Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Breiðablik
0
1
Rosengard
0-1 Lotta Schelin '8
05.10.2016  -  15:30
Kópavogsvöllur
Meistaradeild Evrópu. 32-liða úrslit
Aðstæður: Rok, rigning og leiðindi.
Dómari: Sofia Karagiorgi (Kýpur)
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Esther Rós Arnardóttir ('77)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
6. Rakel Ýr Einarsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Olivia Chance
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('77)

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Hildur Antonsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sænska liðið tekur 1-0 forystu í þessu einvígi en Lotta Schelin skoraði eina markið.

Liðin leika aftur í Svíþjóð eftir slétta viku.
90. mín
Ella á skot utan teigs sem Sonný gerir vel í að slá yfir.
90. mín Gult spjald: Ella Masar (Rosengard )
Hildur og Ella ósáttar út í hvora aðra og láta aðeins finna fyrir sér. Gult á alla.
90. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
89. mín
Síðustu mínútur hafa verið ansi bragðdaufar. Það er eins og leikmenn Rosengard vilji bara komast heim.
80. mín
Inn:Iina Salmi (Rosengard ) Út:Lotta Schelin (Rosengard )
Markaskorarinn fer af velli.
79. mín
Hallbera tekur spyrnuna í vegginn og þaðan fer hann rétt framhjá markinu. Rosengard fær markspyrnu en þetta hefði átt að vera horn. Blikar ekki sáttir.
78. mín Gult spjald: Anita Asante (Rosengard )
Togar í Svövu sem var að komast inn í teig. Aukaspyrna á hættulegum stað.
77. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Esther Rós Arnardóttir (Breiðablik)
Esther fékk besta færi Blika í leiknum en hún hefur átt ágætis spretti.
72. mín
Ella Masar kemur boltanum á Schelin en hún er í erfiðu færi og fer skotið hennar framhjá markinu.
69. mín
Inn:Anita Asante (Rosengard ) Út:Lieke Martens (Rosengard )
Martens varð fyrir einhverju hnjaski og fer meidd útaf. Einn allra besti maður leiksins.
64. mín
ROSALEG VARSLA!!

Varamaðurinn, Ella Masar fékk dauðafæri á markteignum þar sem hún var ein og óvölduð en Sonný varði skotið hennar gríðarlega vel.
62. mín
Inn:Ella Masar (Rosengard ) Út:Marta (Rosengard )
Marta hefur ekki átt sinn besta leik og er á spjaldi. Ella er frá Bandaríkjunum og hefur skorað tíu mörk í 13 leikjum fyrir liðið.
60. mín
Seinni hálfleikurinn er búinn að vera mun jafnari en sá fyrri var. Breiðablik er alveg inni í þessum leik.
56. mín
Lotta Schelin er komin í virkilega góða stöðu innan teigs en Ingibjörg Sigurðar kemur með rosalega tæklingu og bjargar.
55. mín
Fanndís keyrir að markinu og Berglind Björg kemur með flott hlaup, Fanndís ákveður hins vegar að skjóta og er skotið mjög slakt og langt framhjá markinu.
53. mín
FÆRI!!

Flott sókn Blika endar með að boltinn dettur fyrir Rakel sem er í rosalega góðu færi innan teigs en skotið hennar fer um tvo metra yfir markið. Illa farið með gott færi.
50. mín
Svava á máttlaust skot framhjá markinu en færið var erfitt.
49. mín Gult spjald: Marta (Rosengard )
Togar Svövu niður sem var að komast á skrið upp vænginn.
48. mín
Ísland er komið yfir á móti Skotum í undankeppni EM U-21 árs landsliða. Gleðjumst yfir því!
46. mín
Breiðablik byrjar seinni hálfleikinn
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Rosengard er búið að vera töluvert betra liðið og hefðu mörkin svo sannarlega getað verið fleiri.

Esther gat samt sem áður jafnað fyrir Blika úr dauðafæri en staðan í hálfleik er 1-0.
45. mín
Andonova á skot af löngu færi sem fer vel yfir.
42. mín
Martens er ekkert hætt, sólar enn og aftur nokkra Blika en skýtur framhjá. Hún er búin að ógna töluvert meira en Marta.
40. mín
Martens leggur boltann á Iva Landeka sem á skot, beint á Sonný en markmaðurinn missir boltann í gegnum hendurnar á sér, sem betur fer fyrir hana fór boltinn framhjá en ekki inn.
37. mín
Dauðafæri hjá Blikum!!

Frábær sprettur hjá Rakeli, stendur af sér tæklingu frá Mörtu, hún leggur svo boltann á Fanndísi sem á frábæra fyrirgjöf á Esther sem er í DAUÐAFÆRI, ein fyrir opnu marki en skotið hennar fer framhjá. Svona færi verða að nýtast gegn þessu liði.

Mjög svipað færi og Rosengard skoraði úr.
36. mín
Martens er búin að vera besti leikmaður vallarins hingað til en núna átti hún enn og aftur sprett, fór framhjá nokkrum Blikum og átti skot framhjá markinu.
31. mín
Marta fær frían skalla innan teigs en sem betur fer er hún ekki alveg í jafnvægi og fer skallinn því víðsfjarri markinu.
28. mín
Marta á aftur hættulegt sko og nú hársbreidd framhjá. Þetta hefur farið í varnarmann því Rosengard fær horn.
27. mín
Blikarnir eru örlítið að komast inn í þetta og eru að komast oftar yfir miðju. Musovic í markinu hefur hins vegar haft það ansi náðugt.
25. mín
Marta á skot rétt framhjá markinu eftir undirbúning frá Martens.
23. mín
Ali Riley var komin í mjög góða stöðu í teignum en Svava kom með geggjaða tæklingu og stoppaði hana.
21. mín
Sama munstur leiksins heldur áfram. Breiðablik hefur mjög lítið komist yfir miðju á þessum 20 mínútum.
15. mín
Lotta nálægt því að skora sitt annað mark, hún tekur skot utan teigs sem fer í stöngina, í bakið á Sonný í horn. Rosengard með öll völd.
14. mín
Breiðablik hefur lítið komist áleiðis gegn gríðarlega sterku liði Rosengard.
8. mín MARK!
Lotta Schelin (Rosengard )
Stoðsending: Lieke Martens
Fyrsta markið er komið.

Lieke Martens fór illa með vörn Blika og átti svo fyrirgjöf á Schelin sem gat ekki annað en skorað.

Martens sólaði svona fjóra leikmenn áður en fyrirgjöfin kom. Hrikalega vel gert.
7. mín
Martens harkar af sér og heldur leik áfram.
4. mín
Lotta Shlein á hættulega fyrirgjöf sem Lieke Martens fer upp í en Sonný gerir vel og grípur inní. Martens brýtur svo á Sonný en liggur nú eftir meidd.
1. mín
Leikur hafinn
Rosangard byrjar með boltann.
Fyrir leik
Blikar eru í sínu grænu búningum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum á meðan Rosengard eru hvítar frá toppi til táar.
Fyrir leik
Liðin eru mætt á völlinn og er þetta allt saman að fara að detta í gang.
Fyrir leik
Eins og flestir sem hafa farið út úr húsi í dag vita, er grenjandi rigning og mikið rok, vonum að það henti Blikum.
Fyrir leik
Ali Riley, miðjumaður Rosengard er landsliðsmaður Nýja-Sjálands en Olivia Chance, leikmaður Blika, er það líka.

Fyrir leik
Marta er með 105 mörk fyrir brasilíska landsliðið. Hún skoraði t.d 210 mörk 103 leikjum fyrir gamla liðið sitt, Umea. Hún var svo valin besti leikmaður heims, fimm ár í röð.
Fyrir leik
Lotta Schelin leikur með Rosengard en hún skoraði 143 mörk í 138 leikjum með franska stórliðinu Lyon ásamt því að hún 85 mörk í 171 landsleik.
Fyrir leik
Það er fátt sem kemur á óvart í byrjunarliði Breiðabliks. Eina breytingin á liðinu frá tapinu gegn Val er sú að Esther Rós Arnardóttir kemur inn fyrir Olivia Chance.
Fyrir leik
Sofia Karagiorgi dæmir leikinn en hún er frá Kýpur.
Fyrir leik
Breiðablik komst í þessa stöðu með að vinna sinn undanriðil en hann var spilaður í ágúst. Þær gerðu þá 1-1 jafntefli við serbneska liðið Spartac Subotica áður en þær unnu búlgarska liðið NSA Sofia og svo Cardiff Met frá Wales.
Fyrir leik
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði í fjölmörg ár með Rosengard en hún er farin til Wolfsburg í Þýskalandi.

Með Rosangard spilar hins vegar Marta, sem er talin vera besta knattspyrnukona allra tíma.
Fyrir leik
Breiðablik mætir hér einu allra sterkasta liði Evrópu og verður gaman að sjá hvar liðið stendur miðað við það sænska.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir. Hér fer fram bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Rosengard í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Zecira Musovic (m)
3. Amanda Ilestedt
4. Emma Berglund
5. Ali Riley
9. Natasha Andonova
10. Marta ('62)
16. Lina Nilsson
18. Lotta Schelin ('80)
19. Iva Landeka
21. Lieke Martens ('69)
24. Ebba Wieder

Varamenn:
12. Sofia Lundgren (m)
6. Anita Asante ('69)
8. Iina Salmi ('80)
18. Emma Pennsäter
30. Ella Masar ('62)

Liðsstjórn:
Jack Majgaard (Þ)

Gul spjöld:
Marta ('49)
Anita Asante ('78)
Ella Masar ('90)

Rauð spjöld: