Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Real Madrid
2
1
FC Bayern
Cristiano Ronaldo '6 , víti 1-0
Cristiano Ronaldo '14 2-0
2-1 Arjen Robben '27 , víti
25.04.2012  -  18:45
Santiago Bernabeu
Meistaradeild Evrópu
Dómari: Viktor Kassal
Byrjunarlið:
1. Iker Casillas (m)
3. Pepe
4. Sergio Ramos
6. Sami Khedira
7. Cristiano Ronaldo
9. Karim Benzema ('105)
10. Mesut Özil ('110)
12. Marcelo
14. Xabi Alonso
17. Alvaro Arbeola
22. Angel Di Maria ('75)

Varamenn:
13. Antonio Adan (m)
5. Fabio Coentrao
15. Daniel Carvajal
18. Gareth Bale ('110)
20. Gonzalo Higuain ('105)
21. Morata
24. Asier Illarramendi ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alvaro Arbeola ('60)
Gareth Bale ('115)

Rauð spjöld:
120. mín
Takk kærlega fyrir mig í kvöld, þetta var ævintýralegur leikur og frábær skemmtun. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppninni þar sem FC Bayern hafði betur, ótrúlegustu menn klúðruðu spyrnunum sínum.
120. mín
BASTIAN SCHWEINSTEIGER SKORAR! FC BAYERN Í ÚRSLITALEIKINN OG ÞAÐ Á HEIMAVELLI!
120. mín
Sergio Ramos þrumar boltanum lengst yfir!!
120. mín
CASILLAS VER FRÁ PHILIPP LAHM!
120. mín
Xabi skorar fyrir REAL!!!
120. mín
IKER CASILLAS VER FRÁ TONI KROOS
120. mín
MANUEL NEUER VER AFTUR, NÚNA FRÁ KAKA!
120. mín
Bayern 2-0 Real
Mario Gomez skorar örugglega í vinstra hornið!
120. mín
Cristiano Ronaldo lætur Manuel Neuer verja frá sér!
120. mín
David Alaba skorar úr fyrstu spyrnu fyrir Bayern!
120. mín
Leikurinn fer í vítaspyrnukeppni!!
120. mín
Boateng fer haltrandi af velli.
118. mín
Þvílíkur sprettur hjá Marcelo! Sólaði hvern leikmanninn á fætur öðrum áður en hann sendi boltann á Ronaldo. Það var þó dæmd rangstaða, rétt áður en Ronaldo kom á ferðinni og kláraði færið vel.
115. mín
Granero reyndi að fiska vítaspyrnu þarna!! Neuer kom aðeins í bakið á honum og truflaði hann, en hefði verið hart að gefa vítaspyrnu. Réttur dómur hjá Kassai að mínu mati. Granero fær gult fyrir leikaraskap.
115. mín Gult spjald: Gareth Bale (Real Madrid)
113. mín
Kaka virðist þreyttari en allir á vellinum, en samt kom hann inn á fyrir Di Maria á 75. mínútu...
112. mín
Ekki veit ég hvað Kaka var að spá þarna. Fékk boltann inni í teig, hafði nokkra möguleika en nýtti engan.
110. mín
Inn:Gareth Bale (Real Madrid) Út:Mesut Özil (Real Madrid)
108. mín
Ronaldo með skot vel framhjá markinu! Hann er haltrandi og það er áhyggjuefni fyrir Jose Mourinho.
106. mín
Seinni hálfleikur kominn í gang!
105. mín
Inn:Gonzalo Higuain (Real Madrid) Út:Karim Benzema (Real Madrid)
105. mín
Ronaldo verið virkilega slappur í framlengingunni og síðari hlutann af síðari hálfleik, hann virðist vera orkulaus. Það er spurning hvað hann gerir í seinni hálfleik núna, en Madrídingar þurfa á honum að halda ef að leikurinn fer í vítaspyrnukeppni.
105. mín
Hálfleikur á framlengingu:
102. mín Gult spjald: Luiz Gustavo (FC Bayern)
Gustavo missir af úrslitaleiknum ef að Bayern kemst þangað. Það er ljóst, þetta var bara tímaspursmál.
99. mín
Pepe stórhættulegur í sóknarleiknum! Náði góðri sendingu á Ronaldo, en hann missti boltann frá sér.
95. mín
Inn:Thomas Müller (FC Bayern) Út:Franck Ribery (FC Bayern)
91. mín
Framlenging byrjuð!
90. mín
Ronaldo með síðasta skotið eftir venjulegan leiktíma. Framlenging framundan og staðan er 3-3 samanlagt. Þrjátíu mínútur af knattspyrnuleik eftir og svo mögulega vítaspyrnukeppni!
90. mín Gult spjald: Arjen Robben (FC Bayern)
Kjaftbrúk. Marcelo braut á honum, en ekkert dæmt og hafði hann sitt að segja um málið.
88. mín
Pepe dramatískur! Ribery reyndi að komast framhjá honum, en portúgalski varnarmaðurinn féll til jarðar. Svo rúllaði hann sér í nokkra hringi og sakaði franska leikmanninn um að hafa stigið á sig, viðbrögðin skrautleg.
85. mín
Gomez í dauðafæri!! Alaba fann Robben inni í teig, hann fann Gomez sem var einn gegn Casillas, en hann var lengi að athafna sig og klúðraði færinu á endanum!
78. mín
Benzema fór þarna virkilega illa með Badstuber! Fékk langa sendingu frá Khedira og stakk sér inn fyrir Badstuber, en honum tókst þó ekki að finna samherja inni í teignum.
75. mín
Vinsælasti íþróttamaðurinn á Twitter, Kaka, kemur inn á í stað Angel Di Maria sem hefur verið svolítið týndur í síðari hálfleiknum.
75. mín
Inn:Asier Illarramendi (Real Madrid) Út:Angel Di Maria (Real Madrid)
71. mín
Dómarinn dæmir aukaspyrnu á Gustavo rétt fyrir utan teig, en í endursýningu þá sést hann fara beint í boltann. Ef hann dæmdi á annað borð, var það þá ekki gult spjald, þetta var fjórða eða fimmta brot Gustavo í kvöld. Furðuleg ákvörðun hjá dómaranum.
70. mín
Ronaldo með sendingu út á Benzema, hann er rétt fyrir utan teiginn en skot hans er slakt og yfir markið.
68. mín
Luiz Gustavo er korteri frá gulu spjaldi, hann má ekki við því, þar sem hann missir af úrslitaleiknum ef hann fær gult í kvöld!
66. mín
Robben tók á skarið þarna og sólaði Pepe. Casillas var hinsvegar búinn að fleygja sér í þetta þar sem hollenski vængmaðurinn missti boltann aðeins of langt frá sér, engu að síður góð tilraun.
66. mín
Gomez með skalla framhjá markinu eftir aukaspyrnu, lítil hætta í þessu.
64. mín
Öllu rólegri byrjun á síðari hálfleiknum en þeim fyrri. Skemmtunin heldur hinsvegar áfram ef ekkert mark verður skorað á næsta hálftímanum.
60. mín Gult spjald: Alvaro Arbeola (Real Madrid)
57. mín
Gomez með slakt skot á Casillas! Hann er ekki að finna sig í kvöld, þýski framherjinn, hefur oft áður verið betri.
56. mín
Mest lítið að gerast þessa stundina. Bæði lið að reyna að skapa sér færi, en gengur erfiðlega.
48. mín
Gomez með góðan skalla! Philipp Lahm með góða fyrirgjöf og Gomez skallar boltann rétt framhjá markinu!
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Ronaldo kominn með tíu mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni, þegar horft er á vítaspyrnudóminn fyrsta aftur þá er gula spjaldið fullgróft. Lítið sem Alaba gat gert þar, en hvort hann lét eitthvað út úr sér er annað mál.
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Start.
Big game ROBBEN! #Whataman
Viktor Örn Guðmundsson, leikmaður FH.
Þessi fyrri hálfleikur var ein með öllu plús kartöflusalat #standandiFiesta
Tómas Þór Þórðarson, blaðamaður hjá DV.
Þessa hendi sá Kassai ekki. Þvílíkar 45 mínútur samt. Allt sem draslið í gær var ekki.
45. mín
Casillas ver spyrnu Robben! Góð spyrna, alveg út í hornið en spænski markvörðurinn sá við honum og flautað er til hálfleiks!
45. mín
Robben fiskar aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Pepe enn og aftur að flækjast fyrir!
42. mín
Skemmtileg útfærsla. Robben tók innkast snöggt, sem var í raun stungusending á Gomez, en góð varnarvinna frá Pepe að þessu sinni!
Garðar Ingi Leifsson:
Fullt hús af þýskum rasshausum gerir þennan leik betri!
37. mín
Ronaldo tók aukaspyrnu þarna utan af velli! Frekar slök spyrna og vantaði allan kraft í hana. Við höfum séð þær betri frá þessum dreng.
34. mín
Bæjarar fengu tvö færi í röð þarna! Mario Gomez fékk boltann inn fyrir, en skot hans fór beint á Casillas. Hann fékk svo annað tækifæri í sömu sókn, en honum er eitthvað að takast illa að koma honum inn!
33. mín
Það er ljóst að við þurfum annað mark í þennan leik til að ráða um hvort lið haldi í úrslitaleikinn. Já eða þá vítaspyrnukeppni og með því.
Aron Gunnarsson, leikmaður Cardiff:
Always been a pen.. Pepe u silly man
31. mín
Benzema með gott skot! Fékk boltann úti á vinstri vængnum, keyrði inn og skrúfaði boltann á fjærhornið en boltinn rétt framhjá.
28. mín
Robben setur þetta víti í vinstra hornið. Casillas var í boltanum, en það var ekki nóg og hann strauk stöngina og inn! Game On!
27. mín Mark úr víti!
Arjen Robben (FC Bayern)
27. mín
Hrikalega vitlaust af Pepe, eins og oft áður..
27. mín
VÍTI! Pepe braut á Mario Gomez innan teigs, þvílíkur leikur! Pepe fær gult spjald!
25. mín
Mikil pressa frá Real um þessar mundir, leikmenn liðsins vilja klára þá sem fyrst og það hljóðlaust.
20. mín
Bayern að sækja í sig veðrið. Áttu hornspyrnu, en enginn tók á skarið og þeir voru of lengi að þessu.
Egill Einarsson, einkaþjálfari og athafnamaður:
BigGameRon! KO
14. mín
Vörn Bayern sofandi!! Mesut Özil fær boltann fyrir utan teig, leggur hann inn í teig á Ronaldo sem var einn á auðum sjó og skoraði örugglega framhjá Neuer. Hann stendur undir nafni í kvöld, Big Game Ron.
14. mín MARK!
Cristiano Ronaldo (Real Madrid)
12. mín
Gomez með hörkuskot! Hann tók gott skot fyrir utan teig sem Casillas varði út, Ribery nálægt því að pota honum inn í frákastinu ef við notum smá körfuboltatag á þetta.
8. mín
Leikurinn byrjar eins og áhorfendur voru að búast við!
7. mín
ÞVÍLÍKUR SPRETTUR HJÁ ALABA! Hann keyrði framhjá öllum, hljóp fram hjá miðju og varnarmönnum Madrídinga og fyrirgjöfin var frábær, en Arjen Robben setur boltann yfir úr ákjósanlegu færi!
6. mín Gult spjald: David Alaba (FC Bayern)
6. mín
Hann setti boltann örugglega í hægra hornið úr spyrnunni, þetta var yfirvegun eins og hún gerist best.
6. mín Mark úr víti!
Cristiano Ronaldo (Real Madrid)
5. mín
Ekki bara það. Ef Bayern fer áfram þá missir Alaba af úrslitaleiknum.
5. mín
VÍTI Á DAVID ALABA! Angel Di Maria fékk boltann á lofti inni í teig, hann þrumaði í hönd Alaba og dómarinn dæmdi víti!
3. mín
Angel Di Maria keyrði þarna upp hægri vænginn áður en hann lagði boltann í teiginn á Sami Khedira, en skot hans slakt og Manuel Neuer varði frá honum!
1. mín
Leikurinn er hafinn!!
Fyrir leik
Það er allt til reiðu. Það er verið að spila Meistaradeildarlagið, og margir sennilegast að fá hrollinn núna.
Guðmundur Tómas:
Spái að Bayern fari áfram þetta verður 2-1, Ronaldo, Ronaldo, Gomez. Nauer slátrar svo vítaspyrnukeppninni. Bayern-Chelsea final! #fotbolti
Gunnar Gylfason:
Real og Bayern fer 1-1 Cronaldo og Robben með mörkin, Bayern fer áfram til að tapa vs #CFC #fotbolti #erhálfatvinnumaður
Fyrir leik
Mario Gomez með skemmtilega tölfræði. Bayern hefur unnið alla leiki þar sem hann hefur skorað á þessu tímabili, 23 leikir. Madrídingar eru því að vona að hann skili ekki knettinum í netið.
Fyrir leik
Rétt um tíu mínútur í flautuna. Þetta verður svakalegur leikur, vonandi verður sóknarleikurinn ekki vonbrigði í kvöld. Það má svo vel vera að ég hafi jinxað leikinn í heild sinni nú rétt í þessu, vonum ekki!
Andri Eysteinsson:
Mín spá RMFC 2-1 FCB Özil,Higuain og Robben Bayern tekur þetta svo í vító #ronaldoklikkar #fotbolti #championsleague
Óttar Steingrímsson:
Spái að Bayern far áfram þrátt fyrir 3-2 tap, Bastian og Robben setja hann, Benzema, Ramos og Ronaldo fyrir Madrid #fotbolti #aframbayern
Guðmundur Magnússon, leikmaður Víkings Ó.
Koma svo Real! Cronaldo med 2, leikurinn fer 3-1.... #veisla
Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is
BIG GAME RON TIME!
Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport.
Santiago Bernabéu er staðurinn, Real Madrid vs FC Bayern er leikurinn, 18:45 er tíminn. #ChampionsLeague #semis
Fyrir leik
Endilega keyrið ykkar skoðun í gang, hashtag #fotbolti á Twitter. Þín færsla gæti verið birt!
Fyrir leik
Rétt er um hálftími í leik. Ég veit ekki hvernig maður ætti að spá þessu, en ég tippa á að þetta verði 2-0 sigur Madrídinga. Eitthvað segir mér að þeir komi sér í úrslitin, hafa átt ágætis viku til þessa. Cristiano Ronaldo og Karim Benzema með mörkin!
Fyrir leik
Byrjunarlið og bekkir beggja liða hér til hliðar!
Fyrir leik
Ljóst er að eitt mark dugir Real Madrid í kvöld, en það verður fróðlegt að fylgjast með leiknum enda spila bæði lið frábæran sóknarleik.
Fyrir leik
Bayern vann Real Madrid í fyrri leik liðanna á Allianz-Arena með tveimur mörkum gegn einu. Mario Gomez og Franck Ribery skoruðu mörk þýska liðsins, en Mesut Özil mark Madrídinga.
Fyrir leik
Chelsea komst í gær í úrslitaleikinn sem fer einmitt fram í Munchen, en liðið lagði Barcelona samanlagt 3-2. Börsungar náðu tveggja marka forystu í gær, en Ramires og Fernando Torres sáu til þess að spænska stórveldið kæmist ekki mikið lengra.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu af leik Real Madrid og FC Bayern í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Byrjunarlið:
1. Manuel Neuer (m)
7. Franck Ribery ('95)
10. Arjen Robben
17. Jerome Boateng
21. Philipp Lahm
27. David Alaba
28. Holger Badstuber
30. Luiz Gustavo
31. Bastian Schweinsteiger
33. Mario Gomez
39. Toni Kroos

Varamenn:
22. Tom Starke (m)
4. Dante
13. Rafinha
23. Danijel Pranji
25. Thomas Müller ('95)
26. Diego Contendo
44. Anatoliy Tymoshchuk

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
David Alaba ('6)
Arjen Robben ('90)
Luiz Gustavo ('102)

Rauð spjöld: