Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Barcelona
2
2
Chelsea
Sergio Busquets '35 1-0
John Terry '37
Andres Iniesta '44 2-0
2-1 Ramires '45
2-2 Radamel Falcao '90
24.04.2012  -  18:45
Camp Nou
Meistaradeild Evrópu - Undanúrslit
Dómari: Cüneyt Cakir
Byrjunarlið:
1. Victor Valdes (m)
3. Gerard Pique ('26)
4. Cesc Fabregas ('74)
5. Carles Puyol
6. Xavi
8. Andres Iniesta
9. Alexis Sanchez
10. Lionel Messi
14. Javier Mascherano
16. Sergio Busquets
39. Isaac Cuenca ('68)

Varamenn:
2. Daniel Alves ('26)
11. Thiago
13. Jose Pinto (m)
15. Seydou Keita ('74)
17. Pedro
21. Adriano
37. Cristian Tello ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andres Iniesta ('50)
Lionel Messi ('71)

Rauð spjöld:
90. mín
Þetta eru svo sannarlega óvænt úrslit! Ótrúlegur leikur! Chelsea spilar til úrslita í München.
Leik lokið!
90. mín MARK!
Radamel Falcao (Chelsea)
TORRES SKORAR!!!!CHELSEA ER Á LEIÐ Í ÚRSLITALEIKINN!!
89. mín
Mascherano með fast skot á markið en Cech ver!!
88. mín
Lítið eftir...Barcelona bara í sókn.
88. mín Gult spjald: Andre Schurrle (Chelsea)
83. mín
MESSI MEÐ SKOT Í STÖNGINA!! Þvílikt og annað eins..Cech setti fingurgómana í boltann.
82. mín
Barcelona skorar, en markið dæmt af vegna rangstæðu!
80. mín
Tíu mínútur eftir og Barcelona þarf mark..
80. mín
Inn:Radamel Falcao (Chelsea) Út:Didier Drogba (Chelsea)
Hannes Skúlason:
Hvar er Messi?? #fotbolti
77. mín
Busquets í góðu skotfæri við vítateiginn en skotið hátt yfir.
74. mín
Inn:Seydou Keita (Barcelona) Út:Cesc Fabregas (Barcelona)
72. mín Gult spjald: Frank Lampard (Chelsea)
71. mín Gult spjald: Lionel Messi (Barcelona)
69. mín
Áhorfendur baula á Drogba sem liggur í jörðinni. Dómarinn stöðvaði leikinn.
68. mín
Frábær sending frá Lampard á Kalou en sá er ekki nógu grimmur og Börsungar hreinsa.
68. mín
Inn:Cristian Tello (Barcelona) Út:Isaac Cuenca (Barcelona)
67. mín
Allir leikmenn á vellinum á vallarhelming Chelsea. Eitthvað sem við höfum séð nokkuð oft í leiknum.
64. mín
Og þarna hefði Ivanovic geta skorað fyrir Chelsea!! Lampard með hornspyrnuna beint á kollinn á miðverðinum sem misreiknar sig úr góðu færi og skallinn slakur.
64. mín
Drogba sækir hornspyrnu..
62. mín
Petr Cech bjargar enn og aftur fyrir Chelsea!! Hann er einn gegn Isaac Cuenca og lokar rammanum.
60. mín
Þegar klukkutími er liðinn af leiknum hefur Barcelona verið mikið meira með boltann eða 73%.
59. mín Gult spjald: Petr Cech (Chelsea)
Markvörðurinn fær gult fyrir að tefja.
58. mín
Inn:Nemanja Matic (Chelsea) Út:Juan Mata (Chelsea)
Önnur skipting hjá Chelsea.
56. mín
Didier Drogba reynir ævintýralegt skot frá miðju. Skotið er alls ekki slæmt og þarf Valdes að hafa sig allan við.
Bjarki Eiríksson:
Messi er þá mennskur eftir allt... #fotbolti #gottfyrirleikinn
54. mín
Sanchez skallar knöttinn framhjá markinu úr góðu færi.
50. mín Gult spjald: Andres Iniesta (Barcelona)
50. mín Gult spjald: Branislav Ivanovic (Chelsea)
Í banni ef Chelsea kemst í úrslitaleikinn.
49. mín
LIONEL MESSI KLIKKAR!! Setur boltann í slánna!!
48. mín
Vítaspyrna fyrir Barcelona!!! Brotið á Cesc Fabregas inn í teig, línudómarinn sá þetta. Messi fer á punktinn....
47. mín
Iniesta í færi en varnarmenn Chelsea kasta sér fyrir skot hans.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Sindri Sigurjónsson:
Þvílík sending hjá Lampard og rosaleg afgreiðsla hjá Ramires ! #CL #fotbolti
Kristinn Johannesson:
Vill John Terry ekki verða Evrópumeistari? #fotbolti #stönginút
Magnús Þór Jónsson:
Enn ein sönnun á réttmæti aðstoðardómarans við markið. Hann sá ruddabrotið einn samkvæmt Sky. #fótbolti
45. mín
Hálfleikur
Terry var semsagt rekinn af velli fyrir að sparka í bakið á Alexis Sanchez með hnénu. Virkilega heimskulegt!
45. mín
Hálfleikur!
Já nú gefst smá tími til að ná andanum. Þetta er ruglaður leikur! Samanlagt er staðan 2-2 en Chelsea færi áfram með útivallarmarkinu. Við eigum von á svakalegum seinni hálfleik!
45. mín MARK!
Ramires (Chelsea)
ÞVÍLÍKUR LEIKUR!! Chelsea skorar útivallarmarkið og færi í úrslitaleikinn ef þetta verður niðurstaðan. Ramires er sloppinn í gegn og vippar yfir Valdes. Ótrúlega vel gert hjá Brassanum.
44. mín Gult spjald: Ramires (Chelsea)
44. mín MARK!
Andres Iniesta (Barcelona)
Messi með stungusendinguna á Iniesta sem setur boltann í netið!!!
37. mín Rautt spjald: John Terry (Chelsea)
Hvað er að gerast hérna??? John Terry sendur í sturtu og Chelsea einum leikmanni færri! Ég verð að sjá þetta aðeins betur til að geta sagt um hvað gerðist en hann var eitthvað að atast í leikmanni sem lá á jörðinni.
35. mín MARK!
Sergio Busquets (Barcelona)
Það hlaut að koma að þessu! Yfirburðir Barcelona að skila sér, Isaac Cuenca með sendingu fyrir markið og þar er Sergio Busquets mættur og skorar. Nú er staðan jöfn!
32. mín Gult spjald: John Obi Mikel (Chelsea)
30. mín
Hornspyrna Barcelona. Þeir taka það stutt og Iniesta fær boltann langt fyrir utan teig og reynir skot. Það er slakt og langt framhjá.
26. mín
Inn:Daniel Alves (Barcelona) Út:Gerard Pique (Barcelona)
Búið spil hjá Pique. Fékk mikið höfuðhögg í árekstrinum við Valdes. Daniel Alves kemur í hans stað.
25. mín
Drogba að láta til sín taka. Kemst framhjá Pique og er einn á móti Valdes. Færið er þó þröngt og Drogba setur boltann í hliðarnetið.
24. mín
Börsungar reyna nokkuð oft að spila sig í gegnum vörn Chelsea með þríhyrningaspili við vítateiginn.
23. mín
Drogba stendur með bakið að markinu en reynir samt skot en það fer hátt yfir.
22. mín
Javier Mascherano með hörkuskot af löngu færi rétt yfir markið.
19. mín
ÓTRÚLEG MARKVARSLA HJÁ CECH!! Messi er sloppinn í gegn en Cech sér meistaralega við honum!
16. mín
Þriggja manna árekstur. Löng sending á Didier Drogba og Gerard Pique eltir hann, Victor Valdes kemur út úr markinu og lendir á þeim báðum. Valdes og Pique liggja eftir en geta þó haldið áfram.
14. mín
Ef þið hafið eitthvað skemmtilegt að segja um leikinn endilega hendið því á Twitter með hashtaggið #fotbolti
12. mín
Inn:Jose Bosingwa (Chelsea) Út:Gary Cahill (Chelsea)
Nú kemur skiptingin.
10. mín
Úff þarna mátti ekki miklu muna. Andres Iniesta með lúmska fyrirgjöf en Ashley Cole hreinsar nánast frá marklínu.
9. mín
Þetta er athyglisvert. Akkurat þegar Bosingwa átti að koma inná neitar Cahill að fara af velli. Hann ætlar að bíta á jaxlinn.
6. mín
Jose Bosingwa er að gera sig kláran fyrir skiptingu. Virðist sem Cahill geti ekki haldið áfram.
5. mín
Alexis Sachez reynirfær góða sendingu inn fyrir en ekkert varð úr því. Gary Cahill varð þó fyrir einhverju hnjaski og þarf á aðhlynningu að halda.
3. mín
Lionel Messi strax kominn í gott færi! Fær sendingu inn fyrir vörnina en skot hans fer framhjá. Börsungar byrja betur.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Chelsea byrjar með boltann.
Fyrir leik
Jæja liðin eru mætt á völlinn, leikmenn takast í hendur og allt fer að verða klárt.
Fyrir leik
Barcelona mun þó leggja allt í sölurnar og teflir fram sókndjörfu liði. Gerard Pique kemur í vörnina og hinn ungi Isaac Cuenca kemur inn fyrir Daniel Alves.
Fyrir leik
Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, teflir fram sama byrjunarliði og úr fyrri leiknum á Stamford Bridge. Þar hafði Chelsea betur 1-0 og er í ákjósanlegri stöðu.
Fyrir leik
15 mínútur í leik. Byrjunarliðin eru komin í hús sem sjá má hér til hliðar.
Fyrir leik
Það er gríðarlega mikið undir því sá sem stendur uppi sem sigurvegari mun leika til úrslita á Allianz Arena í München þann 19 maí.
Fyrir leik
Hjartanlega velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu í leik Barcelona og Chelsea í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Branislav Ivanovic
3. Ashley Cole
7. Ramires
8. Frank Lampard
10. Juan Mata ('58)
11. Didier Drogba ('80)
12. John Obi Mikel
14. Andre Schurrle
24. Gary Cahill ('12)
26. John Terry

Varamenn:
13. Thibaut Courtois (m)
5. Kurt Zouma
9. Radamel Falcao ('80)
15. Mohamed Salah
17. Jose Bosingwa ('12)
21. Nemanja Matic ('58)
22. Willian

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
John Obi Mikel ('32)
Ramires ('44)
Branislav Ivanovic ('50)
Petr Cech ('59)
Frank Lampard ('72)
Andre Schurrle ('88)

Rauð spjöld:
John Terry ('37)