Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Í BEINNI
Besta-deild karla
HK
1' 0
0
FH
Ísland
0
2
Japan
0-1 Yui Hasagawa '11
0-2 Yui Hasagawa '15
03.03.2017  -  14:45
Algarve
Algarve bikarinn
Aðstæður: Vindur en annars góðar aðstæður
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('46)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir ('64)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('64)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('75)

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
12. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
6. Thelma Björk Einarsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir ('64)
9. Katrín Ásbjörnsdóttir ('46)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64)
10. Dagný Brynjarsdóttir ('75)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Guðmunda Óladóttir

Liðsstjórn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Gul spjöld:
Málfríður Erna Sigurðardóttir ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri Japana. Íslenska liðið náði að skapa sér mjög lítið af færum í dag og átti erfitt uppdráttar gegn sterkum andstæðingi.
90. mín
3 mínútur í viðbótartíma.
85. mín
Japanska liðið er að klára þennan leik. Ísland hefur ekki náð að fylgja eftir góðum kafla í lok fyrri hálfleiks og byrjun þess seinni.
81. mín
Yuri Kawamura í dauðafæri en Guðbjörg ver vel!
77. mín
Hættuleg sókn Japan en Katrín Ásbjörnsdóttir nær að hreinsa á endanum.
75. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Dagný hefur verið tæp vegna meiðsla. Fyrstu mínútur hennar á mótinu.
73. mín
Inn:Mana Iwabuchi (Japan) Út:Mina Tanaka (Japan)
73. mín
Inn:Emi Nakajima (Japan) Út:Kumi Yokoyama (Japan)
70. mín
Tanaka með hörkuskot fyrir utan teig sem Guðbjörg ver. Anna Björk nær frákastinu með tæklingu áður en Yokoyama kemst í boltann.
65. mín
Inn:Yuka Momiki (Japan) Út:Sonoko Chiba (Japan)
64. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
64. mín
Inn:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland) Út:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Ísland)
Sigríður Lára að leika sinn annan alvöru landsleik.
61. mín
Margrét Lára tekur aukaspyrnuna en skotið í varnarmann. Kallað eftir hendi en ekkert dæmt! Líklega réttur dómur.
60. mín
Áfram þung pressa hjá íslenska liðinu. Fanndís á skot sem fer í hendina á varnarmanni rétt fyrir utan vítateig. Aukaspyrna við vítateigslínuna!
59. mín
Ísland fær tvær hornspyrnur í röð.
56. mín
Inn:Mayu Sasaki (Japan) Út:Hikaru Kitagawa (Japan)
Kitagawa meiddist eftir tæklingu frá Katrínu Ásbjörnsdóttur. Hún er borin af velli.
48. mín
Fanndís nálægt því að sleppa í gegn en Kaede Nakamura hreinsar aftur fyrir endamörk. Hornspyrna.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
46. mín
Inn:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Sara byrjaði einnig í fyrradag og fær nú hvíld. Leikurinn í dag var 100. landsleikur hennar. Til hamingju með það Sara!
46. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)

45. mín
Hálfleikur
Eftir dapra byrjun hefur íslenska liðið sótt í sig veðrið og allt annað var að sjá liðið síðasta korterið í fyrri hálfleiknum. Brekkan er hins vegar brött þar sem tvö mörk Yui Hasagawa skilja liðin að.
42. mín
Hallbera með tvær fyrirgjafir með stuttu millibili. Varnarmenn Japan ná að koma boltanum í burtu í fyrra skipti og Ayaka grípur fyrirgjöfina í það síðara.
38. mín
Japan fær dauðafæri en Yokoyama hittir boltann ekki á fjærstönginni!
35. mín
Fanndís dæmd rangstæð í efnilegri skyndisókn Íslands. Rangur dómur samkvæmt endursýningu. Freysi brjálaður á hliðarlínunni.

Leikur Íslands á uppleið undanfarnar mínútur.
34. mín
Þarna kom fín sókn hjá íslenska liðinu. Fínt spil upp völlinn áður en fyrirgjöf Elín Mettu endar í fanginu á Ayaka.
32. mín
Japan áfram miklu meira með boltann. Íslenska liðinu gengur mjög illa að ná að tengja saman margar sendingar.
27. mín Gult spjald: Málfríður Erna Sigurðardóttir (Ísland)
Senegalski dómarinn spjaldar Málfríði fyrir tæklingu á miðjunni.
25. mín
Kumi Yokoyama með aukaspyrnu af 25 metra færi en beint í fangið á Guðbjörgu. No problem!
22. mín
Íslenska liðinu gengur ekki nógu vel að halda boltanum og sóknir liðsins hafa verið fáar. Leikmenn virðast ennþá vera að læra inn á 3-4-3 kerfið. Japan nær aftur á móti skemmtilegu spili á köflum. Margir teknískir og öflugir leikmenn í liðinu.
17. mín
Fyrsta alvöru tilraun Íslands. Fanndís með langskot sem Ayaka ver nokkuð auðveldlega.
15. mín MARK!
Yui Hasagawa (Japan)
Vond byrjun íslenska liðsins! Guðbjörg ver langskot ágætlega til hliðar en það dugir ekki til. Kumi Yokoyama nær boltanum og sendir beint fyrir á Hasagawa sem skorar auðveldlega innanfótar á lofti úr markteignum. Hasagawa í miklu stuði í byrjun leiks.
11. mín MARK!
Yui Hasagawa (Japan)
Nei nei! Yui skorar með skoti af rúmlega metra færi. Boltinn fer yfir Guðbjörgu sem stóð of framarlega.
9. mín
Mikil barátta í íslenska liðinu í byrjun leiks. Liðinu hefur þó ekki tekist að skapa sér færi ennþá.
4. mín
Kumi Yokoyama með hörkusprett inn á teiginn. Hún á síðan þrumuskot úr þröngu færi sem Guðbjörg ver út í teiginn.

Þetta var þung sókn hjá Japan en hættan er liðin hjá.
1. mín
Talsverður vindur á Algarve eins og oft áður!
1. mín
Leikurinn er hafinn! Ísland spilar í hvítum varabúningum í dag.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru í gangi. Það styttist í leik.

Fyrir leik
Byrjunarlið Japan er komið inn hér til hliðar. Sjö breytingar þar frá því í tapinu gegn Spánverjum í fyrradag!
Fyrir leik
Japan er með gríðarlega sterkt lið. Japan tapaði gegn Bandaríkjunum í úrslitum HM 2015 en í dag er liðið í 7. sæti á heimslista FIFA. Ísland er í 20. sæti á heimslistanum.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Freyr gerir átta breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Japan í Algarve bikarnum í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen og Glódís Perla Viggósdóttir eru einu leikmennirnir sem byrjuðu í jafnteflinu gegn Noregi í dag og byrja aftur í dag.

Sara Björk spilar í dag sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd.

Freyr stillir upp 3-4-3 leikkerfi í dag en hann prófaði það einnig gegn Kína í nóvember síðastliðnum.

Byrjunarlið Íslands má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Ísland tapaði 2-0 gegn Japan á Algarve mótinu fyrir tveimur árum síðan.

Freyr Alexandersson
Við erum spennt að mæta Japan. Við spiluðum við þær 2015 og það var rosalega erfitt. Það er erfiðasti leikur sem ég hef spilað síðan ég tók við kvennalandsliðinu.

Þær eru tæknilega betri en við. Þær eru með frábærar móttökur og eru vel þjálfaðar. Við höfum líkamlegan styrk og stærð fram yfir þær og ef við erum klók taktíkst þá getur allt gerst í þessu.
Fyrir leik
Gegn Noregi fengu margir nýir leikmenn tækifæri í byrjunarliðinu. Liðið verður hins vegar allt öðruvísi í dag og líkara því sem var í undankeppni EM.

Freyr Alexandersson
Ég geri ráð fyrir að ná að gera 7-8 breytingar á liðinu. Við lentum í meiðslum í gær og það er verið að vinna úr því með sjúkrateyminu í dag. Við viljum gefa fólki tækifæri til að fá stór hlutverk og fullt af mínútum. Það er bilun að spila tvo landsleiki á þremur dögum og við erum að reyna að forðast tognanir og svoleiðis."
Fyrir leik
Sandra María Jessen meiddist illa gegn Noregi og verður ekki með í dag. Dóra María Lárusdóttir meiddist einnig gegn Noregi og verður heldur ekki með í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér verður bein textalýsing frá leik Íslands og Japan í Algarve bikarnum.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrrakvöld á meðan Japan tapaði 2-1 gegn Spánverjum.
Byrjunarlið:
12. Ayaka Yamashita (m)
3. Aya Shameshiwa
4. Saki Kumagai
5. Yuri Kawamura
6. Rumi Utsugi
8. Sonoko Chiba ('65)
16. Mina Tanaka ('73)
17. Yui Hasagawa
18. Kaede Nakamura
20. Kumi Yokoyama ('73)
21. Hikaru Kitagawa ('56)

Varamenn:
1. Erina Yamane (m)
23. Sakiko Ikeda (m)
2. Saori Ariyoshi
7. Emi Nakajima ('73)
10. Mizuho Sakaguchi
11. Mana Iwabuchi ('73)
13. Rika Masuya
14. Yu Nakasato
19. Mayu Sasaki ('56)
22. Yuka Momiki ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: