Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
2
0
Huginn
Charles Vernam '46 1-0
Bjarni Gunnarsson '81 , víti 2-0
25.05.2016  -  18:00
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar karla 2016
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 404
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason
9. Mikkel Maigaard ('85)
11. Sindri Snær Magnússon
17. Bjarni Gunnarsson
19. Simon Kollerud Smidt ('77)
20. Mees Junior Siers ('46)
33. Charles Vernam

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Jón Ingason ('46)
5. Avni Pepa
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('77)
18. Ásgeir Elíasson ('85)
27. Elvar Ingi Vignisson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('37)
Hafsteinn Briem ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-0 sigur hjá Eyjamönnum sem fara áfram í 16-liða úrslitin. Mjög sannfærandi hjá ÍBV en sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri.
90. mín
Eyjamenn bruna upp hinn endann en Sigurður gerir illa í að seta boltann framhjá einn á móti markmanni.
Leik lokið!
Þvílíkt færi hjá Stefáni Ómari en Halldór Páll ver í tvígang.
90. mín
Charles Vernam á skilið verðlaun fyrir slakasta skot sumarsins. Þetta fór að minnsta kosti 20 metra bæði framhjá og yfir markið.
90. mín
Ásgeir Elíasson liggur eftir. Hann haltrar út af vellinum með sjúkraþjálfurunum.
88. mín
Sindri átti ágætt skot, hann smellhitti Sigurð Grétar í andlitið að minnsta kosti! Mjög kostulegt að sjá.
87. mín
Sigurður Grétar gerir vel í að koma sér í skotfæri en Orri Sveinn gerir einnig vel í að fara fyrir skotið.
86. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (ÍBV)
85. mín
Inn:Ásgeir Elíasson (ÍBV) Út:Mikkel Maigaard (ÍBV)
Í kjölfarið er Mikkel skipt út af.
85. mín
Mikkel tekur spyrnuna sjálfur og hún er virkilega góð en rétt framhjá markinu.
84. mín Gult spjald: Ingimar Jóhannsson (Huginn)
Togar aftan í Mikkel Maigaard Jakobsen. Hárréttur dómur.
81. mín Mark úr víti!
Bjarni Gunnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Bjarni Gunnarsson "litli töframaðurinn" setur hann örugglega í vinstra hornið og Atli Gunnar fer í hitt hornið.
81. mín
Aron Bjarnason labbar beinlínis í gegnum vörnina áður en hann er felldur inni í vítateig og vítaspyrna réttilega dæmd.
77. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Simon Kollerud Smidt (ÍBV)
76. mín
Dauðafæri! Atli Gunnar kemur út úr markinu, missir af boltanum og autt mark framundan en Ivan Eduardo Silva bjargar meistaralega af línunni!
76. mín
Inn:Pétur Óskarsson (Huginn) Út:Blazo Lalevic (Huginn)
Blazo er borinn út af vellinum en fær í leiðinni gult spjald.
75. mín Gult spjald: Blazo Lalevic (Huginn)
71. mín Gult spjald: Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Keyrir inn í Halldór Pál eftir að hann er búinn að grípa boltann.
66. mín
Hætta við teig Eyjamanna eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið en ná á endanum að hreinsa.
65. mín
Stefán Ómar fær góða sendingu inn fyrir en Felix Örn gerir vel í að halda í við hann og komast fyrir skotið.
63. mín Gult spjald: Rúnar Freyr Þórhallsson (Huginn)
62. mín
Inn:Stefán Ómar Magnússon (Huginn) Út:Elmar Bragi Einarsson (Huginn)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
62. mín
Inn:Ingimar Jóhannsson (Huginn) Út:Birkir Pálsson (Huginn)
61. mín
Charles Vernam með gott viðstöðulaust skot en það er framhjá.
56. mín
Hættulegt færi hjá Hugin. Rúnar Freyr Þórhallsson með skot í varnarmann og fylgir svo sjálfur eftir en seinna skotið er rétt yfir.
54. mín
Blazo Lalevic virðist liggja hér steinrotaður eftir spark frá Eyjamanni. Algjört óviljaverk að vísu ef það var einhver snerting sem var erfitt að sjá.
50. mín
Áhorfendur einungis 404. Slök mæting svo ekki sé meira sagt.
46. mín MARK!
Charles Vernam (ÍBV)
Stoðsending: Simon Kollerud Smidt
Mark á slaginu 46:00! Áttu í alls konar vandræðum með að skora í fyrri hálfleik en fyrsta sóknin i þeim síðari endar með marki!

Simon átti misheppnað skot utan teigs sem endaði sem sending á Charles Vernam sem þurfti bara að setja hann framhjá markmanninum.
46. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Mees Junior Siers (ÍBV)
Síðari hálfleikur er hafinn. Ein skipting hjá Eyjamönnum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Ótrúlegt að staðan sé enn 0-0.
45. mín
Blazo Lalevic lá eftir og er farinn út af vellinum. Á meðan taka Eyjamenn hornspyrnu en skallinn frá Sindra er laflaus og Atli Gunnar Guðmundsson handsamar boltann.
44. mín
Verið er að huga að leikmanni Hugins.
37. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Pablo fær gult spjald. Uppsafnað að öllum líkindum.
35. mín
Aron með fyrirgjöf og Charles nær góðu "kontakti" við boltann en yfir markið.
30. mín
Hélt að Halldór Páll væri með boltann en hann missir hann. Sem betur fer fyrir hann að þá dettur boltann fyrir Eyjamann sem eyðir engum tíma og hreinsar hann burt.
30. mín
Merkilegt nokk, Seyðisfirðingar næla sér í hornspyrnu.
29. mín
Bjarni Gunnarsson er næstur með skot en það er í hliðarnetið.
27. mín
Og í þeim töluðum orðum þá skallar Charles Vernam boltann í slánna! Það eru álög á ÍBV í dag.
26. mín
Simon fær boltann á vítapunktinum en setur hann framhjá markinu. Það er með hreinum ólíkindum að Eyjamenn séu ekki búnir að skora.
22. mín
Einstefna að marki Hugins. ÍBV er langmest með boltann og er að skapa sér helling af færum en hvernig þeim hefur ekki tekist að nýta eitt af þessum færum er mér hulin ráðgáta.
21. mín
ÍBV átti tvo skot með stuttu millibili, að fyrra í varnarmann og það seinna yfir markið.
19. mín
Bjarni er að fara hamförum! Nú fer hann auðveldlega framhjá bakverðinum, hleypur síðan meðfram endamörkunum, sendir hann fyrir markið en skotið af tveimur metrum hjá nærstönginni rétt framhjá!
18. mín
ÍBV er að auka sóknarþungann. Charles Vernam reynir skot fyrir utan teig en það er framhjá.
16. mín
Skalli frá Sindra Snæ eftir hornspyrnu en markmaður nær að trufla hann og boltinn endar yfir.
12. mín
Fyrsta skot Hugins í þessum leik. Jaime Jornet Guijarron átti tilraunina en hann slæsar hann langt framhjá.
10. mín
Góður sprettur hjá Charles á vinstri kantinum, sendir hann síðan út á Simon en skot hans er hátt yfir.
9. mín
Aron snýr laglega á varnarmann, stingur boltanum inn fyrir á Bjarna sem kemst í boltann á undan markmanninum... Flaggið komið upp, þetta mark telur ekki.
5. mín
Brot rétt milli miðju og vítateigs Hugins. Simon Smidt reynir skotið en eins og við var að búast þá hittir hann ekki á rammann.
4. mín
Eftir smá klafs í og hjá teignum endar sóknin með skoti Arons Bjarnasonar framhjá.
3. mín
Felix Örn kemst í frábært færi en varnarmaður Hugins hendir sér fyrir á síðustu stundu og Eyjamenn fa horn.
1. mín
Leikur hafinn
Huginn frá Seyðisfirði hefja leik og sækja til austurs.
Fyrir leik
5 mínútur til leiks og það er frekar fámennt í stúkunni.
Fyrir leik
Nokkrar breytingar eru á byrjunarliði Eyjamanna frá síðasta leik og nokkrir leikmenn fá tækifæri í dag sem eiga eftir að spila keppnisleik á þessu tímabili. Þ.á.m. eru Halldór Páll Geirsson og Felix Örn Friðriksson. Þá kemur Simon Smidt inn í liðið eftir að hafa byrjað á bekknum í ´siðasta leik.
Fyrir leik
Eyjamenn koma inn í leikinn með 3-0 skell um síðustu helgi gegn Víkingi R. og vilja eflaust koma til baka eftir það.

Huginn tapaði einnig um síðustu helgi gegn sterku liði KA 2-1.
Fyrir leik
7 leikir fara alls fram í dag í 32-liða úrslitunum. Fyrirfram er búist við sigri Eyjamanna sem eru einni deild ofar en Huginn.
Fyrir leik
Veriði velkomin kæru lesendur á fyrsta leik dagsins í Borgunarbikar karla á milli ÍBV og Hugins.
Byrjunarlið:
Atli Gunnar Guðmundsson (m)
Ivan Eduardo Nobrega Silva
3. Blazo Lalevic ('76)
6. Ingólfur Árnason
7. Rúnar Freyr Þórhallsson (f)
15. Jaime Jornet Guijarro
16. Birkir Pálsson ('62)
18. Marko Nikolic
20. Stefan Spasic
21. Orri Sveinn Stefánsson
23. Elmar Bragi Einarsson ('62)

Varamenn:
Ingimar Jóhannsson ('62)
5. Gauti Skúlason
8. Anton Freyr Ársælsson
9. Johnatan P. Alessandro Lama
11. Pétur Óskarsson ('76)
14. Stefán Ómar Magnússon ('62)
25. Magnús Heiðdal Karlsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rúnar Freyr Þórhallsson ('63)
Stefán Ómar Magnússon ('71)
Blazo Lalevic ('75)
Ingimar Jóhannsson ('84)

Rauð spjöld: