Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
0
3
ÍA
0-1 Albert Hafsteinsson '10
0-2 Darren Lough '27
0-3 Garðar Gunnlaugsson '58
22.08.2016  -  18:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Gamla góða Floridana skiltið segir 27 gráður. Varla færi það nú að ljúga að okkur?
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1243
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Ragnar Bragi Sveinsson
4. Tonci Radovnikovic
7. Arnar Bragi Bergsson ('75)
10. Andrés Már Jóhannesson
11. Víðir Þorvarðarson ('52)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('62)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
16. Emil Ásmundsson
28. Sonni Ragnar Nattestad

Varamenn:
Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
12. Marko Pridigar (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
4. Andri Þór Jónsson
8. Sito ('62)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('75)
20. Alvaro Montejo ('52)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Zoran Daníel Ljubicic
Valur Ingi Johansen

Gul spjöld:
Sonni Ragnar Nattestad ('78)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilegur sigur Skagamanna staðreynd.
90. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
Háskatækling út á væng.
88. mín
Inn:Aron Ingi Kristinsson (ÍA) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
87. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
85. mín
Maaaaagnað spil hjá Fylkismönnum upp allan völlinn, boltinn gekk vel manna á milli en það er bara eins og þegar komið er á síðasta þriðjung vallarins verði menn sjálfkrafa hræddir ef þeir klæðast appelsínugulri treyju. Það er ekki að sjá að Fylkismenn skori mark í þessum leik.

Elvar Geir Magnússon
80. mín
Inn:Andri Geir Alexandersson (ÍA) Út:Ármann Smári Björnsson (ÍA)

78. mín Gult spjald: Sonni Ragnar Nattestad (Fylkir)
77. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (ÍA) Út:Iain James Williamson (ÍA)
75. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Arnar Bragi Bergsson (Fylkir)
Ásgeir Börkur að snúa aftur á Floridana völlinn fyrr en áætlað var. Uppsker mikið lófaklapp úr stúkunni.
71. mín
1243 áhofendur í Lautinni í dag.
70. mín
Löng sending fram á Garðar sem skallar boltann út í teiginn á Tryggva sem snúr vel inn í teig og færir boltann yfir á vinstri fótinn en skotið máttlaust.
69. mín
Skammt stórra högga á milli, Tryggvi sleppur einn í gegn en Ólafur Íshólm kemur vel út á móti og lokar vel.
68. mín
Frááábær fyrirgjöf frá ÞÞÞ á fjærstöngina þar sem Tryggvi kemur á harðaspretti og hamrar boltanum í hliðarnetið, þarna mátti ekki miklu muna að við hefðum fengið að sjá eitt flottasta mark þessa tímabils.
67. mín
Skalli frá Tonci eftir fyrirgjöf Albert en skallinn auðveldur viðureignar fyrir Árna.
65. mín
Fínt spil hjá Fylkismönnum á miðsvæðinu sem endar með því að Sito fær fín skotfæri frá D-boga en skotið beint á Árna í markinu sem handsamar knöttinn.
62. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)

58. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Hallur Flosason
Það fer að verða pínlegt að horfa á þetta.

Skagamenn gjörsamlega sundurspila vörn Fylkis, Tómas Joð og Sonni gjörsamlega út á þekju, Hallur fær boltann inn í teignum og rennir honum út á Garðar Bergmann sem skorar og er nú kominn með 13 mörk í 16 leikjum.
56. mín
Emil Ásmundsson með flott skot rétt framhjá af 25 metra færi, mátti ekki miklu muna að þessi hefði sungið í skeytunum.
55. mín
Skot yfir frá Alberti on the volley úr teignum.
52. mín
Inn:Alvaro Montejo (Fylkir) Út:Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Víðir ekki verið góður svona hreint út sagt.
46. mín
Fylkismenn sækja nú í gagnstæða átt. Líkt og gengur og gerist í fótoboltanum þá skipta lið um vallarhelming í hálfleik.
45. mín
Seinni hálfleikur farinn í gang.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn með tögl og haldir á leiknum. Fáum okkur Floridana safa.
43. mín
Víðir með skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf, munaði ekki miklu þarna.
40. mín
Þessi fótbolti sem liðin eru að bjóða upp á er ekki beint til útflutnings. Skelfilegur vægast sagt.
37. mín
Tryggvi Hrafn með sóðalegan sprett upp völlinn, góðan þ.e.a.s. á svo fyrirgjöf sem fer af Tómasi Joð og á markið en Ólafur Íshólm handsamar boltann.

Elvar Geir Magnússon
30. mín
DAUÐA DAUÐA DAUÐA DAUÐAFÆRI!!!

ÞÞÞ á sprett upp hægri kantinn og rúllar svo sexý bolta fyrir, Sonni, sem fyrr hittir ekki boltann þegar hann reynir að hreinsa frá og má hann, ásamt Fylkismönnum, þakka almættinu fyrir að Garðar Gunnlaugsson hitti ekki boltann aleinn inní teignum. Þarna mátti litlu muna að Fylkir hefðu lent 0-3 undir á heimavelli í fyrri hálfleik.
28. mín
Falldraugurinn svífur hér yfir vötnum, Fylkismenn fara beinustu leið niður með svona áframhaldi.
27. mín MARK!
Darren Lough (ÍA)
0-2 ÍA!!

Úr aukaspyrnunni kemur mark og það er af ódýrari gerðinni, Darren setur hann útfyrir vegginn og boltinn fer undir Ólaf Íshólm. Ansi klaufalegt.
25. mín
Ragnar Bragi brýtur hér klaufalega á sér rétt fyrir framan vítateig, ekki hans besta hugdetta á ferlinum.
19. mín
Arnar Bragi er að taka heljarstökks innköst. Búinn að taka tvö í röð í línu við teiginn og hann leikur sér að því að kasta tvisvar inn í markteiginn. Geggjað að sjá þetta.
17. mín
ÚFF ÞARNA SKALL HURÐ NÆRRI HÆLUM.

Eftir hornspyrnu berst boltinn á fjær þar sem Sonni reynir að pota boltanum inn úr erfiðri stöðu, en þá kemur einhver ljóshærður Skagamaður úr þvögunni og bjargar á línunni, sá þetta ekki nægilega vel en mjög sennilega Ármann.
10. mín MARK!
Albert Hafsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Hallur Flosason
Skagamenn eru komnir yfir!

Frááábær sending hjá Halli inn í miðjan teiginn og Sonni hittir ekki boltann þegar hann ætlar að hreinsa. Albert á ágætis skot á mark, alls ekki fast, en inn fer hann. 0-1 í Lautinni.
7. mín
Eftir algjöra yfirspilun á upphafsmínútunum af hálfu Fylkis eru Skagamenn að komast meira inn í leikinn.
3. mín
Fráááábært spil hjá Fylkismönnum sem endar með því að Ragnar Bragi fær boltann inn í teig en er tekinn niður af Iain Williamson en ekkert dæmt.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!

Fylkismenn í sínum appelsínugulu treyjum sækja í átt að Árbæjarlauginni. ÍA í sínum hvítu treyjum sækja í átt að Esjunni.
Fyrir leik
Skagamenn eru sem stendur tveimur stigum á eftir Stjörnunni í öðru sætinu. Ná ÍA að gera eitthvað stórkostlegt í lok móts?
Fyrir leik
Margmenni í Fylkisstúkunni, glæsilegt að sjá að menn séu ekki búnir að missa trúna í Árbænum.
Fyrir leik
Luka Kostic spáði fyrir um leiki 16.umferðar á Fótbolta.net. Luka er þjálfari Hauka í 1.deildinni.

Fylkir 2 - 2 ÍA
Fylkismenn eru komnir í stöðu sem þeir hafa barist fyrir lengi, að eiga raunhæfa möguleika á að halda sér. Þeir eiga eftir að sækja en það er erfitt að eiga við Skagamenn. Garðar er sjóðandi heitur hjá ÍA og þetta endar 2-2.
Fyrir leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson blaðamaður hjá 365 miðlum.
Þetta fer svona 4-0. Tonci skorar eitt með skalla eftir horn, Albert skorar eitt og svo skorar Andrés Már tvö.
Takið þátt á Twitter, verið með, óvinsælar sem og vinsælar skoðanir fá jafnvel að fljóta hér inn.
Fyrir leik
Liðin eru mætt í upphitun og við fáum að heyra creame of the crop í tónlistarbransanum í dag í bland við klassíkera, það er engin afsökun fyrir því að koma ekki á völlinn, veðrið verður ekki betra, Floridana skiltið sýnir 27 gráður. Ég er ekki langt frá því að kaupa það bara.
Fyrir leik
Margir voru búnir að dæma Fylkismenn niður snemma sumars en upp á síðkastið hafa þeir verið að bíta frá sér, það væri stórkostlegur árángur ef þeir næðu að halda sér uppi eftir arfaslaka frammistöðu í byrjun sumars.

Eins og ég segi, ansi fróðlegur leikur sem getur opnað upp deildina, þá aðallega neðri hlutann að sjálfsögðu.
Fyrir leik
Fyrir nokkrum vikum var fólk farið að tala um að ÍA væri jafnvel að fara að gera atlögu að topp 4 með áframhaldandi spilamennsku. Tapi þeir aftur á móti í dag sogast þeir nær fallsvæðinu og verða einungis 6 stigum á undan Fylki með 18 stig eftir í pottinum.
Fyrir leik
Arnar Bragi Bergsson kemur inn í byrjunarlið Fylkis fyrir Andra Þór Jónsson en að öðru leyti stillir Hermann Hreiðarsson upp sama liði og í 2-1 sigrinum á ÍBV. Andrés Már Jóhannesson fer í bakvörðinn og Arnar Bragi inn á miðjuna.

Ármann Smári Björnsson snýr aftur í lið ÍA eftir meiðsli. Hann kemur inn fyrir Arnór Snæ Guðmundsson sem er farinn í skóla til Bandaríkjanna og spilar ekki meira á tímabilinu.

Guðmundur Böðvar Guðjónsson er í leikbanni og Albert Hafsteinsson kemur inn á miðjuna fyrir hann. Tryggvi Hrafn Haraldsson kemur einnig inn fyrir Ólaf Val Valdimarsson.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli á Akranesi. Þá komust Fylkir yfir snemma leiks en ÍA jafnaði stuttu síðar og þar við sat.

Markaskorarar í þeim leik og jafnframt heitustu menn þessa tímabils hjá báðum liðum voru Garðar Gunnlaugsson og Albert Brynjar Ingason. Garðar er kominn með 12 mörk í 15 leikjum en Albert með 6 í 15, Garðar er lang markahæsti maður deildarinnar, næsti maður á eftir honum er Kristinn Freyr og Tokic með 8 mörk.
Fyrir leik
Ansi áhugaverður leikur ef út í það er farið.

Fylkismenn verið í ágætis stíganda undanfarið. Í síðustu þremur leikjum hafa þeir gert jafntefli við Val og Breiðablik en í síðasta leik unnu þeir sterkan útisigur gegn ÍBV og ríghéldu í líflínuna sína í Pepsi deildinni.

Eftir 5 sigurleiki í röð í júní og júlí hefur Skagamönnum örlítið fatast flugið. Í síðustu þremur leikjum hafa þeir tapað gegn FH og Fjölni en í síðasta leik minntu þeir á sig með 3-0 sigri á Víkingum frá Ólafsvík.
Fyrir leik
Það hefði ég haldið!

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Fylkis og ÍA sem leikinn verður í Árbænum.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson ('80)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Iain James Williamson ('77)
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('88)
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson ('88)
10. Jón Vilhelm Ákason
19. Eggert Kári Karlsson
21. Arnór Sigurðsson ('77)
23. Ásgeir Marteinsson
25. Andri Geir Alexandersson ('80)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Gísli Þór Gíslason
Guðmundur Sigurbjörnsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('90)

Rauð spjöld: