Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
ÍA
4
4
Fjölnir
Jón Vilhelm Ákason '16 1-0
1-1 Mark Charles Magee '27
Jón Vilhelm Ákason '28 2-1
Arnar Már Guðjónsson '38 3-1
3-2 Mark Charles Magee '45
3-3 Aron Sigurðarson '75
3-4 Kennie Chopart '80
Garðar Gunnlaugsson '93 4-4
24.08.2015  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Albert Hafsteinsson ('82)
10. Jón Vilhelm Ákason ('87)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('71)
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
8. Hallur Flosason ('87)
13. Arsenij Buinickij ('71)
20. Gylfi Veigar Gylfason
31. Marko Andelkovic ('82)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Teitur Pétursson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:
Darren Lough ('65)
Arnar Már Guðjónsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.
93. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Ármann Smári Björnsson
Ég var varla búinn að sleppa orðinu. Langur bolti inní. Ármann Smári skallar boltann niður. Arsenji hittir ekki boltann og Garðar var mættur á fjær og skoraði. Verðskuldað.
92. mín
Skagamenn bara engan vegin líklegir að jafna. Aron Sigurðar var að skjóta en boltinn framhjá.
89. mín
Inn:Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir) Út:Mark Charles Magee (Fjölnir)
Magee lá aðeins eftir áðan. Honum kippt útaf og farið í 5 manna vörn.
87. mín
Inn:Hallur Flosason (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Seinasta skipting Skagamanna.
82. mín
Inn:Marko Andelkovic (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
Núna liggur Skagamönnum á.
82. mín
Jón Vilhelm í ágætis tækifæri eftir sendingu ÞÞÞ. Hitti boltann ekki nóg beint á Þórð.
80. mín MARK!
Kennie Chopart (Fjölnir)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
leikurinn gjörsamlega snúist við. Aron átti frábæra stungusendingu innfyrir á Chopart sem kláraði vel. Keimlík klársla hjá Chopart og Aroni.
77. mín
Þvílíkur flækjufótur sem Arsenji er. Fær frábæra sendingu frá Ásgeiri og er kominn í dauðafæri en hittir boltann í hægri fótinn á sér og missir svo boltann. Aftur komið fjör á Skagann.
75. mín MARK!
Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Mark Charles Magee
Frábær þríhyrningur á milli Arons og Magee. Aron slapp einn innfyrir og skoraði af öryggi neðst í hægra hornið. Virkilega vel klárað. Skagamenn vildu fá aukaspyrnu svona tíu sekúndum áður. Mér fannst rétt að dæma ekkert en þarf að sjá betur í sjónvarpinu
71. mín
Inn:Arsenij Buinickij (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
68. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Arnar Már kominn í svörtu bókina. Þetta var nú alveg gult líka.
65. mín Gult spjald: Darren Lough (ÍA)
Fyrir alvöru fullorðnstæklingu. Þessi verðskuldaði sko gult.
62. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Fyrir bakhrindingu á Ólafi Val.
60. mín
Aron Sigurðar með ágætis skot en beint á Árna í markinu. Fjölnismenn komnir í 4-4-2. Guðmundur Karl kominn í bakvörðinn, gunnar Már fram og Kennie á kanntinn, . Það hefur gjörsamlega ekkert sést í Kennie Chopart í þessum leik.
58. mín Gult spjald: Jonatan Neftali Diez Gonzales (Fjölnir)
Fyrir brot á Garðari
57. mín
Inn:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) Út:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
57. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
Tvöföld breyting, við vorum bara að taka eftir að Ragnar Már væri inná.
55. mín
Ásgeir Marteinsson að minna á sig. Átti hér flott skot sem Doddi varði yfir. Hornspyrna.
50. mín
Garðar Bergmann Gunnlaugsson með ágætis skottilraun sem fór rendar ágætlega framhjá. Vörn Fjölnismanna búin að líkjast götóttum svissneskum osti í þessum leik. Spurning um að fara fylla uppí þessi göt.
46. mín
Pétur lögga hefur flautað síðari hálfleikinn á. við óskum eftir mörkum eftir þetta markaleysi í fyrri hálfleik. Fimm mörk það er ekki neitt.
46. mín
Menn algjörlega að fá eitthvað fyrir peninginn hér á Skaganum þó það hafi verið frítt. Fimm mörk í fyrri hálfleik og ég get vel trúað að þau verði fleiri.

45. mín
Hálfleikur
Þvílíkur hálfleikur. Efitr afar bragðdaufar upphafsmínútur hefur mörkunum ringt inn. Staðan 3-2, Skagamenn verðskuldað yfir og hreint ótrúlegt að það muni bara einu marki.
45. mín MARK!
Mark Charles Magee (Fjölnir)
Stoðsending: Viðar Ari Jónsson
Jahérna ég sá þetta ekki gerast. Nánast önnur sókn Fjölnismanna í leiknum. Viðar Ari var kominn langt upp kanntinn vinstra megin átti fína fyrirgjöf á kollinn á Magee sem skallaði boltann í netið. Ekki sanngjarnt mark en lífsnauðsynlegt fyrir Fjölnismenn. Hvað sagði ég. Lofaði fjöri og mörkum og þau hafa látið sjá sig.
44. mín
Fjölnismenn virðast vera grátbiðja um að það verði flautað til hálfleiks. Margir þeirra eins og beljur á svelli. Spurning um að skella sér í gömlu leðurskónna með skrúfum.
41. mín
Aron Sigurðar eini maðurinn með lífsmarki í Fjölnisliðinu með ágætis skot rétt framhjá. Fjölnismenn virkilega andlausir.
40. mín
Jahérna hér, Skagamenn hársbreidd frá því að bæta við fjórða markinu. ÞÞÞ átti frábæra fyrirgjöf beint á skallann á Garðari sem stýrði boltanum rétt framhjá markinu. Bergsveinn ræður ekkert við Garðar.
39. mín
Er alvarlega að spá í hvort Bergsveinn Ólafsson hafi farið öfugu megin framúr í morgun. Braut klaufalega á Garðari í aðdraganda aukaspyrnunnar auk þess að líta afar illa út í fyrstu tveim mörkum Skagamanna.
38. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Garðar Gunnlaugsson
Þvílík AUKASPYRNA hjá Garðari, beint í samskeytinn datt þar niður í Þórð í markinu og Arnar Már var mættur fyrstur og hennti sér fram og skallaði boltann í netið. Jahérna hér. Núna verða Fjölnismenn að rífa sig í gang ætli þeir sér að fá eitthvað útúr þessum leik.
33. mín
Góður vinur minn sem er skagamaður sagði við mig fyrr í dag að leikurinn mundi enda 4-3 fyrir skagamönnum. Við skulum vona að mörkunum haldi áfram að rigna svo hann geti afsannað fyrir mér að Skagamenn geti skorað fjögur mörk í einum leik.

30. mín
Viðari Ari átti hér fína sendingu út teiginn á Kennie Chopart sem átti skot rétt framhjá. Ég er alveg viss um að við sjáum fleiri mörk.
28. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Já ég er ekki að ljúga, Skagamenn tóku miðju, Jón Vilhelm fór í þríhyrningsspil við Albert Hafsteinsson og fékk boltann í miðjum teignum og renndi honum framhjá Þórði virkilega vel gert. Það er komið fjör í leikinn.
27. mín MARK!
Mark Charles Magee (Fjölnir)
Aron fékk sendingu frá hægri hann sendi hann á Arnór Eyvar sem gaf strax aftur á Magee sem stakk sér innfyrir og skoraði.
25. mín
Fjölnismenn að sækja í sig veðrið þessa stundina, áðan áttu þeir ágætis sókn sem endaði með lausu skoti beint í fangið á Árna. Skagamenn verjast samt vel.

19. mín
Þetta mark kom algjörlega eins og þruma úr heiðskýru lofti. Enda nánast alveg heiðskýrt.
16. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Þvílík mistök hjá Bergsveini Ólafssyni. Hikaði við að skalla boltann í burtu og ætlar að skalla boltann til baka á Dodda í markinu, Jón Vilhelm var löngu kominn í hlaupið og skaut sér á milli þeirra og renndi boltanum milla fóta Þórðar. Hræðileg mistök sem skrifast algjörlega á Begga.
15. mín
Aron fékk langa sendingu og renndi boltanum til hliðar og skaut en boltinn framhjá hliðarnetinu. Þetta var nú ekki einu sinni hálffæri.
13. mín
Væri gaman ef Skagamenn gætu komið vatni hingað uppí blaðamannastúku, ég drekk nefnielga ekki kaffi og það er einmitt sem leiknum vantar, smá kaffi í leikinn.
10. mín
Fjölnismenn reyna að sækja mikið uppá Aron Sigurðar á vinstri vængnum, það hefur ekkert verið að ganga alltof vel. Mikið um stöðu baráttu svona snemma
4. mín
Darren Lough á fyrsta skotið í leiknum. Kannski var þetta fyrirgjöf, allavega eint á Dodda í markinu hjá Fjölni sem varði boltann í horn. Ekkert verður úr horninu sem endar beint í fanginu á Dodda.
1. mín
Skagamenn sækja í átt að Akraneshöllinni en Fjölnismenn í hina áttina, veit nú ekki hvað er hinum megin en þeir sækja allavega þangað. Fjölnismenn byrjuðu með boltann.
1. mín
Jæja loksins þetta er byrjað. áhorfendur aðeins farnir að týnast á völlinn sýnist þó ekkert vera mikið meira en ca 300 sem er auðvita hörmung en löggan hef flautað leikinn á.
Fyrir leik
Skagamenn eru að sjáfsögðu Gulir svartir svartir en Fjölnismenn Svartir Svartir gulir, smá óþægilegt en sjáum til hvernig þetta verður.
Fyrir leik
Enn meiri ástæða til að mæta á völlinn það er FRÍTT. Ath ókeypis í boði Norðuráls. Plús á það.
Fyrir leik
Við auglýsum eftir að áhorfendur fari að rífa sig uppúr sófanum og komi sér á staðinn, aðeins örfáar hræður mættar á Norðurálsvöllinn. Það er rjómablíða hér uppá Skaga. Liverpool Arsenal endar hvort sem er með markalausu jafntefli, miklu skemmtilegra að vera útí blíðunni að horfa á gæða Pepsideildarleik.
Fyrir leik
Skagamenn eiga að harma að hefna ekki nóg með að þeir hafi tapað í Grafarvoginum fyrr í sumar þá komu Fjölnismenn hingað og hentu þeim útúr bikarnum með 3-0 öruggum sigri.

Gleymdi að sjálfsögðu að nefna að Ragnar Leósson kemur einnig inn í lið Fjölnis í stað Illuga Þórs sem fær sér sæti á tréverkinu.
Fyrir leik
Dómari í kvöld er lögreglumaðurinn Pétur Guðmundsson, algjör topp náungi, hef fengið þann heiður að spila með kappa og var hann hinn ágætasti neðri deildar miðjumaður. Þar að auki spilaði hann með landsliði Íslenskra lögreglumanna á norðurlandamóti lögreglumanna.

Með honum eru Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon en þess má til gamans geta að Andri er á leið til Moldavíu að dæma í Futsal móti á næstu dögum. Get ekki sagt að ég öfundi hann enda það markverðasta frá Moldavíu væntanlega Dragostea Din Tei lag sem var vinsælt hér fyrir nokkrum árum. Það eldist ekkert alltof vel samt.
Fyrir leik
Kickstart my heart komið á fóninn og ætti að geta kveikt í leikmönnum. Við viljum fá mörk í kvöld.
Fyrir leik
Liðin í góðum gír að hita upp. Skagamennirnir eru byrjaðir að grilla hinum megin og því allt að verða klárt fyrir þennan leik. Vil endilega benda stuðningsmenn á það að það tekur ekki hálftíma að keyra á Akranes og því alls ekki of seint að leggja af stað núna. Veðrið er geggjað.
Fyrir leik
Það eru tvær breytingar hjá Skagamönnum frá seinasta leik. Ásgeir Marteinsson og Ólafur Valur Valdimarsson koma inn fyrir Ingimar Elí og Hall Flosason. Hjá Fjölni fær Gunnar Már Guðmundsson sér sæti á bekknum og Mark Magee kemur inn.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Fjölnismanna þar sem fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson og Þórir Guðjónsson skoruðu mörkin. Það verður ekki endurtekning á því þar sem Þórir er ennþá að glíma við meiðsl. Bergsveinn gæti hinsvegar skorað.
Fyrir leik
Hvetjum fólk endilega til að nota hashtagið #fotboltinet og valdar færslur verða settar inn.
Fyrir leik
Góðan daginn eða kvöldið öllu heldur. Magnús Valur Böðvarsson heilsar frá Akranesi þar sem leikur Skagamanna og Fjölnis fer fram. Völlur lítur glæsilega út og veðrið frábært. Það er logn, ég endurtek logn á Akranesi þannig að við hvetjum alla til þess að mæta á leikinn enda nægur tími til stefnu.
Fyrir leik
Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA:
Ég met möguleika okkar mjög góða, við erum á heimavelli og höfum verið að spila heilt yfir vel þar. Fjölnir eru með hörku lið og eru búnir að vera á fínu rönni, en við erum tilbúnir í slagsmála leik. Að sjálfsögðu viljum við bæta upp fyrir síðustu tvær frammistöður á móti Fjölni, þar sem við spiluðum virkilega illa og áttum lítið skilið úr þeim leikjum. Sigur yrði mjög mikilvægur til þess að spyrna okkur aðeins frá þessum liðum sem eru í kringum okkur.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik ÍA og Fjölnis. Skagamenn eru í níunda sæti deildarinnar eftir ágætan leik en Fjölnir er í fimmta sæti deildarinnar. Fjölnismenn hafa unnið bæði einvígi liðanna til þessa, 2-0 í deildinni og 3-0 í bikar.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
7. Viðar Ari Jónsson ('57)
10. Aron Sigurðarson
13. Kennie Chopart
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('89)
19. Arnór Eyvar Ólafsson
22. Ragnar Leósson ('57)
26. Jonatan Neftali Diez Gonzales
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
3. Illugi Þór Gunnarsson ('57)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Birnir Snær Ingason
13. Anton Freyr Ársælsson ('89)
28. Hans Viktor Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Jonatan Neftali Diez Gonzales ('58)
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('62)

Rauð spjöld: