Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Stjarnan
4
6
FH
0-1 Steven Lennon '11
0-2 Kristján Flóki Finnbogason '18
Guðjón Baldvinsson '24 1-2
Hólmbert Aron Friðjónsson '37 2-2
Máni Austmann Hilmarsson '90 , víti 3-2
3-3 Kristján Flóki Finnbogason '90 , víti
Hörður Árnason '90 , misnotað víti 3-3
3-4 Veigar Páll Gunnarsson '90 , víti
Guðjón Baldvinsson '90 , víti 4-4
4-5 Böðvar Böðvarsson '90 , víti
Kristófer Konráðsson '90 , misnotað víti 4-5
4-6 Bergsveinn Ólafsson '90 , víti
04.02.2017  -  12:10
Kórinn
Fótbolta.net mótið - A deild - Úrslit
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('46)
3. Jósef Kristinn Jósefsson ('58)
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('46)
11. Arnar Már Björgvinsson ('58)
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('46)
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('58)
20. Eyjólfur Héðinsson ('46)

Varamenn:
2. Heiðar Ægisson ('46)
4. Jóhann Laxdal ('58)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('46)
8. Baldur Sigurðsson
23. Dagur Austmann ('58)
27. Máni Austmann Hilmarsson ('46)
29. Alex Þór Hauksson ('46)
77. Kristófer Konráðsson ('58)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Guðjón Baldvinsson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-ingar vinna Fótbolta.net mótið árið 2017!
90. mín Mark úr víti!
Bergsveinn Ólafsson (FH)
Bergsveinn skorar af miklu öryggi!

FH er sigurvegari Fótbolta.net mótsins í fyrsta skipti!
90. mín Misnotað víti!
Kristófer Konráðsson (Stjarnan)
Vignir ver! FH getur tryggt sér sigurinn í næstu spyrnu.
90. mín Mark úr víti!
Böðvar Böðvarsson (FH)
Sendir Svein í rangt horn.
90. mín Mark úr víti!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Sendir Vigni í rangt horn.
90. mín Mark úr víti!
Veigar Páll Gunnarsson (FH)
Veigar skorar af öryggi gegn gömlu félögunum.
90. mín Misnotað víti!
Hörður Árnason (Stjarnan)
Hörður skýtur yfir markið!
90. mín Mark úr víti!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Öruggur.
90. mín Mark úr víti!
Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan)
Tæpt var það! Vignir ver boltann inn.
90. mín
Stjarnan á fyrstu spyrnuna. Máni Austmann fer á punktinn.
90. mín
Leik lokið. Úrslitin ráðast í vítaspyrnukeppni!
90. mín
Viðbótartími í gangi. Kemur mark eða förum við í vító?
90. mín
Guðjón Baldvinsson í dauðafæri!!! Boltinn dettur dauður í teignum og Guðjón platar tvo FH-inga með því að hóta skotinu. Hann leikur til hægri og þrumar boltanum framhjá! Þarna var besta færið í síðari hálfleik!
89. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (FH)
Brýtur á Mána Austmann.
87. mín
Máni Austmann í fínu færi eftir undirbúning hjá Guðjóni Baldvinssyni en Vignir ver í horn! Upp úr hornspyrnunni fer boltinn svo í utanverða stöngina og út af.

Guðjón Baldvins er óþreytandi í fremstu víglínu og hann ógnar mikið með hraða sínum.
85. mín
Böddi löpp, Kristján Flóki og Davíð Þór eru á leið með íslenska landsliðinu til Las Vegas á morgun fyrir leikinn gegn Mexíkó á miðvikudag. Þeir eru allir að fara að taka 90 mínútur í dag.
85. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
84. mín
Máni Austmann á hornspyrnu sem fer í gegnum allann pakkann á vítateignum. Boltinn skoppaði fjórum sinnum inni á teignum en enginn Stjörnumaður né FH-ingur náði að koma við hann. Ótrúlegt!
75. mín
Þeir áhorfendur sem mættu í hálfleik eru ekki að fá neitt fyrir sinn snúð. Allt fjörið var í fyrri hálfleiknum.

Ætli við fáum samt sigurmark?
68. mín
Jón Jónsson með fyrirgjöf sem Kristján Flóki er hársbreidd fá því að pota í netið!
66. mín
Seinni hálfleikurinn ekki verið jafn fjörugur og fyrri. Við viljum fleiri mörk.

Ef það verður jafnt eftir 90 mínútur þá förum við beint í vítaspyrnukeppni!
63. mín
Kristófer Konráðsson tekur aukaspyrnuna yfir vegginn en hún er ekki nógu föst og Vignir grípur örugglega.
62. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
Heiðar Ægisson klobbar Bergsvein rétt fyrir utan vítateig. Bergsveinn klippur Heiðar niður og fær verðskuldað gult spjald.
60. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
FH með þrefalda skiptingu. Veigar kemur inn gegn gömlu félögunum.
60. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
60. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
58. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Stjörnumenn með þrefalda skiptingu til viðbótar. Búnir að gera sjö breytingar í leiknum.
58. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
58. mín
Inn:Dagur Austmann (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
53. mín
Jósef með fyrirgjöf á Hólmbert sem tekur viðstöðulaust skot á lofti. Boltinn fer hins vegar framhjá.
46. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Fjórföld skipting hjá Stjörnunni í hálfleik.
46. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
46. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
46. mín
Inn:Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Einhverjar skiptingar í hálfleik, reynum að finna út úr því.
45. mín
Hálfleikur
Frábær fyrri hálfleikur að baki. Fjögur mörk og fleiri færi. Vonandi heldur þetta áfram svona í seinni hálfleik.

FH-ingarnir voru sterkari fyrstu 20 mínútur en síðan var Stjarnan betri aðilinn.
45. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
FH-ingar brjálast fyrst og svo tryllast Stjörnumenn!

Ævar Ingi á langskot sem Vignir ver út í teiginn. Guðjón nær frákastinu og dettur eftir baráttu við Vigni. Vignir virtist þó ná boltanum.

Þorvaldur Árnason, dómari, dæmir víti og FH-ingar brjálast. Eftir að hafa rætt við sprotadómarann þá breytir Þorvaldur dómnum og spjaldar Guðjón fyrir leikaraskap. Garðbæingum er ekki skemmt yfir þeim dómi!

Mér fannst Vignir bara taka boltann og Guðjón ekki vera að leika. Ég hefði bara sagt game on... en ég er 50 metra í burtu á meðan dómararnir eru ofan í þessu.
37. mín MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
2-2! Glæsileg sókn hjá Stjörnunni endar með marki. Eyjólfur Héðinsson þræðir boltann inn á Jósef sem hleypur inn á teiginn vinstra megin. Jósef rennir boltanum með jörðina á fjærstöngina þar sem Hólmbert skorar.

Frábær sóknarbolti sem við erum að fá frá liðunum hér í Kórnum.
35. mín
Ótrúlega mörg mörk hafa verið skoruð í Fótbolta.net mótinu í ár og það markaregn heldur áfram hér í fyrri hálfleiknum. Hörkuskemmtilegur leikur!
34. mín
Guðjón Baldvinsson með skot fyrir utan teig sem Vignir ver út í teiginn. Ævar nær frákastinu en Vignir ver aftur á glæsilegan hátt!
31. mín
Jósef nálægt því að prjóna sig í gegn en Böddi löpp bjargar með tæklingu. Einhverjir Stjörnumenn í stúkunni vilja víti en Böddi fór í boltann.
30. mín
Eftir dapra byrjun hafa Stjörnumenn verið hressari síðustu 10 mínúturnar.
24. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hornspyrna frá Hilmari Árna og eftir barning á nærstönginni fer boltinn inn. Sýndist það vera Guðjón sem skoraði....mögulega sjálfsmark. Kveðum upp dóm um það í hálfleik með hjálp endursýninga.
22. mín
Guðjón Baldvinsson skallar framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri. Engin veruleg hætta þarna.
18. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stjörnumenn eru í alls konar vandræðum í vörninni og FH-ingar nýta sér það!

Eftir laglega sókn leggur Kristján Flóki út í skot á Atla Guðna. Skotið fer í Daníel Laxdal og þaðan dettur boltinn fyrir fætur Flóka sem skorar auðveldlega af stuttu færi!
13. mín
Haldór Orri í dauðafæri!! Aftur komast FH-ingar bakvið Jósef og Hörð vinstra megin. Halldór nær að komast fram fyrir Jósef en skotið er mjög laust og beint á Svein Sigurð. Þarna átti Halldór að gear betur.
11. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Atli Guðnason með laglega utanfótar sendingu inn fyrir á Lennon. Boltinn fer í svæði á milli Harðar og Jósef. Lennon skorar svo með þrumuskoti á nærstöngina framhjá Sveini Sigurði. FH 1 - 0 Stjarnan!

Ná FH-ingar að vinna Fótbolta.net mótið í fyrsta skipti í dag?
8. mín
Dauðafæri! Arnar Már á fyrirgjöf á fjær þar sem Jósef Kristinn er mættur einn og óvaldaður. Jósef tekur boltann a lofti en skotið fer yfir.
5. mín
Jonathan Hendrickx með hættulega fyrirgjöf á fjærstöng. Böddi löpp hittir boltann illa og á síðan hælspyrnu sem er hættulítil.
3. mín
Bæði lið með þriggja manna vörn í dag. Ca svona er uppstillingin.

Vignir
Jonathan - Bergsveinn - Davíð
Halldór Orri - Emil - Grétar - Böðvar
Atli - Flóki - Lennon

Sveinn
Brynjar - Daníel - Hörður
Arnar Már - Hilmar - Eyjólfur - Jósef
Hólmbert - Guðjón - Ævar
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Boðið er upp á fimm dómara kerfi í dag! Úrslitaleikur og þá eru sprota dómarar. Þorvaldur Árnason er aðaldómari.
Fyrir leik
Áhorfendur að týnast inn í Kórinn. Hvetjum alla til að mæta. Frítt inn.

Allt í beinni líka á sporttv.is!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliða. Bæði lið stilla upp virkilga öflugum liðum í dag og fáir leikmenn eru fjarri góðu gamni.

Markverðirnir Haraldur Björnsson og Gunnar Nielsen eru þó ekki með í dag. Haraldur er veikur heima og Gunnar er meiddur. Í þeirra stað standa Sveinn Sigurður Jóhannesson og Vignir Jóhannesson á milli stanganna.

Kassim Doumbia, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Bjarni Þór Viðarsson eru ekki með FH í dag og þeir Baldur Sigurðsson og Þorri Geir Rúnarsson eru ekki með Stjörnunni.

Halldór Orri Björnsson byrjar gegn gömlu félögunum en Veigar Páll er á bekknum.

Bæði lið hafa verið að prófa sig áfram með þriggja manna varnarlínu í vetur og ekki er ólíklegt að þau stilli upp í þannig kerfi í dag.
Fyrir leik
Bergsveinn Ólafsson og Jóhann Laxdal sáu um að hita upp fyrir leikinn á Snapchati Fótbolta.net í gær. Tékkið á því!

Snapchat - fotboltinet
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson og Halldór Orri Björnsson gengu báðir í raðir FH frá uppeldisfélaginu Stjörnunni í vetur. Þeir mæta gömlu félögum sínum úr Garðabæ í dag.
Fyrir leik
FH sigraði sinn riðil í Fótbolta.net mótinu með fullt hús stig en Stjarnan fékk 7 stig af 9 mögulegum.

FH sigraði ÍBV, Keflavík og Breiðablik. Stjarnan sigraði ÍA og Víking Ó. en gerði jafntefli við Grindavík.
Fyrir leik
Stjarnan vann fótbolta.net mótið árið 2014 en FH-ingar hafa aldrei hrósað sigri þar.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
Fyrir leik
Góðan og blessaðan!

Hér verður bein textalýsing frá úrslitaleik Fótbolta.net mótsins milli Stjörnunnar og FH.

Leikurinn hefst klukkan 12:10 í Kórnum en hægt er að fylgjast með hér sem og beinni sjónvarpsútsendingu á SportTv þar sem Tómas Meyer og Tryggvi Guðmundsson lýsa.

Síðan er hægt að mæta á leikinn í Kórnum en frítt er inn.
Byrjunarlið:
12. Vignir Jóhannesson (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('60)
8. Emil Pálsson ('85)
11. Atli Guðnason ('60)
18. Kristján Flóki Finnbogason
21. Böðvar Böðvarsson
22. Halldór Orri Björnsson
26. Jonathan Hendrickx
33. Grétar Snær Gunnarsson ('60)

Varamenn:
2. Daði Freyr Arnarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson ('60)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('85)
17. Atli Viðar Björnsson
23. Veigar Páll Gunnarsson ('60)
25. Stefán Andri Sævarsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('60)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Eiríkur K Þorvarðsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('62)
Jonathan Hendrickx ('89)

Rauð spjöld: