Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
HK
1
1
Haukar
Leifur Andri Leifsson '16 1-0
1-1 Aran Nganpanya '43
12.09.2016  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Jóhannes Karl Guðjónsson
Bjarni Gunnarsson ('64)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
8. Ingimar Elí Hlynsson ('84)
8. Ragnar Leósson
10. Hákon Ingi Jónsson
15. Teitur Pétursson
23. Ágúst Freyr Hallsson

Varamenn:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
11. Ísak Óli Helgason ('64)
18. Fannar Gauti Gissurarson
19. Arian Ari Morina
27. Jökull I Elísabetarson ('84)
28. Kristleifur Þórðarson
30. Reynir Haraldsson

Liðsstjórn:
Dean Martin
Hjörvar Hafliðason
Gunnþór Hermannsson
Árni Guðmundur Traustason
Þjóðólfur Gunnarsson

Gul spjöld:
Leifur Andri Leifsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 jafntefli.
91. mín
Þarna hefði Elton getað stolið þessu!! Frábær stungusending hjá Degi inn á Elton bakvið vörnina en skotið hans rétt yfir markið.
88. mín
Elton með skalla sem Arnar ver.
86. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
85. mín
Inn:Sigurgeir Jónasson (Haukar) Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
85. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Stoppar sókn Hauka.
84. mín
Inn:Jökull I Elísabetarson (HK) Út:Ingimar Elí Hlynsson (HK)
79. mín
Lítið að frétta akkúrat núna, fáum við sigurmark?
71. mín
Dagur Dan í dauuuuðafæri, fær boltann skoppandi inn í teig á flottum stað en hallar sér of mikið aftur og setur boltann klaufalega yfir.
64. mín
Inn:Ísak Óli Helgason (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
61. mín
Fínn sprettur hjá Ágústi, setur boltann út á Ragnar sem tekur skot úr D-boganum, boltinn fer í bakið á Gulla og útaf en Þorvaldur dæmir markspyrnu. Fróðlegt.
59. mín
STÓRSÓKN hjá Haukum.

Fyrst er það Aran sem sleppur einn í gegn á móti Arnari sem ver stórkostlega! Boltinn berst þá út fyrir teig hægra meign á Arnar Aðalgeirs sem á bylmingsskot rétt framhjá.
56. mín
Upp úr þurru kemur sending fyrir frá Ágústi, Guðmundur skallar boltann af fjær og á nær þar sem Bjarni Gunn kemur á fleygiferð en skallar boltann yfir, þetta var gott færi hjá HK, þeir eru vaknaðir vonandi.
55. mín
Ef einhver þekkir til hérna í Kórnum þá væri alls ekki galið að ná í HK-ingana í búningsklefann sinn, þeir hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik.
51. mín
Elton með skot rétt framhjá markinu, Haukarnir koma fáránlega sterkir úr hálfleiksræðunni hjá Luka. HK ekki komist yfir miðju í seinni hálfleik.
50. mín
Arnar Aðalgeirss með skot úr teignum þónokkuð framhjá markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
45. mín
Hálfleikur
Flottur fyrri hálfleikur, nokkuð gegn gangi leiksins að Haukarnir hafi jafnað undir lokin en svona er boltinn bara.
43. mín MARK!
Aran Nganpanya (Haukar)
Eitt orð til að lýsa þessu marki, BILAÐ.

Aran leikur sér að HK-ingum eftir gott samspil og setur boltann svo af krafti í fjærhornið vinstra megin í teginum. Geggjað mark!
40. mín
Þarna mátti ekki miklu muna!!

Elton með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri, frábær skalli í fjærhornið sem Arnar á aldrei séns í en Birkir mættur á hárréttum tíma til að bjarga á línunni.
38. mín
Jói Kalli vinnur boltann vel á miðsvæðinu, geysist upp kantinn og leggur hann svo út á Hákon sem er lengi að fóta sig og skýtur í varnarmann og útaf. Hornspyrna.
36. mín
Aron Jó með skot rétt fyrir utan D-bogann sem strýkur stöngina. En framhjá fór hann.
27. mín
Arnar Freyr grípur fyrirgjöf frá Degi, er fljótur að átta sig og hamrar skuggalega flötum og sexý bolta beint upp á Hákon sem var við það að sleppa einn í gegn en Magnús áttaði sig á hættunni, rauk út og þrumaði boltanum í burtu.
23. mín
HK-ingum neitað um vítaspyrnu. Birgir fær boltann gífurlega augljóslega í höndina eftir að hann skoppaði fyrir framan hann. Það sá þetta hver einasti maður. Birgir ekki með höndina upp við líkamann.
21. mín
Magnús í skógarúthlaupi í markinu, kýlir boltann út í teig og Ragnar með skot rétt framhjá. Færi eftir færi.
20. mín
Nú bíta Haukar frá sér, há fyrirgjöf sem Guðmundur skallar upp í loftið, Dagur Dan kemur á fleygiferð og reynir að stýra erfiðum bolta í hornið en boltinn rétt framhjá!
19. mín
Það er kannski engin Bieber stemming í stúkunni en byrjunin á þessum leik fantafín. Og nei þetta er alls ekki síðasta Bieber tengingin mín í þessari textalýsingu.
16. mín MARK!
Leifur Andri Leifsson (HK)
HK-ingar komnir yfir! Búnir að byrja þennan leik mun betur!

Eftir hornspyrnu barst boltinn út í teiginn þar sem Ragnar á skot, Magnús ver, en Leifur er fyrstur í frákastið og setur boltann í netið af stuttu færi.
14. mín
Hákon Ingi í hættulegu færi en meistaralega bjargað hjá Gulla, nær að komast í boltann á undan Hákoni og setja boltann í horn.
13. mín
Skalli yfir eftir horn hjá Haukum. Skallann átti Gunnlaugur Fannar.
12. mín
Vel spilað hjá HK, skemmtilegt samspil hjá Ágústi og Hákoni sem endar með því að Ágúst setur Hákon í gegn en færið þröngt og skotið fast en í hliðarnetið!
11. mín
Afleit sending frá Alexander sem ætlar að skipta yfir allan völlinn, ekkert heimilisfang og boltinn beint útaf, innkast sem HK á.
8. mín
Haukarnir ekki að ná að fóta sig svona á fyrstu mínútum leiksins, HK-ingar byrja vel aftur á móti.
7. mín
Ágúst með fínan sprett upp vinstri kantinn fyrir HK en svo fer hann í einhverja vonleysu og hleypur með boltann útaf, þetta leit vel út.
3. mín
Óli Jó þjálfari Valsmanna mættur á leikinn, menn í gæslunni ætluðu að stöðva hann að labba í gegnum fjölmiðlastúkuna en Óli sagði þeim að vera alveg rólegir. ,,Þetta er allt í góðu, ég er að skrifa um leikinn."
1. mín
Ágúst Freyr með fyrstu skottilraun leiksins, sá að Magnús var illa staðsettur og lét vaða vel fyrir utan teig í erfiðri stöðu en Magnús í engum vandræðum með skotið.

Fyrir leik
Allir fjórir sigrar HK í deildinni hafa komið í Kórnum, þar hafa þeir einnig gert tvö jafntefli og tapað tveimur.
Fyrir leik
Haukar hafa leikið 9 útileiki í deildinni, unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað 7. Líkurnar eru ekki með þeim í dag ef við horfum á þá tölfræði.
Fyrir leik
Það er fáránlega kalt inni í Kórnum, margar hurðir opnar og verið að taka til eftir Bieber tónleikana sem fram fóru í síðustu viku, svona fyrir þá sem fylgjast ekki með fréttum eða búa í helli.
Fyrir leik
Haukar hafa átt öllu betra gengi að fagna í deildinni og unnu þeir Leikni Reykjavík í síðustu umferð 2-1 á heimavelli. Síðustu þrír leikir hjá Haukum;
vs. Leiknir R 2-1 sigur
vs Keflavík 1-0 tap
vs Leiknir F 1-0 sigur
Fyrir leik
HK vann síðast fótboltaleik 11 ágúst þegar þeir unnu Selfoss á útivelli 3-4. Í kjölfarið fylgdi jafntefli við Fjarðabyggð 0-0 og svo 3 töp, gegn Grindavík, KA og nú síðast Fram.
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar fór 1-1 á Ásvöllum.
Fyrir leik
Þessi leikur skiptir nánast engu máli fyrir Hauka, en fyrir HK skiptir hann öllu máli.

Haukar eru í 6.sæti með 26 stig en HK-ingar eru í 10.sæti með 18 stig, stigi fyrir ofan fallsæti.
Fyrir leik
Komiði sæl.

Hér fer fram bein textalýsing frá leik HK og Hauka í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
30. Magnús Kristófer Anderson (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson ('86)
13. Aran Nganpanya
16. Birgir Magnús Birgisson ('45)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson ('85)
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
23. Dagur Dan Þórhallsson

Varamenn:
1. Terrance William Dieterich (m)
Zlatko Krickic
2. Sindri Hrafn Jónsson
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
8. Hákon Ívar Ólafsson ('45)
10. Daði Snær Ingason ('86)
12. Gunnar Jökull Johns
19. Sigurgeir Jónasson ('85)
30. Torfi Karl Ólafsson

Liðsstjórn:
Luca Lúkas Kostic (Þ)
Þórhallur Dan Jóhannsson
Elís Fannar Hafsteinsson
Einar Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: