Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fram
1
2
HK
0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson '6
Eyþór Helgi Birgisson '57
Brynjar Benediktsson '73 1-1
Aron Þórður Albertsson '90
1-2 Guðmundur Atli Steinþórsson '95
02.07.2015  -  19:15
Framvöllur - Úlfarsárdal
1. deild karla 2015
Aðstæður: Blautur völlur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Maður leiksins: Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Byrjunarlið:
12. Cody Nobles Mizell (m)
4. Ómar Friðriksson
6. Eyþór Helgi Birgisson
9. Brynjar Benediktsson
10. Orri Gunnarsson
13. Gunnar Helgi Steindórsson ('88)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
19. Sigurður Kristján Friðriksson
20. Magnús Már Lúðvíksson
22. Alexander Aron Davorsson ('68)
28. Sebastien Uchechukwu Ibeagha

Varamenn:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
5. Ernir Bjarnason ('88)
8. Einar Bjarni Ómarsson ('68)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
18. Örvar Þór Sveinsson
71. Alex Freyr Elísson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Sebastien Uchechukwu Ibeagha ('71)
Ernir Bjarnason ('90)

Rauð spjöld:
Eyþór Helgi Birgisson ('57)
Leik lokið!
HK-ingar vinna dramatískan 2-1 sigur eftir fjörugan og skemmtilegan leik.
95. mín MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Þvílík dramatík! Árni kemst upp að endamörkum og sendir út á Guðmund Atla sem afgreiðir boltann glæsilega í netið með skoti á nærstöngina. Alvöru framherjamark. Stigin þrjú á leið í Kópavoginn!
90. mín
Guðmundur Atli kemst einn í gegn en snertingin svíkur hann og Cody nær að koma út á móti og bjarga. Vel gert hjá Cody!
90. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Fram)
90. mín Rautt spjald: Aron Þórður Albertsson (HK)
Pirringsbrot hjá Aroni út við hornfána. Garðar telur að hann hafi farið með báðar fætur á undan sér. Líkt og Eyþór fær hann rautt gegn gömlu félögunum.
88. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Fram) Út:Gunnar Helgi Steindórsson (Fram)
88. mín
HK-ingar vilja vítaspyrnu! Langur bolti inn á teiginn og Guðmundur Atli skallar yfir. Cody kemur úr markinu og lendir í árekstri við Guðmund eftir að hann skallar boltann. Garðar Örn dæmir ekkert við mikla gremju HK-inga.
87. mín
Guðmundur Atli með skalla yfir.
85. mín
Fáum við sigurmark? Jafnræði með liðunum núna en Framarar manni færri að sjálfsögðu.
84. mín
Einar Logi, hægri bakvörður HK, með fínan sprett og skot með vinstri frá vítateigslínu en Cody nær að slá boltann til hliðar.
81. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (HK) Út:Viktor Unnar Illugason (HK)
Aron Þórður þurfti bara fjórar mínútur gegn KA um síðustu helgi til að skora og leggja upp. Hvað gerir hann í dag?
81. mín
Inn:Leifur Andri Leifsson (HK) Út:Ágúst Freyr Hallsson (HK)
78. mín
Ágúst Freyr með skot fyrir utan teig sem Cody ver í horn.
77. mín
Framarar vilja hendi og víti á Guðmund Þór Júlíusson en Garðar Örn er ósammála. Gunnar Helgi á síðan lúmskt skot í næstu sókn en boltinn fer rétt framhjá.
77. mín
Framarar sækja meira og ekki að sjá að þeir séu manni færri.
76. mín
Þarna munaði engu! Boltinn fellur fyrir Sebastien í teignum eftir hornspyrnu en hann þrumar í slána og yfir.


73. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Fram)
Framarar jafna manni færri. Eftir aukaspyrnu nálægt miðlínu er boltinn skallaður fyrir markið, Beitir er kominn í skógarferð úr markinu og Brynjar Benediktsson skorar með þrumuskoti.
71. mín Gult spjald: Sebastien Uchechukwu Ibeagha (Fram)
Brýtur á Árna Arnars.
68. mín
Inn:Einar Bjarni Ómarsson (Fram) Út:Alexander Aron Davorsson (Fram)
67. mín
Inn:Árni Arnarson (HK) Út:Guðmundur Magnússon (HK)
65. mín
Sebastien með þrumuskot eftir hornspyrnu en boltinn fer í varnarmann og rétt yfir. Þarna munaði litlu.


61. mín
Axel Kári með fína fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Guðmundur er mættur Cody ver tvívegis frá honum og nær boltanum eftir darraðadans.
57. mín Rautt spjald: Eyþór Helgi Birgisson (Fram)
Rauði baróninn stendur undir nafni. Eyþór Helgi fer með sólana alltof hátt í Guðmund Magnússon og uppsker rauða spjaldið. Eyþór er uppalinn í HK en þetta var ekki hans dagur gegn gömlu félögunum.
57. mín
Orri Gunnarsson ósáttur með Viktor Unnar. Liðsfélagar hans róa hann niður.
55. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (HK)
Gegn sínum gömlu félögum.
48. mín
Alexander Aron með skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri!
47. mín
Guðmundur Atli á skot úr þröngu færi sem Cody ver í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur er flautaður á en stoppaður strax. Alexander Aron Davorsson var ennþá að koma sér inn á völlinn. Eitthvað seinn í því Alex. Mikið að gera hjá honum í hálfleiknum.
46. mín
Hér í hálfleik er stuðningsmannalag Framara spilað af fullum krafti. ,,Framarar, Framarar, Framarar"

45. mín
Hálfleikur
Skallamark Guðmundar Atla skilur liðin að. HK byrjaði betur fyrstu tíu mínúturnar en síðan þá hafa Framarar sótt stíft en án árangurs. Hvað gerist í síðari hálfleik?
43. mín
Framarar halda áfram að sækja og fá nú sína áttundu hornspyrnu í leiknum. HK fer varla yfir miðju.
40. mín
Sebastien á skalla eftir horn en Beitir ver. Þetta var sjötta hornspyrna Framara í fyrri hálfleiknum.

37. mín
Gríðarlega þung sókn hjá Fram sem endar á því að Orri Gunnarsson á skot úr vítateigsboganum í stöngina og út!
32. mín
Nýja stúkan er þétt setin og líklega full. 400 manns á vellinum þá.
30. mín
Sama uppskrift þessar mínúturnar. Framarar stjórna ferðinni en HK-ingar beita skyndisóknum.
27. mín
Fínasta skyndisókn hjá HK. Guðmundur Magnússon á fína sendingu á milli varnarmanna á Ágúst Frey Hallsson en Cody Nobles ver í horn. Færið var þó nokkuð þröngt.
21. mín
Alexander Aron með hörkuskalla sem Beitir ver glæsilega í horn. Framarar sækja meira þessar mínúturnar.
14. mín
Alexander Aron á skot úr vítateigsboganum en beint á Beiti. Framarar að vakna til lífsins.
12. mín
Gunnar Helgi hársbreidd frá því að komast í færi fyrir Fram en Einar Logi bjargar á síðustu stundu.

6. mín MARK!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Opnunarpartý Framara byrjar illa! Jón Gunnar Eysteinsson á fyrirgjöf frá hægri og á markateignum er Guðmundur Atli einn og óvaldaður. Hann lætur ekki bjóða sér svona tvisvar og skorar af öryggi með skalla.
1. mín
Viktor Unnar Illugason á fyrsta færi leiksins. Skot frá vítateigslínu sem fer rétt yfir markið.
1. mín
HK-ingar gefa Frömurum áletraðan skjöld í tilefni dagsins. Ungir krakkar úr Fram ganga með liðunum inn á völlinn og nú er allt klárt. Garðar Örn flautar til leiks!
Fyrir leik
Áhorfendur streyma í nýju stúkuna. Vonandi verður þétt setið í kvöld.
Fyrir leik
Það er búið að rigna fyrir leik og við fáum vonandi hraðan og skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, mætir sínum gömlu félögum í kvöld en hann þjálfaði Fram frá 2008 til 2013.
Fyrir leik
Framarar hafa vaknað til lífsins að undanförnu og unnið tvo leiki í röð eftir erfiða byrjun í sumar. Liðið er nú með 10 stig í 7. sæti deildarinnar.

HK vann langþráðan sigur í síðustu umferð eftir fimm tapleiki í röð. HK sigraði KA þá 3-2 á ótrúlegan hátt eftir að hafa verið 2-1 undir á 90. mínútu.

Varamaðurinn Aron Þórður Albertsson skoraði og lagði upp mark þar en hann mætir sínum gömlu félögum í kvöld.

HK er fyrir leikinn í kvöld með níu stig í 9. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Það er líf og fjör á gerivgrasvellinum í Úlfarsárdal í kvöld en karlalið Fram spilar hér sinn fyrsta heimaleik í deildarkeppni.

Þetta eru mikil tímamót enda hefur Fram spilað heimaleiki sína á Íslandsmótinu nær óslitið í Laugardal frá árinu 1960 (Melavöllurinn var stundum notaður fyrst á vorin meðan hans naut við).

Búið er að koma upp stúku fyrir tæplega 400 áhorfendur á vellinum og vonandi verður hún þétt setin í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
9. Davíð Magnússon
10. Guðmundur Magnússon ('67)
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Einar Logi Einarsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason ('81)
21. Andri Geir Alexandersson
23. Ágúst Freyr Hallsson ('81)

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson ('81)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Aron Þórður Albertsson ('81)
8. Magnús Otti Benediktsson
20. Árni Arnarson ('67)

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('55)

Rauð spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('90)