ÍBV
1
2
Stjarnan
0-1 Guðjón Baldvinsson '19
Aron Bjarnason '61 1-1
Avni Pepa '72 , sjálfsmark 1-2
16.09.2016  -  16:45
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 403
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Ólafsson ('78)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason (f)
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed ('82)
7. Aron Bjarnason
15. Devon Már Griffin
19. Simon Smidt ('64)
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
25. Albert Sævarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
9. Mikkel Maigaard ('78)
14. Jonathan Patrick Barden ('82)
18. Sören Andreasen
27. Elvar Ingi Vignisson ('64)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs
Alfreð Elías Jóhannsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Hjalti Kristjánsson
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('64)
Jonathan Patrick Barden ('90)
Mikkel Maigaard ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan vinnur í Vestmannaeyjum og heldur sér í baráttunni um Evrópusætið. Eyjamenn sita eftir með sárt ennið og eru enn í mikilli fallhættu.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
Gunnar Heiðar er sloppinn í gegn eftir sendingu frá Devoni... en rangstaða dæmd! Þetta var nú ansi tæpt verður að segjast.
90. mín Gult spjald: Mikkel Maigaard (ÍBV)
90. mín Gult spjald: Jonathan Patrick Barden (ÍBV)
90. mín
Hornspyrna hjá ÍBV...
88. mín
Inn:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
87. mín
Reynir skot í markmannshornið sem Guðjón rétt nær að verja í horn.
86. mín
Brot dæmt á Stjörnuna rétt fyrir utan vítateig. Hér er sko færi fyrir ÍBV.
84. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
82. mín
Inn:Jonathan Patrick Barden (ÍBV) Út:Pablo Punyed (ÍBV)
81. mín
Góð fyrirgjöf frá vinstri en Mikkel skallar vel framhjá.
78. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
74. mín
Þrátt fyrir mikla yfirburði ÍBV í seinni hálfleik eru þeir undir þegar einungis korter lifir leiks. Er Stjarnan að fara að taka öll 3 stgin?
72. mín SJÁLFSMARK!
Avni Pepa (ÍBV)
Þvílík óheppni! Guðjón Baldvins sleppur í gegn og reynir skot en Avni Pepa þvælist fyrir, fær boltann í löppina og Halldór Páll getur ekkert gert enda farinn í hitt hornið!
69. mín
ARON BJARNASON Í DAUÐAFÆRI! Ótrúlegt að ÍBV se bara búið að setja eitt mark í þessum leik. Geggjað hlaup frá Devoni, boltinn fyrir og þar þarf Aron bara að hitta á rammann sem hann gerir ekki!
64. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV) Út:Simon Smidt (ÍBV)
Uxinn er að koma inná. Simon átt erfitt uppdráttar í dag og Elvar Ingi kemur inn og vonast til að setja mark sitt á leikinn.
64. mín Gult spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Léleg tækling, virkilega léleg. Var einungis að stoppa Stjörnusókn.
61. mín MARK!
Aron Bjarnason (ÍBV)
MAAAARK! ÍBV er búið að jafna og ekkert smá mark! Skorar beint Úr hornspyrnu! Spurning með Guðjón í markinu en ekkert tekið af Aroni þetta var virkilega gott skot!
54. mín
Guðjón Baldvinsson í ágætis færi en heldur þröngt og skot hans úr þröngu færi fer framhjá.
50. mín
Veit ekki hvað Erlendur er að hugsa með að dæma markspyrnu. Klárt mál að Guðjón Orri slær skalla Simons yfir.
47. mín
Simon Smidt í enn einu dauðafærinu! Frábær sprettur hjá Aroni, kemst upp að endamörkum og leggur hann út í teiginn. Þar er Simon aleinn og þarf ekkert að gera nema stýra boltanum á markið en aftur skýtur hann framhjá!
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
45. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stöðvar skyndisókn. Eyjamenn ekki sáttir með að hafa ekki fengið að halda áfram þar sem þeir héldu boltanum.
45. mín
Ef þetta er ekki í þriðja sinn sem Simon fær boltann eftir sendingu frá Aron. Í þetta sinn var þetta dauðafæri en innanfótarskot Simon rétt framhjá.
44. mín
Aftur komast Eyjamenn upp hægri kantinn, Aron skiptir yfir á Simon en léleg snerting og jafnléleg sending inn á teiginn og ekkert verður úr þessu.
42. mín
Andri fer í bókina fyrir brot þegar Stjarnan ætlaði í skyndisókn.
41. mín
Góð sending frá Devon upp kantinn á Aron sem fer framhjá bakverðinum en Guðjón Orri kemur út og er síðan með frábæra vörslu, þvílík viðbrögð að ná að slá þennan yfir.
39. mín
Frábær skyndisókn hjá ÍBV. Gunnar heldur boltanum vel sendir síðan á frían Simon úti á kanti en hann er með lélega fyrstu snertingu og skýtur fyrst í varnarmann og síðan yfir mrkaið i frákastinu.
38. mín
Halldór Orri með gott skot fyrir utan teig en nafni hans í marki ÍBV slær þennan út, tekur enga sénsa.
35. mín
Boltinn dettur fyrir Pablo sem er með lélegt skot, allt í einu er boltinn kominn út á kantinn og fyrirgjöfin er góð, Hafsteinn Briem er kominn í dauðafæri en setur skoppandi boltann yfir markið!
34. mín
Aron fær boltann á vítateigshorninu hægra megin frá Gunnari Heiðari en setur boltann í varnarmann og aftur fyrir.
29. mín
Reynir fyrirgjöf á nærstöngina en það heppnast ekki og Stjarnan hreinsar.
28. mín
Geggjuð fyrirgjöf frá Jóni Inga sem fer út á hinn kantinn en Stjörnumaður kemst fyrir seinni fyrirgjöfina. Endar með að ÍBV fær hornspyrnu.
22. mín
Illa farið með gott færi hjá ÍBV. Gunnar Heiðar fær boltann á frábærri stöðu við vítateigsbogann og maður beið eftir skotinu en í staðinn leggur hann boltann út á kantinn og þetta rennur út í sandinn.
19. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
VÁ! ÞVÍLÍKT MARK!

Guðjón hefur betur í baráttunni við varnarmann ÍBV, slítur sig lausan, leggur boltann fyrir sig og setur hann síðan bara í bláhornið af 25 metrunum! Eins og að drekka vatn hjá honum!
18. mín
Pablo er settur í gegn en hann kemur sér í vonda skotstöðu svo hann reynir fyrirgjöf en Guðjón Orri las þetta og greip boltann auðveldlega.
16. mín
Barátta í báðum liðum, Stjarnan er meira með boltann og eru líklegir.
7. mín
Pablo fær aðra hornspyrnu þegar hann reynir fyrirgjöf.
6. mín
Aron Bjarna tekur boltann vel niður og setur boltann í hlaupaleiðina hjá Pablo sem hleypur með hann nokkra metra áður en hann lætur vaða í varnarmann og í horn.
3. mín
Hættuleg fyrirgjöf fyrir mark ÍBV en Guðjón Baldvinsson hittir boltann ekki nægilega vel og Eyjamenn hreinsa í horn. Hilmar Árni Halldórsson sendir hann fyrir tvisvar en Halldór Páll stekkur upp og grípur þennan.
1. mín
Fín sókn hjá Eyjamönnum. Mikkel vann boltann á miðjunni og lagði boltann út á Gunnar Heiðar við vítateiginn en skot hans er laust og Guðjón Orri grípur þetta.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan hefur leikinn og sækir í átt að Týsvellinum.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. ÍBV spilar í alhvítu en Stjarnan í bláum treyjum.
Fyrir leik
Einungis 5 mínútur eru til stefnu og stúkan er að fyllast. Hörkuleikur framundan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið tilkynnt. Varnarmaðurinn ungi Devon Már Griffin fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik hjá ÍBV. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur einnig inn í byrjunarliðið.

Hjá Stjörnunni er Jóhann Laxdal settur á bekkinn eftir slaka frammistöðu gegn Val. Hólmbert Aron Friðjónsson fær tækifæri í fremstu víglínu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Staðan er þessi:
ÍBV er með 18 stig í 10. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti þar sem Fylkir situr. Takist Eyjamönnum að landa sigri fara þeir upp um eitt sæti og upp fyrir Víking Ólafsvík.

Stjarnan er í sjöunda sæti með 27 stig. Sigur hjá Garðbæingum og þeir fara upp í fimmta sætið og verða einu stigi frá Val.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í 8. umferð...
...vann Stjarnan 1-0 sigur í Garðabænum. Arnar Már Björgvinsson skoraði eina mark leiksins. Í þeim leik fékk Rúnar Páll einmitt rautt seint í leiknum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Markaþurrð í Vestmannaeyjum
Í 18 umferðum hefur ÍBV aðeins náð að skora 16 mörk, þar af skoraði liðið 4 gegn ÍA i fyrstu umferð! Í 2-0 tapinu gegn KR í síðustu umferð fékk ÍBV nokkur góð marktækifæri en menn hafa átt í miklum vandræðum með að reka endahnútinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rúnar í brekkunni
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, er undir talsverðri pressu en hann fékk rauða spjaldið í tapinu gegn Val í síðustu umferð. Rúnar var að fá sína aðra brottvísun á tímabilinu, verður því í banni í dag og gegn ÍA á mánudag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Frítt á leikinn
Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en vegna veðurs sigldi Herjólfur frá Þorlákshöfn. KSÍ ákvað að fresta leiknum en sú ákvörðun var umdeild eins og alltaf þegar leikjum í Eyjum er frestað. ÍBV hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik ÍBV og Stjörnunnar í 19. umferð Pepsi-deildar karla. Málarameistarinn Erlendur Eiríksson flautar leikinn á klukkan 16:45. Bryngeir Valdimarsson og Steinar Berg Sævarsson eru aðstoðardómarar.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('84)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('88)
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
25. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('88)
8. Baldur Sigurðsson
11. Arnar Már Björgvinsson ('84)
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Guðjón Baldvinsson ('45)

Rauð spjöld: