Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland
2
0
Malta
Arnór Ingvi Traustason '47 1-0
Sverrir Ingi Ingason '75 2-0
15.11.2016  -  18:00
Ta'Qali
Vináttulandsleikur
Byrjunarlið:
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('80)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson ('80)
5. Sverrir Ingi Ingason
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('58)
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson ('80)
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('58)
8. Birkir Bjarnason ('58)
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson ('70)
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Annað víkingaklapp í stúkunni. Maltverjarnir stýra og Íslendingarnir fáu taka undir. Heimir snýr sér við og klappar.

90. mín
Fyrsta skot Möltu á markið og það er laust. Ingvar ver auðveldlega frá Camenzuli.
90. mín
Þrjár mínútur í viðbótartíma.
86. mín
Arnór Ingvi með skallann framhjá eftir aukaspyrnu Jóa.

84. mín
Sam Magri í dauðafæri eftir aukaspyrnu en skalli hans fer yfir.
80. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Elmar spreytir sig í bakverðinum á ný.
80. mín
Inn:Ragnar Sigurðsson (Ísland) Út:Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland)

79. mín
Hólmar með laglegan snúning í teignum en Aguis nær að henda sér fyrir skotið.
78. mín
Inn:Bjorn Kristensen (Malta) Út:Gareth Sciberras (Malta)
Bjorn ólst upp í Danmörku en faðir hans er þaðan.
75. mín MARK!
Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Sverrir Ingi skallar boltann í stöng og inn eftir hornspyrnu Jóa! Þriðja mark Sverris í níu landsleikjum!
73. mín
Maltverjar halda áfram að skjóta fyrir utan teig og áfram halda þeir að hitta ekki markið. Gambin núna með skot yfir.
70. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (Ísland) Út:Ólafur Ingi Skúlason (Ísland)
Ólafur Ingi lætur Aron fá fyrirliðabandið.
70. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Selfyssk skipting.
69. mín
Camenzuli tekur einn viðstöðulausan á lofti en skotið framhjá. Ekki ennþá reynt á Ingvar í markinu.
68. mín
Aron og Jón Daði að koma inn á.
65. mín
Inn:Paul Jean Farrugia (Malta) Út:Andre Schembri (Malta)
Malta setur annan framherja inn á. Fara úr 5-4-1 yfir í 4-4-2.
63. mín
Mifsud tekur þríhyrning en skot hans úr þröngu færi fer framhjá.
58. mín
Inn:Birkir Bjarnason (Ísland) Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (Ísland)
Birkir kemur inn á miðjuna.
58. mín
Inn:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland) Út:Arnór Smárason (Ísland)
57. mín
Birkir og Jói að koma inn á. Aðrir varamenn Íslands fara núna að hita upp.
56. mín
Inn:Ryan Camenzuli (Malta) Út:Clayton Failla (Malta)
56. mín
Gareth Sciberras lætur vaða af löngu færi en skotið framhjá.
55. mín
Sverrir Ingi með hjólhestaspyrnu utarlega í teignum eftir langt innkast. Spyrnan fer út að hliðarlínu. Skemmtileg tilraun samt.
55. mín
Inn:Michael Mifsud (Malta) Út:Alfred Effiong (Malta)
Hér standa allir upp og klappa og spiluð er tónlist. Michael Mifsud er að koma inn á og setja leikjamet með landsliði Möltu. Mifsud er markahæstur í sögu Möltu með 40 mörk en hann er nú einnig leikjahæstur með 123 leiki.
52. mín
Einstefna í byrjun seinni hálfleiks. Rúnar Már með hættulega fyrirgjöf en Viðar er skrefi of seinn.
51. mín
Jói Berg og Birkir Bjarna eru einu varamennirnir sem eru að hita hjá íslenska liðinu. Þeir hita upp með styrktarþjálfaranum Sebastian Boxleitner.
50. mín
Arnór Ingvi kemst í fínt færi eftir ágætt spil en skotið er víðsfjarri markinu! Arnór vissi ekki alveg hvar markið var þarna.
47. mín MARK!
Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Þarna! Elías Már á fyrirgjöf frá hægri og Viðar og varnarmaður Maltverja skella saman. Arnór Ingvi tekur boltann í teignum, snýr sér og skorar. Hogg er í boltanum en hann fer í stöngina og lekur í markið á endanum. Möltumenn voru ósáttir þar sem varnarmaður þeirra lá í teignum en markið stendur.

Fimmta landsliðsmark Arnórs í tólf leikjum.
46. mín
Seinni hálfleikurinn að hefjast. Engar breytingar ennþá. Ingvar ennþá í markinu.

Sverrir og Hólmar taka hlaupið fram eftir miðjuna en ná ekki að vinna skallaboltann.
45. mín
Hálfleikur
Frekar tíðindalítill fyrri hálfleikur. Íslenska liðið meira með boltann og líklegri aðilinn. Elías Már Ómarsson fékk besta færið en Andrew Hogg varði skalla hans glæsilega.

Við viljum mörk í seinni!

42. mín
Luke Gambrin nær að snúa í teignum en skot hans fer framhjá markinu.
41. mín
Stuðningsmenn Möltu taka víkingaklappið. Gera það reyndar ekki nógu vel. 5,3 í einkunn frá mér.

37. mín
,,Áfram Ísland" heyrist frá krökkum í stúkunni. Einhverjir Íslendingar á vellinum. Róbert Agnarsson, í landsliðsnefnd, hefur ekki komið með nein ,,Áfram Ísland" öskur eins og í Zagreb.
34. mín
Hólmar Örn á skalla eftir horn en Möltumenn bjarga á línu!
34. mín
Lagleg sókn! Viðar snýr af sér varnarmann og sendir út til hægri á Arnór Smára. Hann á fyrirgjöf beint á kollinn á Elías Má en Hogg ver skalla hans frábærlega. Hogg er algör lykilmaður í liði Möltu en hann fór á kostum í 2-0 tapi gegn Englandi í síðasta mánuði.

31. mín
Birkir Már með sprett upp kantinn og Möltumenn hreinsa í horn.

25. mín
Viðar með skot sem fer ofan á slána og yfir! Arnór Smára leggur boltann út á vítateigslínuna þar sem Selfyssingurinn átti skot en hann hitti ekki markið.

Viðar fer núna út og fær aðhlynningu. Virðist hafa fengið högg á andlitið.
24. mín
Malta vill fá vítaspyrnu. Effiong dettur eftir baráttu við Hólmar. Dómarinn dæmir ekkert. Rétt held ég. Sýndist Effiong detta á blautum vellinum.
23. mín
Elías Már leikur laglega á varnarmann en fyrirgjöf hans er slök í kjölfarið.
19. mín
Þetta var skrautlegt! Sverrir á háa og erfiða sendingu til baka á Ingvar í markinu. Ingvar hittir boltann illa og Hólmar lendir í baráttu við Maltverja. Maltverjinn hefur betur en eftir mikinn darraðadans ná Íslendingar að komast fyrir skot Möltumanna og hreinsa.

Ísland fer í kjölfarið beint upp í vænlega skyndisókn. Arnór Ingvi leikur á varnarmann og kemst inn á teiginn en þar kemur annar varnarmaður og tæklar boltann í horn. Upp úr hornspyrnunni kemur skalli yfir.
18. mín
Viðar með skot úr vítateigsboganum en það fer yfir markið.
17. mín
Íslenska liðið meira með boltann hingað til en við bíðum eftir færum.
15. mín
Elías Már sendir Arnór Ingva upp kantinn vinstra megin en varnarmaður Möltu kemst fyrir fyrirgjöfina. Fín samvinna hjá Keflvíkingunum samt sem áður.
12. mín
Rólegt inni á vellinum. Í stúkunni fer maltneska lúðrasveitin á kostum.
9. mín
Maltverjar með fyrsta skotið. Clayton Failla fyrir utan teig en boltinn langt framhjá.
7. mín
Aðstoðardómarinn skiptir um flagg. Líklega af því að hitt var orðið svo blautt! Rigningin að minnka.
6. mín
Viðar Örn fær langa sendingu en móttakan svíkur hann. Hefði getað komist í færi þarna.

1. mín
Leikur hafinn
Þessi rigning er sturluð. Leikmenn eru rennblautir eftir þjóðsöngvana. Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Leikmenn labba inn á í rigningunni. Það er hellidemba. Stuðningsmannasveit Möltu er mætt og byrjuð að syngja. Fáum vonandi flottan leik.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast. Það er mjög fámennt í stúkunni ennþá.
Fyrir leik
Það gjörsamlega HELLIRIGNIR núna. Áhorfendur flýja inn enda ekki þak á annarri stúkunni. Völlurinn að fá góða vökvun fyrir leik.
Við minnum á umræðuna á Twitter. Valdar færslur með kassamerkinu #fotboltinet verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Þar sem 40 marka maðurinn Mifsud byrjar á bekknum eru mjög fá landsliðsmörk í byrjunarliði Möltu. Hér eru þau öll!

Alfred Effiong 4 mörk
André Schembri 3 mörk
Clayton Failla 2 mörk
Andrei Agius 1 mark
Fyrir leik
DJ-inn á vellinum er í banastuði. Livin la vida loca með Ricky Martin er núna á fóninum.
Fyrir leik
Samtals hafa Malta og Ísland mæst 14 sinnum í landsleik. Ísland hefur unnið tíu af þessum leikjum, Malta hefur unnið þrisvar og einu sinni hefur jafntefli verið niðurstaðan.

Ísland spilaði síðast við Möltu í nóvember árið 2008 og hafði þá betur 1-0 í vináttuleik með marki frá Heiðari Helgusyni.
Fyrir leik
Fyrstu áhorfendurnir eru mættir í stúkuna. Reiknað er með 4-5000 áhorfendum á leikinn í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarlið Möltu er klárt. Litlar breytinga eru á liðinu síðan í 1-0 tapinu gegn Slóveníu á föstudag.

Michael Mifsud, markahæsti leikmaður í sögu Möltu, byrjar þó á bekknum. Mifsud setur leikjamet ef hann kemur inn á í kvöld.

Clayton Failla kemur inn í byrjunarliðið en hann er ekki atvinnumaður í fótbolta. Clayton starfar í verksmiðju sem framleiðir flóðljós og spilar einnig með Hibernians í úrvalsdeildinni á Möltu.
Fyrir leik
Íslenska liðið er mætt út á völl í upphitunin og vallar DJ-inn er byrjaður að spila tónlist.
Fyrir leik
Michael Mifsud er langmarkahæsti leikmaður í sögu Möltu en hann hefur skorað 40 mörk í 121 landsleik á ferlinum. Þessi 35 ára gamli framherji er með 17 mörkum meira en Carmel Busuttil sem er næstmarkahæstur í sögu Möltu.

Mifsud, sem er 164 cm á hæð, spilar sinn 123. landsleik í kvöld og setur um leið leikjamet með Möltu.

Smelltu hér til að kynna þér Mifsud betur
Fyrir leik
Hinn ítalski Pietro Ghedin hefur þjálfað landslið Möltu frá því árið 2012. Hann var áður aðstoðarþjálfari ítaska landsliðsins og síðar þjálfari kvennalandsliðsins í heimalandi sínu. Ghedin hefur einblínt á varnarleikinn hjá Möltu en hann spilar með fimm manna vörn hjá liðinu.

Malta er í 178. sæti á heimslista FIFA en síðasti sigurleikur liðsins var í júní árið 2015.

Úrslit í landsleikjum Möltu á árinu
Malta 0 - 0 Moldavía
Tékkland 6 - 0 Malta
Austurríki 2 - 1 Malta
Eistland 1 - 1 Malta
Malta 1 - 5 Skotland
England 2 - 0 Malta
Litháen 2 - 0 Malta
Malta 0 - 1 Slóvenía

Smelltu hér til að kynna þér landslið Möltu
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson um Möltu:
Þetta er skipulagt lið sem spilar með fimm manna vörn. Þeir hafa ekki breytt liðinu mikið á milli vináttuleikja og leikja í keppni. Við búumst við sama liði og tapaði 1-0 gegn Slóvenum. Þar voru þeir að spila ansi vel. Þeir eru með ítalskan þjálfara og fá lítið af mörkum á sig. Þetta verður hörkuleikur.
Fyrir leik
Búið að vökva völlinn og gera allt klárt fyrir upphitunina.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið:
Mark: Ingvar Jónsson
Vörn: Ari Freyr Skúlason, Sverrir Ingi Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Birkir Már Sævarsson
Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Rúnar Már Sigurjónsson, Ólafur Ingi Skúlason (f), Arnór Smárason
Sókn: Viðar Kjartansson, Elías Már Ómarsson

Aron Elís Þrándarson er frá vegna meiðsla en hann tognaði á æfingu í síðustu viku og hefur ekki getað beitt sér af krafti síðan. Þá verður Gylfi Þór Sigurðsson ekki með í leiknum en hann meiddist lítillega gegn Króatíu.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara að detta í hús eftir nokkrar mínútur.
Fyrir leik
Malta spilaði síðast á Ta'Qali leikvanginum á föstudaginn en liðið tapaði þá 1-0 gegn Slóvenum í undankeppni HM.
Fyrir leik
Eftir talsvert bras þá höfum við náð netsambandi hér á Möltu. Hér er 20 stiga hiti, logn og fínt veður fyrir leikinn á eftir.
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Möltu og Íslands.

Um er að ræða vináttulandsleik sem fer fram á Ta'Qali leikvangnum í Möltu.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Andrew Hogg (m)
2. Sam Magri
3. Joseph Zefara
4. Gareth Sciberras ('78)
5. Andrei Aguis
7. Clayton Failla ('56)
8. Luke Gambin
10. Andre Schembri ('65)
11. Rowen Muscat
15. Steve Borg
19. Alfred Effiong ('55)

Varamenn:
12. Justin Haber (m)
6. Steve Pisani
9. Michael Mifsud ('55)
14. Paul Jean Farrugia ('65)
16. Ryan Camenzuli ('56)
17. Ryan Camilleri
18. Bjorn Kristensen ('78)
20. Daniel Zerafa
21. Ryan Scicluna

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: