Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
3
2
Þór
Gunnar Gunnarsson '8 1-0
Aron Jóhannsson '14 , víti 2-0
Aron Jóhannsson '22 3-0
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson '27
3-2 Jóhann Helgi Hannesson '77
11.08.2016  -  18:15
Ásvellir
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Eins og best er á kosið
Dómari: Torkjell Trædal
Byrjunarlið:
1. Magnús Kristófer Anderson (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('82)
13. Aran Nganpanya ('90)
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
21. Alexander Helgason ('66)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson ('90)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('66)
10. Daði Snær Ingason
12. Gunnar Jökull Johns
23. Dagur Dan Þórhallsson
28. Haukur Björnsson ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Daníel Snorri Guðlaugsson ('18)
Alexander Helgason ('61)
Elton Renato Livramento Barros ('88)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Haukar vinna hér í frábærum leik.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig!
90. mín
Ekkert kom út úr þessari hornspyrnu.
90. mín
Inn:Sindri Hrafn Jónsson (Haukar) Út:Aran Nganpanya (Haukar)
90. mín
Skotið fer í varnarmann Hauka og yfir. Hornspyrna.
90. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Þór fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Hendi á Gunnlaug Fannar.
90. mín
+4 í uppbótartíma. Þetta verður lengi að líða fyrir Haukanna.
89. mín
Skalli í slá

Eftir aukaspyrnu nær Gunnlaugur Fannar skalla sem endar í sláni á sínu eigin marki. Þarna voru Haukarnir heppnir.
88. mín Gult spjald: Elton Renato Livramento Barros (Haukar)
Mönnum er búið að vera heitt í hamsi í dag og mikið af gulum spjöldum litið dagsins ljós. Barros fær hér eitt.
87. mín
Gunnar Örvar með skalla yfir markið. Þetta var hættulegt.
86. mín
Aron setur hann fram hjá veggnum og fram hjá markinu.
85. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Þór )
Tekur Hauk Ásberg niður, en Haukur var kominn í ákjósanlega stöðu. Aukaspyrna á hættulegum stað.
82. mín
Inn:Haukur Björnsson (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Önnur breyting Hauka.
81. mín
Þvílík markvarsla!

Jóhann Helgi kemst aftur upp að endamörkum sendir hann fyrir og þar kemur leikmaður Þórs á ferðinni og á fast skot, en Magnús ver ótrúlega vel í marki Hauka!
78. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Hákon Ingi Einarsson (Þór )
Síðasta breyting Þórsara.
77. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
NÚ GETUR ALLT GERST. 15 MÍNÚTUR EFTIR OG ÞÓRSARAR ERU AÐ MINNKA MUNINN!

Jóhann Helgi kláraði þetta gríðarlega vel. Fær boltann á lofti út í teignum og minnkar hér í muninn í 3-2. Þessar síðustu mínútur verða alvöru!
73. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Fer í tæklingu, en þetta er kannski dálítið soft spjald. Donni er allavega ekki sáttur á hliðarlínunni. Þetta er fjórða gula hjá Jóhanni í sumar og hann fer því í bann.
66. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
Skynsamleg breyting. Alexander á gulu spjaldi.
64. mín
Inn:Óskar Jónsson (Þór ) Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Önnur breyting leiksins hjá Þór.
61. mín Gult spjald: Alexander Helgason (Haukar)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
60. mín
Kristinn Þór með frábæra spyrnu inn á teiginn, en Jóhann Helgi skallar fram hjá markinu. Hann er þó dæmdur rangstæður.
55. mín
Dauðafæri

Jóhann Helgi kemst upp að endamörkum og sendir boltann fyrir og þar er Gunnar Örvar í algjöru dauðafæri, en hann setur boltann yfir markið. Þarna hefði hann átt að gera betur.
54. mín
Frekar mikið jafnræði með liðunum þessar fyrstu mínútur. Bæði lið hafa fengið hálffæri, en annars hefur verið frekar rólegt yfir þessu hérna til að byrja með.
48. mín
Sigurður Marínó reynir skot, en Aron Jóhannsson er fljótur að henda sér fyrir þetta.
46. mín
Leikur hafinn
Norskur dómari leiksins er búinn að flauta þetta aftur á.
45. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Ólafur Hrafn Kjartansson (Þór )
Þór gerir breytingu á sínu liði í hálfleik.
45. mín
Liðin eru að koma aftur inn á völl og það er breyting í vændum hjá Þór.
45. mín

45. mín
Leiknir R. er með forystuna gegn Fjarðabyggð í þeim leik sem einnig er í gangi núna. Þar var seinni hálfleikurinn að hefjast, en eftir rúmar tíu mínútur fara þrír aðrir leikir af stað í Inkasso-deildinni. Þar á meðal er grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í mjög svo skemmtilegum leik hér á Ásvöllum. Haukar komust í 3-0, en Þórsarar hafa verið betri síðan þriðja markið kom hjá Haukum. Það getur allt gerst enn í seinni hálfleiknum, en það er spurning hvað Donni gerir í hálfleik. Fáum við að sjá einhverjar breytingar?
45. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Sveinn Elías fer í tæklingu og markvörður Hauka kemur á móti. Sveinn Elías fer beint í hann og fær fyrir það gult spjald.
45. mín
1+ í uppbótartíma.
40. mín
Aron Jóhannsson með aukaspyrnu á ágætis stað, en skot hans fer langt yfir markið. Er hann að fara að setja þrennu í dag?
39. mín
Mikið um baráttu og aukaspyrnur, þetta er hörkuleikur þessa stundina!
33. mín
Aron Jóhannsson er búinn að setja tvö í dag.

30. mín
Skalli í slá!

Haukarnir eru farnir að liggja alltof mikið aftur og Þórsarar eru farnir að pressa mikið eftir þessu öðru marki. Aftur fyrirgjöf frá hægri og skalli sem endar á sláni. Sá ekki alveg hver þetta var, en ef ég ætti að giska þá myndi ég giska á Gunnar Örvar, enda gríðarlega sterkur í loftinu.
27. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Þór )
Stoðsending: Sveinn Elías Jónsson
ÞETTA ER ORÐIÐ LEIKUR AFTUR!

Eftir sendingu fyrir kemur Gunnar Örvar og skallar í fjærhornið. Flottur skalli og Maggi í markinu átti ekki mikinn séns. Þórsarar hafa verið að sækja eftir þriðja mark Hauka og þeir eru nú búnir að minnka muninn. Hvernig bregðast Haukar við þessu?
22. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
Stoðsending: Aran Nganpanya
ROSALEG SKYNDISÓKN!!

Eftir hornspyrnu hjá Þór sækja Haukar hratt fram völlinn og þetta var rosaleg skyndisókn. Þórsarar reyna að stoppa, en í annari tilraun kemur Aran boltanum á Aron sem fer alla leið og hamrar boltanum í slána og inn! Rosalegt mark og þetta verður bara erfiðara og erfiðara fyrir Þórsara. Þeir eru heillum horfnir þessar fyrstu mínútur og Haukar nýta sér það.
19. mín

18. mín Gult spjald: Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Fór of hátt með fótinn í baráttu við Gauta. Donni, þjáfari Þórs, alls ekki sáttur og vill fá annan lit á spjaldið.
17. mín
Haukarnir hafa verið miklu grimmari til að byrja með, en Þórsarar eru aðeins að vakna til lífsins.
14. mín Mark úr víti!
Aron Jóhannsson (Haukar)
SANDOR MATUS Í BOLTANUM, EN INN FER HANN!!

Aron Jóhannsson tekur vítið og Sandor er í honum, en boltinn fer þó inn. Haukar komnir í 2-0 og þetta orðið ansi erfitt fyrir Þórsara.
13. mín Gult spjald: Hákon Ingi Einarsson (Þór )
Held að Hákon Ingi hafi fengið gula spjaldið í vítaspyrnudómnum, en er ekki alveg 100% á því.
13. mín
Haukar fá víti!

Brotið á Aran í teignum. Rétt ávkörðun hjá norska dómaranum.
8. mín MARK!
Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Stoðsending: Birgir Magnús Birgisson
OG ÞÁ ER FYRSTA MARKIÐ KOMIÐ!

Eftir hornspyrnuna fer boltinn út og eftir það kemur sending inn í teiginn. Þar er Gunnar einn og óvaldaður í teignum og eftirleikurinn er auðveldur fyrir hann. Dálítill sofandaháttur í vörninni hjá Þórsurum og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn.
7. mín
Birgir Magnús með flottan sprett, sólar sig í gegnum vörn Þórs og á skot sem fer af varnarmanni og framhjá. Fyrsta alvöru færi leiksins komið.
4. mín
Frekar rólegt hérna fyrstu mínúturnar. Haukarnir halda boltanum betur, en ekkert hefur ennþá almennilegt verið skapað.
1. mín
Leikur hafinn
Búið að lesa liðin upp og Trædal er búinn að flauta þetta af stað. Let's go!
Fyrir leik
Leikmenn ganga hér inn á völlinn og þar fer fremstur í flokki norski dómarinn Torkjell Trædal. Spennandi verður að sjá hvernig hann stendur sig í dag.
Fyrir leik
Athygli vekur að á bekknum hjá Haukum er Dagur Dan Þórhallsson. Strákur sem er fæddur árið 2000, en hann var meðal annars í U17 landsliðinu sem tók silfrið á norðurlandamótinu á dögunum. Mikið efni þar á ferð.
Fyrir leik
Nú fer heldur betur að styttast í þetta, 10 mínútur! Byrjunarliðsmenn farnir inn í klefa að gera sig klára, en á meðan hita þeir áfram sem byrja á bekknum.
Fyrir leik
Ég vil hvetja alla til þess að tjá sig um leikinn með því að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter og hver veit nema tístið birtist hér í textalýsingunni í kvöld.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2 fyrir þá sem komast ekki á völlinn í kvöld.
Fyrir leik
Korter í leik og það eru fimm í stúkunni. Það er ágætis veður og vil ég hvetja alla til þess að láta sjá sig hér á Ásvöllum í kvöld. Koma svo!
Fyrir leik
15. umferðinni lýkur í Inkasso-deildinni í kvöld með fimm leikjum. Í gær fór fram fallbaráttuslagur Fram og Hugins á Laugardalsvellinum og þar hafði Fram betur, 2-0.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið mættust þá vann Þór frekar þægilegan sigur, 4-2. Haukar hafa verið með gott tak á nágrönnum Þórs í KA undanfarið, en liðinu hefur aftur á móti gengið illa þegar spilað er á móti Þór. Spennandi verður að sjá hvernig Haukum mun ganga í dag.

Lestu nánar um leikinn þegar Þór vann Hauka 4-2.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru tilbúin og þau má sjá hér efst á síðunni til hliðar.

Haukar gera tvær breytingar á sínu liði, en Aran Nganpanya og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson koma inn og í þeirr stað falla Gunnar Jökul Johns og Hákon Ívar Ólafsson út úr liðinu. Gunnlaugur var leikmaður umferðarinnar 13. umferðarinnar eftir frábæran leik gegn KA, en hann var í banni í síðustu umferð þar sem Haukar unnu Fram.

Þórsarar unnu kærkominn sigur gegn HK í síðustu umferð, en þeir gera eina breytingu á sínu liði frá þeim leik. Bjarki Aðalsteinsson er ekki með í dag og í hans stað kemur Kristinn Þór Björnsson inn.
Fyrir leik
Norski dómarinn Torkjell Trædal mun dæma leik Hauka og Þórs. Samlandi hans, Thomas Skaiaa, mun verða honum til aðstoðar. Þetta verkefni er hluti af verkefni norrænu knattspyrnusambandanna um dómaraskipti.

Trædal hefur meðal annars verið að dæma leiki í norsku 1. deildinni og verið til aðstoðar á leikum í norsku úrvalsdeildinni.

Hér má skoða nánar um þá leiki sem Trædal hefur verið að dæma.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið hér framundan, enda eru svosem allir þeir leikir sem eru eftir á þessum tímapunkti á leiktímabilinu mikilvægir.

Haukar eru með 17 stig í 8. sæti, en þeir eru alls ekki sloppnir af fallsvæðinu. Haukar hafa unnið tvo síðustu leiki sína, en það eru aðeins fjögur stig í fallsæti. Haukar fara upp í 20 stig með sigri í dag og fara upp fyrir Fram, sem þeir sigruðu í síðasta leik hér á Ásvöllum.

Þór er í aðeins betri stöðu en Haukar og eru með fimm stigum meira. Þeir eru í 5. sæti, en þeir unnu sinn síðasta leik gegn HK eftir að hafa farið í fimm leikja taphrinu.

Áhugavert verður að sjá hvað gerist í dag, en bæði lið koma inn í þennan leik með sigur á bakinu og vilja væntanlega halda áfram að vinna.
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu hér frá Ásvöllum í Hafnarfirði. Hér fer fram leikur Hauka og Þórs frá Akureyri í Inkasso-deildinni og mun ég segja ykkur frá öllu helsta sem gerist í leiknum. Endilega fylgist með!
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
4. Gauti Gautason
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('64)
11. Kristinn Þór Björnsson
12. Hákon Ingi Einarsson ('78)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
23. Ólafur Hrafn Kjartansson ('45)
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('45)
14. Jakob Snær Árnason
15. Guðni Sigþórsson ('78)
18. Alexander Ívan Bjarnason
20. Guðmundur Óli Steingrímsson
21. Óskar Jónsson ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hákon Ingi Einarsson ('13)
Sveinn Elías Jónsson ('45)
Jóhann Helgi Hannesson ('73)
Gauti Gautason ('85)

Rauð spjöld: