Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Norwich
1
6
Man City
0-1 Willy Caballero '18
0-2 Sergio Aguero '27
Andrew Surman '52 1-2
1-3 Willy Caballero '73
1-4 Sergio Aguero '75
1-5 Willy Caballero '80
1-6 Stefan Jovetic '93
14.04.2012  -  11:45
Carrow Road
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Chris Foy
Byrjunarlið:
1. John Ruddy (m)
2. Russell Martin
3. Adam Drury
4. Bradley Johnson ('46)
9. Grant Holt
12. Anthony Pilkington ('46)
17. Elliott Bennett
21. Aaron Wilbraham ('68)
22. Elliott Ward
24. Jonny Howson
33. Ryan Bennett

Varamenn:
5. Steve Morison ('68)
10. Simoen Jackson
11. Andrew Surman ('46)
14. Wes Hoolahan ('46)
15. David Fox
25. Kyle Naughton
31. Jed Steer (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ryan Bennett ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Allt búið!
93. mín MARK!
Stefan Jovetic (Man City)
Adam Johnson skorar lokamark leiksins rétt fyrir lokaflautið. Stórsigur Manchester City kominn í höfn. Skýr skilaboð til Ferguson og lærlinga hans. Titilbaráttan verður rosaleg, vægast sagt!
92. mín
Adam Johnson með skot í efri hluta slánnar. Gestirnir eru bara að leika sér á meðan heimamenn geta ekki beðið eftir lokaflautinu
Hörður Snævar Jónsson @hoddi23

Mancini þurfti að tapa titlinum til að fara að spila sóknarbolta aftur #Amateur
90. mín
Manchester City er að fara að landa sigrinum. Ótrúlega vel spilað hjá framlínu þeirra.
82. mín
Liverpool komið í úrslit FA bikarsins (Staðfest)
81. mín
Inn:Micah Richards (Man City) Út:Willy Caballero (Man City)
Hat-trick hero fer útaf fyrir varnarmanninn Micah Richards.
81. mín
Liverpool er að landa sigri gegn Everton. Mínúta eftir af uppbótartíma og leikmenn Liverpool eru með mastersgráðu í tímasóun.
80. mín MARK!
Willy Caballero (Man City)
Nei nú verða menn aðeins að róa sig. Tevez kominn með þrennu. Norwich er búið að spila vel en er samt búið að fá fimm mörk á sig á heimavelli. Það segir allt sem segja þarf um gæði Man City.
78. mín
Aguero skoraði glæsilegt mark eftir frábært hlaup upp vinstri kantinn. Tevez potaði boltanum inn eftir að Ruddy varði skot frá Yaya.
76. mín
Inn:Stefan Jovetic (Man City) Út:David Silva (Man City)
Bjarki Kristjánsson @bjarkikr

Hvar væru Man City hefðu þeir stillt upp Tevez og Aguero saman allt tímabilið! #fotbolti
Opta Sports @OptaJoe

In the three PL games that Tevez & Aguero have started together, the pair have netted 10 goals between them (Aguero 7, Tevez 3). Combo.
75. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
Aguero er búinn að gera út um leikinn! Varamaðurinn Yaya Toure með stoðsendinguna!
73. mín MARK!
Willy Caballero (Man City)
Carlos Tevez er að gera gæfumuninn í dag! Hann er búinn að koma City mönnum í tveggja marka forskot á ný. Nú virðist leikurinn vera svo gott sem búinn.

Liverpool er þá komið í 2-1!!!! Rosalegur endakafli í þessum leikjum. Andy Carroll skoraði fyrir Liverpool.
72. mín
Lítið að gerast á Wembley. Brad Jones, þriðji markvörður Liverpool, hefur ekkert að gera. Ástandið er ekki mikið betra hjá Tim Howard sem þarf stundum að tína boltann upp eftir misheppnaðar sóknir Liverpool.
69. mín
Liðin skiptast á að sækja og eiga bæði góð færi. Gríðarlega skemmtilegur leikur!!
68. mín
Inn:Steve Morison (Norwich) Út:Aaron Wilbraham (Norwich)
63. mín
Inn:Yaya Toure (Man City) Út:Samir Nasri (Man City)
62. mín
Aguero með gott skot sem er vel varið af John Ruddy. Stuðningsmenn Norwich fara þá að syngja "England's number one" en þeir telja að Ruddy eigi að komast í enska landsliðið. Joe Hart er byrjunarliðsmarkvörður landsliðsins.
59. mín Gult spjald: Ryan Bennett (Norwich)
58. mín
Liverpool er með öll völd á Wembley. Staðan er 1-1. Spennandi lokakafli framundan, en þar eru tæpar tuttugu mínútur eftir af leiknum.
52. mín MARK!
Andrew Surman (Norwich)
Andrew Surman búinn að minnka muninn í eitt mark! Góð skipting í hálfleik hjá Paul Lambert! Joe Hart sló þá boltann út eftir fyrirgjöf frá Adam Drury, en boltinn fer til Surman sem á lágt skot sem fer gegnum þvögu í vítateig City og í netið.
50. mín
Suarez jafnar eftir varnarmistök hjá Sylvain Distin sem ætlaði að senda boltann aftur á Howard en dreif ekki. Ekki alveg á sama skala og varnarmistök Carragher en samt sem áður ekkert nema hræðileg varnarvinna.
48. mín
Síðari hálfleikur hafinn hjá Norwich og City en Liverpool er búið að jafna gegn Everton!! Luis Suarez með markið.
46. mín
Inn:Andrew Surman (Norwich) Út:Anthony Pilkington (Norwich)
46. mín
Inn:Wes Hoolahan (Norwich) Út:Bradley Johnson (Norwich)
Tvær skiptingar í hálfleik hjá Norwich sem verða að skora!
45. mín
Andy Carroll var að klúðra sannkölluðu dauðafæri. Hvað var 35 milljón-punda maðurinn að gera?? Downing kom með fullkomna fyrirgjöf og Carroll skallaði framhjá úr þessu algjöra dauðafæri.
45. mín
Er búinn að setja inn myndbönd úr báðum leikjunum. Mistökin hjá Gerrard og mörkin hjá City. Aguero og Tevez eru að ná vel saman.
45. mín
Nú er hálfleikur í báðum leikjum. Manchester City er tveimur mörkum yfir gegn Norwich en leikurinn hefur verið frekar jafn og er munurinn á liðunum einungis gæðamunur á fremstu leikmönnum liðanna.

Leikur Everton og Liverpool hefur verið drepleiðinlegur hingað til en Nikica Jelavic skoraði eina mark hálfleiksins og staðan þar er 1-0 fyrir Everton. Jelavic skoraði eftir hrikaleg varnarmistök Jamie Carragher.
Matt Lovell @Matt_Lovell19

£75m for Carroll, Downing and Henderson has to be the most expensive comedy club ticket ever!
43. mín Gult spjald: Samir Nasri (Man City)
40. mín
Norwich er ekki alveg dottið úr leiknum en Joe Hart er búinn að verja vel frá Grant Holt og Wilbraham á síðustu mínútum. Mancini er ekki sáttur og hvetur sína menn áfram
Wayne Rooney @WayneRooney

Yeeeeeeessssssssss jelavic
30. mín
Liverpool var með völdin á Wembley síðustu tíu mínúturnar en nú er flautað til hálfleiks. Everton búið að verjast vel enda með átta varnarsinnaða leikmenn á vellinum.
Þ. Freyr Friðriksson @Freyzer_

City liðið er ì allt öðrum klassa með Tevez innanborðs. Tapa ekki fleiri stigum þetta seasonið. #fotbolti
27. mín MARK!
Sergio Aguero (Man City)
Sergio Aguero búinn að koma Man City í tveggja marka forystu eftir stórkostlegt samspil við Carlos Tevez. Spilið endaði með frábærri hælsendingu Tevez á Aguero sem kláraði dæmið með frábæru marki.
23. mín
Manchester City búið að taka öll völd á vellinum. Eftir þetta mark frá Tevez virðist bara vera eitt lið á vellinum.
18. mín MARK!
Willy Caballero (Man City)
Carlos Tevez er búinn að koma Manchester City yfir eftir stoðsendingu frá David Silva. Þetta var rosalegt mark! Tevez fékk boltann á hægri kanti og smellti honum í nærhorn marksins. Rosalegt! John Ruddy í marki Norwich hefði þó mátt verja skotið því hann virtist vera mjög vel staðsettur.
15. mín
Markið hjá Jelavic kom eftir hræðileg mistök í vörn Liverpool. Jamie Carragher og Daniel Agger voru í ruglinu. Ég hendi inn myndbandi um leið og ég finn það.
15. mín
Joleon Lescott bjargar frábærlega á línu!! Grant Holt var næstum því búinn að koma Norwich yfir. Þetta verður rosalegur leikur!
10. mín
Jelavic er búinn að koma Everton yfir á Wembley!!!! Þetta er hans fimmta mark í fimm leikjum fyrir Everton, er félagið loksins búið að finna markamaskínuna sem því hefur vantað lengi?
9. mín Gult spjald: Willy Caballero (Man City)
Tevez kominn með gult spjald fyrir leikaraskap eftir að hafa látið sig detta inni í teig Norwich.

Endursýningar sýna þó að þetta hefði átt að vera víti þar sem Ryan Bennett, varnarmaður Norwich, felldi Tevez.
9. mín
David Silva skapar mikinn usla og er John Ruddy í marki Norwich vel á verði til að verja frá honum
7. mín
Fyrsta færi leiksins eiga heimamenn í Norwich! Anthony Pilkington var kominn í gott færi en skaut rétt framhjá.
1. mín
Fyrsta færi leiksins á Wembley er skot frá Martin Skrtel úr fínu færi sem Tim Howard grípur.
1. mín
Liverpool leikurinn er í rólegri kantinum og Leighton Baines er búinn að eiga skot yfir úr aukaspyrnu.

Leikur Norwich og City er hafinn!
Fyrir leik
Ég mun einnig láta vita af stöðu mála í grannaslag Everton og Liverpool í undanúrslitum FA bikarsins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og dómari leiksins er Chris Foy.

Endilega tjáið ykkur um leikinn á Twitter og notið þá hashtagið #fotbolti og þá gæti ég sett sniðug ummæli frá ykkur inn í textalýsinguna.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður bein lýsing á viðureign Norwich og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
13. Willy Caballero (m) ('81)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
8. Samir Nasri ('63)
10. Sergio Aguero
15. Jesús Navas
21. David Silva ('76)
22. Gael Clichy
34. Nigel De Jong

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
2. Micah Richards ('81)
7. James Milner
10. Edin Dzeko
13. Aleksandar Kolarov
35. Stefan Jovetic ('76)
42. Yaya Toure ('63)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Willy Caballero ('9)
Samir Nasri ('43)

Rauð spjöld: