Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
62' 2
1
Breiðablik
ÍA
1
1
Þór/KA
0-1 Sandra Mayor '25
Megan Dunnigan '59 1-1
07.08.2016  -  15:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: 18 stiga hiti og heiðskýrt en nokkur vindur sem stendur á annað markið.
Dómari: Hjalti Þór Halldórsson
Áhorfendur: Um 100
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
3. Megan Dunnigan
4. Rachel Owens
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Jaclyn Pourcel
7. Hrefna Þuríður Leifsdóttir
8. Gréta Stefánsdóttir ('40)
9. Maren Leósdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
16. Veronica Líf Þórðardóttir
17. Cathrine Dyngvold

Varamenn:
6. Eva María Jónsdóttir
11. Fríða Halldórsdóttir
14. Heiður Heimisdóttir
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('40)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir
22. Karen Þórisdóttir

Liðsstjórn:
Aldís Ylfa Heimisdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-1 jafntefli. Viðtöl og skýrsla koma hér á Fótbolta.net á eftir.
92. mín
Hulda Ósk með skot að marki en Ásta Vigdís varði vel.
89. mín
Hulda hættuleg í teignum en fjórir varnarmenn umkringdu hana umsvifalaust svo skotið var laust og auðvelt fyrir Ástu Vigdísi.
86. mín
Guiterrez komst í gott skotfæri en Jaclyn Pourcel henti sér fyrir boltann og varði.
83. mín
Dyngvold tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en yfir mark Þórs/KA.
82. mín Gult spjald: Karen Nóadóttir (Þór/KA)
Karen tapaði boltanum klaufalega og Cathrine Dyngvold var að sleppa í gegn. Eina leið Karenar var að reyna að stöðva sóknina með ólöglegu broti sem verðskuldaði gult spjald.
80. mín
Guiterrez með skalla vel yfir mark ÍA í kjölfar hornspyrnu. Það er einhvern veginn lítil hætta við sóknaraðgerðir gestanna.
76. mín
Við erum komin inn á síðasta korterið í leiknum. ÍA er eins og staðan er líklegra liðið til að skora sigurmark. Hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og gríðarlega þéttar fyrir varnarlega.
66. mín
Bryndís Rún með gott skot rétt framhjá. Það er ljóst að ÍA ætlar sér ekki að láta stig duga úr þessum leik, þær eru búnar að sækja vel í sig veðrið eftir að þær jöfnuðu.
66. mín
Mjög gott skot að marki frá Dunningan en Santiago rétt nær að verja.
64. mín
Bryndís Rún með fast skot af löngu færi en beint á Santiago í markinu.
61. mín
Guiterrez í fínu færi í teignum en skaut yfir mark ÍA.
59. mín MARK!
Megan Dunnigan (ÍA)
Skagastúlkur eru búnar að jafna! Dunningan fékk sendingu inn fyrir vörn Þórs/KA og afgreiddi færið mjög vel í markið. Dunnigan hefur átt mjög góðan leik í dag og kórónar hann með marki.
57. mín
Bergdís er komin innná svo það er jafnt í liðum að nýju.
55. mín
Það er farin að færast harka í leikinn en Hjalti dómari vill ekki lyfta spjöldum ennþá. Núna braut Andrea Mist haraklega á Bergdísi Fanney sem er utan vallar að njóta aðhlynningar.
54. mín
Hörð atlaga Þórs/KA að marki ÍA en þrátt fyrir tvö skot frá Andreu Mist og eitt frá Wyne tókst þeim ekki að koma boltan um framhjá þéttum varnarmúr ÍA í teignum.
50. mín
Wyne fór í harkalega tæklingu á Anítu Sól sem lá meidd eftir og þurfti aðhlynningu. Hjalti dómari veitti henni tiltal og Aníta er komin inn á völlinn aftur.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Engin breyting var gerð á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Akranesvelli þar sem Þór/KA leiðir með einu marki gegn engu.
40. mín
Sandra María í góðu færi í teignum en skaut beint á Ástu Vigdísi. Sandra María skipti fyrir nokkrum mínútum um kant við Huldu Ósk og leikur því hægra megin.
40. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (ÍA) Út:Gréta Stefánsdóttir (ÍA)
Gréta þurfti aðhlynningu áðan og nú er ljóst að hún getur ekki haldið leik áfram vegna meiðsla.
39. mín
Það hefur verið rólegt yfir þessu eftir að markið var skorað. Liðin ekki að ná að skapa sér neitt.
25. mín MARK!
Sandra Mayor (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra María Jessen
Það er komið mark á Akranesi. Sandra María Jessen með virkilega góðan skalla inn í teiginn í hlaupalínu Guiterrez sem var komin í gott færi sem hún afgreiddi vel. 0-1 fyrir gestina.
18. mín
Gréta Stefánsdóttir setti boltann í markið en var kolrangstæð og markið því ekki gott og gilt.
16. mín
Jaclyn Pourcel með góðan skalla að marki eftir hornspyrnu Rachel Owens en Santiago varði. Þór/KA fór hratt upp völlinn og Hulda Ósk skaut framhjá úr góðu færi.
14. mín
Megan Dunnigan hefur byrjað leikinn nokkuð vel og var núna að komast í gott skotfæri en Santiago varði frá henni.
12. mín
Liðin eru að ná skotum að marki en þau fara langt framhjá. Það er eins og leikmenn eigi erfitt með að hemja boltann í vindinum.
9. mín
Liðunum er stillt svona upp í dag.

ÍA
Ásta Vigdís
Aníta Sól - Pourcei - Hrefna - Veronica
Gréta - Owens - Bryndís Rún - Dunningan
Maren Leósdóttir
Cathrine Dyngvold

Þór/KA
Santiago
Andrea Mist - Karen - Lillý - Anna Rakel
Gomez
Írunn - Wyne
Hulda Ósk - Guiterrez - Sandra María
8. mín
Ekki mikið að gerast fyrstu mínúturnar. Liðin eru að þreifa fyrir sér og ekkert um maarktækifæri. Þór/KA sækir þó meira enn sem komið er.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. ÍA byrjar með boltann og leikur í átt að sementsverksmiðjunni og gegn nokkuð sterkum vindi.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn. ÍA leikur í gulum treyjum og svörtum buxum eins og vanalega og Þór/KA er líka í sínum aðalbúningum, hvítri peysu og rauðum buxum.
Fyrir leik
Hjalti Þór Halldórsson er dómari leiksins í dag. Honum til aðstoðar eru línuverðirnir Eysteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Páll Júlíusson fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ er svo eftirlitsmaðurinn sem sambandið sendir á leikinn í dag og tekur út dómarateymið og umgjörðina.
Fyrir leik
ÍA gerði óvænt breytingu á þjálfarateymi liðsins um síðustu mánaðarmót þegar þeir Þórður Þórðarson og Ágúst Valsson hættu með liðið.

Hjónakornin Kristinn H. Guðbrandsson og Steindóra Sigríður Steinsdóttir tóku við þjálfun liðsins og stýra sínum fyrsta leik í dag.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í 2. umferð deildarinnar 18. maí síðastliðinn. Þór/KA vann þá 4-0 sigur.

Sandra María Jessen skoraði þrjú mörk í leiknum eftir að Sandra Gutierrez kom þeim á bragðið.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akranesvelli. Hér fer í dag fram viðureign ÍA og Þórs/KA í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Liðin eru í ólíkri baráttu í deildinni. Gestirnir frá Akureyri eru í 4. sæti deildarinnar með 17 stig eftir fyrstu tíu umferðirnar á sama tíma og Skagastúlkur eru með 4 stig úr 10 leikjum og eru í botnsæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Sara Skaptadóttir
8. Lára Einarsdóttir
14. Margrét Árnadóttir

Liðsstjórn:
Saga Líf Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Karen Nóadóttir ('82)

Rauð spjöld: