015  -  19:15
Fjölnisvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Grænn völlur, þungskýjað, raki og ansi napurt
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 317
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson ('66)
15. Haukur Lárusson
19. Arnór Eyvar Ólafsson ('75)
22. Ragnar Leósson
23. Emil Pálsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('66)
10. Ægir Jarl Jónasson
13. Anton Freyr Ársælsson
33. Ísak Atli Kristjánsson ('75)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum Fjölnissigri. Skýrsla og viðtöl koma innan skamms á síðuna.
89. mín
Ein mínúta eftir af venjulegum leiktíma og síðan einhverjar örfáar mínútur í uppbótartíma. En úrslitin eru ráðin og Fjölnismenn eru komir í 8. liða úrslit.
79. mín
Þetta var dauðafæri sem Fjölnismenn áttu að nýta. Birnir Snær lék upp völlinn og komst inn fyrir vörn Víkinga, þar átti Ægir Jarl skot að marki beint fyrir framan markmanninn sem varði vel.
75. mín
Inn:Ísak Atli Kristjánsson (Fjölnir) Út:Arnór Eyvar Ólafsson (Fjölnir)
Ísak Atli Kristjánsson er að koma inn á í sínum fyrsta leik fyrir Fjölni.
72. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Víkingur Ó.) Út:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
68. mín
Það eru 317 manns í stúkunni í kvöld.
66. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
64. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
MAAAARRRRKKKKK!!!! Ragnar Leósson átti stórgóða sendingu út frá aukaspyrnu og Þórir mætti vel og sneiddi boltann í netið.
61. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Egill Jónsson (Víkingur Ó.)
57. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Víkingur Ó.) Út:Kristófer Eggertsson (Víkingur Ó.)
Ingólfur Sigurðsson kemur inná í stað Kristófers Eggertssonar.
53. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
MAAAARRRRKKKKKK!!!! ARON SIGURÐARSON!!! Lék upp völlinn einn og óstuddur, lék sér að vörn Víkinga og skaut að marki frá c.a. 20 metrum og beint niður í vinstra hornið. Virkilega vel gert.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Það er spurning hvað Ejub hefur sagt við sína menn inn í klefa og hvort að það beri árangur.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur og maður fer úr kuldanum inn í hlýjuna til að fá sér kaffi. Heyrumst eftir c.a. 15 mín.
42. mín
Það hefur fjölgað jafnt og þétt í stúkunni og kominn álitlegur fjöldi fólks til að fylgjast með leiknum. Hafa þeir fengið sitthvað fyrir sinn snúð, allavegana þeir sem mættu fyrir 20 mínútu.
36. mín
Og rétt eftir að ég skrifaði síðustu færslu að þá átti Kristófer Eggertsson þrusu skot að marki Fjölnis sem Þórður Inga varði mjög vel.
35. mín
Fjölnismenn hafa tögl og haldir eins og sagt er. Það er ekki útlit fyrir að þeir séu að missa forystuna eins og er allavegana.
26. mín
Fjölnismenn hafa gjörsamlega slökkt í Ólsurum ef við miðum við síðustu mínútur og þeir eru að yfirspila þá. Eiga hver hlaupin á eftir öðru upp kantanna og fyrirgjafir. Ekki mikil barátta eða fyrirstaða í Ólsurum. Þeir þurfa að stíga upp ef ekki á mjög illa að fara.
21. mín
Ótrúlegur tveggja mínútna kafli hjá Fjölnismönnum og þeir allt í einu komnir í tveggja marka forystu og það verðskuldað. Ég hafði ekki undan við að skrifa eða lýsa mörkum. Endilega halda áfram á þessari braut og það koma bara vonandi fleiri mörk í þennan leik. Nú er gaman!
19. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
MAAAARRRKKKKKKKKKKKKKKK!!!!! HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA EIGINLEGA!!!! ÞÓRIR GUÐJÓNSSON MEÐ FRÁBÆRA FYRIRGJÖF ÞAR SEM HERRA FJÖLNIR VAR MÆTTUR OG SKALLAÐI BOLTANN Í NETIÐ!!!
17. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
MAAAAARRRRRKKKKKKKK!!!!! Ragnar Leósson með stórgóða fyrirgjöf, beint á skallann á Þóri Guðjónsson sem skallaði í þverslánna, boltinn fór niður og Þórir fylgdi á eftir og setti boltann í netið. Virkilega vel gert!
16. mín
Alfreð Már Hjaltalín átti að byrja leikinn fyrir Víkinga en hann meiddist í upphitun og getur því ekki spilað í kvöld. Í hans stað í byrjunarliðið kom Kristófer Eggertsson.
11. mín
Leikurinn er ansi hraður það sem af er en lítið um bein færi. Stuðningsmenn beggja láta vel í sér heyra þótt ekki sé hægt að segja að þeir séu beint fjölmennir.
6. mín
OOOOHHHHHH Þarna munaði litlu fyrir Fjölnismenn. Gummi Kalli átti stórgóða sendingu á Aron Sig sem skallaði boltann rétt framhjá markinu.
3. mín
Ragnar Leósson komst hér á móti Kristjáni í marki Ólsara en skot hans fór beint í fang Kristjáns.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á völlinn....þetta er að hefjast!
Minni ykkur á að nota hastaggið #fotboltinet ef þið eruð að tísta einhverju skemmtilegu eða jafnvel leiðinlegu í 140 orðum um leikinn.
Fyrir leik
Nú eru rúmar 10 mínútur í að leikurinn hefjist. Það eru örfáar hræður mættar í stúkuna, vonandi að stuðningsmenn fjölmenni á leikinn og styðji sín lið.
Fyrir leik
Það mætti vel vera ofn hérna í blaðamannaaðstöðunni í Grafarvoginum, orðið ansi napurt hér inni....
Fyrir leik
Það er eitthvað sem segir mér að það við munum ekki eiga von á miklum markaleik í kvöld. Fjölnismenn eru búnir að skora 14 mörk í 8 leikjum í deild og fá á sig 7 mörk. Ólsarar eru búnir að skora 6 mörk og fá á sig 3 stk í leikjum.
Fyrir leik
Hér ómar lagið sem ég ætla ekki að nefna með Rihönnu og fjallar um að það sé eins gott að einhver sé með peninginn hennar. Efast nú um að hún þurfi að hafa miklar áhyggjur að peningum......
Fyrir leik
Hjá Ólsurum er það breyting frá síðasta deildarleik þeirra að Kristján Pétur Þórarinsson kemur í markið í stað Cristian Martinez Liberato, Tomasz Luba kemur einnig inn í byrjunarliðið sem og Brynjar Kristmundsson.
Fyrir leik
Haukur Lárusson eða rauði turninn kemur í stað Daniel Ivanovski sem yfirgaf Fjölnismenn óvænt í vikunni.
Fyrir leik
Fjölnir og Víkingur hafa aldrei áður mæst áður í bikarkeppninni. Fjölnir hefur þó spilað til úrslita í bikarkeppninni, árin 2007 og 2008 en töpuðu báðum þeim leikjum. Víkingur hefur lengst komið í bikarkeppnni í undanúrslit og það var árið 2010 þegar þeir töpuðu fyrir FH.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Víking Ó í 16. liða úrslitum Borgunarbikarins. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mun ég vera með ykkur í upphituninni sem og á meðan leik stendur.
Byrjunarlið:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
Brynjar Kristmundsson ('72)
Alfreð Már Hjaltalín
4. Egill Jónsson ('61)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
8. William Dominguez da Silva
13. Emir Dokara
14. Arnar Sveinn Geirsson
20. Kristófer Eggertsson ('57)
23. Admir Kubat
24. Kenan Turudija

Varamenn:
30. Cristian Martínez (m)
2. Guðmundur Reynir Gunnarsson
11. Ingólfur Sigurðsson ('57)
17. Kristófer Jacobson Reyes ('72)
19. Marcos Campos Gimenez

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: