Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
Fylkir
0
3
ÍBV
Albert Brynjar Ingason '4 , sjálfsmark 0-1
0-2 Sindri Snær Magnússon '8
0-3 Sigurður Grétar Benónýsson '86
16.05.2016  -  17:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn og sól veður í skýjum - hlýtt og gott. Vollurinn vissulega flekkóttur en ætti að bjóða upp á fínasta fótbolta.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 958
Maður leiksins: Mikkel Jakobsen
Byrjunarlið:
12. Lewis Ward (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('61)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Sito
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('46)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Víðir Þorvarðarson ('72)
14. Albert Brynjar Ingason (f)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
15. Garðar Jóhannsson ('72)
16. Emil Ásmundsson
24. Elís Rafn Björnsson ('46)
29. Axel Andri Antonsson ('61)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('50)
Albert Brynjar Ingason ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur ÍBV í Árbænum í dag.

Sannarlega um margt að hugsa hjá heimamönnum.
87. mín
Inn:Ian David Jeffs (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
86. mín MARK!
Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Stoðsending: Mees Junior Siers
Skyndisókn upp hægri vænginn, Siers kemst innfyrir vörn Fylkis og leggur boltann inn í markteig og eftirleikurinn er auðveldur fyrir Sigurð.

Game over...heimastúkan að tæmast.
85. mín
Andrés Már fær fínt skotfæri úr teignum en flamberar boltanum yfir!
84. mín
Fylkismenn loksins að ná að koma upp smá pressu.

82. mín
Inn:Andri Ólafsson (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Reynslan á að sigla þessu heim.

Sennilega ekki að fara á kantinn hann Andri.
81. mín
Hér fór boltinn í hönd Eyjamanns en Pétur mjög nálægt og mat þetta hið klassíska "bolti í hönd" sennilega.

Lítil gleði með það í stúkunni.
79. mín Gult spjald: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Reyndi að fiska víti - Pétur handviss.
76. mín
Aðeins hefur kviknað á heimamönnum við innkomu Garðars en betur má ef duga skal.
72. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Fylkir) Út:Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Víðir ekki sést gegn gömlu félögunum, aðstoðarþjálfarinn mættur inn á völlinn.
70. mín
Ofboðslega bragðdaufur leikur hér á ferð.

Vestmanneyingar varkárir og yfirvegaðir en Fylkismenn ná ekkert að skapa.
64. mín
Inn:Mees Junior Siers (ÍBV) Út:Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
Meiðsli hjá Barden og skiptingin hrein, Siers fer í bakvörðinn.
61. mín
Inn:Axel Andri Antonsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Hrein skipting hér á ferð.
60. mín
Vestmanneyingar að ná aftur fastataki á þessum leik.
53. mín
Loksins fá Fylkismenn færi.

Ná að opna vörn ÍBV þegar Sito nær að spinna sig í gegnum vörnina hægra megin en engum tekst að gera sér mat úr nokkrum góðum hálfsénsum og að lokum hreinsa Vestmanneyingar boltann úr teignum.
50. mín
Sindri með hörku skot úr teignum Ward gerir vel í að verja.
50. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Síbrotaspjald hér á ferð.
49. mín
Jón Inga komst hér einfaldlega í gegnum Fylkisvörnina og setti fastan bolta inn í markteiginn sem enginn náði að snerta.

Stórhætta á ferð.
46. mín
Við erum lögð af stað á ný.
46. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Ásgeir meiddist lítillega í lok fyrri hálfleiks og getur ekki haldið áfram.

Hrein skipting.
46. mín
Hálfleikur
Að minnsta kosti sanngjarnt.

Eyjamenn miklu betri hingað til hér í dag!
46. mín
Á síðustu sekúndunum komst Aron í gegnum alla vörn heimamanna og lagði boltann út í teig þar sem Sigurður Grétar rétt missir af sendingunni.

Þetta var bara býsna gott færi.
45. mín
Enn langskot hjá ÍBV, núna Jón Ingason eftir langhlaup upp völlinn en aftur og enn á Ward einfalt verk að stoppa þennan.
42. mín
Fylkismenn virðast aðeins vera að vakna hérna, þrjú horn á stuttum tíma en hafa þó ekkert skapað sér úr þeim.
39. mín
Loksins flæðandi sókn hjá heimamönnum, nettur þríhyrningur endar með skoti frá Albert sem varnarmenn blokka í horn sem heimamenn ná ekki að nýta sér.

Arnar Daði Arnarsson
37. mín
Vestmanneyingar eru algerlega í bílstjórasætinu hér, Punyed í góðu skotfæri rétt utan teigs en skot hans er beint á Ward.
33. mín
Punyed hefur átt frábæran fyrri hálfleik hérna, heldur þvílíku flæði á boltanum.

Nú átti hann fína sendingu á Jakobsen í teignum en varnarmenn komast fyrir skotið hans.

30. mín
Jakobsen fær flott skotfæri upp úr horni Punyed en neglir yfir af vítateigslínunni.

Átti svo sannarlega að gera betur þarna.
26. mín
Þessa stundina er svo sannarlega hægt að tala um miðjumoð.

Ekki bætir úr skák að miðjan á vellinum er að stórum hluta byggð upp af sandi...og erfitt að spila boltanum mikið þar.
23. mín
Vestmanneyingar leyfa heimamönnum að vera með boltann nú um stundir og þeir virðast hægt og rólega vera að vakna.
21. mín
Sito á fyrsta skot á markið fyrir Fylki en það er beint á Derby.
17. mín
Fyrsta sókn Fylkismanna endar á vondri fyrirgjöf Alberts beint útaf.
16. mín
Vestmanneyingar spegla leikkerfi heimamanna:

Derby

Barden - Hafsteinn - Pepa - Jón

Punyed - Sindri

Vernam - Jakobssen - Aron

Sigurður Grétar
15. mín
Svakaleg varsla hjá Ward, Punyed með skot af vítateigslínunni.

Fylkismenn eru ekki með hér fyrsta kortérið.

Arnar Daði Arnarsson
12. mín
Fylkismenn stilla upp í 4-2-3-1 í dag.

Ward

Andrés - Tonci - Ásgeir - Daði

Ásgeir Börkur - Oddur

Víðir - Sito - Ragnar

Albert.

Arnar Daði Arnarsson
8. mín MARK!
Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
HVAÐ ER Í GANGI!

Jakobssen á skot af 25 metrunum sem Ward slær bara út í teig þar sem Sindri á auðvelt verk eftir og setur boltann örugglega í netið.

Markmaðurinn á að gera betur þarna, þvílík byrjun gestanna!
7. mín
Vestmanneyingar halda bara áfram hér.

Aukaspyrna utan af kanti fer í gegnum teiginn og í hendur Ward. Þarna var séns á að gera betur.
4. mín SJÁLFSMARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Mikkel Maigaard
Uppúr horninu sem var tekið stutt negldi Jakobsen boltanum inn í teiginn og svei mér ef hann fór ekki bara hjálparlaust í stöng og inn.

UPPFÆRT

Okkar eigin Elvar er handviss, snerting Alberts er það sterk að þetta á að vera sjálfsmark.
3. mín
Fyrsta horn er líka gestanna.
2. mín
Fyrsta skot er Eyjamanna en er laflaust og endar í höndum Lewis.
1. mín
Leikur hafinn
Lögð af stað í Árbænum!
Fyrir leik
Vestmanneyingar unnu hlutkestið og vilja byrja með goluna í bakið, sækja frá Árbæjarlauginni.
Fyrir leik
Þá hljómar inngöngumarsinn á Floridanavöllinn og liðin eru að labba inn á völlinn.

Þessi fyrsti leikur 4.umferðar fer rétt að detta í gang.

Allir liðslitir hefbundnir auðvitað, er enn að gleðjast yfir markmannsstuttbuxum heimamanna sem eru neonappelsínugular!
Fyrir leik
Þar með leggja liðin af stað inn í Fylkishöllina til að fá síðustu leiðbeiningar, setja teygjur í hárið og rétt kíkja í spegilinn.

Svo er það bara game on og "Life is life"...sem einmitt hljómar úr boxunum núna hjá DJ-inum.
Fyrir leik
Sólin horfin úr Árbænum og fánarnir aðeins farnir að hreyfast.

Andri Ólafs var að klæða sig í úlpuna takk fyrir!
Fyrir leik
Fólk aðeins að týnast inn á völlinn, vonandi lokkar grillilmurinn af hamborgurunum einhverja á svæðið, enn nóg pláss í stúkunni.
Fyrir leik
Þéttur upphitunarpakki í gangi hjá öllum, lið og dómarar virðast heldur betur tilbúin í slaginn.

Þetta verður eitthvað.

Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV gerir tvær breytingar á sínu liði, Mikkel Jakobsen og Charles Vernam koma inn í stað Simon Smidt og Mees Siers.
Fyrir leik
Töluverðar breytingar eru á byrjunarliði heimamanna frá tapleiknum gegn Val:

Ragnar Bragi Sveinsson, byrjar í liði Fylkis í dag í sínum fyrsta leik í sumar en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Auk þess koma þeir Oddur Ingi og Daði Ólafsson í lið Fylkis.

Ásgeir Eyþórs, Emil Ásmundsson og Tómas Joð Þorsteinsson detta úr liðinu.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru komin í hús.
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson flautar leik dagsins, honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Adolf Þorberg Andersen.

Bryngeir Valdimarsson er fjórði dómari og Guðmundur Stefán Maríasson er í eftirlitinu.
Fyrir leik
Fyrir leik dagsins eiga Fylkismenn enn eftir að ná sér í stig í deildinni en Vestmanneyingar hafa sótt sér fjögur slík og myndu tylla sér (a.m.k. tímabundið) í annað sæti deildarinnar með sigri.
Fyrir leik
Fylkismenn hafa unnið síðustu fjórar viðureignir þessara liða, á síðasta leiktímabili sigruðu þeir 3-0 á Fylkisvellinum.

Fyrir leik
Tveir leikmenn ÍBV hafa spilað heimaleiki í Árbænum.

Þeir Ian Jeffs og Pablo Punyed hafa leikið með Fylki en spila nú í alhvítu.
Fyrir leik
Í leikmannahópi Fylkis í dag eru tveir leikmenn sama hafa leikið fyrir ÍBV.

Víðir Þorvarðarson er borinn og barnfæddur Eyjapeyi sem leikur í sumar í fyrsta sinn með Fylki og José "Sito" spilaði í Heimaey í fyrra en gekk til liðs við Fylki eftir töluverðar deilur nú liðinn vetur.
Fyrir leik
Hér mætast sem þjálfarar Eyjapeyinn Hermann Hreiðarsson sem náði býsna góðum árangri með ÍBV undir stjórn m.a Bjarna Jóhannssonar sem er nú að þjálfa Fylki.

Báðir hafa semsagt þjálfað bæði lið og rata vel í kaffibollana á heimavöllum þessara liða.

En í dag halda þeir með sínum liðum auðvitað!
Fyrir leik
Velkomin í beina lýsingu úr heimi appelsínunar...Árbænum í Reykjavík.

Hér Floridanavellinum taka appelsínugulir Fylkismenn á móti sjóbörðum Vestmanneyingum í Pepsideildinni.

Kannski full dramatískt eða???
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason ('82)
9. Mikkel Maigaard ('87)
11. Sindri Snær Magnússon
14. Jonathan Patrick Barden ('64)
17. Sigurður Grétar Benónýsson
33. Charles Vernam

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
17. Bjarni Gunnarsson
19. Simon Kollerud Smidt
20. Mees Junior Siers ('64)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs

Gul spjöld:

Rauð spjöld: