Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Þróttur R.
2
2
KR
Dion Acoff '17 1-0
1-1 Óskar Örn Hauksson '45 , víti
Emil Atlason '70 2-1
2-2 Kennie Chopart '80
08.05.2016  -  19:15
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Brakandi sól og blíða, hægur andvari. Rigningin fallið á Valbjarnarvöll í dag og það er ávísun á frábærar aðstæður.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason ('82)
11. Dion Acoff
11. Emil Atlason ('84)
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
17. Ragnar Pétursson
21. Tonny Mawejje ('58)
29. Kristian Larsen

Varamenn:
10. Brynjar Jónasson ('84)
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
20. Viktor Unnar Illugason
23. Aron Lloyd Green ('82)
25. Kabongo Tshimanga
27. Thiago Pinto Borges ('58)

Liðsstjórn:
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Tonny Mawejje ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verulega flottur leikur hér í Dalnum í kvöld.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
95. mín
Óskar í góðu skotfæri en hittir illa og Trausti nær að loka á þetta.
94. mín
Djúpt í uppbót... svakaleg stemming í Kötturum.
92. mín
Frábær varsla Trausta eftir skalla Andersen!
90. mín
KR pressa stanslaust núna.
87. mín Gult spjald: Denis Fazlagic (KR)
Stór ákvörðun hjá Guðmundi.

Denis fellur í teignum og fær spjald fyrir dýfu. KR alveg trylltir, vildu víti þarna!
86. mín
Óskar með einn sporbaug, langleiðina út á Grand hótel í fínu skotfæri.
84. mín
Inn:Brynjar Jónasson (Þróttur R.) Út:Emil Atlason (Þróttur R.)
Hrein skipting.

Emil mjög góður í kvöld.
84. mín
End to end stöff hér í Dalnum.
82. mín
Inn:Aron Lloyd Green (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
80. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Stoðsending: Morten Beck
Enn eitt frábært upphlaup Beck upp hægri vænginn, sending á fjær og frábær skalli Kennie.

Þetta verður alvöru leikur til loka.
80. mín
Emil mætir aftur inná.
78. mín
Emil haltrar hér útaf...búinn að vera verulega góður hér í kvöld. Yrði áfall fyrir heimamenn að missa hann af velli.
75. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (KR) Út:Valtýr Már Michaelsson (KR)
Væntanlega hrein skipting þarna.
71. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Atli Hrafn Andrason (KR)
Strax eftir markið
70. mín MARK!
Emil Atlason (Þróttur R.)
Stoðsending: Kristian Larsen
Mjög forvitnileg útfærsla á hornspyrnu.

Þróttararnir byrja allir að hlaupa um 20 metrum utan teigsins inn eftir hornið, þetta virðist rugla KR-inga, boltinn kemur á nær þar sem Emil eiginlega bara fær boltann í sig og í netið.
66. mín
Hér sluppu KR ingar, missa boltann á vondum stað og stungusending Þróttara er góð, Stefán kemur langt út úr markinu og nær ekki að hreinsa nema á Emil sem dúndrar að marki.

Stefán verður fyrir skotinu og Þróttararnir vilja meina að hann hafi notað hendurnar utan teigs en ekkert er flautað.
62. mín
Óskar með flotta sendingu í gegn sem Fazlagic rétt missir af.

Þarna munaði mjóu!
58. mín
Inn:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.) Út:Tonny Mawejje (Þróttur R.)
Væntanlega hrein skipting.

Brazzinn mættur, Tonny hefur átt marga betri leiki á Íslandi.
57. mín
KR með öll völd á vellinum núna...pressan þyngist stöðugt.
54. mín
DAUÐAFÆRI!

Gunnar skallar á Beck Andersen sem er aleinn á vítapunktinum en neglir hátt yfir.
53. mín
KR komnir með tök á leiknum aftur og þrýsta heimamönnum aftar á völlinn.
52. mín Gult spjald: Tonny Mawejje (Þróttur R.)
Slæm tækling á miðjunni.

Hárrétt.
50. mín
Þróttarar byrja seinni hálfleik af nokkrum krafti hérna.
46. mín
Aftur af stað, óbreytt liðskipan.
45. mín
Fréttir í hálfleik...

...Hólmbert meiddist lítillega í kálfa á æfingu á föstudaginn og því ákveðið að hann hvíldi í kvöld. Verður klár í stórleikinn við FH á fimmtudaginn.
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur Ársæll flautar til hálfleiks á meðan KR fagna.

Staðan sanngjörn miðað við gang leiksins en svakalegur tími á jöfnunarmarki KR. Breytti hálfleiksræðum beggja þjálfara.
45. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Öruggt var það.

Neglir boltanum út við stöng, óverjandi algerlega fyrir Trausta.
45. mín
VÍTI hjá KR.

Mawejje með bullbrot á Præst!

Beck stakk boltanum inn í teig og Mawejje henti sér í glórulitla tæklingu.

Klárt víti í allan dag!
44. mín
Nálægt!

Dion fíflaði Gunnar úti á kantinum og komst inn að endamörkum þar sem hann átti flotta sendingu sem fór í gegnum markteiginn án þess að nokkur næði að snerta boltann sem fór í innkast.
43. mín
Enn missir Trausti fyrirgjöf en varnarmennirnir hans bjarga honum og hreinsa frá.

38. mín
Fazlagic skallar framhjá úr fínu færi eftir sendingu frá Beck.

Beck er búinn að vera býsna öflugur upp kantinn hægra megin í bakverðinum hjá KR.
37. mín
Trausti missir frá sér aukaspyrnu utan af kanti en enginn KR-ingur nógu snöggur til að refsa því og Trausti sópar upp sjálfur.
35. mín
Hreinn sýnir hugrekki og hendir sér til að blokka skot frá Atla af teignum.

Alvöru varnarleikur hér á ferð!
31. mín
Fyrsta skot Þróttara eftir markið er af 30 metrum og langt framhjá.

Þeir hafa fallið aftar á völlinn, sem er auðvitað skiljanlegt.
29. mín
Sóknir KR að þyngjast.

Præst á góða sendingu frá hægri sem Beck Andersen skallar yfir úr teignum.
26. mín
DAUÐAFÆRI

KR vinna boltann ofarlega af varnarmönnum Þróttar, Óskar stingur í gegn og Fazaglic skýtur framhjá í einn-á-einn stöðu gegn Trausta.

Átti einfaldlega að gera betur!
23. mín
Fyrsta alvöru skot KR að marki er upp úr aukaspyrnu.

Óskar neglir rétt framhjá.
21. mín
Beck á fasta sendingu með jörðinni sem hrekkur af Hreini af stuttu færi en Trausti er starfinu vaxinn.
17. mín MARK!
Dion Acoff (Þróttur R.)
Stoðsending: Emil Atlason
Já TAKK.

Langur bolti upp völlinn þar sem Emil einfaldlega slátrar Indriða í öxl-í-öxl návígi og leggur boltann á vítapunktinn þar sem Dion leggur boltann örugglega og óverjandi í fjærhorn.

Fyrsta mark Þróttar í PEPSI deildinni 2016 komið!
14. mín
KR fengu þarna þrjú horn á stuttum tíma og hætta nokkur þangað til að skalli Prestsins fer framhjá.
13. mín
Þróttarar bjarga í horn eftir aukaspyrnu sem Trausti missir.
12. mín
Stefán Logi dettur við það að negla fram.

Boltinn fer beint á Mawejje sem reynir að koma boltanum í autt markið en stoppar á varnarmanni.
10. mín
KR að ná meira flæði í leikinn sinn og komnir ofar í pressunni.

Engin færi ennþá.
7. mín
KR er að stilla upp í 4-4-2.

Stefán

Beck - SKúli - Indriði - Gunnar

Óskar - Præst Möller - Valtýr - Fazlagic

Beck Andersen - Atli
5. mín
Þrótttarar spila 4-1-2-2-1.

Trausti

Aron - Sebastian - Hreinn - Kristian

Hallur

Mawejje - Ragnar

Dion - Vilhjálmur

Emil.

Hallur djúppur, Dion og Vilhjálmur mjög utarlega.
4. mín
Þróttarar byrja sterkt hér fyrstu mínúturnar.
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað í Dalnum.
Fyrir leik
KR unnu hlutkestið og velja að hafa Húsdýragarðinn á móti sér í fyrri hálfleik, Þrótttarar verja garðinn.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn. Enn laus sæti í stúkunni en þó er stöðugur straumurinn.

Köttararnir í stuði og Bóasinn mættur.

Klassísk búningaútgáfa á ferð - langröndótt.
Fyrir leik
Töluvert af fólki að týnast í Dalinn.

Kannski enn einhverjir að taka fréttatímana á Plús og sjá hvort nafni minn í TexasBorgurum hefur fengið fleiri keppinauta.

Við viljum sjá fleiri hérna!

Fyrir leik
HEITAR FRÉTTIR

Finnur Ólafs meiðist í upphitun Þróttara. Leikskýrslan breytist því á þann hátt að Hallur Hallsson kemur inn í byrjunarlið heimamanna og við það losnar pláss á bekknum sem Viktor Unnar Illugason tekur.
Fyrir leik
KR breyta einu frá leiknum gegn Víkingum.

Hólmbert fer á bekkinn, sagan segir að hann sé enn að ná sér af höfuðhöggi í síðasta leik og í hans stað kemur í liðið Atli Hrafn Andrason sem er fæddur á því herrans ári 1999.
Fyrir leik
Þróttarar breyta um tvo í sínu byrjunarliði frá tapinu gegn FH.

Karl Brynjar er meiddur og ekki í hóp, Borges fer á bekkinn.

Hreinn Ingi og Tony Mawejje koma inn.
Fyrir leik
Rigningin hefur vökvað Laugardalsmottuna vel og reglulega í dag og samkvæmt þeim sem þekkja vel til þessa vallar þýðir það bestu mögulegu aðstæður!
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll blæs í flautuna í dag og honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Adolf Andersen. Til vara er Gunnar Helgason og Guðmundur Sigurðsson er í eftirlitinu.
Fyrir leik
Býsna langt er komið síðan þessi lið mættust síðast í efstu deild.

Síðast tóku Þróttarar á móti KR í efstu deild árið 2009 og þá gjörsigruðu Vestubæingar leikinn 5-1.

Einn Þróttari er eftir í leikmannahópnum í dag frá þessum leik, hinn eilífi Hallur Hallsson.

Þrír KR-ingar sem léku þennan leik eiga möguleika á því að vera í liði dagsins. Það eru þeir Stefán Logi, Skúli Jón og Óskar Örn. Bjarni Guðjónsson núverandi þjálfari KR lék leikinn árið 2009 einnig.
Fyrir leik
Leikurinn er í 2.umferð PEPSI-deildarinnar.

Í 1.umferð lágu Þróttarar frekar illa fyrir FH, 0-3 en KR gerði markalaust jafntefli gegn Víkingum.

Bæði lið semsagt ennþá að leita að fyrsta markinu sínu þetta sumarið.
Fyrir leik
Velkomin í beina lýsingu frá Valbjarnarvelli í Laugardal þar sem nýliðar Þróttar taka á móti vesturbæingunum í KR.

Barátta hinna langröndóttu framundan.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
4. Michael Præst
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
11. Morten Beck Guldsmed
16. Indriði Sigurðsson
20. Denis Fazlagic
21. Atli Hrafn Andrason ('71)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Valtýr Már Michaelsson ('75)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
8. Finnur Orri Margeirsson ('75)
9. Hólmbert Aron Friðjónsson
11. Kennie Chopart ('71)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Axel Sigurðarson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason

Gul spjöld:
Denis Fazlagic ('87)

Rauð spjöld: