Kína
0
2
Ísland
0-1 Kjartan Henry Finnbogason '64
0-2 Arnór Sigurðsson '90
10.01.2017  -  12:00
Guangxi Sports Center
Kínabikarinn
Aðstæður: 18 gráðu hiti og rignir
Dómari: Kim Jong-hyeok, Suður-Kóreru
Áhorfendur: Um 60 þúsund
Maður leiksins: Theodór Elmar Bjarnason
Byrjunarlið:
22. Chi Wenyi (m)
4. Fan Xiaodong
5. Yang Shanping
6. Gao Zhunyi
8. Cai Hulkang
9. Mao Jianging ('46)
11. Yin Hongbo ('63)
13. Deng Hanven
15. Chi Zhongguo
19. Cao Yunding ('80)
21. Hui Jiakang

Varamenn:
1. Shi Xiaotian (m)
12. Zou Dehai (m)
2. Bai Jiajun
3. Pei Shuai
7. Wang Jingbin ('80)
10. Hu Rentian ('46)
14. Feng Gang
17. Cui Min
18. Cheng Zhongliu ('63)
20. Wang Jinidan
23. Fu Huan

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Deng Hanven ('9)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VIRKILEGA GÓÐUR SEINNI HÁLFLEIKUR ÍSLENSKA LIÐSINS

Ísland er komið í úrslitaleikinn sem verður á sunnudagsmorgun klukkan 7:35 að íslenskum tíma. Mótherjinn verður Króatía eða Síle en þau lið mætast á morgun.
90. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Varnarmaður Valsmanna spilar sinn fyrsta A-landsleik.
90. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Elías Már Ómarsson (Ísland)
Þessi stórefnilegi leikmaður að koma inn í sínum fyrsta A-landsleik. Fædddur 1997 og er í herbúðum PSV Eindhoven. Sonur Guðmundar Benediktssonar.
90. mín MARK!
Arnór Sigurðsson (Ísland)
ANNAR A-LANDSLEIKUR HANS, ANNAÐ MARK! Tvö mörk í tveimur leikjum. Lét vaða við vítateigsendann eftir að hafa leikið á varnarmann og markvörður Kínverja missti boltann undir sig. Við erum komnir í úrslitaleikinn!
86. mín
Björn Bergmann nálægt því að skora sitt fyrsta A-landsliðsmark! Átti mjög góðan sprett en Kínverjar náðu að verjast með naumindum. Lítið eftir.
82. mín
Aron Sigurðarson með kraftmikið skot af löngu færi! Um að gera að láta vaða. Markvörður Kínverja varði. Ísland búið að eiga 8 skot á markið, Kína 3.
80. mín
Inn:Wang Jingbin (Kína) Út:Cao Yunding (Kína)
80. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Tekur leikmann Kínverja niður.
79. mín
Kjartan Henry með skot en það er frekar slappt, kraftlítið. Ágætis sókn hjá Íslandi.
76. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Ísland) Út:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Annar nýliði! Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson sem er fæddur 1997 og gekk nýlega í raðir Molde kemur inn í sínum fyrsta A-landsleik.
73. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Björn Daníel Sverrisson (Ísland)
Aron að leika sinn annan landsleik. Hann skoraði í sínum fyrsta, gegn Bandaríkjunum.
70. mín
Verið flottur seinni hálfleikur hjá íslenska liðinu. Mun þéttari spilamennska og öryggi í leik Íslands.
69. mín
Ef við vinnum þennan leik förum við í úrslitaleik á sunnudagsmorgun klukkan 7:35 að íslenskum tíma. Mætum Króatíu eða Síle sem leika hinn undanúrslitaleikinn á morgun.

64. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (Ísland)
Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
VÁÁÁ! Björn Daníel með svakalegan snúning, þvílík tilþrif. Fékk sendingu frá Elmari, tók rosalegan snúning og átti skot á markið sem var varið.

Kjartan Henry eins og gammur og hirðir frákastið með því að skora í autt markið. Hans fyrsta landsliðsmark!
63. mín
Inn:Cheng Zhongliu (Kína) Út:Yin Hongbo (Kína)
60. mín
Kjartan Henry í svakalegu færi en hitti boltann illa. Búið að flagga rangstöðu, þetta hefði ekki talið.
59. mín
Inn:Böðvar Böðvarsson (Ísland) Út:Kristinn Jónsson (Ísland)
Það er nýliði! Böddi löpp, leikmaður FH, spilar sinn fyrsta landsleik.
59. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland) Út:Arnór Smárason (Ísland)
Fimmti landsleikur Kjartans.
56. mín
Arnór Smárason með skot, hátt yfir.
54. mín
Birkir Már skyndilega kominn inn í vítateiginn! Frábær sprettur en varnarmaður Kínverja náði að kasta sér fyrir skotið. Annars róleg byrjun á seinni hálfleik.
49. mín
Ísland átti lofandi skyndisókn sem okkar menn unnu ekki nægilega vel úr.
47. mín
Ágætis sókn hjá Kína sem endar með skoti háááátt yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Óbreytt lið hjá Íslandi.
46. mín
Inn:Hu Rentian (Kína) Út:Mao Jianging (Kína)
45. mín
Tölfræði í hálfleik:
Með boltann: 65% - 35%
Skot (á mark): 7 (2) - 7 (4)
Heppnaðar sendingar: 84% - 67%
Horn: 5-1
Rangstöður: 1-1
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Kaflaskiptur fyrri hálfleikur en á heildina litið voru Kínverjarnir talsvert betri.

Þess má geta að ef leikurinn endar 0-0 verður farið beint í vítaspyrnukeppni.
44. mín
Deng Hanven með þokkalega skottilraun fyrir utan teig en yfir.
43. mín
Arnór Smárason með skot af löngu færi. Ekki mikill kraftur í þessu og beint á markvörð heimamanna.
40. mín
Theodór Elmar með fín tilþrif og ágætis skottilraun en markvörður Kínverja varði af öryggi. Komið meira jafnvægi í spilamennsku Íslands og sóknarþungi Kínverja aðeins minnkað.
34. mín
FRÁBÆRLEGA VARIÐ HANNES! - Þarna galopnaðist íslenska vörnin! Kína fær besta færi leiksins til þessa, hörkufæri en Hannes gerði vel og varði. Kína með 5 skot í leiknum, Ísland 4.
31. mín
Spilamennska íslenska liðsins alls ekki nægilega góð þessa stundina. Leikurinn fer bara algjörlega fram á okkar vallarhelmingi. Kína átti stórhættulega sendingu úr aukaspyrnu og skalli framhjá.
26. mín
Kínverjar haft ákveðna yfirburði síðustu mínútur og eru að hóta marki. Hafa sótt nokkuð stíft.
23. mín
Björn Daníel kom sér í skotfæri og lét vaða en talsvert framhjá.
22. mín
Kínverska liðið 63% með boltann. Íslenska liðið ekki oft yfir í þessari tölfræði.
21. mín
Bjargað á línu!
Ónákvæmar sendingar hjá íslenska liðinu að valda okkur vandræðum. Kína fékk hornspyrnu og úr henni kom skalli. Arnór Smárason við stöngina bjargaði á línu!
16. mín
Fyrsta hornspyrna Íslands. Theodór Elmar tók hana og Kári Árnason átti skalla á fjærstöng, þurfti að teigja sig í knöttinn og skallaði í hliðarnetið.
15. mín
Theodór Elmar með lipur tilþrif og frábæra sendingu á Björn Bergmann í teignum. Björn Bergmann tók vel á móti boltanum en varnarmaður Kína náði að komast fyrir skotið. Ísland að finna taktinn.
12. mín
Fyrsta marktilraun Íslands. Birkir Már með fína fyrirgjöf frá hægri á Elías Má Ómarsson sem á skot en hittir boltann illa, laflaust og auðvelt fyrir markvörð heimamanna.
9. mín Gult spjald: Deng Hanven (Kína)
Stöðvaði hraða sókn Íslands með því að toga í treyju Theodórs Elmars. Peysutog er spjald segir í laginu.
8. mín
Kína fékk hornspyrnu. Slök spyrna sem fer beint á fyrsta varnarmann. Engin hætta.
7. mín
Róleg byrjun eins og oft í ædfingaleikjum, liðin þreifa á aðstæðum.
5. mín
Það er goðsögn sem þjálfar kínverska liðið, Ítalinn Marcello Lippi sem stýrði Ítalíu til sigurs á HM 2006. Þá vann hann fjölda titla sem stjóri Juventus.
1. mín
Leikur hafinn
Kína byrjaði með knöttinn - Ísland leikur í hvítum varabúningum.
Fyrir leik
Þjóðsöngur Íslands að baki. Strákarnir tóku vel undir. Það rignir vel og það er slatti af auðum sætum. Spurning hvort veðrið hafi fengið einhverja til að hætta við að mæta?

Fyrir leik
Það er svakaleg stemning á vellinum! 60 þúsund manns á vellinum og fólk er með hárkollur, fyndna hatta og syngur hástöfum. Það er alls enginn æfingaleikjabragur á þessu. Liðin eru mætt í göngin og styttist í þjóðsöngvana fyrir leik.
Fyrir leik
Theodór Elmar Bjarnason:
Þetta er mjög spennandi verkefni. Móttökurnar hafa verið frábærar og það er greinilega mikill metnaður lagður í þetta mót. Þú færð þín tækifæri og ef þú ert ekki tilbúinn að taka þau þá áttu ekki betra skilið (um nýliðana). Ég vona að þeir hafi haldið sér í formi í fríinu og séu komnir hingað til að sýna sig og sanna. Þeir eru hérna af þeirri ástæðu að þeir eru góðir leikmenn og ég vona að þeir séu tilbúnir að grípa það.
Fyrir leik
Enginn af nýliðunum í hópnum byrjar leikinn en eins og Heimir segir þá verða væntanlega allar skiptingar nýttar. Líkur á því að einhver spili sinn fyrsta landsleik í dag.
Við viljum endilega fá líflega umræðu yfir leiknum og hvetjum ykkur til að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter. Valdar færslur birtast hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson um byrjunarliðið:
Við höfum aðeins æft tvisvar í Kína fyrir þennan leik og leitum í reynslu. Þetta er hópur sem hefur ekki spilað saman. Við leitum til þeirra leikmanna sem hafa verið með okkur áður, hafa verið á fundum og taktískum æfingum og vita út á hvað leikkerfi okkar gengur. Við erum með sex skiptingar og munum eins og alltaf í svona leikjum nýta okkur flestar af þeim að minnsta kosti.
Fyrir leik
Uppstilling Íslands:
Hannes
Birkir - Kári - Jón Guðni - Kristinn
T.Elmar - G.Victor - Björn - Arnór
Elías Már - Björn Bergmann
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað. Okkar aðalmarkvörður Hannes Þór Halldórsson er í rammanum og í varnarlínunni eru fastamennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson. Kristinn Jónsson er í vinstri bakverði og spennandi verður að sjá Jón Guðna Fjóluson aftur í eldlínunni en hann á átta A-landsleiki að baki og verður með Kára í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða. Lið heimamanna er nánast að öllu leyti skipað leikmönnum sem spila í Kína. Í íslenska liðinu vantar marga lykilmenn og því fá leikmenn sem hafa verið að banka á dyrnar og ungir leikmenn tækifæri til að sýna sig í þessari ferð. Það má þó finna nokkra leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum í undankeppni HM, menn eins og Hannes Þór Halldórsson, Birki Má Sævarsson, Kára Árnason og Theodór Elmar Bjarnason.

Smelltu hér til að sjá leikmannahóp Íslands á mótinu
Fyrir leik
Uppselt á leikinn
Mikill áhugi er fyrir mótinu í Kína og það er uppselt á leikinn, það verða um 60 þúsund manns í stúkunni. Kína er í 82. sæti á heimslista FIFA.
Fyrir leik
Þetta er undanúrslitaleikur. Liðið sem vinnur fer beint í úrslitaleikinn þar sem mótherjinn verður Króatía eða Síle en þau lið eigast við eftir sólarhring.
Fyrir leik
Góðan daginn! Það er komið að hádegisleik beint frá Kína þar sem heimamenn taka á móti Íslandi í Kínabikarnum, æfingamóti. Leikið er í borginni Nanning í suðurhluta Kína. Leikurinn verður 20 að staðartíma en klukkan 12 að íslenskum tíma. Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni og mun Hörður Magnússon sjá um lýsingu.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Kristinn Jónsson ('59)
14. Kári Árnason
19. Elías Már Ómarsson ('90)
22. Björn Bergmann Sigurðarson ('90)
25. Theodór Elmar Bjarnason ('76)

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
8. Arnór Sigurðsson ('73)
9. Óttar Magnús Karlsson ('76)
11. Kjartan Henry Finnbogason ('59)
16. Oliver Sigurjónsson
17. Orri Sigurður Ómarsson ('90)
19. Viðar Ari Jónsson
19. Sigurður Egill Lárusson
20. Böðvar Böðvarsson ('59)
20. Albert Guðmundsson ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('80)

Rauð spjöld: