Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Ísland
2
5
Frakkland
0-1 Olivier Giroud '12
0-2 Paul Pogba '19
0-3 Dimitri Payet '42
0-4 Antoine Griezmann '45
Kolbeinn Sigþórsson '56 1-4
1-5 Olivier Giroud '59
Birkir Bjarnason '84 2-5
03.07.2016  -  19:00
Stade de France
EM 2016 - 8-liða úrslit
Aðstæður: Smá vindur og rigning en nokkuð hlýtt
Dómari: Björn Kuipers (Holland)
Áhorfendur: 80.000 - 9.000 íslendingar
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('83)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f) ('45)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
22. Jón Daði Böðvarsson ('45)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Sverrir Ingi Ingason ('45)
6. Hjörtur Hermannsson
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
22. Eiður Smári Guðjohnsen ('83)
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ísland fellur úr leik í 8-liða úrslitum á EM. Stórkostlegur árangur og það er það sem við eigum að hugsa um í kvöld. Bannað að vera í fýlu.

Frakkarnir voru einfaldlega númeri of stórir.
90. mín
Griezmann kominn í færi en Sverrir Ingi kemst fyrir skotið hans. Sverrir komið vel inn í þennan leik.
89. mín
Nú skulum við bara öll njóta þess að vera á stórmóti, þessi síðustu augnablik. Búið að vera gjörsamlega sturluð rússíbanareið.
88. mín
Aftur er Sverrir að gera sig líklegan eftir hornspyrnu en en nú skallar hann framhjá.
87. mín
Birkir Már kominn í mjög góða stöðu innan teigs, leggur boltann út þar sem Alfreð er mættur en Magnala kemst fyrir og bjargar í horn.
86. mín
Griezmann sækir á vörnina og leggur boltann á Sissoko sem á fast skot, hátt yfir markið.
85. mín
Varamaðurinn Kingsley Coman á skot sem fer beint á Hannes.
84. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Ari Freyr Skúlason
MAAAARK!!!

Jájá, Eiður búinn að vera inná í tíu sekúndur og það er komið mark. Önnur afar sæt sárabót.

Ari Freyr átti fyrirgjöf, beint á kollinn á Birki sem kláraði með mjög góðum skalla.
83. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stuðningsmenn Íslands tryllast við þessa skiptingu. Eiður fær fyrirliðabandið. Það er fagnað eins og við höfum verið að skora mark.
81. mín
Eiður Smári að gera sig kláran í að koma inná.
80. mín
Inn:Kingsley Coman (Frakkland) Út:Dimitri Payet (Frakkland)
Payet verið rosalega góður í kvöld sem og öllu mótinu.
79. mín
Íslendingar reyna að sækja. Löng sókn endar á Gylfa sem reynir skot af löngu færi sem fer í varnarmann og í fangið á Lloris.
75. mín Gult spjald: Samuel Umtiti (Frakkland)
Stoppar skyndisókn með peysutogi.
74. mín
Aron Einar stígur Griezmann út og fellur sá síðarnefndi afar auðveldlega. Kuipers ákveður bara að dæma á það. Algjör óþarfi.
72. mín
Inn:Eliaquim Mangala (Frakkland) Út:Laurent Koscielny (Frakkland)
70. mín
Payet í færi innan teigs en Raggi kemur boltanum í horn á síðustu stundu.
68. mín
Ísland er búið að vera 72% með boltann, síðasta korterið.
64. mín
Patrice Evra fær boltann mjög augljóslega í hendina innan teigs. Hefði alltaf átt að vera víti. Hollendingurinn ekki sammála. Alveg nógu erfitt að spila þennan leik án þess að dómarinn hagar sér svona.
63. mín
DAUÐAFÆRI!!

Jói með virkilega góða hornspyrnu á Sverri Inga sem er í frábæru skallafæri, aleinn á markteig en Lloris ver fáranlega vel.
61. mín
Alfreð í góðu færi innan teigs en hann skólfar boltanum yfir markið. Strákarnir okkar eru ekki hættir þó staðan sé vægast sagt, ansi erfið.
60. mín
Inn:Andre-Pierre Gignac (Frakkland) Út:Olivier Giroud (Frakkland)
Giroud búinn að vera leiðinlega góður í dag.
59. mín MARK!
Olivier Giroud (Frakkland)
Stoðsending: Dimitri Payet
Frakkar fá aukaspyrnu utan af velli. Payet kemur með fyrirgjöf inn í teiginn, Hannes fer út í boltann en Giroud er á undan honum og skallar í autt markið. Ekki besta augnablik markmannsins í keppninni.
58. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Fer full harkalega í Giroud.

56. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
MAAAAAARK!!

Jájájájá, þetta er rosalega gott fyrir hjartað. Sókn upp hægri vænginn, Gylfi fær boltann og á baneitraða fyrirgjöf á Kolbein sem klárar vel. Stuðningsmenn Íslands fagna eins og þetta er sigurmark. Frábært að sjá.

Erum við að fara að sjá mesta comeback sögunnar? Ef ekki, þá var þetta ansi góð sárabót.

54. mín
Þvílíkir stuðningsmenn sem við eigum. Ferðalok er það eina sem heyrist í stúkunni. Heyrist ekkert í Frökkum sem eru fjórum mörkum yfir. Með meiri gæsahúðum sem ég hef fengið í keppninni hingað til.

53. mín
Jói Berg fær boltann utan teigs og reynir skot sem fer um það bil tíu metra yfir markið. Fyrsta sókn Íslands í seinni hálfleik.
52. mín
Pogba reynir skot af mjög löngu færi sem fer vel framhjá. Aldrei hætta.
50. mín
Hættuleg sókn Frakkana endar með skoti Payet vel yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Ekki besti leikur Jóns Daða. Vonandi nær Alfreð að sitja svip sinn á leikinn.
45. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Kári Árnason (f) (Ísland)
Spurning hvort Kári sé eitthvað meiddur.
45. mín
Hálfleikur
Í stuttu máli er franska liðið ótrúlega sterkt og Ísland hefur engan vegin ráðið við það.
45. mín MARK!
Antoine Griezmann (Frakkland)
Stoðsending: Olivier Giroud
Giroud með hælsendingu innfyrir vörn Íslands á Griezmann sem er kominn einn gegn Hannesi og hann klárar mjög vel. Martraðar fyrri hálfleikur hjá Íslandi og þarf algjört kraftaverk til að fá eitthvað út úr þessum leik.
42. mín MARK!
Dimitri Payet (Frakkland)
Stoðsending: Antoine Griezmann
Veislan hjá Frökkunum heldur áfram. Dimitri Payet fær boltann frá Griezmann utan teigs og á hnitmiðað skot í bláhornið.
41. mín
Birkir Bjarna vinnur aukaspyrnu á vinstri vængnum á miðjum vallarhelmingi Frakka. Gylfi kemur með stórhættulegan bolta sem því miður endar í fanginu á Lloris.

Þurfti bara litla snertingu frá einhverjum og þetta hefði alveg getað legið inni.
39. mín
Payet fer upp vinstri vænginn og leggur boltann út á Matuidi sem hittir boltann ekki nægilega vel í góðu skotfæri og fer hann því langt framhjá.
38. mín
Frakkarnir eru í miklu stuði og ákváðu að henda í bylgju. Held við séum á þriðja hring og virðist hún ekkert vera að fara að hætta.

35. mín
232 - 92 í sendingum, Frökkum í vil.
34. mín
Frakkar mikið með boltann þessa stundina. Þeir eru með alveg afskaplega gott fótboltalið. Það verður að segjast eins og er.
29. mín
Giroud vinnur hornspyrnu. Vonum að þessi endi ekki jafn illa og sú síðasta. Payet tekur þessa.
25. mín
FÆRI!!

Aron Einar með langt innkast sem Kolbeinn skallar fyrir Jón Daða sem skýtur yfir úr góðu færi. Þurfti að teygja sig svolítið í boltann og því fór sem fór. Besta færi Íslands í leiknum hingað til.

22. mín
Frönsku stuðningsmennirnir byrjaðir að syngja þjóðsönginn. Það er partý hjá Frökkunum þessa stundina.
21. mín
2-0 undir á móti heimamönnum snemma leiks var eitthvað sem mátti, augljóslega, alls ekki gerast. Nú er spurning hvernig strákarnir bregðast við þessu.
19. mín MARK!
Paul Pogba (Frakkland)
Stoðsending: Antoine Griezmann
Griezmann tekur hornið, beint á kollinn á Paul Pogba sem stangar boltann í netið. Hann var einfaldlega mikið sterkari en Jón Daði sem átti að dekka hann.
19. mín
Pogba með hættulega sendingu á Griezmann sem er inn í teignum en Kári nær að bjarga í horn.
18. mín
Jón Daði skallar fyrirgjöf Jóa í fangið á Lloris. Var umkringdur frönskum varnarmönnum og færið mjög erfitt.
17. mín
Pogba fer illa í Jón Daða á miðjum vallarhelmingi Íslands og fær sömu meðferð og Aron áðan. Tiltal.
14. mín
Íslenska liðið byrjaði betur en oft áður og því svolítið kjaftshögg að fá þetta mark á sig. Raggi, af öllum mönnum, spilaði Giroud réttstæðan í markinu.
12. mín MARK!
Olivier Giroud (Frakkland)
Stoðsending: Blaise Matuidi
Giroud fær rosalega sendingu fram völlinn frá Matuidi. Vörnin situr eftir og Giroud klobbar Hannes í markinu.
9. mín
Kolbeinn flikkar boltanum á Birki Bjarna sem reynir skot utan teigs en hann hittir boltann ekki sérstaklega vel og fer hann framhjá.
8. mín
Aron brýtur af Payet og fær tiltal. Hann verður eflaust bókaður næst þegar hann brýtur á sér.

Þar á undan fór Jón Daði illa með góða skyndisókn þar sem hann missti boltann.
7. mín
Frakkar sækja aftur Sissoko með fyrirgjöf sem Hannes gerir mjög vel í að grípa.
6. mín
Góð sókn Frakka endar með að Payet á skot sem Hannes nær að verja. Hann missti boltann frá sér í augnablik en var fljótur að ná til hans aftur og grípa hann.
5. mín
Birkir Már er með skemmtilega sendingu yfir vörn Frakka þar sem Jói er í góðri stöðu en hann nær ekki til boltans. Mjög góð hugmynd samt sem áður og hún var nálægt því að takast.
3. mín
Fyrsta sókn Íslands. Jói Berg með fyrirgjöf á Gylfa sem er í fínni stöðu innan teigs en skotið hans er ekki nógu fast og beint á Lloris.
2. mín
Frakkar eiga fyrstu sóknina. Payet með aukaspyrnu utan af velli sem hann sendir inn í teig en Frakkar eru dæmdir brotlegir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og ég er byrjaður að skjálfa. Frakkar byrja með boltann.

Þvílíkt augnablik fyrir land og þjóð.

Fyrir leik
Þetta er svo rosalega óraunverulegt. Þjóðsöngvarnir búnir og ég er kominn með eitthvað í augað. Þjóðsöngur Íslands var auðvitað magnaður en að sjá 70.000 Frakka syngja þann franska, sem er mjög kraftmikill söngur, var líka svakalegt. Leikurinn alveg að fara af stað.
Fyrir leik
Leikmennirnir komnir inn á völlinn. Þetta er mesti hávaði sem ég hef upplifað á ævi minni. Gæsahúð um allan líkama. Þvílík stund fyrir okkur öll.
Fyrir leik
Komin úrhellis rigning núna. Þetta verður eitthvað. Gæti haft áhrif á leikinn.

Uppáhalds dansatriði okkar allra er farið af stað.

Fyrir leik
Korter í leik Ísladns og Frakklands í 8-liða úrslitum EM. Það er bara þannig.

Fyrir leik
Nú eru ALLIR á Stade de France að gera víkinga fagnið í einu. Þvílík gæsahúð. Ég hef varla upplifað annað eins. VÁ.
Fyrir leik
Nú eru Frakkarnir byrjaðir á víkingafagninu! Gott dæmi um að stuðningsmenn Íslands hafa slegið í gegn á þessu móti.

Fyrir leik
Nú syngja Íslendingarnir í stúkunni. Ferðalok er lagið, eins og venjulega fyrir leik. Þetta verður ekki þreytt. Kökkurinn í hálsinn mættur og þjóðarstoltið sjaldan verið eins mikið.

Fyrir leik
Nú er íslenska liðið komið inn á völlinn og hitar upp. Röddin er mætt í kerfið og les upp lið okkar manna. Gríðarlega mikil læti í stuðningsmönnum Íslands þessa stundina.
Fyrir leik
Það er mikil rigning hérna og það er eitthvað í loftinu. Ég finn það á mér, við eigum von á einhverju rosalegu í kvöld.
Fyrir leik
Nú er franska liðið komið inn á völlinn við mikið lófaklapp viðstaddra. Guð má vita hvað það er mikið af frönskum fánum í stúkunni. Ekki ætla ég að telja allavega.

Fyrir leik
Þvílíkt augnablik hérna. Íslenskur maður í stúkunni fór á hnén og bað ungrar dömu að giftast sér og sagði hún já við mikinn fögnuð allra viðstaddra. Þvílík leið til að koma með bónorðið! Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með áfangann.
Fyrir leik
Nú eru byrjunarliðin orðin klár og má sjá þau hér á hliðunum. Sama byrjunarlið og venjulega hjá Íslandi.

Hjá Frökkum koma Samuel Umtiti og Moussa Sissoko inn vegna leikbanna hjá Adil Rami og N'Golo Kante.
Fyrir leik
Þvílík vitleysa að skrifa um að Ísland - Frakkland fari af stað eftir rétt rúman klukkutíma, í 8-liða úrslitum EM. Ótrúlegt, gjörsamlega ótrúlegt.
Fyrir leik
Leikmenn Íslands eru mættir á völlinn að skoða sig um og þakka stuðninginn, sem er núna einum og hálfum tíma fyrir leik, alveg magnaður.
Fyrir leik
Úrslit Frakklands hingað til:
Frakkland 2 - 1 Rúmenía
Frakkland 2 - 0 Albanía
Frakkland 0 - 0 Sviss
Frakkland 2 - 1 Írland
Fyrir leik
Úrslit Íslands hingað til:
Ísland 1 - 1 Portúgal
Ísland 1 - 1 Ungverjaland
Ísland 2 - 1 Austurríki
Ísland 2 - 1 England
Fyrir leik
Gylfi Þór Sigurðsson og Hugo Lloris voru liðsfélagar hjá Tottenham á milli 2012 og 2014.

Kolbeinn Sigþórsson spilar með Nantes í Frakklandi.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Mónakó, 2009.
Fyrir leik
Sigurinn á Írum í 16-liða úrslitunum var fyrsti sigur Frakka í útsláttakeppni á EM síðan þeir unnu mótið árið 2000. Keppninar á undan féllu þeir úr leik gegn Grikklandi og Spáni í 8-liða úrslitum.
Fyrir leik
Þetta er 80. leikur Frakka á Stade de France. Í hinum 79 hafa þeir unnið 49, gert 20 jafntefli og tapað 10.

Á stórmótum hefur liðið spilað fimm sinnum á vellinum. Í þeim hafa Frakkar unnið fjóra og gert eitt jafntefli.
Fyrir leik
Frakkar eru ósigraðir í síðustu átta leikjum. Síðasta tapið þeirra kom 17.nóvember á móti Englandi.
Fyrir leik
Frakkland hefur unnið hvern einasta leik á milli liðanna sem hafa verið spilaðir í Frakklandi.
Fyrir leik
Frakkland tryggði sig inn á EM árið 2000 með 3-2 sigri á Íslandi. David Trezeguet skoraði sigurmarkið en Frakkland endaði á að vinna Evrópumótið það árið.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í æfingaleik í Valenciennes. Þá komst Ísland í 2-0 með mörkum Birkis Bjarnasonar og Kolbeins Sigþórssonar. Franska liðið kom hins vegar til baka og vann að lokum 3-2 sigur.

Fyrir leik
Liðin hafa mæst 11 sinnum, átta sinnum hefur Frakkland unnið og þrisvar hafa liðin gert jafntefli. Ísland hefur aldrei unnið Frakka. Ekki frá því að það sé fínn tími til að breyta því.
Fyrir leik
Eftir ótrúlegan sigur á Englendingum er kominn tími til að koma sér aftur niður á jörðina og mæta heimamönnum í Frakklandi en leikið er á Stade de France í París.
Fyrir leik
Góðan dag og gleðilega hátíð kæru lesendur. Nú er komið að því, 8-liða úrslit á EM 2016.
Byrjunarlið:
1. Hugo Lloris (f) (m)
3. Patrice Evra
5. Samuel Umtiti
6. Paul Pogba
7. Antoine Griezmann
8. Dimitri Payet ('80)
14. Blaise Matuidi
17. Moussa Sissoko
19. Bacary Sagna

Varamenn:
16. Steve Mandanda (m)
23. Benoit Costil (m)
2. Christophe Jallet
6. Yohan Cabaye
10. Andre-Pierre Gignac ('60)
11. Anthony Martial
12. Lucas Digne
12. Morgan Schneiderlin
13. Eliaquim Mangala ('72)
20. Kingsley Coman ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Samuel Umtiti ('75)

Rauð spjöld: