Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Þór
1
2
Leiknir R.
0-1 Fannar Þór Arnarsson '38
Gunnar Örvar Stefánsson '71 1-1
1-2 Kolbeinn Kárason '74
22.07.2016  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Ben Toner
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
Reynir Már Sveinsson ('45)
3. Bjarki Aðalsteinsson
5. Loftur Páll Eiríksson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
11. Kristinn Þór Björnsson ('45)
12. Hákon Ingi Einarsson ('86)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
21. Óskar Jónsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
14. Jakob Snær Árnason
15. Guðni Sigþórsson ('86)
17. Bessi Víðisson
18. Alexander Ívan Bjarnason
23. Ólafur Hrafn Kjartansson ('45)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('65)
Sveinn Elías Jónsson ('77)
Jóhann Helgi Hannesson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með sigri Leiknis! Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín
+3

Virðist vera að fjara út hérna
90. mín
+2

Nú fer tíminn að verða búinn fyrir heimamenn
90. mín
Gunnar Örvar skorar en línuvörðinn dæmir markspyrnu. Boltinn hefur farið afturfyrir. Enginn mótmæli og því líklegast réttur dómur
89. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Jóhann og Halldór Kristinn lenda þarna saman. Jóhann Helgi á undan í boltann og fær því aukaspyrnu og Halldór fær gult spjald
86. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Hákon Ingi Einarsson (Þór )
Seinasta skipting heimamanna
85. mín
Ekki mikið að gerast þessa stundina. Þórsarar reyna að ná jöfnunnarmarkinu
79. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann fær spjaldið eftir samskipti við Erík Inga. Erfitt að sjá hvað kom fyrir þarna
77. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fær gult spjald fyrir mótmæli. Þórsarar virkilega pirraðir þessa stundina
74. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
MAAARK! Leiknismenn ekki lengi að svara þessu marki heimamanna. Hornspyrna sem gestirnir fá. Léleg spyrna sem Jóhann Helgi kiksar á nærstönginni. Boltinn fer undir Sandor og Kolbeinn potar boltanum yfir línuna
72. mín
Enn einu sinni skorar Gunnar Örvar eftir að hafa komið inná sem varamaður
71. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Ingi Freyr Hilmarsson
MAAARK! Heimamenn hafa jafnað! Frábært samspil milli Ólafs og Inga Freys. Ingi á mjög góða sendingu á Gunnar Örvar sem klárar virkilega vel.
70. mín
Inn:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.) Út:Kári Pétursson (Leiknir R.)
Fínn leikur hjá Kára
68. mín
Frábær markvarsla frá Eyjólfi. Sveinn, Jóhann og Gunnar Örvar spila sig í gegn. Sveinn Elías með skot í teignum sem Eyjólfur ver meistaralega
67. mín
Ólafur enn og aftur með klobba. Þetta sinn tekur hann skotið en Leiknismenn komast fyrir
67. mín Gult spjald: Atli Arnarson (Leiknir R.)
Fyrir peysutog
66. mín
Ólafur Hrafn aftur með klobba sem hefur góða sókn. Óli sendir boltan á Jóhann sem kemst upp völlinn en nær ekki að skapa færi
65. mín Gult spjald: Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Fyrir bakhrindingu. Fyrsta gula spjald leiksins
64. mín
Aukaspyrnan hjá Jónasi er yfir markið
63. mín
Jónas vinnur aukaspyrnu. Rétt utan vítateigs. Hann ætlar sjálfur að taka
61. mín
Elvar Páll kemst í línuna milli varnar og sóknar. Á flott skot sem Sandor ver virkilega vel
58. mín
Gunnar Örvar fer í skallabaráttu við Eyjólf og er dæmdur brotlegur
55. mín
Þórsarar að spila mun betur hér í byrjun seinni hálfleiks heldur en í þeim fyrri
50. mín
Ingvar kominn aftur inná
49. mín
Sveinn Elías sýnir frábæra takta og snýr Ingvar Ásbjörn af sér og kemur honum á Jónas sem á gott skot sem Eyjólfur ver. Púra Öklabrjótur þar sem Ingvar Ásbjörn virðist hafa meiðst við þetta
48. mín
Ólafur Hrafn nær boltanum af Eiríki á hættulegum stað en aukaspyrna dæmd. Heimamenn ekki sáttir við þennan dóm
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Þór ) Út:Reynir Már Sveinsson (Þór )
45. mín
Inn:Ólafur Hrafn Kjartansson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
45. mín
Heimamenn að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Ágætur dómari leiksins flautar til loka fyrri hálfleiks. Leiknismenn leiða eftir mark Fannars Þórs. Alls ekki merkilegur hálfleikur
44. mín
Kolbeinn Kárason nær skallanum en boltinn yfir markið
43. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á góðum stað og uppúr henni fá þeir hornspyrnu
38. mín MARK!
Fannar Þór Arnarsson (Leiknir R.)
MAARRK! Gestirnir eru komnir yfir. Hornspyrna inná teiginn sem Þórsarar ná ekki að koma frá. Fannar Þór kemst í boltann á fjærstöng og nær einhvernveginn að troða boltanum í netið
35. mín
Kári Pétursson nær skoti en Bjarki gerir vel og kemst fyrir skotið. Hornspyrna sem Leiknismenn fá
34. mín
Ágætis sókn hjá heimamönnum en vantar gæði í seinustu sendinguna. Þrjár fyrirgjafir sem fara yfir allan pakkan í teignum
31. mín
Eiríkur Ingi Magnússon er mjög ósáttur við dóm Ben Toner og lætur heyra í sér. Fær skammir frá dómaranum fyrir það
28. mín
Jónas Björgvin missir boltan á hættulegum sem stað sem endar með því að Elvar Páll klúðrar ágætist færi á hinum enda vallarins
26. mín
Atli Arnarsson með flott skot sem Sandor ver. Sandor grípur síðan lélega hornspyrnu sem fylgdi í kjölfarið
24. mín
Langt innkast frá Jónasi. Bjarki nær að flikka boltanum áfram en Eyjólfur á gott úthlaup og hirðir boltann
22. mín
Fannar Þór Arnarsson fer aftan í Jónas og aukaspyrna dæmd. Styttist í fyrsta spjald leiksins
19. mín
Dauðafæri!!!!! Jóhann Helgi slapp aleinn í gegn og virðist vera kominn framhjá Eyjólfi. En Eyjólfur sínir stórkostleg tilþrif og nær til boltans. Frábær markvarsla
18. mín
Kolbeinn Kárason alltof seinn í Bjarka Aðalsteinsson og aukapsyrna réttilega dæmd
16. mín
Ingi Freyr með mjög lélega tæklingu á Erík Inga. Stálheppinn að fá ekki gult spjald
12. mín
Strax aftur virðast Leiknismenn vera að sleppa í gegn en frábær tækling hjá Hákoni Inga kemur í veg fyrir það
11. mín
Elvar Páll kemst í gott færi eftir mjög einfalt spil. Sandor kemur heimamönnum til bjargar.
10. mín
Halldór Kristinn fær skó í andlitið frá Hákoni Inga í baráttu um boltann. Algjört óviljaverk
6. mín
Ekki mikið að gerast hér í byrjun leiks. Bæði lið að þreifa fyrir sér
3. mín
Eftir hornið berst boltinn út á Reyni Má sem á skot sem fer í Svein Elías sem er rangstæður
3. mín
Jónas Björgvin og Kristinn Þór ná vel saman í teig Leiknis og vinna hornspyrnu
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt að hita upp
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð deildarinnar í maí sigruðu Leiknismenn 2-0
Fyrir leik
Gestirnir úr Breiðholti gera eina breytingu á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Keflavík í seinustu umferð. Brynjar Hlöðversson fékk rautt spjald í leiknum og inn kemur Kári Pétursson
Fyrir leik
Heimamenn í Þór gera 3 breytingar frá tapinu gegn KA. Gauti Gautason og Ármann Pétur eru í leikbanni og spila því ekki í dag. Gunnar Örvar fer á bekkinn. Inn koma þeir Kristinn Þór, Hákon Ingi og nýjasti leikmaður Þórs, Óskar Jónsson
Fyrir leik
Byrjunnarliðin eru kominn inn og þau má sjá hér til hliðar
Fyrir leik
Dómari leiksins er hinn enski Ben Toner. Honum til aðstoðar verða Bjarki Óskarsson og Sverrir Gunnar Pálmason. Varadómari er Brett Huxtable
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru heimamenn í Þór í 5.sæti með 19 stig og Leiknismenn í því fjórða með 20 stig. Það stefnir því allt í hörkuleik
Fyrir leik
Komiði sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þórs og Leiknis í 12.umferð Inkassodeildar karla
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
7. Atli Arnarson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
9. Kolbeinn Kárason
10. Fannar Þór Arnarsson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Kári Pétursson ('70)

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson ('70)
25. Davi Wanderley Silva

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Arnarson ('67)
Halldór Kristinn Halldórsson ('89)

Rauð spjöld: