Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
FH
2
2
Víkingur R.
0-1 Gary Martin '10
Vladimir Tufegdzic '37
Kristján Flóki Finnbogason '79 1-1
Atli Viðar Björnsson '87 2-1
2-2 Óttar Magnús Karlsson '90
09.07.2016  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 630
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson ('66)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson ('69)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('60)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
11. Atli Guðnason ('60)
16. Sonni Ragnar Nattestad
17. Atli Viðar Björnsson ('69)
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar neituðu að gefast upp og ná frábæru stigi alveg í lokin.

Svakalegur leikur. Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Stven Lennon í dauðafæri en Róbert ver mjög vel. Þvílíkar loka mínútur hérna.
90. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
VÁ!!!!! MAAAAAAAAAAAAAARK!!

Víkingar fá hornspyrnu, FH nær ekki að koma boltanum almennilega í burtu og boltinn dettur fyrir Óttar Magnús sem skorar af stuttu færi. Hverjum datt þetta í hug? ÞVílíkur leikur
90. mín
Erlingur á skot í varnarmann og boltinn dettur rétt yfir markið. Þetta er ekki búið!

87. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!

Emil Pálsson fer upp vinstri vænginn, sækir að teignum og leggur boltann á Atla Viðar Björnsson sem skorar af stuttu færi. Eins mikið Atla Viðars mark og þau gerast. Til þess var hann þarna inná!
86. mín
Kristján Flóki á skot á lofti sem fer vel framhjá.
84. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Rífur Gary Martin niður þegar Englendingurinn losnaði frá honum.
80. mín
Atli Guðna á fyrirgjöf sem Taskovic kemst í og fer boltinn rétt framhjá stönginni. Hann var ekkert voðalega langt frá því að skora sjálfsmark þarna.
79. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
MAAAAAAAAAAARK!!

Herfileg varnar mistök hjá Davíð Erni og allt í einu er Kristján kominn einn gegn Róberti. Hann klárar svo bara utan fótar fyrir utan teig. Stórglæsileg afgreiðsla og FH hefur jafnað metin. Ná Víkingar að halda í tíu mínútur í viðbót og allavega fá stig?

76. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) Út:Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.)
Síðasta skipting leiksins.
75. mín
Atli Guðna á frábæra skiptingu yfir á Kristján Flóka sem er í mjög góðu skotfæri, hann ákveður hins vegar að reyna að leggja boltann á Atla Viðar sem bjóst ekki við honum og sóknin rennur út í sandinn.
70. mín
Gary Martin leggur boltann á Ívar Örn sem reynir skot en það fer beint á Gunnar. Fyrsta tækifæri Víkinga í seinni hálfleik.
69. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
FH er meira með boltann og er að sækja, það vantar hins vegar að klára færin. Til þess er einmitt Atli Viðar Björnsson.
68. mín
Lennon á fyrirgjöf á Kristján Flóka sem er í góðu færi en Lowing nær að bjarga í horn með góðri tæklingu.
66. mín
Inn:Bjarni Þór Viðarsson (FH) Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bróðir fyrir bróðir.

Bæði Davíð og Dofri þurftu að fara útaf eftir þennan árekstur.
66. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
65. mín
Dofi stendur upp og ætlar að labba útaf, hann virðist hins vegar ekki hafa hugmynd um hvar hann er.
64. mín
Davíð Þór og Dofri fara upp í skallabolta og liggja báðir eftir. Dofri virðist hafa komið verr út úr þessu.

63. mín
Aftur er Atli í baráttunni, nú reynir hann skot rétt utan teigs en það fer framhjá.
63. mín
Atli Guðna strax byrjaður að láta vita af sér, kemst í hættuelga stöðu innan teigs, reynir fyrirgjöf en Taskovic var mættur til að bjarga.
62. mín Gult spjald: Stefán Þór Pálsson (Víkingur R.)
Alltof seinn í Hendrickx.
60. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
60. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Sjáum hvort Atli geti breytt einhverju.
57. mín
Jonathan Hendrickx er í góðri stöðu til að gefa fyrir en fyrirgjöfin fer beint útaf. Ekki í fyrsta skipti hjá Belganum í dag.
56. mín
Enn eitt færið, Hewsom með fyrirgjöf á Emil sem skallar naumlega framhjá. Þetta er algjör einstefna.
54. mín
Aftur er Böddi með fyrirgjöf, nú á Steven Lennon sem skallar rétt framhjá. Trúi því varla að Víkingar haldi hreinu með þessu áframhaldi.

52. mín
SVAKALEG VARSLA!!

Böddi með fyrirgjöf á Kristján Flóka sem er í dauðafæri, aleinn nánast alveg upp við markið en Róbert ver glæsilega. Rosaleg viðbrögð hjá markmanninum þarna.
50. mín
Emil Pálsson á stórhættulega fyrirgjöf sem er á leiðinni á Steven Lennon sem er í góðu færi, Kristján Flóki nær hins vegar til boltans og skemmir færið fyrir liðsfélaga sinn.
48. mín
Eins og við var að búast sækir FH frá byrjun í seinni hálfleik. Róbert hefur ennþá haft það nokkuð náðugt í markinu hins vegar.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Áhugaverðum fyrri hálfleik að ljúka. Víkingar byrjuðu betur, komust yfir og voru töluvert sterkari aðilinn. FH komst aðeins inn í leikinn en voru langt frá sínu besta. Vladimir Tufegdzic ákvað síðan að gera lífið töluvert erfiðara fyrir Víkinga með að láta reka sig útaf með eins heimskulegt rautt spjald og þau gerast en staðan er þó ennþá 1-0 fyrir Víking og verður spennandi að sjá hvað gerist í seinni hálfleiknum.

44. mín
Róbert Örn liggur eftir en hann og Kristján Flóki fóru upp í sama bolta, rákust saman og Róbert lenti mjög illa.
44. mín
FH-ingar hafa verið slappir hingað til en hvað gera þeir á móti tíu Víkingum? Rúmar 50 mínútur, manni færri, er ansi strembið á móti íslandsmeisturunum í Kaplakrika.

40. mín
Martin Svensson fékk rautt spjald um daginn fyrir að slá Nikolaj Hansen, leikmann Vals í punginn. Nú fær Tufa rautt fyrir olnbogaskot. Hvað er í gangi í Víkinni?
37. mín Rautt spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Jesús kristur hvað þetta er kjánalegt.

Tufa og Böddi eru eitthvað að ýta hvor í annan og það endar með að Serbinn gefur Bödda olnbogaskot í brjóstkassann, eins nálægt fjórða dómarnum og hægt er. Ótrúlega heimskulegt og gæti verið dýrkeypt.
36. mín
Úps.

Þórarinn Ingi í ágætis skotfæri, tekur hann með vinstri á lofti og gjörsamlega hamrar honum.. Í innkast.
34. mín
Sam Hewson hamrar boltanum í slánna og inn með frábæru skoti en það var löngu búið að dæma Emil Pálsson brotlegan.
31. mín
Einn allri slappasti hálftími sem ég hef séð hjá FH í langan tíma.
26. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Kemur í veg fyrir snögga aukaspyrnu FH. Kjánalegt spjald þar sem FH-ingar voru á sínum eigin vallarhelmingi og engin hætta í gangi.
22. mín
Besta tilraun FH hingað til. Eftir vesen í vörn Víkings, dettur boltinn á Hewson sem á skot sem fer beint í fangið á Róberti.
19. mín
Ívar Örn á fyrirgjöf sem hafnar á Davíð Erni sem er í dauðafæri, einn inn í markteig en hann hittir ekki boltann. Þarna gat Víkingur svo sannarlega komist í 2-0.
16. mín
FH er búið að vera meira með boltann síðan Víkingur skoraði en þeir hafa ekkert skapað ennþá. Varnarmönnum Víkings líður vel þessa stundina.
12. mín
Óvenju slappt FH lið hérna í byrjun. Halda boltanum illa innan liðsins, hafa ekki skapað neitt og virka ekki öruggir í vörninni.
10. mín MARK!
Gary Martin (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Víkingar hafa byrjað betur og er þetta algjörlega verðskuldað. Tufa með mjög góða stungu á Gary sem er einn gegn Gunnari og klárar vel. Flott sending, gott hlaup og virkilega örugg afgreiðsla. Flott mark.
8. mín
Fyrsta sókn FH endar með að Kristján Flóki skallar á Hewson sem er í ágætis færi en hittir boltann illa og fer hann beint í varnarmann.
6. mín
Víkingar hafa farið nokkuð vel af stað í leiknum, fengu þetta góða færi áðan og eru meira með boltann.
4. mín
Næstum draumabyrjun hjá Víkingum!

Taskovic er með boltann fyrir framan vörn FH og missir hann frá sér beint fyrir fætur Tufa sem er í frábæru færi en skot hans fer í stöngina.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur byrjar með boltann og sækir í átt að Reykjavík.
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn. Leikurinn á að byrja eftir þrjár mínútur. Ég ætla hér með að spá 2-0 sigri FH í leiknum. Ég er hins vegar ekkert góður spámaður og ætti helst ekkert að vera að spá.
Fyrir leik
En nóg um bekkjarpælingar. Tíu mínútur í leik og það virðist vera smá EM þynnka í gangi. Ekkert svakalega mikið mætt.
Fyrir leik
Sonni Ragnar Nattestad er eini leikmaðurinn á bekknum hjá FH sem er yngri en elsti leikmaðurinn á bekknum hjá Víkingum.
Fyrir leik
Meðalaldurinn er bekknum hjá FH er öllu hærri en þar eru leikmenn eins og Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson og svo Kristján Finnbogason.
Fyrir leik
Meðalaldurinn á bekknum hjá Víkingum er alls ekki hár.
Viktor Örlygur Andrason er fæddur árið 2000
Bjarni Páll Runólfsson er fæddur árið 1996
Stefán Bjarni Hjaltested er fæddur 1997
Erlingur Agnarsson er fæddur 1998
Óttar Magnús Karlsson er fæddur 1997
Kristófer Karl Jensson er fæddur 1996

Alex Freyr Hilmarsson er elsti leikmaðurinn á bekknum hjá Víkingum en hann er fæddur 1993.
Fyrir leik
Róbert Örn Óskarsson, markmaður Víkings, er eflaust staðráðinn í að standa sig í dag en hann lék með FH í áraraðir áður en félagið fékk Gunnar Nelson til að taka við af honum í markinu.
Fyrir leik
Ef FH vinnur í dag nær liðið fjögurra stiga forskoti á Fjölni sem er í 2. sæti sem stendur.
Fyrir leik
FH-ingarnir eru allir mættir á völlinn að hita upp. Víkingarnir eitthvað lengur á leiðinni.
Fyrir leik
FH vann leik liðanna á þessum velli í fyrra en þá skoraði Steven Lennon eina mark leiksins úr víti.

Bjarni Þór Viðarsson sá svo um að skora eina mark leiksins er FH vann leikinn í Víkinni.
Fyrir leik
Víkingar gera tvær breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Fylki í síðustu umferð.

Igor Taskovic og Stefán Þór Pálsson koma inn í liðið í staðin fyrir Alex Frey Hilmarsson og Viktor Jónsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Sam Hewson fer í byrjunarlið FH en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Pétur Viðarsson kemur einnig inn í staðin fyrir Kassim Doumbia sem er meiddur. Kristján Flóki Finnbogason skoraði gegn Þrótti í bikarnum á dögunum og er honum verðlaunað með byrjunarliðssæti í dag.
Fyrir leik
FH-ingar eru sem stendur í toppsæti deildarinnar á meðan Víkingur er í 8. sæti. Það búast því flestir við sigri FH í dag.
Fyrir leik
Góðan dag, verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Víkings í Pepsi deildinni!
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Stefán Þór Pálsson ('76)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason ('66)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('60)
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('66)
7. Alex Freyr Hilmarsson ('60)
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Óttar Magnús Karlsson ('76)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson
19. Stefán Bjarni Hjaltested

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('26)
Stefán Þór Pálsson ('62)

Rauð spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('37)