Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Stjarnan
4
0
FH
Katrín Ásbjörnsdóttir '42 1-0
Lára Kristín Pedersen '51 2-0
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir '58 3-0
Katrín Ásbjörnsdóttir '74 4-0
30.09.2016  -  16:00
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Jenna McCormick
6. Lára Kristín Pedersen
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('69)
17. Agla María Albertsdóttir ('81)
22. Amanda Frisbie
24. Bryndís Björnsdóttir ('78)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
9. Anna María Björnsdóttir ('69)
10. Guðný Jónsdóttir
14. Donna Key Henry
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('78)
19. Birna Jóhannsdóttir ('81)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Harpa Þorsteinsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Sara Lind Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SJARNAN ER ÍSLANDSMEISTARI 2016 (STAÐFEST)

Til hamingju Stjarnan.
90. mín
DAUUUUUUÐAFÆRI!!

Katrín Ásbjörns kemst ein gegn Williams, hún ver frá henni en boltinn fer beint á Birnu Jóhansdóttur sem er alein fyrir galopnu marki en skotið hennar fer yfir markið.
89. mín
FÆRI!

Willams ver frá Amanda Frisbie sem var ein gegn henni. Ásgerður Stefanía fékk svo frákastið en skotið hennar fór í varnarmann.
87. mín
Williams ver enn og aftur frá Cate en boltinn fer síðan á Önnu Maríu sem á skemmtilega tilraun sem fer naumlega framhjá markinu.
85. mín
María Eva á fyrirgjöf sem Ana Cate skallar að marki en Williams grípur þetta örugglega.
82. mín
Katrín á flotta sendingu á Ana Cate sem er í góðu færi en Williams ver mjög vel frá henni.
81. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Agla er búin að eiga mjög fínan leik. Birna er fædd 2001.
79. mín
Alex Alugas kemst í fínt færi í teig Stjörnunnar en slakt skot hennar fer yfir markið.
79. mín
Kristín heldur áfram að láta vita af sér og á skot sem Williams ver.
78. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Út:Bryndís Björnsdóttir (Stjarnan)
María er fædd 97 og fær hún að njóta lífins inni á vellinum í tæpt korter.
74. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Stórleikur Katrínar heldur áfram. Fær sendingu frá Láru og klárar með góðu skoti utan teigs.

Til hamingju Stjarnan!
69. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Bæði lið gera breytingu og FH sína síðustu. Selma var á gulu spjaldi.
69. mín
Inn:Anna María Björnsdóttir (Stjarnan) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
68. mín
Agla María á skot, beint á Williams en markmaðurinn missir boltann klaufalega í horn.
67. mín
Katrín Ásbjörns er búin að vera virkilega góð í þessum leik, nú á hún skot sem fer í slánna eftir góðan sprett.
66. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Brot á miðjum vallarhelmingi FH.
64. mín
Rúmar 25 mínútur í að Stjarnan getur fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Einir sex leikmenn í byrjunarliði Stjörnunnar eru að vinna sinn fyrsta titil.
58. mín MARK!
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Stjarnan er að ganga frá FH. Ásgerður fær glæsilega sendingu frá Katríni og klárar frábærlega yfir Williams í markinu. Gullfallegt mark.
55. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Nadía Atladóttir (FH)
52. mín
Inn:Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (FH) Út:Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir (FH)
Fyrsta skipting leiksins. Spurning hvort þetta breyti leiknum eitthvað.
51. mín MARK!
Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Stjarnan verður Íslandsmeistari 2016, það er bara þannig.

Lára Kristín klárar með góðu skoti utan teigs eftir undirbúning Katrínar Ásbjörns.
50. mín
Lára Kristín reynir skot utan teigs en Williams grípur skot hennar.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan er að fara að taka titilinn ef þetta fer svona. Hálf ótrúlegt að það er bara komið eitt mark í þennan fyrri hálfleik.
44. mín
Sigrún Ella reynir skot af löngu færi en framhjá fer boltinn. Stjarnan með öll völd á vellinum.
42. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!!

Stjarnan tekur stórt skref í áttina að Íslandsmeistaratitlinum.

FH-ingum tekst ekki að koma fyrirgjöf frá Stjörnunni lengra en á kollinn á Katríni sem skorar með góðum skalla af vítapunktinum.
40. mín Gult spjald: Nótt Jónsdóttir (FH)
Fyrsta gula spjaldið er komið. Nótt brýtur af sér á miðjum vallarhelmingi FH.
38. mín
Hvernig er Stjarnan ekki búin að skora!?

Ásgerður á fallega fyrirgjöf á Henna McCormick sem er í daaaaauuuuuðafæri en skallinn hennar frá markteig er framhjá. Þarna verður sú ástralska að skora.
36. mín
Enn eitt færið hjá Stjörnunni. Verður þetta einn af þessumm leikjum!?

Ásgerður er í mjög fínni stöðu innan teigs en skotið hennar fer yfir markið.
34. mín
Nótt á sendingu ætlaða Alex Alugas en Berglind er vel vakandi í markinu og kemst í boltann á undan henni.
32. mín
Enn ver Williams.

Ásgerður á fyrirgjöf sem Lára Kristín skallar að marki en Williams ver virkilega vel.
28. mín
Besta færi leiksins!

Katrín á flotta stungusendingu á Ana Cate sem er ein gegn Williams en skotið hennar fer hárfínt framhjá markinu. Stjörnustúlkur nálgast fyrsta markið.
27. mín
Ana Cate fer upp völlinn og kemst í þröngt færi en Williams ver skotið hennar.

Flottur sprettur en færið var orðið erfitt.
22. mín
Ásgerður aftur í færi, nú fer skot hennar utan teigs, yfir markið.
20. mín
Ásgerður Stefanía bregður sér í sóknina og á hættulegt skot sem Williams gerir mjög vel í að verja. Nóg af færum hjá Stjörnunni á fyrstu 20 mínútunum.
16. mín
Aftur fær Stjarnan færi og enn og aftur er það Agla María. Nú á hún skalla rétt framhjá markinu úr góðri stöðu.
10. mín
Valur er að vinna Breiðablik og fari sá leikur þannig, er alveg sama hvernig þessi leikur fer, Stjarnan verður meistari.
10. mín
Aftur er Agla María að láta vita af sér. Nú ræðst hún á vörnina og á gott skot sem Williams í markinu gerir mjög vel í að verja í horn.
8. mín
Gott færi!

Stjarnan fer upp vinstri vænginn og Agla María á mjög góða fyrirgjöf á Katríni sem nær ekki að hitta markið úr virkilega góðu færi.
5. mín
Stjarnan er búin að vera með boltann allan leikinn hingað til. Ekki náð að skapa færi ennþá.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann og við erum komin af stað í þessum stórleik.
Fyrir leik
Nótt Jónsdóttir, María Selma Haseta, Melkorka Pétursdóttir og Nadía Atladóttir koma allar inn í FH-liðið frá síðasta leik sem tapaðist 5-0 á móti ÍBV.
Fyrir leik
Sigrún Ella Einarsdóttir kemur inn í liðið hjá Stjörnunni í staðin fyrir Donna Henry sem fer á bekkinn.
Fyrir leik
Eins og flestir vita, er Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður Íslandsmótsins ólétt og verður ekki með.
Fyrir leik
FH er í 6. sæti og verður tímabilið að teljast nokkuð gott hjá þeim.
Fyrir leik
Stjarnan er með tveggja stiga forskot á Breiðablik sem er í 2. sætinu og gæti jafntefli því nægt þeim og jú, jafnvel tap líka, ef Blikar ná ekki að vinna Val á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og FH í Pepsi-deild kvenna.

Stjarnan verður Íslandsmeistari með sigri í dag.
Byrjunarlið:
1. Jeannette J Williams (m)
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('69)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir ('52)
3. Nótt Jónsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
4. Guðný Árnadóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
17. Alex Nicole Alugas
22. Nadía Atladóttir ('55)

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('52)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('69)
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('55)
18. Maggý Lárentsínusdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Orri Þórðarson (Þ)
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Daði Lárusson
Guðlaugur Valgeirsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Nótt Jónsdóttir ('40)
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('66)

Rauð spjöld: