Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Stjarnan
4
1
Víkingur Ó.
Ævar Ingi Jóhannesson '19 1-0
Veigar Páll Gunnarsson '50 2-0
2-1 Hrvoje Tokic '57 , víti
Arnar Már Björgvinsson '62 3-1
Veigar Páll Gunnarsson '70 4-1
01.10.2016  -  14:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Smá gola
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 892
Maður leiksins: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson ('66)
8. Halldór Orri Björnsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('32)
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('51)
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal ('66)
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
11. Arnar Már Björgvinsson ('51)
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan landar 2. sætinu og um leið Evrópusæti með sannfærandi sigri. Ólafsvíkingar fengu 3 stig í seinni umferðinni en halda samt sæti sínu þar sem KR sigraði Fylki. Ólsarar verða því í Pepsi-deildinni 2017.
90. mín
Pepsi 17 öskrar stuðningsmaður Ólafsvíkur. Sáttur!
88. mín
Vignir Snær Stefánsson kemst í færi eftir vandræðagang í vörn Stjörnunnar. Guðjón Orri ver. Kraftur í Ólsurunm hérna á lokamínútunum.
86. mín
Kenan Turudija með fínt skot frá vítateigslínu en Guðjón Orri ver í horn.
85. mín
Vallarþulur tilkynnir að KR sé 3-0 yfir gegn Fylki. Ólsarar verða áfram í Pepsi!
83. mín
Inn:Óttar Ásbjörnsson (Víkingur Ó.) Út:Martin Svensson (Víkingur Ó.)
Held að Svensson sé líka meiddur!
83. mín
Inn:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.) Út:Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Tokic fer meiddur af velli. Fjórir leikmenn og einn dómari farnir meiddir út af.
82. mín
Jói Lax fær skot í höfuðið. Stendur fljótlega upp. Jaxl.
80. mín
Halldór Orri fær boltann á vinstri kantinum, leikur inn á miðjuna og á hörkuskot sem Cristian ver.
79. mín
Halldór Orri vinnur boltann af Farid Zato í vítateignum en skotið fer framhjá. Var ekki í góðu jafnvægi þegar hann lét vaða.
77. mín
Hátíðarstemning í Garðabæ. Stjarnan líklegri til að bæta við heldur en hitt. Ólsarar samt að halda sæti sínu. Liðin geta fagnað saman í leikslok.
70. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar sleppur í gegn og Cristian kemur langt út á móti. Veigar tekur eina góða gabbhreyfingu og rennir boltanum svo framhjá Cristian. Ekkert mál fyrir Veigar Pál!
70. mín
Kenan Turudija með þrumuskot en yfir markið!
69. mín
Vallarþulur tilkynnir að KR sé ennþá 2-0 yfir gegn Fylki. Ólsurum vænatnlega létt að heyra það.
66. mín
Dómaraskipti! Þóroddur Hjaltalín er meiddur og fer af velli. Sigurður Óli Þorleifsson kemur inn á. Silfurskeiðin fagnar innkomu hans!

Bæði lið gerðu þarna skiptingu á sama tíma og við fengum dómaraskiptingu.
66. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Guðjón bað um skiptingu eftir að hann klúðraði dauðafærinu. Virðist meiddur.
66. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (Víkingur Ó.) Út:Alexis Egea (Víkingur Ó.)
Farid á miðjuna og Björn Pálsson fer niður í vörnina.
65. mín
Nei nei nei nei! Rangstöðutaktík Stjörnunnar klikkar og Stjörnumenn komast nánast þrír í gegn. Arnar Már rennir boltanum fyrir á Guðjón Baldvinsson sem skýtur yfir markið úr dauðafæri!!
62. mín MARK!
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson á hörkusprett inn á teiginn þar sem hann rennir boltanum fyrir á Arnar Má sem skorar auðveldlega í autt markið af markteig.
61. mín
Meira líf í Ólsurunum núna. Sjá að það er hægt að gera eitthvað.
57. mín Mark úr víti!
Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Martin Svensson
Tokic skorar af öryggi úr vítaspyrnnni. Kominn með níu mörk í sumar líkt og Martin Lund Pedersen. Þeir eru í baráttu um bronsskóinn.
56. mín
Ólafsvíkingar fá vítaspyrnu! Martin Svensson með flottan sprett sem endar á því að Heiðar ÆGisson hleypur aftan á hann. Hárréttur dómur!
51. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Ævar mögulega meiddur.
50. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
Ævar Ingi sleppur óvænt í gegn en Cristian ver skot hans út í teiginn. Guðjón Baldvinsson fær boltann í teginum og er óeigingjarn þegar hann gefur á Veigar Pál. Veigar á skot í hendina á varnarmanni og þaðan rúllar boltinn í netið. Veigar hleypur og fagnar fyrir framan stuðningsmenn Stjörnunnar.
47. mín
Dauðafæri! Heiðar Ægisson með frábæra fyrirgjöf á Veigar Pál Gunnarsson sem er einn og óvaldaður rétt fyrir utan markteiginn. Skalli hans fer hins vegar yfir.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Stjörnumenn með smá golu í bakið núna.

46. mín
Ólafsvíkingar unnu síðast leik þann 28. júní. 4 stig í síðustu 13 leikjunum ef þetta verða lokatölurnar í dag. Samt lítur út fyrir að þeir bjargi sér. Frábær byrjun skilar þá sínu!

45. mín
Hálfleikur
Stjarnan með verðskuldaða forystu. Talsvert sterkari aðilinn. 2. sætið blasir við. Ólafsvíkingar geta þó verið rólegir í bili, KR er að vinna 2-0.
45. mín
KR er 2-0 yfir gegn Fylki! Stuðningsmaður Ólafsvíkinga syngur hátt og snjallt. ,,Við erum svartir, við erum hvítir!"

Fylkir þarf núna þrjú mörk til að senda Ólafsvíkinga niður. Langsótt!
44. mín
Þorsteinn Már að sleppa í gegn....en er rangstæður.
42. mín
Gaui Carra reyndar eitthvað tæpur núna. Brynjar Gauti tekur útspark fyrir hann. Kannski bara til að Guðjón geti átt ennþá náðugari dag.
41. mín
Sóknarleikur Ólafsvíkingar verið mjög máttlítill í fyrri hálfleik. Stjörnuvörnin þétt og Gaui Carra hefur átt mjög náðugan dag í markinu. Carra er líka hress og kátur eftir sigur Liverpool á Swansea áðan.
37. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Víkingur Ó.)
Ólafsvíkingar í sókn og komast inn í teig. Hrvoje Tokic lætur sig detta og vill fá vítaspyrnu. Hleypur að Þóroddi og mótmælir. Það eina sem hann uppsker er gult spjald. Ég gat ekki séð að þetta væri brot. Furðulegt hjá Tokic.
34. mín Gult spjald: Pontus Nordenberg (Víkingur Ó.)
Ljót tækling á Guðjón Baldvins út við hornfána. Stjörnumenn vilja rautt spjald en Þóroddur veifar gulu.
32. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar fer út af meiddur og Veigar kemur inn. Hinn 36 ára gamli Veigar verður samningslaus eftir tímabilið. Kveðjuleikur hans með uppeldisfélaginu?
30. mín
Hilmar Árni haltrandi. Friðrik Ellert kíkir á málið.
24. mín
Stjarnan sterkari aðilinn og markið verðskuldað. Ólsarar fylgjast spenntir með fréttum úr Vesturbæ. KR er yfir eins og er.
19. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Skothríð á mark Ólafsvíkinga sem endar á marki. Þetta gerðist allt í kjölfarið á hornspyrnu. Ævar átti fyrst skot í varnarmann og í kjölfarið fékk hann boltann aftur utarlega í teignum. Ævar þakkaði fyrir sig og smellti boltanum viðstöðulaust upp í bláhornið.
18. mín
Ólsarar taka við sér í stúkunni. Þeir eru að halda sæti sínu í deildinni eins og staðan er núna.
15. mín
Guðjón Baldvinsson með hörkusprett inn á teiginn. Hann kemst upp að endamörkum og sendir fyrir á Ævar Inga en tilraun hans fer rétt framhjá. Varnarmenn Ólsara og Cristian í markinu náðu að trufla Ævar og skotið klikkaði.
10. mín
Stórtíðindi! KR kemst yfir gegn Fylki. Ólafsvíkingum létt í stúkunni þegar þeir heyra tíðindin.
9. mín Gult spjald: Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Brýtur á Hilmari Árna. Björn að spila á sínum gamla heimavelli í Garðabæ.
7. mín
Halldór Orri á skot úr vítateigsboganum sem fer beint á Cristian í markinu. Cristian hendir boltanum síðan út af. Fékk höfuðhögg rétt áðan. Ætti að jafna sig.
7. mín
Silfurskeiðin byrjaði víkingaklappið á Íslandi á sínum tíma. Henda í víkingaklappið núna og allir taka undir.
4. mín
Stjarnan byrjar mun betur. Hörður Árnason með skot sem virðist fara í hendina á Emir Dokara. Þóroddur dæmir ekkert.
3. mín
Leikurinn í Vesturbæ ekki ennþá hafinn. Það þýðir að Ólsarar gætu þurft að bíða eftir fréttum í leikslok ef illa fer hjá þeim hér.
1. mín
Þóroddur Hjaltalín er búinn að flauta leikinn á. Fer Stjarnan í Evrópu? Fellur Ólafsvík? Við fáum svör við þessu á næstu 110 mínútunum.
Fyrir leik
Silfurskeiðin í þrumustuði. Ánægð með að fá laugardagsleik. Syngja og tralla. Gaman að þessu.
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl. Ólsarar í hvítum varabúningum sínum í dag.

Fyrir leik
Vallarþulurinn ruglast á Víkingi Ólafsvík og segir Ólsara vera frá Ólafsfirði. Mannleg mistök og búið að biðjast afsökunar.
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson er á bekknum hjá Stjörnunni í dag. Er þetta síðasti leikur hans í Stjörnutreyjunni?
Fyrir leik
Stuðningsmenn Ólafsvíkinga líka mættir. Þó talsvert færri en Garðbæingar.
Fyrir leik
Silfurskeiðin syngur söngva og er í miklu stuði í stúkunni. Stjarnan Íslandsmeistari í kvennaflokki í gær og karlaliðið endar í 2. sæti með sigri í dag.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar. Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson koma inn í liðið frá því gegn Fjölni. Guðjón var í banni þá en Baldur kom inn á sem varamaður eftir að hafa verið að stíga upp úr meiðslum.

Hólmbert Aron Friðjónsson er fjarri góðu gamni í dag og þá fer Arnar Már Björgvinsson á bekkinn.

Egill Jónsson, Pape Mamadou Faye og Tomasz Luba eru allir í leikbanni hjá Víkingi. Björn Pálsson, Kramar Denis og Hrvoje Tokic koma inn í liðið.
Fyrir leik
Ef þú ert á ferðinni, stilltu þá inn á X-ið 97,7 þar sem Fótbolti.net fylgist með lokaumferðinni allt til klukkan 16:00 í dag.

Umræða í kringum lokaumferðina verður lifandi undir #fotboltinet
Fyrir leik
Pontus Nordenberg, vinstri bakvörður Ólsara, var í vikunni dæmdur í leikbann. Víkingur áfrýjaði banninu en áfrýjunin verður ekki tekin fyrir fyrr en eftir helgi. Pontus má því spila í dag.
Fyrir leik
Þrír leikmenn Víkings Ólafsvíkur eru í banni í dag.

Eg­ill Jóns­son, Pape Mama­dou Faye og Tom­asz Luba verða allir í stúkunni. Vont fyrir Ólsara sem eru langt frá því að vera með breiðasta hópinn í deildinni.
Fyrir leik
Björn Pálsson - Víkingur Ó.
Við höfum farið í Garðabæinn tvisvar síðan ég gekk til liðs við Víking. Fyrri leikurinn, árið 2013, endaði 3-2 og seinni leikurinn í bikarnum í ár endaði 2-2. Sagan segir að þetta gæti orðið jafn og skemmtilegur markaleikur en svo veit maður ekkert hvernig þetta spilast núna. Ég tel okkur eiga möguleika en Stjörnumönnum finnst örugglega að þeir eigi að vinna okkur. Það er pressa á báðum liðum að vinna.
Fyrir leik
Ævar Ingi Jóhannesson - Stjarnan
Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ég held að þetta verði bara hörkuleikur. Við vitum að Ólsararnir eru mjög þéttir til baka og það er erfitt að brjóta vörnina þeirra niður. Þeir hafa líka flotta sóknarmenn sem geta valdið usla. Því mæli ég bara eindregið með því að fólk mæti á flottan fótbolta leik á rennisléttu teppinu í Garðabæ.
Fyrir leik
Stjarnan gulltryggir Evrópusæti með sigri á meðan Víkingur Ólafsvík gulltryggir sæti sitt í deildinni með sigri. Jafntefli breytir engu fyrir Ólafsvíkinga. Af hverju? Hvaða fleiri möguleikar eru í stöðunni? Kíkjum á það.

- Stjarnan er örugg með Evrópusæti með sigri.

- Jafntefli dugar Stjörnunni til að ná Evrópusæti ef KR vinnur ekki Fylki eða ef leikurinn í Kópavogi endar með jafntefli.

- Tapi Stjarnan á liðið samt nánast öruggt Evrópusæti ef KR vinnur ekki. Sætið tapast ef Stjarnan tapar með fjögurra marka mun og KR gerir jafntefli.

- Víkingur Ólafsvík heldur sæti sínu í deildinni með sigri.

- Sama hvernig leikurinn fer halda Ólsarar sér ef Fylkir vinnur ekki sinn leik.

- Ef Fylkir vinnur dugar jafntefli Ólsurum ekki til að halda sætinu nema ÍBV tapi risastórt fyrir FH sem er ansi langsótt.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan!
Hér verður bein textalýsing frá leik Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur í næstsíðustu umferð í Pepsi-deildinni.

Stjarnan er fyrir leikinn í 2. sæti deildarinnar og í harðri Evrópubaráttu á meðan Ólafsvíkingar eru í 10. sæti, tveimur stigum frá fallsvæðinu.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín
2. Alexis Egea ('66)
5. Björn Pálsson
11. Martin Svensson ('83)
12. Kramar Denis
13. Emir Dokara
15. Pontus Nordenberg
17. Hrvoje Tokic ('83)
24. Kenan Turudija
25. Þorsteinn Már Ragnarsson

Varamenn:
1. Einar Hjörleifsson (m)
4. Kristófer James Eggertsson
6. Óttar Ásbjörnsson ('83)
8. William Dominguez da Silva
11. Abdel-Farid Zato-Arouna ('66)
21. Fannar Hilmarsson
22. Vignir Snær Stefánsson ('83)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Dzevad Saric

Gul spjöld:
Björn Pálsson ('9)
Pontus Nordenberg ('34)
Hrvoje Tokic ('37)

Rauð spjöld: