Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland
0
1
Síle
0-1 Angelo Sagal '18
15.01.2017  -  07:35
Guangxi Sports Center
Úrslitaleikur í Kína
Aðstæður: 12 gráðu hiti og smá úði
Dómari: Ma Ning (Kína)
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('90)
3. Kristinn Jónsson ('66)
11. Kjartan Henry Finnbogason
14. Kári Árnason
19. Sigurður Egill Lárusson ('56)
22. Björn Bergmann Sigurðarson
25. Theodór Elmar Bjarnason ('78)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
8. Arnór Sigurðsson ('66)
9. Óttar Magnús Karlsson ('78)
16. Oliver Sigurjónsson
17. Orri Sigurður Ómarsson
19. Viðar Ari Jónsson ('66)
20. Böðvar Böðvarsson ('90)
20. Albert Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('25)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Naumt tap gegn öflugum andstæðingum. Ég hefði viljað sjá íslenska liðið skapa sér fleiri færi í þessum leik. Silfur á Kínamótinu.
93. mín
Þetta er að fjara út, Ísland líklega í sinni síðustu sókn.
90. mín Gult spjald: Cesar Pinares (Síle)
Magnús Már Einarsson
90. mín
Inn:Böðvar Böðvarsson (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
89. mín
Vel varið Ögmundur! Ísland leggur allt í sóknina og Síle fékk skyndisókn 3 gegn 2. Vargas lét vaða en Ögmundur varði í horn.
86. mín Gult spjald: Guillermo Maripan (Síle)
Braut á Birki Má.
85. mín
Hættuleg hornspyrna Síle. Boltinn af íslenskum leikmanni og í aðra hornspyrnu. Ögmundur grípur seinna hornið af öryggi.
83. mín
Galdames með sendingu inn á teiginn en Ögmundur á tánum og hirðir þennan bolta.
81. mín
Inn:Arnór Smárason (Ísland) Út:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland)
80. mín
Inn:Junior Fernandes (Síle) Út:Jose Pedro Fuenzalida (Síle)
79. mín
Hættuleg sókn Íslands! Jón Guðni með frábæra sendingu og Kjartan Henry skallaði framhjá úr dauðafæri... búið að flagga rangstöðu. Þetta hefði ekki talið.
78. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Ísland) Út:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Kom einnig inn sem varamaður gegn Kína. Það var hans fyrsti A-landsleikur.

72. mín
Inn:Carlos Galdames (Síle) Út:Carlos Carmona (Síle)
Þess má geta að Síle hefur verið 57% með boltann.

70. mín
20 mínútur til stefnu. Koma svoooo!
66. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Ísland) Út:Kristinn Jónsson (Ísland)
Viðar er leikmaður Fjölnis. Kemur hér inn í sínum fyrsta A-landsleik.
66. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Björn Daníel Sverrisson (Ísland)
Aron með tvö mörk í tveimur landsleikjum. Vonandi þrjú í þremur eftir þennan leik!
66. mín
Inn:Cesar Pinares (Síle) Út:Angelo Sagal (Síle)
Markaskorarinn tekinn af velli. Inn kemur Pinares sem skoraði gegn Króatíu í undanúrslitum.
65. mín
Björn Daníel lét vaða fyrir utan teig. Framhjá.
64. mín
Leikurinn stöðvaður vegna höfuðmeiðsla leikmanns Síle.
59. mín
Þó Síle hafi í heildina verið betra liðið þá hefur það aðeins náð einu skoti á rammann, sá bolti var inni.
56. mín
Inn:Elías Már Ómarsson (Ísland) Út:Sigurður Egill Lárusson (Ísland)
Vonandi nær þessi spennandi leikmaður að skapa mark. Áttundi A-landsleikur hans.
54. mín
Löng sending fram hjá Síle en Birkir Már hefur betur í kapphlaupi við Vargas. Vel gert Birkir.
49. mín
Úffff... Síle fékk rosalegt færi. Oscar Opazo var einn og ódekkaður við fjærstöngina eftir fyrirgjöf frá vinstri. Lét vaða á markið og hitti boltann sem betur fer illa. Hitti ekki á rammann.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Íslenska liðið var líka lakara liðið í fyrri hálfleik gegn Kína en svo breyttist það eftir hlé. Vonandi endurtekur það sig!

Heimir gerði ekki neinar skiptingar í hálfleik.


45. mín
Hálfleikur
Plúsar og mínusar við þennan fyrri hálfleik. Stærsti mínusinn að við erum undir! Síle verið meira með boltann en í lok hálfleiksins náði íslenska liðið að ógna meira. Eitthvað til að byggja ofan á fyrir seinni helminginn.
45. mín
Jón Guðni Fjóluson með bakfallsspyrnu-sendingu í teiginn í kjölfarið á aukaspyrnu en markvörður Síle nær að faðma knöttinn. Komið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, mínútu bætt við.
45. mín
Björn Bergmann nálægt því að koma sér í dauðafæri, flott sending frá Elmari en á síðustu stundu nær varnarmaður Síle að reka tá í boltann og bjarga þessu.
44. mín
Heimir Hallgríms og Helgi Kolviðs koma í mynd, eru að ræða málin. Sést greinilega að Heimir er ekki alveg nægilega sáttur við gang mála.
42. mín
Vargas einn og yfirgefinn í teignum, skallar yfir markið eftir fyrirgjöf frá vinstri.
40. mín
Íslenska liðið alls ekki náð að ógna marki Síle nægilega mikið. Meira bit í sóknaraðgerðum mótherjana þó það sé ekki gríðarlegt.
38. mín
Það þykir greinilega mjög svalt í Síle að vera með tattú á hálsinum. Annar hver leikmaður rauða liðsins að bjóða upp á það.
37. mín
Birkir Már með fína fyrirgjöf frá hægri, þrír leikmenn Íslands í teignum sem gera tilraun til að ná til knattarins en tekst ekki.
33. mín
Guillermo Maripan með skalla eftir horn en nær ekki nægilega miklum krafti í hann.
31. mín
72% heppnaðar sendingar hjá Íslandi en 91% hjá Síle.
28. mín
Síle verið með tökin á leiknum síðan liðið komst yfir.
26. mín
Síle með skot af löngu færi úr aukaspyrnu, Valencia með spyrnuna. Fín tilraun en framhjá fór boltinn.
25. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Tæklaði Vargas niður og fer í svörtu bókina.
18. mín MARK!
Angelo Sagal (Síle)
Stoðsending: Oscar Opazo
Laglegt mark hjá Sagal. Bakvörðurinn Oscar Opazo með fyrirgjöf, Sagal ákveðinn og nær að stinga sér fram fyrir Kára Árnason og skalla knöttinn á snyrtilegan hátt framhjá Ögmundi.
16. mín
Þá ógnar Síle. Boltinn lagður út eftir fyrirgjöf frá hægri, . Leonardo Valencia lætur vaða fyrir utan teig. Yfir markið.
14. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK SÍLE! Föst fyrirgjöf frá Birni Bergmann fer af varnarmanni og skýst naumlega yfir markið! Horn sem Ísland fær.
10. mín
Elmar með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu en markvörður Síle vel vakandi, kemur út og hirðir knöttinn.
9. mín
Síle með fyrirgjöf sem Ögmundur Kristinsson grípur af miklu öryggi.
6. mín
Theodór Elmar með skot með vinstri sem skoppar framhjá. Fyrsta skottilraun leiksins.
2. mín
Ísland byrjaði á því að vinna knöttinn og geysast í sókn. Sigurður Egill fór upp kantinn í baráttu við Beausejour sem náði að skýla knettinum afturfyrir. Sigurður Egill að spila sinn fyrsta A-landsleik.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað! - Þjóðsöngvarnir að baki þar sem leikmenn tóku heldur betur vel undir. Menn sungu misvel eins og gengur og gerist. Síle byrjaði með knöttinn.

Fyrir leik
Uppstilling Íslands (4-4-2):
Ögmundur
Birkir - Kári - Jón Guðni - Kristinn
T. Elmar - Björn Daníel - G. Victor - Sigurður Egill
Björn Bergmann - Kjartan Henry
Fyrir leik
Gummi Ben lýsir þessum leik á Stöð 2 Sport og segir að það hafi verið heljarinnar hátíð í aðdraganda leiksins, hljómsveitir stigu á stokk og mikið húllumhæ. Alvöru umgjörð hjá Kínverjunum. Liðin eru komin í göngin.

Fyrir leik
Þrumustuð í bítið. Byrjunarlið Síle er einnig komið inn og hægt að sjá hér til hliðar. Kínabikarinn í húfi og það væri hressandi að landa honum hér í dag.
Fyrir leik
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu
Heimir Hallgrímsson gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá sigrinum gegn Kína. Ögmundur kemur í markið eins og reiknað var með. Sig­urður Eg­ill Lárus­son og Kjart­an Henry Finn­boga­son koma einnig inn í liðið en Arn­ór Smárason og Elías Már Ómars­son fara á bekk­inn.
Fyrir leik
Arnór Smárason, leikmaður Íslands:
Það er gaman að spila úrslitaleik í þessu móti. Við sáum Síle spila við Króatíu og þeir eru með hörkulið. Virkilega góðir fótboltamenn og voru vel spilandi og náðu vel saman. Það verður erfiður leikur en skemmtilegt verkefni.

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður Íslands:
Síle er í fjórða sæti á heimslistanum og er með frábæra leikmenn. Það eru skemmtilegir Suður-Ameríkutaktar í þeim og við verðum að vera vel vakandi.
Fyrir leik
Hannes ekki í markinu
Hannes Þór Halldórsson verður ekki með í leiknum í dag. Ástæðan er sú að Hannes fékk högg á hné í sigurleiknum á móti Kína. Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru hinir markverðirnir í hópnum og líklega Ögmundur sem byrjar í rammanum.
Fyrir leik
Við Íslendingar unnum Kínverja í undanúrslitum 2-0. Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu mörkin eftir að hafa komið inn sem varamenn. Aron hefur spilað tvo A-landsleiki og skorað í þeim báðum. Hann skoraði einnig í vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum.
Fyrir leik
Síle vann Króatíu í undanúrslitum í vítaspyrnukeppni. Síle hefur nokkra öfluga leikmenn í sínum hóp á þessu móti. Með liðinu eru Carlos Carmona miðjumaður Atalanta, Jean Beausejour fyrrum leikmaður Wigan og Eduardo Vargas, fyrrum leikmaður QPR sem nú er hjá Hoffenheim.
Fyrir leik
Sunnudagurinn tekinn gríðarlega snemma! Skellið í ykkur kaffi. Framundan er úrslitaleikur Íslands og Síle á vináttumótinu í Kína. Flautað er til leiks 7:35 að íslenskum tíma, 15:35 að staðartíma.
Byrjunarlið:
1. Christopher Toselli (m)
3. Oscar Opazo
5. Paulo Diaz
6. Jose Pedro Fuenzalida ('80)
7. Leonardo Valencia
8. Carlos Carmona ('72)
9. Angelo Sagal ('66)
11. Eduardo Vargas
14. Esteban Pavez
15. Jean Beausejour
20. Guillermo Maripan

Varamenn:
2. Cristian Cuevas
4. Branco Ampuero
10. Junior Fernandes ('80)
12. Gabriel Castellon
13. Carlos Galdames ('72)
17. Rafael Caroca
18. Sebastian Vegas
19. Alvaro Ramos
21. Cesar Pinares ('66)
22. Angelo Henriquez
23. Dario Melo

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guillermo Maripan ('86)
Cesar Pinares ('90)

Rauð spjöld: