Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Valur
2
1
Stjarnan
0-1 Donna Key Henry '4
Vesna Elísa Smiljkovic '34 1-1
Pála Marie Einarsdóttir '88
Margrét Lára Viðarsdóttir '90 , misnotað víti 1-1
Laufey Björnsdóttir '92 2-1
31.08.2016  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Sól, blíða. 10 stiga hiti og létt gola. Sehr Gut.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
16. Rúna Sif Stefánsdóttir ('66)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic ('54)

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('66)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('54)

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Elísa Viðarsdóttir ('18)
Pála Marie Einarsdóttir ('43)
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('64)

Rauð spjöld:
Pála Marie Einarsdóttir ('88)
Leik lokið!
Vááá. Þetta er búið. Þvílíkur leikur. Ótrúleg skemmtun og Valsarar hleypa aldeilis spennu í mótið sem margir héldu að væri búið. Vááá. Takk fyrir mig. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
92. mín MARK!
Laufey Björnsdóttir (Valur)
VIÐ ERUM AÐ TALA UM LEIK SUMARSINS! Laufey Björnsdóttir lætur vaða af löngu færi og smellhittir boltann þannig að hann syngur í netinu. Þvílíkt mark, þvílíkur leikur. Hlutlausi fréttaritarinn skelfur hér í blaðamannastúkunni.
90. mín Misnotað víti!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
SJITT! Margrét Lára fer á punktinn en skýtur hátt yfir! Þvílík dramatík. Hvað er að gerast hérna?
89. mín
VÍTI! Bríet er að dæma víti. Hlín skýtur boltanum í höndina á varnarmanni Stjörnunnar. Mér sýnist það vera Frisbie. Virðist nokkuð harður dómur séð úr blaðamannastúkunni en Bríet er vel staðsett og hlýtur að vera með þetta.
88. mín Rautt spjald: Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
Pála fær annað gult og þar með rautt fyrir brot á Hörpu. Það er mikill hiti í þessu.
86. mín
Þvílík spenna hér í lokin! Nú er Harpa að gera sig líklega í teignum en Valsarar ná að hreinsa frá. Það er laaaangt síðan ég sá svona spennandi fótboltaleik. Það er alveg á hreinu. Það getur allt gerst hérna. Fáum við sigurmark?
85. mín
Inn:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Stjarnan klárar sína síðustu skiptingu. Sigrún Ella fær síðustu mínúturnar.
81. mín
Málfríður fær tiltal. Þarna var hún heppin. Sparkar Ásgerði niður aftan frá og er stálheppin að sleppa með tiltal. Hún ætti með réttu að vera á leiðinni í sturtu.
80. mín
Þetta er ótrúlegur leikur. Lítið búið að vera í gangi síðasta hálftímann en núna hafa leikmenn sett í fimmta gír og leita að sigurmarkinu. Hvoru megin ætli það detti?
77. mín
Berglind! Hlín finnur Dóru Maríu í teignum. Dóra reynir skot en Berglind ver. Boltinn dettur fyrir Hlín sem nær skoti en aftur ver Berglind. Þarna mátti engu muna.
75. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt utan teigs. Harpa neglir með ristinni og smellhittir boltann sem stefnir á markið en Sandra ver glæsilega.
66. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Valur) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Valur)
Hlín fer á vinstri kantinn fyrir Rúnu Sif sem er búin að vera góð hér í kvöld.
64. mín
Inn:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Donna Key Henry (Stjarnan)
Nú eru báðir markaskorararnir farnir af velli. Bryndís fer í hægri bakvörðinn, Ana inn á miðjuna og María Eva út til vinstri.
64. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Máfríður brýtur þarna illa af sér. Er alltof sein í tæklingu og sparkar Amöndu niður.
57. mín
Það er fjör í þessu. Svolítið um brot hér og þar og hiti í konum.
54. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Málfríður kemur á hægri kantinn fyrir markaskorarann.
51. mín
Valsarar eru í sama gír og í fyrri hálfleik og sjá um sóknarleikinn. Það má samt ekkert gleyma sér. Leikmenn eins og Harpa þurfa ekki nema að sjá markið til að geta refsað fyrir mistök.
49. mín
Það vekur athygli að á meðal varamanna Stjörnunnar í dag er reynsluboltinn Guðný Jónsdóttir. Guðný, sem er fædd 1980, spilaði síðast sumarið 2008.
48. mín
Valur með fyrsta færi síðari hálfleiks. Elísa skallar beint á Berglindi eftir hornspyrnu. Hægri bakvörðurinn hér með sína þriðju marktilraun í leiknum.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Inn:Lára Kristín Pedersen (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Lára kemur inn fyrir Katrínu Ásbjörns í hálfleik. Aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á liðunum. Lára plantar sér beint inn á miðjuna fyrir aftan Maríu og Ásgerði .
45. mín
Lára Kristín Pedersen Stjörnukona er að hita upp í hálfleiknum. Spurning hvort hún sé að koma inná? Stjarnan er að lenda í sjaldséðum vandræðum á miðjusvæðinu þar sem Valsarar hafa haft yfirhöndina og það er verkefni sem Lára Kristín gæti ráðist í.
45. mín
Það er ágætis mæting á völlinn og hér í hálfleiknum má sjá goðsagnirnar Vöndu Sig og Röggu Skúla fara saman yfir gang mála. Einnig eru hér nokkrir Blikar sem eru komnar til landsins eftir farsæla þátttöku í Meistaradeildinni þar sem þær tryggðu sér þátttöku í 32 liða úrslitum. Blikar fá reyndar litla hvíld en þær spila við Fylki á morgun.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og staðan er 1-1 í þessum stórleik. Stjarnan komst yfir snemma í leiknum en Valsliðið hefur verið betra í fyrri hálfleik og verið meira með boltann. Það verður gaman að sjá hvernig liðin mæta stemmd inn í síðari hálfleik. Þetta er ennþá alveg galopið.
44. mín
Harpa reynir skot úr aukaspyrnunni og Sandra þarf að hafa fyrir því að kýla boltann í horn. Ásgerður Stefanía tekur hornið. Hún reynir að snúa boltanum í markið en aftur nær Sandra að kýla boltann í burtu á síðustu stundu.
43. mín Gult spjald: Pála Marie Einarsdóttir (Valur)
Pála skrokkar Maríu löglega áður en hún brýtur á Öglu og nær sér í fjórða spjald sumarsins.
42. mín
Lífsmark hjá Stjörnunni! Donna setur boltann á Hörpu sem stendur af sér varnarmenn Vals og nær skoti að marki. Sandra er hinsvegar komin vel út og nær að verja.
39. mín
Áfram sækir Valur. Margrét Lára setur boltann inn á Rúnu Sif sem geysist upp vinstri kantinn. Flestir bjuggust við fyrirgjöf þarna en Rúna neglir á markið og Berglind má hafa sig alla við að verja skotið. Boltinn fer í horn en Valsarar ná ekki að gera sér mat úr því.
37. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Margrét Lára reynir að skrúfa boltann inn en setur hann yfir. Lítið að frétta hjá Stjörnunni þessa stundina.
34. mín MARK!
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Stoðsending: Rúna Sif Stefánsdóttir
Fyrirgjafirnar bera árangur! Rúna Sif á hér eitraða fyrirgjöf, beint á kollinn á Vesnu sem stýrir boltanum fallega yfir Berglindi. Vesna alls ekki hávöxnust á vellinum en þetta kláraði hún vel með kollinum. 1-1!
29. mín
Áfram halda Valskonur að dæla háum boltum inn á teig og eru að setja þunga pressu á Stjörnuna. Nú endar sókn á því að Mist reynir þrumuskot og neglir Ásgerði Stefaníu niður. Hún þarf aðhlynningu en hristir þetta af sér og heldur áfram leik.

27. mín
Valsarar eru mikið búnar að reyna fyrirgjafir á Margréti Láru sem er nautsterk í teignum. Hún á hér ágæta viðstöðulausa skottilraun eftir háa fyrirgjöf frá systur sinni en setur boltann vel yfir.
25. mín
Lið Stjörnunnar lítur svona út:
Berglind
Ana Cate - Jenna - Amanda - Kristrún
Ásgerður Stefanía - María Eva
Agla - Katrín - Donna
Harpa
21. mín
Leikurinn hefur verið hin mesta skemmtun hingað til. Baráttan í aðalhlutverki en nóg pláss fyrir fín tilþrif líka.
18. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Elísa er búin að vera í svolitlu basli með Donnu hér í upphafi leiks og er búin að brjóta af sér í tvígang. Búin að safna sér fyrir þessu.
17. mín
Lið Vals lítur svona út í kvöld:
Sandra
Elísa - Pála - Arna Sif - Thelma
Mist - Laufey
Vesna - Dóra María - Rúna Sif
Margrét Lára
16. mín
Hætta við mark Stjörnunnar. Dóra María með ágætt vinstri fótarskot sem lekur framhjá stönginni.
12. mín
Dóra María! Nettustu tilþrif í leiknum hingað til. Dóra María fer illa með Ásgerði Stefaníu, lyftir boltanum yfir hana og hleypur framhjá henni. Þetta hefur hún lært af Brasilíudvölinni. Samba.
8. mín
Boltinn berst til Hörpu eftir aukaspyrnu en hún þrumar hátt yfir rétt utan við vítateig.
7. mín
Þetta er blaut tuska framan í Valsara sem höfðu verið grimmari fyrstu mínúturnar.
4. mín MARK!
Donna Key Henry (Stjarnan)
Stoðsending: Harpa Þorsteinsdóttir
Maaark! Stjarnan skorar í sinni fyrstu sókn. Agla nýtir sér mistök Valskvenna á miðjunni og kemur boltanum á Hörpu. Harpa stingur boltanum inn á Donnu sem tekur flott hlaup inn fyrir og klárar snyrtilega framhjá Söndru.
2. mín
Aftur reyna Valsarar langskot. Í þetta skiptið er það Rúna Sif en skot hennar er beint á Berglindi.
1. mín
Leikurinn byrjar fjörlega og hér verður ekkert gefins. Elísa Viðarsdóttir á fyrstu marktilraun leiksins. Hún sér að Berglind er heldur framarlega og reynir að lyfta yfir hana en setur boltann framhjá.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestirnir byrja og leika í átt að Landspítalanum.
Fyrir leik
Styttist í þetta. Liðin eru komin út á völl í fylgd ofurkrúttlegra lukkustúlkna. Toppaðstæður, sól, blíða og létt gola. Þetta gerist ekki mikið betra. Nú má Bríet fara að flauta þetta á!

Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni vann Stjarnan þægilegan 3-0 sigur í leik þar sem að Þórdís Hrönn, Ana Victoria Cate og Harpa Þorsteins skoruðu mörkin. Hvað gerist hér í kvöld?
Fyrir leik
Ólafur Brynjólfsson þjálfari Vals gerir tvær breytingar á liði sínu frá 2-0 sigrinu á FH í síðustu umferð. Þær Pála Marie Einarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir koma inn fyrir Lilju Dögg Valþórsdóttur og Rebekku Sverrisdóttur. Nafni hans Guðbjörnsson hjá Stjörnunni gerir eina breytingu en Katrín Ásbjörnsdóttir kemur inn fyrir Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur sem meiddist illa í 2-1 sigrinum á ÍBV í síðustu umferð.
Fyrir leik
Það er Bríet Bragadóttir sem dæmir leikinn hér á eftir en hún var valin besti dómari fyrri hluta tímabilsins. Henni til aðstoðar verða þeir Skúli Freyr Brynjólfsson og Njáll Trausti Gíslason. Eftirlitsmaður er Eiríkur Helgason og Rúna Kristín Stefánsdóttir er varadómari.
Fyrir leik
Það er mikið undir fyrir bæði lið í kvöld. Stjarnan er með þægilega 5 stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar en það eru enn 5 umferðir eftir og því ekkert svigrúm til að slaka á í stigasöfnuninni ennþá. Eftir brösuga byrjun hafa Valsarar heldur betur verið í stuði og eru nú í 3.sæti deildarinnar. Tveimur stigum á eftir Breiðablik í 2.sæti. Valur tapaði óvænt fyrir ÍBV í þarsíðustu umferð og dróst þar með aftur úr efstu liðum en með sigri í kvöld gætu Valskonur blandað sér aftur í toppbaráttuna.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur Fótbolta.net og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Vals og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
14. Donna Key Henry ('64)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('85)
17. Agla María Albertsdóttir
22. Amanda Frisbie
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('45)

Varamenn:
12. Sabrina Tasselli (m)
6. Lára Kristín Pedersen ('45)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('85)
9. Anna María Björnsdóttir
10. Guðný Jónsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir ('64)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi

Gul spjöld:

Rauð spjöld: