Alvogenvöllurinn
laugardagur 24. september 2016  kl. 16:00
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Íslenskt haustveður í sinni hreinustu mynd
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Áhorfendur: 70
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
KR 0 - 3 Stjarnan
0-1 Sigrún Ella Einarsdóttir ('54)
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('76, víti)
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('81)
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
0. Sigríður María S Sigurðardóttir
0. Anna Birna Þorvarðardóttir ('86)
6. Fernanda Vieira Baptista ('78)
7. Elísabet Guðmundsdóttir
8. Sara Lissy Chontosh ('66)
10. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
14. Jordan O'Brien
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Varamenn:
4. Oktavía Jóhannsdóttir
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir ('66)
10. Stefanía Pálsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('78)
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('86)
23. Anna Kristín Leósdóttir
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
28. Íris Sævarsdóttir

Liðstjórn:
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Edda Garðarsdóttir (Þ)
Alexandre Fernandez Massot (Þ)
Henryk Forsberg Boedker
Elísabet Birgisdóttir

Gul spjöld:
Gabrielle Stephanie Lira ('76)
Ásdís Karen Halldórsdóttir ('84)

Rauð spjöld:

@peturaxel Pétur Axel Pétursson


93. mín Leik lokið!
Stjarnan sigrar 3-0 hér í Vesturbænum og styrkir stöðu sína á toppnum fyrir lokaumferðina. Aldrei í hættu í raun og veru.
Eyða Breyta
92. mín
Amanda Frisbie fær aðra aukaspyrnu á sama stað og áðan en skýtur beint framhjá í þetta skiptið
Eyða Breyta
90. mín
Kristrún með flott hlaup upp vinstri vænginn og sveiflar boltanum svo inn í teig þar sem að Guðný Jónsdóttir skallar hann framhjá markinu.
Eyða Breyta
88. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Amanda Frisbie tekur hana en skýtur í varnarmenn KR sem ná svo að koma boltanum frá.
Eyða Breyta
86. mín Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR) Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)

Eyða Breyta
85. mín Guðný Jónsdóttir (Stjarnan) Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
Ana Cate brýtur á Ásdísi sem er ekki sátt með það og axlar hana niður. Augljóst spjald.
Eyða Breyta
81. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Eftir góðan undirbúning á hægri kantinum berst boltinn á Ásgerði sem að á skot sem Hrafnhildur ver en Katrín nær frákastinu og skorar hér sitt annað mark í dag.
Eyða Breyta
80. mín
Blikar eru komnar 1-0 yfir í Kópavoginum. Þær ætla ekki að leyfa Stjörnunni að fagna Íslandsmeistaratitlinum alveg strax.
Eyða Breyta
78. mín Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR) Fernanda Vieira Baptista (KR)

Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Gabrielle Stephanie Lira (KR)

Eyða Breyta
76. mín Mark - víti Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Gabrielle Lira brýtur af sér og víti dæmt. Hárrétt.

Katrín fer á punktinn og skorar. Hrafnhildur fór í rétt horn en það var ekki nóg
Eyða Breyta
74. mín
Glæsileg stungusending frá Jordan O´Brien á Sigríði Maríu sem sleppur í gegn en Ana Cate nær að komast fyrir og boltinn endar útaf. Ég hefði haldið horn en svo er ekki.
Eyða Breyta
70. mín María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
66. mín Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR) Sara Lissy Chontosh (KR)

Eyða Breyta
65. mín
Einhliða leikur síðustu 15 mín. Stjarnan verið með stjórnina frá A-Ö
Eyða Breyta
57. mín
Eftir markið hefur Stjarnan gjörsamlega legið á KRingum og átt horn eftir horn eftir horn en alltaf ná KRingar að halda boltanum úti.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Hér komast Stjörnukonur yfir frekar klaufalega og ríkir mikil óvissa yfir því hver skoraði það.

Stjarnan fær enn eitt hornið og nú ná þær að skora. Fyrirgjöfin endar á hausnum á leikmanni Stjörnunnar og fer þaðan í slána. Af sláni berst boltinn svo til Sigrúnar Ellu, heldur fjölmiðlastúkan, sem nær að koma honum í markið.
Eyða Breyta
49. mín
Sigríður María gerir vel og kemur sér í hættulegt færi en varnarmenn Stjörnunnar ná að koma sér fyrir boltann og hann fer aftur fyrir markið. Fyrsta horn KR
Eyða Breyta
48. mín
Stjarnan með sitt sjöunda horn í leiknum en eins og í hinum sex þá ná þær ekki að skapa mikla hættu.
Eyða Breyta
46. mín Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan) Donna Key Henry (Stjarnan)
Donna að koma úr meiðslum og hefur greinilega ekki átt meira inni
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Nú eru það heimamenn sem spila með vindinn í bakið.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ekkert mark ennþá en ég hef það á tilfinningunni að það komi allavegana eitt í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Enn eitt hornið fyrir Stjörnuna og enn einn skallinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
42. mín
Stjarnan fær hér aukaspyrnu á hættulegum stað hér vinstramegin fyrir utan teig.

Ásgerður Stefanía hamrar boltanum í markmannshornið en Hrafnhildur enn og aftur rétt staðsett og grípur þennan.
Eyða Breyta
39. mín
Úff.

Amanda Frisbie vinnur boltann við miðju og keyrir með hann upp að teignum þar sem hún leggur hann til hliðar á Katrínu sem leggur hann svo ennþá lengra á Donnu Key sem er alein á fjærstönginni en skýtur hátt yfir markið.
Eyða Breyta
37. mín
Stjarnan fær þriðja hornið líka. Jenna McCormack skallar í hliðarnetið.
Eyða Breyta
36. mín
Seinna hornið skapar aðeins meiri usla en ekki neitt verður úr þvi
Eyða Breyta
35. mín
Fyrsta horn leiksins fær Stjarnan. Ásdís Karen skallar boltann óvart aftur fyrir sitt eigið mark og gefur hornið. Stjarnan nær ekki að gera neitt úr horninu en fær aðra tilraun.
Eyða Breyta
32. mín
Katrín Ásbjörns með metnaðarfullt skot af 35 metrunum sem fór ekki á markið í þetta skiptið.
Samt plús í kladdann fyrir tilraunina.
Eyða Breyta
27. mín
Ásgerður Stefanía með fínt skot fyrir utan teig en Hrafnhildur á tánum og ver vel.
Eyða Breyta
25. mín
Rosa mikið af næstumþví færum í þessum leik hingað til.
Eyða Breyta
22. mín
Stjarnan á skot að marki sem að Hrafnhildur ver.
Eyða Breyta
21. mín
Obbobbbobb.

Slæm mistök hjá Jennu McCormick í vörn Stjörnunnar, hún missir boltann beint í lappirnar á Sigríði Maríu sem er sloppin ein í gegn en klúðrar þessu dauðafæri.

Þetta þarf að nýta.
Eyða Breyta
16. mín
Og í beinu framhaldi geysist Stjarnan upp völlinn og ná að koma boltanum fyrir markið á Donnu sem að nær ekki að skalla boltann á rammann.
Eyða Breyta
15. mín
Sigríður María ekki langt frá því að sleppa inn fyrir vörn Stjörnunnar. Amanda Frisbie gerir mjög vel og nær að stíga hana út og koma hættunni frá.
Eyða Breyta
11. mín
Stjarnan verið hættulegri hingað til. Nú er það fyrirliðinn Ásgerður sem að fær boltann skoppandi út í teiginn og skýtur boltanum frekar hátt yfir markiðþ
Eyða Breyta
7. mín
Agla María á skot af vinstri vængnum sem vindurinn tekur og stýrir framhjá markinu.
Eyða Breyta
5. mín
Og alveg eins færi við hitt markið en nú er það Jordan O´Brien sem skallar hann
Eyða Breyta
4. mín
Fyrsta marktilraun leiksins komin.

Fyrirgjöf fyrir markið sem að Katrín Ásbjörnsdóttir skallar framhjá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Stjarnan hefur leikinn og spilar í átt að DHL höllinni með vindinn í bakið
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessir munu standa vaktina hér á Alvogen í dag.

Dómari - Bryngeir Valdimarsson
Aðstoðardómari 1 - Arnar Ingi Ingvarsson
Aðstoðardómari 2 - Skúli Freyr Brynjólfsson
Eftirlitsmaður - Ólafur Ingi Guðmundsson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvet ykkur að sjálfsögðu til að fylgjast með textalýsingunum frá hinum leikjum umferðarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef þið lítið á byrjunarliðin hér til hliðar sjáiði að Donna Kay er komin í byrjunarlið Stjörnunnar aftur eftir meiðsli. Harpa Þorsteins á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvort Harpa Þorsteins og Donna Kay Henry spili fyrir Stjörnuna hér í dag.
Harpa er eins og flestir vita ólétt og sat til að mynda hjá í landsleikjunum í síðustu viku.
Donna Kay hefur verið meidd og ekki spilað síðustu leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR þarf helst sigur hér í dag til að hjálpa sér í fallbaráttunni en KR situr í fallsæti fyrir þessa umferð rétt á eftir Selfossi og Fylki.
Ef að bæði Selfoss og Fylkir vinna sína leiki verður brekkan ansi brött fyrir KR, sérstaklega þar sem að Fylkismenn taka á móti Selfyssingum í lokaumferðinni næstu helgi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og staðan er núna er Stjarnan á toppi deildarinnar, tveimur stigum ofar en Blikar sem sitja í 2. sæti.
Ef að Stjarnan vinnur hér í dag og Breiðablik vinnur ekki ÍA þá er Stjarnan með fimm stiga forskot á toppnum fyrir lokaumferðina og titillinn því þeirra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Að þessum leik loknum gætum við bæði séð nýja Íslandsmeistara sem og við gætum svo gott sem kvatt lið KR niður í fyrstu deildina. En til þess þarf margt að gerast.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð.

Hér á Alvogenvellinum fer fram leikur KR og Stjörnunnar í næst síðustu umferð Pepsi deildar kvenna 2016.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
0. Ana Victoria Cate
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
9. Kristrún Kristjánsdóttir
14. Donna Key Henry ('46)
17. Agla María Albertsdóttir ('85)
22. Amanda Frisbie
24. Bryndís Björnsdóttir ('70)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
8. Sigrún Ella Einarsdóttir ('46)
10. Guðný Jónsdóttir ('85)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('70)
19. Birna Jóhannsdóttir
26. Harpa Þorsteinsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðstjórn:
Þóra Björg Helgadóttir
Anna María Björnsdóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Jón Þór Brandsson
Sara Lind Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: