Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
2
Stjarnan
0-1 Garðar Jóhannsson '27
0-2 Garðar Jóhannsson '48 , víti
Atli Sveinn Þórarinsson '58 1-2
19.04.2012  -  11:00
Kórinn
Lengjubikarinn - 8-liða úrslit
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
Matthías Guðmundsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
23. Andri Fannar Stefánsson ('74)

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('33)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Sveinn Þórarinsson ('89)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('47)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og gleðilegt sumar! Hér verður bein textalýsing úr Kórnum frá leik Vals og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla!
Fyrir leik
Upphaflega áttu Valsmenn að mæta ÍA í 8-liða úrslitunum en Skagamenn drógu sig úr keppni þar sem að þeir eru á Spáni í æfingaferð. Víkingur R. átti að taka sæti Skagamanna en í gær kom í ljós að Reynir Leósson var í leikbanni í leik liðsins gegn Stjörnunni í síðustu viku. Garðbæingum var því dæmdur 3-0 sigur og Bjarni Jóhannsson og lærisveinar hans fengu að vita í gær að þeir myndu taka þátt í 8-liða úrslitunum í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
5. mín
Danski framherjinn Kennie Chopart á fyrsta færið fyrir Stjörnuna en Ásgeir Þór Magnússon nær að verja skot hans úr fínu færi.
7. mín
Valsliðinu er stillt upp svona í dag:

Ásgeir Þór
Andri Fannar - Atli Sveinn - Halldór - Matarr Jobe
Haukur Páll - Guðjón Pétur
Matthías - Ásgeir Þór - Hörður
Atli
9. mín
Stjörnumenn spila svona:

Ingvar
Jóhann - Scholz - Daníel - Hörður
Darri Steinn - Baldvin - Atli Jóhanns - Gunnar Örn
Garðar Jó - Kennie Chopart
13. mín
Stjörnumenn eru líklegri í byrjun. Garðar Jóhannsson nær skoti af harðfylgi en Ásgeir ver.
23. mín
Valsmenn eru nálægt því að komast yfir! Ásgeir Þór Ingólfsson fær stungusendingu inn fyrir flata vörn Stjörnunnar. Daníel Laxdal nær að trufla Ásgeir og þrengja skotvinkilinn en Ásgeir nær þrátt fyrir það hörkuskoti sem fer í slána og út. Stjörnuvörnin var komin hátt upp völlinn og þetta minnti á vandræði liðsins í fyrra í varnarleiknum.
27. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Stjörnumenn komast yfir! Eftir langa sendingu inn á teiginn fékk Atli Jóhannsson boltann og hann laumaði honum inn á Garðar Jóhannsson. Markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra lætur ekki bjóða sér svona tækifæri tvisvar og hann smellir boltanum laglega í fjærhornið!
33. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Hörður Sveinsson (Valur)
Hörður lýkur keppni vegna meiðsla....
42. mín
Afar rólegt yfir leiknum þessar mínúturnar
45. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Gunnar Jarl dregur upp fyrsta gula spjaldið. Atli Jóhannsson fer í bókina fyrir brot á Ásgeiri Ingólfssyni.
45. mín
Jarlinn flautar til leikhlés. Stjörnumenn leiða með marki frá Garðari Jóhannssyni en jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
46. mín
Inn:Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan) Út:Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan)
Hilmar kemur inn í vinstri bakvörðinn og Hörður Árnason tekur stöðu Darra á kantinum.
46. mín
Inn:Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, er að stíga upp úr meiðslum og tekur einungis fyrri hálfleikinn í dag!
47. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
48. mín Mark úr víti!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Garðar kemur Stjörnunni í 2-0 með öðru marki sínu í dag. Eftir hornspyrna barst boltinn á fjær þar sem Baldvin Sturluson skaut í hendina á Ásgeiri Ingólfssyni. Gunnar Jarl var ekki lengi að benda á punktinn og Garðar skoraði úr vítaspyrnunni af öryggi.
56. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) Út:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur)
58. mín MARK!
Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Valsarar eru komnir aftur inn í leikinn. Guðjón Pétur Lýðsson á frábæra aukaspyrnu utan af vinstri kanti og boltinn fer beint á varnarjaxlinn Atla Svein Þórarinsson sem er einn og óvaldaður og stýrir boltanum í netið.
69. mín
Stjörnumenn tapa boltanum og Valsmenn komast í stórhættulega skyndisókn. Atli Heimisson og Matthías Guðmundsson komast tveir á móti Jóhanni Laxdal. Atli ákveður að fara sjalfur og Ásgeir ver skot hans sem er beint á markið.
74. mín
Inn:Guðmundur Þór Júlíusson (Valur) Út:Atli Heimisson (Valur)
74. mín
Inn:Brynjar Kristmundsson (Valur) Út:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
74. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
83. mín Gult spjald: Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
86. mín
Inn:Sindri Már Sigurþórsson (Stjarnan) Út:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan)
89. mín Gult spjald: Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
90. mín
Valsmenn sækja meira í leit að jöfnunarmarki en Stjörnumenn gefa engin færi á sér.
90. mín
Leik lokið með 2-1 sigri Stjörnunnar sem mun mæta Fram eða Þór í undanúrslitunum.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('74)
9. Daníel Laxdal ('46)
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
8. Halldór Orri Björnsson
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Garðar Jóhannsson ('83)
Atli Jóhannsson ('45)

Rauð spjöld: