FH
1
0
SJK
Kristján Flóki Finnbogason '92 1-0
09.07.2015  -  19:15
Kaplakriki - Undankeppni Evrópudeildar
1-0 eftir fyrri leik
Aðstæður: Frábærar, smá gola, skýjað.
Dómari: Mervyn Smyth (Norður-Írland)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon ('72)
8. Emil Pálsson
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Guðmann Þórisson
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('80)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Sam Tillen
17. Atli Viðar Björnsson
18. Kristján Flóki Finnbogason ('80)
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('13)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH siglir þessu heim.
92. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
NÁKVÆMLEGA EINS FÆRI OG RÉTT ÁÐAN NEMA BARA NÚNA GEFUR ATLI FULLKOMNA SENDINGU OG FLÓKI KLÁRAR. FH SIGLIR ÞESSU HEIM !!!!
88. mín
ÚFF !!

Hér á Atli Guðna að gera betur, hann og Flóki komast einir í gegn á móti einum varnarmanni en sendingin frá Atla of löng fyrir Flóka og sóknin rennur í sandinn.

83. mín
7 mínútur eftir af þessum leik, ætla FH-ingar að sigla áfram í þessari keppni á 0-1 sigri á útivelli? Það væri sterkt.
80. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
80. mín
Atli Guðna HÁRSBREIDD frá því að senda Bjarna Þór í gegn en Pavle gerir vel og setur boltann útaf.
79. mín
Pelvas með fínt skot úr D-boganum, fastur bolti niðri. En Rólo vandanum vaxinn og handsamar þennan.
77. mín Gult spjald: Pavle Milosavijevic (SJK)
Fyrir kjaft.
76. mín Gult spjald: Mehmet Hetemaj (SJK)
Fer aftan í Atla Guðna á miðsvæðinu.
75. mín
Þeir finnsku sækja stíft þessa stundina og eru mjög hátt uppá vellinum. Atli Guðna er einn uppi á topp og hans verkefni erfitt.
73. mín Gult spjald: Cedric Gogoua (SJK)
72. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Varnarsinnuð skipting hjá Heimi.
70. mín
Hér skapast smá hætta eftir hornspyrnu frá gestunum, darraðadans inn í teignum, FH hreinsar, svo kemur skonding frá Laaskonen sem Róbert ver í horn.
67. mín
Frááááábær sókn hjá FH-ingum sem endar með skoti frá Tóta Valdimars réééétt yfir markið!! FH eru að þjarma að finnunum þessa stundina.
65. mín
Inn:Jussi Vasara (SJK) Út:Wayne Brown (SJK)
Önnur skipting gestanna.
63. mín
SKALLI Í STÖNG FRÁ STEVEN LENNON!!!!!!
62. mín Gult spjald: Henri Aalto (SJK)
Brýtur á Atla Guðna sem var að geysast upp í sókn.
57. mín
Atli Guðna gerir frábærlega, sækir boltann vel út á vinstri kantinn eftir kapphlaup við Timo Tahavanainen og vinnur svo aukaspyrnu. Virkilega vel gert.
52. mín
Smá hætta sem skapast út frá aukaspyrnunni. En á endanum nær Doumbia að hreinsa.
50. mín
Lítið í gangi á upphafs mínútum fyrri hálfleiks. Hornspyrna hér sem SJK á.

Hornspyrnan döpur og henni er komið í burtu, þó ekki lengra en útfyrir teig þar sem aukaspyrna er dæmd á FH.
45. mín
Síðari hálfleikur hafinn.
45. mín
Inn:Bahrudin Atajic (SJK) Út:Toni Lehtinen (SJK)
45. mín
Hálfleikur
Færi hjá báðum liðum. Jafntefli í hálfleik sanngjarnt.
45. mín
Steven Lennon háársbreidd frá því að stela slökum skallabolta frá Gogoua aftur á markmann, en Aksalu kemur vel út og handsamar boltann, þarna mátti ekki miklu muna!
43. mín
Fínt skot frá Pétri Viðars rétt fyrir utan teig eftir góðan undirbúning frá Lennon.
41. mín
Aukaspyrna rétt fyrir utan teig vinstra megin frá SJK en skotið beint í hendurnar á Róló.
38. mín
Atli Guðna með fínustu skottilraun af stuttu færi en beint í fangið á Aksalu.

36. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI SEM FH VAR AÐ FÁ!!

Frábær fyrirgjöf frá Emil Pálssyni beint á kollinn á Tóta Valdimarss sem kemur með gott hlaup inn í markteig en hann sneiðir boltann hreinlega framhjá. Þarna var erfiðara að klúðra heldur en að skora.
29. mín
SJK eru gjörsamlega að sundurspila FH þessa stundina, láta boltann ganga eins og í stimplun í handbolta fyrir utan teiginn en eru ekki að finna góð skotfæri.
28. mín
Stórhættulegt skot frá Laaskonen rétt fyrir utan teig. Fékk að hlaupa óáreittur í 10-15 sekúndur áður en þetta skot kom, þarna þurfa miðjumenn og varnarmenn FH að gera betur.
26. mín
Frááábær sending frá Atla Guðna úr engu jafnvægi inn í teiginn hægra megin þar sem Emil Pálsson tekur boltann með sér en kemur sér í of þröngt færi og skotið beint á Aksalu markvörð gestanna. FH að koma sér meira og meira inn í leikinn.
23. mín
Atli Guðna með fyrst skot FH-inga í leiknum, vel fyrir utan teig og beint á Aksalu í marki gestanna.
21. mín
Fín sókn frá FH, Lennon með fína sendingu út á hægri vænginn á Atla Guðna en sendingin frá honum slök fyrir markið.
17. mín
Hornspyrnan skölluð burt af Doumbia þó ekki lengra en útfyrir D-bogann þar sem SJK spilar boltanum aðeins sín á milli og endar sóknin með skoti frá Laaskonen vel framhjá.
16. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá Ariel en Guðmann nær að renna sér fyrir boltann og setur hann í horn.
15. mín
FH að fikra sig hægt og rólega framar á völlinn. Atli Guðna með ágætis rispu fyrir utan teig og reynir svo að finna Þórarinn Inga í gegn en það gengur ekki.
13. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Kemur aaaalltof seint í þessa tæklingu.
11. mín
SJK mun betri aðilinn eins og staðan er núna. Á sama tíma fáum við þær fregnir úr Vesturbænum að Cork er komið yfir. Nú er bara að vona það besta.
8. mín
Finnsku stuðningsmennirnir láta vel í sér heyra á meðan lítið heyrist frá heimamönnum. Koma svo!
7. mín
Gífurlega vel spilandi þetta finnska lið. FH-ingar hafa varla náð mikið meira en fimm sendingum í röð á meðan SJK spila boltanum vel á milli sín og eru að finna glufur á FH vörninni.
4. mín
Og enn eru það finnarnir sem sækja, nú er Toni Lehtinen hársbreidd frá því að ná að pota í boltann eftir að hafa fengið háan bolta yfir vörn FH. Þarna mátti ekki miklu muna.
3. mín
Hér er fyrsta færi leiksins!! Ariel Nguekam finnur Akseli Pelvas sem sleppur einn í gegn á móti Róberti en Róbert er vandanum vaxinn og ver vel!
2. mín
Heimir er klæddur í jakkaföt, mjööööög töff.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý

SJK sækja í átt að frjálsíþróttavellinum í sínum svörtu búningum.

FH í sínum hvítu búningum sækja þá í gagnstæða átt, eða í átt að skjánum.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn og eru kynnt til leiks. Greinilegt að vallarþulurinn hefur æft sig vel að kynna finnska liðið.
Fyrir leik
Mætingin í Kaplakrikann er fyrir neðan allar hellur, ótrúlegt að ekki fleiri láti sjá sig þegar veðrið er svona gott og leikur í undankeppni Evrópudeildarinnar í boði.

Fyrir leik
Vil minna fólk á að taka þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet

Í kvöld höldum við með íslenskum fótbolta, alveg sama hvort þú sért FH-ingur eða KR-ingur eða ekki, við viljum fá okkar lið sem lengst í svona keppnum.
Fyrir leik
Nú fer að styttast í leikinn. Rúmlega 25 mínútur til stefnu og liðin sem og dómararnir í óða önn að hita sig upp. Spennan magnast.
Fyrir leik
Gaman er að geta þess að liðið sem vinnur hér í kvöld fær Inter Baku frá Aserbaijan í næstu umferð Evrópukeppninnar.
Fyrir leik
Dómaratríóið kemur að þessu sinni frá Norður-Írlandi og heitir dómari leiksins Mervyn Smyth. Bjóðum þá velkomna!
Fyrir leik
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH:
Við sáum það í fyrri leiknum að við erum að spila á móti mjög góðu liði og verðum að eiga toppleik til að fara áfram. Ég held að það sé engin spurning. Þetta er vel spilandi lið og allir með tölu góðir fótboltamenn, það er góð hreyfing á þeim. Við vorum búnir að skoða þá vel fyrir leikinn og vissum við hverju var að búast. Það kom mér samt örlítið á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru. Svo eru þeir líkamlega sterkir.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Simo Valakari, þjálfari SJK:
Við vitum að þetta verður erfiður leikur en metum sem svo að möguleikar okkar séu mjög góðir. Við erum vissulega í erfiðri stöðu en nú þekkja liðin hvort annað aðeins betur og við erum til í slaginn. Við erum meðvitaðir um að við fáum ekki mörg færi en verðum að nýta þau sem við fáum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Toni Lehtonen og Akseli Pelvas hafa báðir skorað fimm mörk fyrir SJK í heimalandinu og geri ég ráð fyrir að þetta séu þeirra hættulegustu menn fram á við. Skulum fylgjast gaumgæfilega með þeim hér á eftir.

Annars eru þarna menn í þeirra röðum frá Fílabeinsströndinni, Bosníu, Englandi og Kamerún svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir leik
FH-ingar hafa spilað einn leik síðan þeir komu heim frá Finnlandi, þeir gerðu sér ferð í Frostaskjólið á sunnudaginn síðasta og töpuðu 2-1 í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Fyrir leik
Síðan SJK mætti FH hafa þeir spilað einn leik í heimalandinu. Þar lágu þeir í valnum fyrir Lahti síðastliðinn mánudag. Lahti eru í 8.sæti finnsku úrvalsdeildarinnar á meðan SJK eru í því fjórða.
Fyrir leik
Byrjunarliða er að vænta frá báðum liðum og við kannski rýnum meira í lið FH-inga þegar þau detta inn. Áhugamenn um finnska liðið geta þá bara sent mér persónuleg skilaboð á Twitter.

Ekki samt gera það, ef Jari Litmanen eða Sami Hyypiä eru ekki í byrjunarliðinu þá get ég ekkert frætt ykkur um þetta lið. En þeir eru allavega betri en miðlungs Pepsi-deildar lið.
Fyrir leik
Fyrri leiknum lauk með 0-1 sigri FH í Finnlandi þar sem Steven Lennon skoraði eina mark hafnfirðinga. Það er því enn allt opið hér, eitt mark frá útiliðinu og við erum komin með háspennu einvígi.
Fyrir leik
Jú komiði sæl og blessuð.

Ég býð ykkur velkomin í veislu. Hér mun fara fram beint textalýsing frá leik FH og finnska liðsins SJK í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Byrjunarlið:
33. Mihkel Aksalu (m)
5. Pavle Milosavijevic
7. Timo Tahvanainen
8. Johannes Laaskonen
10. Wayne Brown ('65)
11. Ariel Ngueukam
14. Toni Lehtinen ('45)
16. Akseli Pelvas
24. Henri Aalto
27. Cedric Gogoua
58. Mehmet Hetemaj

Varamenn:
35. Paavo Valakari (m)
4. Richard Dorman
6. Juho Lähde
9. Jussi Vasara ('65)
15. Zeljko Savic
15. Zeljko Savi
19. Emil Lidman
21. Bahrudin Atajic ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Henri Aalto ('62)
Cedric Gogoua ('73)
Mehmet Hetemaj ('76)
Pavle Milosavijevic ('77)

Rauð spjöld: