Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
LL 5
6
Víkingur R.
Fylkir
1
0
Víkingur R.
Sito '81 1-0
28.06.2016  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Hæg gola í átt að Árbæjarlauginni, skýjað og 11°C. Völlurinn grænn og fínn, eilítið blautur eftir skúri dagsins. Mögulega fer að rigna.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 690
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('80)
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
10. Andrés Már Jóhannesson ('60)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('60)
16. Tómas Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson

Varamenn:
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Sito ('60)
11. Víðir Þorvarðarson ('60)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Emil Ásmundsson ('80)
23. Ari Leifsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tonci Radovnikovic ('26)
Ragnar Bragi Sveinsson ('57)
Oddur Ingi Guðmundsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur Fylkismanna staðreynd.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+3

Víkingar ná engri pressu hérna.
90. mín
Uppbótartíminn er mættur og er fjórar mínútur.

Halda Fylkismenn út og ná sínum fyrsta sigri?
87. mín
Þvílík markvarsla!

Albert spinnur sig framhjá Ívari og leggur út í teig á Sito sem neglir að marki en Róbert ver á magnaðan hátt.
85. mín
Vel gert Ólafur.

Föst sendingu Ívars frá vinstri er étinn af stráknum með hugrakkri skutlu. Tómas Joð lendir á honum í hreyfingunni en Ólafur stendur upp að lokum.
81. mín MARK!
Sito (Fylkir)
Stoðsending: Emil Ásmundsson
Frábært hlaup hjá Sito framhjá Halldóri og í gegn eftir sendingu Emils, fór framhjá Róbert og afgreiddi hann snyrtilega í markið.

Skiptingarnar heldur betur að virka!
81. mín
Víðir er líflegur á kantinum hjá Fylkismönnum.
80. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
79. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
79. mín
Arnþór með skot hátt yfir.
77. mín
Og þá kom gott skotfæri en Ólafur ver vel frá Taskovic.
77. mín
Hlaup enda á milli en endirinn alltaf sá sami...síðasta sending ekki nógu góð.
73. mín
Inn:Igor Taskovic (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Dofri fer í hægri bakvörð og Taskovic inn á miðjuna.
69. mín
Ekkert verður úr horninu.

Spái því þó að ef kemur mark hér í kvöld verði það upp úr föstu leikatriði.
68. mín
Aukaspyrna Sito skölluð í horn.
67. mín
Davíð brýtur á Víði rétt utan teigs.

Færi.
66. mín
Fylkismenn eru frískari hér þessa stundina, Sito að teikna upp hlutina...
63. mín
Albert skallar yfir góða sendingu Víðis.

Víðir er á hægri kantinum og Sito fyrir aftan senterinn eftir skiptingarnar.
62. mín
Laus aukaspyrna Ívars svífur meinleysislega framhjá.
61. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Slæm tækling rétt utan teigs, skotfæri.
60. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
60. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
58. mín
Inn:Martin Svensson (Víkingur R.) Út:Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Hrein skipting sýnist mér.

Viktor átti erfitt í kvöld.
57. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
55. mín
Alex með hörkuskot utarlega úr teignum sem fer framhjá, dómarinn dæmdi horn...sá ekki hvar snertingin kom.

En ekkert kom út úr horninu.
52. mín
Enn er Albert að stríða Víkingum, fínn sprettur sem endar með góðu skoti rétt yfir markið.
50. mín
Arnþór á fyrsta skot heimamanna að marki í síðari hálfleik.

Það er beint á Ólaf sem ver vel.
49. mín
Fylkismenn byrja þennan seinni hálfleik af meiri krafti en þeir gerðu í fyrri.
46. mín
Hér byrjar fjörlega - Albert innikróaður í teignum en nær góðu skoti rétt yfir.
46. mín
Leikur hafinn
Lagðir af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn meira með boltann en Víkingar skapað sér öll hættulegustu færin.
45. mín
Víkingar í stórhættulegri skyndisókn, Gary hristir Ásgeir af sér og leggur inn í teiginn þar sem Alex kemst framhjá Ólafi og í skotfæri en Tonci er á línunni og stoppar laust skotið.
45. mín
Komnir í uppbótartíma sem verður a.m.k. ein mínúta.
44. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Sparkaði Odd niður á miðjunni.
42. mín
Fylkismenn hafa líklega meira verið með boltann í leiknum, strjúka honum vel sín á milli en þegar inn á sóknarþriðjunginn er komið eiga þeir erfitt.
39. mín
Gary Martin mundaði skotfótinn vel utan teigs og á gott skot rétt framhjá.

Víkingar eru beittari í sínum aðgerðum.
38. mín
Upp úr einu horninu fær Elís skotfæri en flamberar þennan yfir.
38. mín
Fylkismenn eru að safna sér upp hornspyrnum hér þessa stundina.
36. mín
Halldór reynir hér skot af 40 metrunum sem fer langt framhjá.
34. mín
Fylkismenn rétt við að sleppa í gegn, Lowing kemst fyrir sendingu Alberts á Andrés og sendir í horn.
33. mín
Dofri þræðir Gary í gegn með flottri sendingu.

Ólafur sér við honum og ver. Þetta var langbesta færi leiksins hingað til.
32. mín
Tonci liggur eftir alvöru tæklingu við Viktor.

Ekkert ólöglegt við hana...en hann virkar þjáður. Kominn útaf og leikurinn heldur áfram.
31. mín
Viktor sloppinn í gegn en dæmdur rangstæður.
27. mín
Viktor á skalla að marki af vítapunktinum en fer hátt yfir.
26. mín Gult spjald: Tonci Radovnikovic (Fylkir)
Brýtur enn á ný af sér og fær nú spjald.
26. mín
Tempóið að detta niður núna...mikið af feilsendingum á báða bóga.
23. mín
Nú eru Fylkismenn að stjórna hlutum...en eins og hjá Víkingum vantar þeim herslumun til að komast í færin.
21. mín
Löng sending inn í teig Víkinga en Garðar var rangstæður og lét boltann fara í útsparkið.
19. mín
Alex dúndrar hér rétt yfir.

Víkingar virðast vera að ná hér yfirhönd.

16. mín
Skalli rétt framhjá eftir horn...sá ekki hvort það var Viktor eða Martin.
16. mín
Alex kemst í gott skotfæri á vítateigslínunni en Ásgeir hendir sér fyrir skotið og boltinn fer í horn.
14. mín
Fjörleg byrjun hérna. Án þess þó að nokkur færi séu komin hér enn af viti þá eru bæði lið nokkuð áræðin í sínum aðgerðum.
14. mín
Andrés kemst í skotfæri en Ívar blokkar skotið frá honum býsna vel.
13. mín
Víkingar spila 4-4-2

Róbert

Davíð - Lowing - Halldór - Ívar

Tufa - Arnþór - Dofri (f) - Alex

Martin - Viktor.
11. mín
Fylkismenn eru að stilla upp í 4-2-3-1...en þó er Garðar mjög framliggjandi hér í byrjun. Næstum 4-4-2.

Ólafur

Andri - Tonci - Ásgeir - Tómas

Oddur - Elís

Andrés - Garðar - Ragnar

Albert
9. mín
Andri Þór sennilega með fasta sendingu frekar en skot inn í teiginn...en hvort sem var grípur Róbert boltann örugglega.
5. mín
Tonci brýtur á Gary, þessi fór mjög nálægt spjajaldi en mögulega er Pétur að leyfa aðeins meira, blautur völlur og svona...
3. mín
Fyrsta sókn Fylkis er fín, sending frá hægri sem Ragnar skallar yfir.

Byrjar mjög fjörlega hér.
2. mín
Víkingar komnir í fyrstu sóknina en Gary Martin brýtur af sér í teignum.
1. mín
Lagðir af stað í lautinni.
Fyrir leik
Víkingar byrja með boltann og sækja undan golunni í Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Stóru fréttir úr byrjunarliðunum er að Taskovic er á bekknum hjá Víkingum.

Bekkur Fylkismanna er prýddur markaskorara leiksins frá í fyrra Ásgeir, Ingimundur og Zito hvílast í byrjun Fylkismegin.
Fyrir leik
Vallarþulurinn búinn að breyta um rödd og kominn í gírinn.

FIFA hljómurinn á fullu og menn eru að labba inn á völlinn.

Fylkismenn í sínum alþekktu órans peysum og sokkum með svörtum peysum. Víkingar eru alsvartir í kvöld.

Fyrir leik
Hér var að berast áskorun!

Allir í nágrenni Floridanavallar, drífið ykkur á völlinn!!!!

Hér er sama íþrótt og er sýnd á stórum skjá niður í miðbæ Reykjavíkur, hér eru sæti...nóg pláss og fínir hamborgarar.

Fótbolti er enn skemmtilegri live en í sjónvarpi.

KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!
Fyrir leik
Í flautuna blæs í kvöld Pétur Guðmundsson, með honum í teyminu eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Varadómari er Jóhann Ingi Jónsson og eftirlitsmaður heitir Ingi Jónsson.

Eintóm J-nöfn bara!
Fyrir leik
Fylkismenn unnu þessa viðureign 1-0 í fyrra með marki frá Ásgeiri Erni Arnþórssyni í uppbótartíma.

Viðureign liðanna í Víkinni fór svo 0-0 svo ekki virðist vera böns af mörkum í leikjum liðanna.

Vonum að það breytist í kvöld.
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 9.umferð Pepsideildarinnar þar sem Fylkismenn sitja á botninum með 2 stig og án deildarsigurs.

Gestirnir úr Víkingi eru í 8.sæti með 9 stigum fleira eða 11 talsins.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu af Floridanavellinum þar sem heimamenn í Fylki taka á móti nágrönnum sínum úr Fossvoginum, röndóttum Víkingum.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('79)
9. Viktor Jónsson ('58)
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason ('73)
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
Stefán Þór Pálsson
4. Igor Taskovic ('73)
7. Erlingur Agnarsson ('79)
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson
17. Martin Svensson ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Dofri Snorrason ('44)

Rauð spjöld: