Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Keflavík
2
1
Fjarðabyggð
Magnús Þórir Matthíasson '36 1-0
Jóhann Birnir Guðmundsson '61 2-0
2-1 Dimitrov Zelkjo '90
06.08.2016  -  14:00
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Smá vindur en annars topp aðstæður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 220
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('76)
Sigurbergur Elísson ('81)
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
18. Craig Reid
20. Magnús Þórir Matthíasson ('90)
42. Stuart Carswell

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
8. Guðmundur Magnússon
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('90)
16. Páll Olgeir Þorsteinsson
23. Axel Kári Vignisson ('81)
25. Frans Elvarsson ('76)
45. Tómas Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Stuart Carswell ('44)
Einar Orri Einarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Of seint sagði ég. Flautað af strax eftir miðjuna og lokatölur Keflavík 2 Fjarðabyggð 1.
90. mín MARK!
Dimitrov Zelkjo (Fjarðabyggð)
Í sínum fyrsta leik!!! Zeljko með þrumuskot og lagar stöðuna aðeins en eflaust of seint.
90. mín
Keflvíkingar velja allt Keflavíkurliðið mann leiksins. Krúttlegt.
90. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
90. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Reif Jón Arnar niður og fékk verðskuldað spjald
86. mín
Það eru 220 manns á vellinum í dag. Sem er frekar fátt, verður að segjast.
85. mín
Keflvíkingar með góða sókn og skaut Jónas Guðni rétt yfir markið
81. mín
Inn:Axel Kári Vignisson (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
80. mín
Keflvíkingar í hættulegri sókn. Frans skot sem var varið og upp í loft fór boltinn og Carswell smellti í hjólhest sem fór framhjá.
76. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Klappað fyrir Jóhanni Birni er hann fer af velli
76. mín
Guðjón Árni með þrumuskot yfir markið.
72. mín
Tvöföld skipting hjá gestunum
72. mín
Inn:Martin Sindri Rosenthal (Fjarðabyggð) Út:Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
71. mín
Inn:Haraldur Þór Guðmundsson (Fjarðabyggð) Út:Emil Stefánsson (Fjarðabyggð)
70. mín
Zeljko klúðrar dauðafæri
64. mín
Inn:Dimitrov Zelkjo (Fjarðabyggð) Út:Fannar Árnason (Fjarðabyggð)
Fyrsti leikur Zelkjo fyrir Fjarðabyggð
62. mín
Jón Arnar reynir að svara en skýtur í varnarmann.
61. mín MARK!
Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
2-0! Jói fær sendingu á vinstra vítateigshornið, kemur inn á völlinn og á ekkert besta skotið sitt á ferlinum en þokkalegt var það og inn fór boltinn.
55. mín
Sveinn Fannar dæmdur rangstæður í allavega þriðja sinn í dag.
48. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!! Víkingur Pálma tók aukaspyrnuna en Beitir varði ótrúlega vel.
47. mín
Fannar Árnason liggur eftir og eru gestirnir að ásaka Einar Orra um að hafa stigið á hann þegar hann lá.
46. mín
Leikur hafinn
Lagið Partí á Rassgötu 3 ómaði hér í hálfleik en nú er leikur hafinn að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn byrjuðu betri en svo kom góður kafli gestanna. Keflvíkingar hafa þó haft nokkra yfirburði síðustu mínútur og leiða í hálfleik.
45. mín
Ásgeir í BULLINU í marki Fjarðabyggðar. Missir lausa fyrirgjöf út í teiginn, Einar Orri reynir skot en Ásgeir nær að koma sér fyrir, svo kom annað skot en í varnarmann og mikil hætta! Gestirnir stáálheppnir!
45. mín
Jóhann Birnir með skot sem Ásgeir ver
45. mín
Sigurbergur Elísson með snilldar takta en sending hans skapaði ekki hætti. Tók Zidane snúning og allan pakkann.
44. mín Gult spjald: Stuart Carswell (Keflavík)
Allt of seinn og fór gróflega í Emil Stefánsson.
42. mín
Víglundur, þjálfari Fjarðabyggðar, beðinn um að róa sig. Orðinn æstur á bekknum.
40. mín
Ingiberg liggur eftir og virkar kvalinn en er staðinn upp.
38. mín
VÁVÁVÁ!!! Víkingur Pálma með langa sendingu fram sem Guðjón Árni komst inn í en skallaði boltann næstum fyrir fætur Jón Arnars en Beitir rétt náði að slæma hönd í boltann og bjarga. Hann var klárlega að bjarga marki þarna.
36. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Stoðsending: Guðjón Árni Antoníusson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞETTA!!! Guðjón Árni með geggjaða fyrirgjöf og stangaði Magnús Þórir boltann í netið. Glæsilegt mark hjá heimamönnum. 1-0!!!
35. mín
Heimamenn eru heldur betur að sækja í sig veðrið.
34. mín
Jóhann B negldi boltann fyrir en Ondo náði að skalla frá. Kennslustund í fyrirgjöfum frá gamla brýninu.
31. mín
Reid með frábæra sendingu á Jónas Guðna sem missti boltann frá sér á vítateigslínunni.
30. mín
Sveinn Fannar með langskot frá eigin vallarhelmingi en hitti ekki á markið.
30. mín Gult spjald: Hákon Þór Sófusson (Fjarðabyggð)
Aukaspyrna inn í teig heimamanna og gekk Hákon full vasklega fram og fékk fyrsta spjald leiksins fyrir vikið.
27. mín
Magnús Þórir með skot fram hjá
25. mín
Ondo með skalla eftir hornið! Í Keflvíking og yfir markið. Markspyrna engu að síður dæmd.
25. mín
Fjarðabyggð fær hér sína þriðju hornspyrnu
23. mín
Fjarðabyggð átti álitlega sókn áðan en fyrirgjöf Emils klikkaði. Keflvíkingar ekki verið sannfærandi síðustu mínútur
21. mín
Fannar Árnason með skot utan af velli en yfir. Svokallað bjartsýnisskot en skemmtilegt.
19. mín
Mikið klafs í teig heimamanna án þess að raunverulegt marktækifæri liti dagsins ljós.
18. mín
Bæði lið eru varkár hérna og taka litla sénsa. Fjarðabyggð hefur verið meira með boltann upp á síðkastið og fá nú horn.
17. mín
Skondið atvik í fjölmiðlastúkunni. Risastór randafluga gerði vart við sig og það ekki neitt rólega. Oscar Clausen, eftirlitsmaður KSÍ, henti henni út.
14. mín
Keflvíkingar skalla í innkas úr horninu. Sóknin fjarar út.
13. mín
Jón Arnar með góðan sprett og vinnur horn.
8. mín
Leikurinn kominn í aðeins meira jafnræði en lítið að ske.
2. mín
VÁ!!! Brynjar Már lætur boltann fara og Sigurbergur ÞRUMAR að marki en Brynjar rétt náði að tækla fyrir skotið. Skjálfti í gestunum hér í upphafi.
1. mín
Klafs í teig gestanna en Sigurbergur Elísson nær ekki völdum á boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Fjarðabyggð hefur þessa veislu!
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur, þjálfaði Fjarðabyggð fyrir nokkrum árum og stýrði þeim m.a. til sigurs í 2. deildinni.
Fyrir leik
Gáfumannaspjall í stúkunni. Þar spjalla Óli Jó, Kristján Guðmunds og tveir aðrir - sem segja minna.
Fyrir leik
Hjá Fjarðabyggð kemur Ingiberg Ólafur inn í sínum fyrsta leik fyrir liðið.
Fyrir leik
Hjá Keflavík kemur Einar Orri inn í liðið eftir leikbann.
Fyrir leik
Ég er mættur í Keflavíkina og er það ekki hægt að segja um marga aðra. Gríðarlega fátt í stúkunni.
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér mun Daníel Geir Moritz lýsa því sem fyrir augu hans ber í Keflavík þar sem Fjarðabyggð er í heimsókn.

Keflavík getur nýtt sér það að Leiknir R. tapaði í vikunni og lyft sér upp um sæti. Liðið er sem stendur þremur stigum frá öðru sætinu og í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi-deildina.

Fjarðabyggð er neðar í töflunni, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

2-2 jafntefli varð niðurstaðan þegar þessi lið mættust fyrir austan í fyrri umferðinni.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Ásgeir Þór Magnússon (m)
2. Emil Stefánsson ('71)
5. Ingiberg Ólafur Jónsson
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Loic Mbang Ondo
10. Fannar Árnason ('64)
13. Víkingur Pálmason
13. Hákon Þór Sófusson ('72)
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
20. Brynjar Már Björnsson
22. Jón Arnar Barðdal

Varamenn:
12. Þorvaldur Marteinn Jónsson (m)
4. Martin Sindri Rosenthal ('72)
9. Hlynur Bjarnason
19. Dimitrov Zelkjo ('64)
23. Haraldur Þór Guðmundsson ('71)
25. Sævar Örn Harðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hákon Þór Sófusson ('30)

Rauð spjöld: