Fjölnir
2
2
Valur
Gunnar Már Guðmundsson '5 1-0
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '37
1-2 Kristinn Ingi Halldórsson '51
Birnir Snær Ingason '90 2-2
24.07.2016  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Rigning og lítill vindur. Alvöru aðstæður fyrir baráttuleik enda völlurinn rennblautur.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 820
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('61)
10. Martin Lund Pedersen ('78)
27. Ingimundur Níels Óskarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('78)
10. Ægir Jarl Jónasson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Marcus Solberg ('61)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góðum leik lokið í Grafarvogi. Heilt yfir eru þetta líklegast sanngjörn úrslit.
90. mín
Vá!

Ingimundur Níels kemur boltanum í markið en það er búið að flagga hann rangstæðan. Þvílíkur endir á þessum leik!
90. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Stoðsending: Gunnar Már Guðmundsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Þarna kom það. Búið að liggja í loftinu lengi. Gunnar Már leggur boltann á Birni Snæ sem er í góðu skotfæri. Hann tekur svo fast innanfótar skot upp í vinkilinn. Frábærlega klárað.
88. mín
Skyndisókn hjá Val. Sveinn Aron fer upp vænginn og á fína fyrirgjöf sem Kristinn Ingi rétt missir af. Loksins sókn hjá Val.
87. mín
Ólafur Páll á hörku fyrirgjöf sem Gunnar Már skallar framhjá úr lúxus skallafæri. Hvert færið á fætur öðru að fara í súginn hjá Fjölni.
85. mín
Birnir Snær á fast skot sem Anton gerir vel í að verja en boltinn berst á Gunnar Már sem er í úrvals skotfæri en skotið hans fer hátt yfir. Valsmenn komast ekki yfir miðju.
84. mín
Vel gert hjá Viðari, fer ansi illa með Svein Aron og á svo fast skot sem Anton gerir virkilega vel í að verja framhjá.

Það liggur jöfnunarmark í loftinu.
84. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr brýtur á Ólafi Páli á miðjum vellinum og fær að launum fyrsta gula spjald leiksins.
82. mín
Fjölnismenn taka hornspyrnuna stutt á Ólaf Pál sem á svo stórhættulega fyrirgjöf sem fer naumlega framhjá öllum. Þetta hlýtur að enda með jöfnunarmarki ef Valsmenn spila svona djúpt.
82. mín
Fjölnismenn byrjaðir að setja meiri pressu á Val. Þeir liggja á þeim núna. Ólafur Páll á hörkuskot sem Sindri gerir vel í að kasta sér fyrir.
80. mín
Sveinn Aron á afa sem spilaði með Val í efstu deild og pabba sem spilaði með Val í efstu deild en Arnór og Eiður Guðjohnsen spiluðu báðir í rauðu treyjunni. Stórt augnablik og veit ég ekki persónulega til þess að þrjár kynslóðir hafa spilað með sama liðinu í efstu deild.
78. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Martin Lund lagði upp markið hjá Fjölni en hann hefur ekki sést mikið í seinni hálfleik.
76. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sveinn Aron spilar sinn fyrsta leik í efstu deild.
75. mín
Valsmenn eru byrjaðir að falla til baka og Fjölnismenn eru sterkari þessa stundina. Þeir eru ekki að ná að skapa gott færi en þeir eru að komast í fínar stöður. Vantar smá herslumun.
69. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur Páll eitthvað meiddur og Sindri Björns kemur inná í hans stað. Bjarni Ólafur tekur við fyrirliðabandinu.
67. mín
Marcus Solberg að láta vita af sér. Tvisvar í sömu sókninni nær hann að vinna skallabolta í teig Valsmanna. Fyrst skallaði hann boltann á kantinn, þaðan kom svo fyrirgjöf sem hann skallaði rétt framhjá.
65. mín
FÆRI!!

Guðjón Pétur með hornspyrnu sem Haukur Páll skallar í slánna af stuttu færi. Valsmenn hefðu farið langt með að klára leikinn með marki þarna. Enn og aftur er Haukur Páll hættulegur í vítateig andstæðingsins.
61. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Viðar Ari á fyrirgjöf sem Þórir skallar framhjá en hann hitti boltann illa og er það, það síðasta sem hann gerir í leiknum. Ekki alveg hans besti leikur.
59. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristian Gaarde (Valur)
Gaarde byrjaði frekar illa en eftir því sem liðið hefur leikinn, hefur miðjan hjá Val, náð meiri og meiri stjórn á leiknum.

Ekki amalegt að hafa Guðjón Pétur á bekknum.
57. mín
Fyrirgjöf fyrir mark Valsmanna sem þeir ná að koma í burtu. Boltinn berst svo á Jugovic sem tekur boltann á lofti og ætlar svoleiðis að hamra hann í markið en skotið fór yfir. Fast var það en það vantaði nákvæmnina. Maður skorar víst ekki ef maður hittir ekki á markið.
54. mín
Valsmenn kláruðu fyrri hálfleikinn töluvert betur en Fjölnismenn og héldu svo áfram því sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks. Svolítið flatt hjá heimamönnum.
51. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Maaaaaaaaaaaaaaaaaark!!!

Kristinn Ingi komst einn gegn Þórði, fór framhjá honum og lagði boltanum í markið úr erfiðu færi þegar tveir varnarmenn reyndu að komast fyrir skotið.

Frábærlega gert hjá Kristni Inga og Valsmenn eru komnir yfir. Þetta verður að teljast verðskuldað.
50. mín
Fínt spil Vals upp hægri vænginn endar með að Albech á fína fyrirgjöf sem fer þó framhjá öllum. Þarna vantaði einhvern til að gera árás á boltann.

Valsmenn byrja seinni hálfleikinn eins og þeir kláruðu þann fyrri.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Ég vil minna fólk á að ég spáði leiknum 1-1. Hið ótrúlega getur enn gerst, að ég hafi rétt fyrir mér.
45. mín
Hálfleikur
Martin Lund á síðasta færi fyrri hálfleiks. Umkringdur varnarmönnum og í þröngu færi og fer skotið hans framhjá.

Heilt yfir hafa Valsmenn verið sterkari og náðu þeir verðskulduðu jöfnunarmarkið eftir að Fjölnir komst yfir í sinni fyrstu sókn. Kristinn Freyr verið virkilega góður í fyrri hálfleik.
45. mín
Kristinn Freyr á mjög hættulega sendingu ætlaða Andra en Þórður er rétt á undan í boltann og nær að handsama hann. Mjög góð hugsun og fínasta tilraun.
42. mín
Gunnar Már kemur boltanum á Þóri sem nær að skjóta að marki. Skotið er hins vegar ekki nógu fast og Anton nær að verja og halda boltanum.
40. mín
Vörn Fjölnis hefur verið að spila svolítið ofarlega. Fram að markinu hafði það virkað og sóknarmenn Vals verið mikið rangstæðir en Kristinn tímasetti hlaupið afar vel og fékk vörnin það í bakið að vera ofarlega.
37. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Þarna kom ógnin. Andri Adolphsson á gríðarlega góða sendingu á Kristinn Frey sem tímasetur hlaupið sitt upp á 10 og klárar síðan færið upp á 10. Lyfti boltanum ansi snyrtilega yfir Þórð sem kom út á móti honum.

Virkilega gott mark í alla staði.
35. mín
Valsmenn eru aðeins að færa sig framar á völlinn og byrjaðir að setja meiri pressu á Fjölnismenn. Þeim virðist hins vegar vanta alvöru framherja. Kristinn Ingi er búinn að spila í framherjastöðunni í fyrri hálfleiknum og hefur hann hingað til verið mikið rangstæður og lítið ógnandi.
31. mín
Gunnar Már kemur með mjög fasta fyrirgjöf sem hafnar rétt yfir markinu. Hann hefði allan daginn sagst hafa verið að reyna þetta ef þetta hefði dottið í markinu en þetta var ekki fjarri því.
25. mín
Mikil reikistefna á vítateignum hjá Fjölni. Boltinn skýst manna á milli og Valsmenn ná nokkrum skottilraunum en þær fara allar í varnarmenn Fjölnis sem fórnuðu sér vel. Boltinn virtist mögulega fara í hendina á Gunnari Má þarna, Valsmenn vilja víti en Þóroddur dæmir ekki.

Það var smá vítaspyrnulykt þarna.
24. mín
Vandræðagangur í vörn Fjölnis og boltinn hafnar á Kristni Frey, rétt utan teigs. Hann reynir skot sem fer framhjá. Valur fær hornspyrnu, svo þetta fór af varnarmanni.
21. mín
Gunnar Már fær boltann á miðjum vallarhelmingi Vals, fer nær markinu og reynir svo skot af svolitlu færi en boltinn hafnar í lúkunum á Antoni.
18. mín
Andri Aldolphs fær sendingu frá Kristni Frey og er hann í fínni stöðu, innan teigs. Hann reynir að klína boltanum í bláhornið fjær en hann hafnar rétt yfir markinu. Fínasta tilraun og sú besta hjá Val hingað til.
17. mín
Nokkuð jafnt eftir að Fjölnir kom yfir en Albech komst í góða stöðu á hægri vængnum, fór framhjá varnarmanni og reyndi svo að leggja boltann út á Valsara en Fjölnismenn ná að bjarga að lokum.
10. mín
Í 542. skipti á ferlinum, liggur Haukur Páll eftir meiddur. Hann virðist þó ætla að harka þetta af sér og halda leik áfram.
8. mín
Ef eitthvað er, litu Valsmenn betur út alveg í upphafi, voru að pressa og fá hornspyrnur og var þetta í fyrsta skipti sem Fjölnismenn komust eitthvað yfir miðju.
5. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Fjölnismenn eru komnir yfir. Martin Lund kemst upp kantinn vinstra megin og fær algjöra flugbraut. Hann á svo sendingu á Gunnar Már sem er með mann í bakinu en hann nær að snúa hann af sér og smella boltanum í bláhornið með virkilega góðu skoti.

Andreas Albech, hægri bakvörður Vals, leit ekki vel út þarna, seldi sig og fyrir vikið fékk Martin Lund endalaust pláss á kantinum. Það má ekki ef þú vilt helst sleppa því að fá á þig mark.
4. mín
Sigurður Egill á fyrirgjöf sem Kristinn Freyr skallar yfir af stuttu færi. Fínasta skallafæri þarna og hefði hann átt að hitta markið.
2. mín
Kristinn Ingi fær sendingu innfyrir en hann er rangstæður og í þokkabót er Þórður mættur í boltann á undan honum. Þeir rekast aðeins saman og Þórður liggur aðeins eftir. Það er þó ekkert alvarlegt og hann heldur leik áfram.
1. mín
Leikur hafinn
Valsmenn byrja leikinn. Þeir sækja í áttina frá sundlauginni.
Fyrir leik
Jæææja. Þá labba leikmennirnir inn á völlinn og er þetta allt saman að fara af stað.
Fyrir leik
Jææja, þetta er alveg að fara af stað. Ég er bara orðinn helvíti spenntur. Ég er orðinn svo spenntur að ég ætla að koma með spá. Ég geri það af og til hér í lýsingunni minni að koma með spá. Ég hef gert það u.þ.b fimm sinnum og aldrei verið nálægt því að hafa rétt fyrir mér. Svo ég ber enga ábyrgð á töpuðum peningum með að hlusta á mig.

En mín spá er Fjölnir 1 - 1 Valur. Einn daginn skal ég hafa rétt fyrir mér og þá er skemmtilegra að hafa það ritað niður. Þá trúa mér allir.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita upp. Ekki eins grenjandi rigning og var áðan en völlurinn ætti að vera vel blautur. Það er eitthvað við þessa leiki þegar völlurinn er rennandi. Þeir eru oft skemmtilegri.
Fyrir leik
Valur hefur ekki ennþá unnið útileik í deildinni í sumar. Þeim tókst hins vegar, eins og áður hefur komið fram í lýsingunni, að vinna Fjölni á þessum velli í Borgunarbikarnum.
Fyrir leik
Hjá Val fer Guðjón Pétur Lýðsson á bekkinn ásamt Rolf Toft en Kristinn Ingi Halldórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn í liðið í þeirra stað.

Sveinn Aron Guðjohnsen er svo í fyrsta skipti í hóp hjá Val eftir að hann kom til félagsins frá HK.
Fyrir leik
Nú eru byrjunarliðin klár. Fjölnir gerir þrjár breytingar á liðinu sem steinlá gegn Breiðablik í síðasta leik.

Gunnar Már Guðmundsson, Ingimundur Níels Óskarsson og Hans Viktor Guðmundsson koma allir inn í liðið en Ingimundur er í fyrsta skipti í byrjunarliði síðan hann kom frá Fylki á dögunum.
Fyrir leik
Nikolaj Hansen, framherji Vals verður líklegast lengur frá en menn reiknuðu með og þarf liðið því virkilega á sóknarmanni að halda.
Fyrir leik
Valsmenn hafa undanfarið verið að bjóða í annan hvern framherja Pepsi-deildarinnar og verður gaman að sjá hvað Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins hefur að segja um það eftir leik.
Fyrir leik
Gaman verður að sjá hvort Guðmundur Karl Guðmundsson spilar leikinn en hann brást illa við því að vera tekinn af velli í tapinu gegn Breiðablik í síðustu umferð og fór af vellinum áður en leikurinn kláraðist.

Hjá Val verður athylgisvert að sjá hvort Sveinn Aron Guðjohnsen sé í liðinu en hann gékk til liðs vil Valsara frá HK á dögunum en hann var ekki í leikmananhópnum gegn ÍA, fyrsta leik Vals eftir að hann kom til félagsins.
Fyrir leik
Fjölnir vann Val í 1. umferðinni á meðan Valsmenn hefndu sín og slógu Fjölni út úr bikarnum á þessum velli.

Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fjölnis í deildarleiknum en Guðjón Pétur Lýðsson minnkaði muninn fyrir Val.

Guðjón Pétur var svo aftur á ferðinni en hann skoraði eina mark leiksins í bikarleiknum.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Fjölnir í 3. sæti og getur liðið með sigri jafnað topplið FH á stigum.

Valsmenn eru á meðan 8. sæti.
Fyrir leik
Sælt veri fólkið!

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Fjölnis og Vals í Pepsi-deildinni.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('69)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde ('59)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Ingvar Þór Kale (m)
5. Sindri Björnsson ('69)
6. Daði Bergsson
9. Rolf Toft
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('59)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('76)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('84)

Rauð spjöld: