Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
26' 2
1
Breiðablik
FH
4
1
Leiknir R.
Emil Pálsson '14 1-0
2-0 Óttar Bjarni Guðmundsson '52 , sjálfsmark
Steven Lennon '60 3-0
Kristján Flóki Finnbogason '62 4-0
4-1 Kristján Páll Jónsson '89
08.06.2016  -  20:00
Kaplakrikavöllur
Borgunarbikar karla 2016
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson ('68)
7. Steven Lennon ('73)
8. Emil Pálsson ('64)
18. Kristján Flóki Finnbogason
21. Böðvar Böðvarsson
22. Jeremy Serwy
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
11. Atli Guðnason
16. Sonni Ragnar Nattestad ('68)
17. Atli Viðar Björnsson ('73)
20. Kassim Doumbia
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilegt hjá FH og sæti í 8-liða úrslitum tryggt.
90. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
90. mín
Bjarni Þór á skot sem fer í varnarmann og rétt yfir.
89. mín MARK!
Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
JÆÆÆÆÆÆJA!!

Loksins mark hjá Leikni. Kristján Páll klárar mjög vel, hnitmiðað skot í bláhornið og Gunnar hreyfði sig ekki í markinu. Fín sárabót.
87. mín
Inn:Patryk Hryniewicki (Leiknir R.) Út:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Patryk Hryniewicki að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik.

82. mín
FH-ingar mikið að halda boltanum innan síns liðs og fá Leiknismenn ekki mikið að vera með.
77. mín
Hendrickx er staðinn upp og heldur hann leik áfram.
76. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
76. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
76. mín
Hendrickx er eitthvað meiddur og fær aðhlynningu. FH nýbúið með þriðju skiptinguna sína.
73. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Ekki amalegt að hafa eitt stk Atla Viðar á bekknum.
72. mín
Hendrickx kemur á vörnina og reynir skot úr nokkuð þröngu færi og fer það framhjá.


68. mín
Inn:Sonni Ragnar Nattestad (FH) Út:Bergsveinn Ólafsson (FH)
68. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ LEIKNI!

Kolbeinn Kárason komninn einn í gegn eftir sendingu frá Atla en Gunnar ver vel í markinu. Langbesta færi Leiknis hingað til.
67. mín
Steven Lennon í færi innan teigs eftir fyrirgjöf frá Serwy en skotið fer framhjá.
64. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
62. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
MAAAAARK!!

FH eru að rúlla yfir Leikni. Kristján Flóki reynir að finna Þórarinn Inga með sendingu innfyrir en hún endar í markinu. Eyjó hélt að Þórarinn myndi ná honum og misreiknaði þess vegna boltann.
60. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
MAAAAAAAAAAAARK!!

Game over. Steven Lennon tekur skot af löngu færi sem syngur í netinu. Flott skot upp í hornið.

Leyfi mér að setja smá spurningamerki á Eyjó samt.
60. mín
Ólafur Hrannar með bestu tilraun Leiknis. Tekur skot frá horni vítateigsins sem fer rétt framhjá. Var nálægt því að smyrja hann í bláhornið.
57. mín
Bergsveinn skallar hornspyrnu Serwy rétt framhjá. Leiknismenn fá varla sókn.

52. mín SJÁLFSMARK!
Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
MAAAAAAARK!!

Serwy á fyrirgjöf sem Óttar Bjarni skallar í bláhornið á eigin marki.

Sé ekki Leikni koma til baka úr þessu.
48. mín
FH-ingar byrja seinni hálfleikinn af krafti og pressa Leiknismenn vel.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
FH-ingar urðu sterkari eftir því sem leið á leikinn. Fengu þetta mark gefins og hafa ekki gefið Leiknismönnum mikinn séns síðan þá.
44. mín
Atli Arnars fær sendingu frá Ólafi Hrannari og er felldur innan teigs en það er búið að dæma rangstæðu.
39. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Fyrirliðinn er bókaður fyrir að stoppa FH sókn í fæðingu.
36. mín
Kristján Flóki reynir skot sem breytist í sendingu á Þórarinn Inga sem er í þröngu færi og á skot sem fer þvert fyrir markið.
35. mín
FÆRI!!

Steven Lennon leggur boltann á Hendrickx sem er í góðu færi, nær fínu skoti en Eyjó ver mjög vel í markinu.
34. mín
Í þeim töluðu orðum á hann fína sendingu innfyrir en Lennon nær ekki skoti á markið og Leiknismenn bjarga í horn.
33. mín
Jeremy Serwy er búinn að vera útum allt í þessum leik og verið að mínu mati langbesti maður vallarins hingað til.
26. mín
Serwy kemur með góða fyrirgjöf, ætlaða Lennon en Leiknismenn ná að bjarga í horn.
25. mín
Nú er það búið að gerast þrisvar að Eyjó heldur ekki boltanum þegar hann fer út í hann. Lítur eitthvað óvenju illa út.
18. mín
Kristján Páll fær boltann á vængnum og ákveður að láta vaða af löngu færi. Fín tilraun sem fer naumlega framhjá.
16. mín
Serwy tekur skot sem fer í hliðarnetið. Serwy hefur verið mjög sprækur hingað til í leiknum.
14. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Eyjólfur fer upp í fyrirgjöf sem hann missir fyrir fætur Emils sem skorar örugglega. Óttalega klaufalegt hjá Eyjólfi og gefins opnunarmark á móti liði sem þarf yfirleitt ekkert svona gjafir til að vinna fótboltaleiki.
12. mín
Lennon tekur skot sem fer í Friðjón og þaðan í fangið á Eyjó, markmanni.
12. mín
Með því sögðu þá er Kolbeinn Kárason svolítið einmanna í framlínu Leiknis.
10. mín
Leiknismenn hafa gert vel í að halda í við FH-inga fyrstu tíu mínúturnar. Lítið síðra liðið í upphafi leiks.
5. mín
FÆRI!!

Ef það er einhver FH-ingur sem vill komast á blað í þessum leik, er það eflaust Kristján Flóki. Hann fær færi eftir hornspyrnu en skotið hans af stuttu færi fer framhjá.
4. mín
Jöfn byrjun hérna. Leiknir fékk hornspyrnu alveg í byrjun og nú fá FH-ingar eina slíka.
1. mín
Leikur hafinn
Keyrum þetta í gang!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Svolítið sterkara FH lið núna en gegn KF. Þeir sýna Leiknismönnum greinilega virðingu.
Fyrir leik
Finnst stúkan nánast tóm hérna. Tíu mínútur í leik og liðin að klára upphitun.

Fyrir leik
Á meðan steinlá Leiknir á móti Grindavík, 4-0.

Kolbeinn Kárason og Friðjón Magnússon eru komnir inn í liðið í stað Kára Péturssonar og Halldórs Kristins Halldórssonar.
Fyrir leik
FH vann Breiðablik í síðasta deildarleik, 1-0.

Frá þeim leik gerir Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, nokkrar breytingar.

Jeremy Serwy, Kristján Flóki og Pétur Viðarsson koma inn fyrir Alta Guðnason, Kassim Doumbia og Bjarna Þór Viðarsson.
Fyrir leik
FH vann KF, 9-0 á þessum velli til að tryggja sætið sitt í 16-liða úrslitunum á meðan Leiknir vann KFG, 3-2.
Fyrir leik
FH er eins og allir vita í Pepsi deildinni á meðan Leiknis er í Inkasso deildinni.

FH vermir toppsætið í Pepsi deildinni á meðan Leiknir er í 3. sæti Inkasso deildarinnar eftir að hafa fallið á síðustu leiktíð.
Fyrir leik
Hæ!

Hér verður bein textalýsing frá leik FH og Leiknis í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Elvar Páll Sigurðsson ('76)
2. Friðjón Magnússon
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
7. Atli Arnarson
9. Kolbeinn Kárason ('87)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('76)
10. Fannar Þór Arnarsson
15. Kristján Páll Jónsson (f)

Varamenn:
4. Patryk Hryniewicki ('87)
10. Sævar Atli Magnússon ('76)
10. Daníel Finns Matthíasson ('76)
13. Ísak Richards
14. Birkir Björnsson
21. Kári Pétursson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('39)

Rauð spjöld: