Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
24' 0
1
Víkingur R.
Valur
2
1
Víkingur Ó.
Nicolas Bögild '24 1-0
Nikolaj Hansen '84 2-0
2-1 Óttar Ásbjörnsson '91
19.03.2017  -  18:15
Valsvöllur
Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('82)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('66)
9. Nicolas Bögild
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
12. Nikolaj Hansen
13. Rasmus Christiansen ('45)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('66)
23. Andri Fannar Stefánsson ('45)

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson ('66)
6. Sindri Scheving
11. Sigurður Egill Lárusson ('66)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('45) ('45)
15. Aron Elí Sævarsson ('82)
16. Dion Acoff ('66)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn voru heilt yfir betri aðilinn í þessum leik og átti því sigurinn skilið, lokatölur Valur 2-1 Víkingur Ólafsvík. Þriðji sigur Valsmann í Lengjubikarnum.
93. mín
Mirza Mujicic tekur aukaspyrnu á miðjulínunni og sendir inná teig en Anton Ari rís þar hæst og grípur boltann.
91. mín MARK!
Óttar Ásbjörnsson (Víkingur Ó.)
Boltinn berst inná teig frá hægri kanntinum og Anton Ari og Haukur Páll misskilja hvorn annan og þá mætir Óttar Ásbjörnsson og stelur boltanum af þeim og kemur honum yfir línuna.
88. mín
Inn:Leó Örn Þrastarson (Víkingur Ó.) Út:Emir Dokara (Víkingur Ó.)
88. mín
Inn:Sumarliði Kristmundsson (Víkingur Ó.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur Ó.)
87. mín
Svakaleg sókn hjá Valsmönnum sem að endar með skoti frá Sigurði Agli yfir markið.
86. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Valur)
84. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Valur)
Sindri Björnsson fær boltann fyrir utan teig og tekur þrumuskot að marki sem að Cristan Martinez ver en boltinn berst fyrir fætur Nikolaj Hansen sem að getur gert lítið annað en koma boltanum yfir línuna. 2-0.
82. mín
Inn:Óttar Ásbjörnsson (Víkingur Ó.) Út:Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
82. mín
Inn:Aron Elí Sævarsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
76. mín
Leikurinn stöðvaður. Sigurður Egill þarfnast aðhlyðningar.
74. mín
Valur fær aukaspyrnu fyrir utan teig á hægri kanntinum. Sigurður Egill tekur spyrnuna á Hauk Pál sem að þrumar boltanum yfir markið.
70. mín
Einar Karl á þrumuskot rétt fyrir utan teig sem að sleikir sleikir utanverða stöngina.
69. mín
Enn er það Valur sem að hefur öll völd inná vellinum en staðað þó ennþá aðeins 1-0.
66. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
66. mín
Inn:Dion Acoff (Valur) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur)
66. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
64. mín
Pape á hættulega fyrirgjöf inná teig en Haukur Páll er réttur maður á réttum stað og skallar í burtu.
62. mín
Kristinn Ingi næstum því sloppinn einn í gegn eftir sendingu frá Einari Karli en Cristian Martinez er fljótur út úr markinu og bæjar hættunni frá
56. mín
Dauðafæri - Kristinn Ingi á flottann bolta fyrir á óvaldaðann Arnar Svein inná teignum sem að skítur laflausu skoti að marki, hefði átti að gera betur.
53. mín
Bjarni Ólafur á góða sendingu á Kristinn Inga á hægri kanntinum sem að kemur með fyrirgjöf sem að endar í fanginu á Christian Martinez.
49. mín
Valsmenn halda boltanum vel, rétt eins og í fyrri hálfleik.
45. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Andri Fannar Stefánsson (Valur)
45. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Rasmus Christiansen (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Valur heldur betri aðilinn í fyrri hálfleik og hafa átt nánast öll færin.
44. mín
Guðjón Pétur á skot sem fer rétt yfir.
41. mín
Víkingur á aukaspyrnu fyrir utan teig. Pape tekur spyrnuna og fer boltinn beint á kollinn á Guðmundi Steini sem að skallar framhjá.
38. mín
Leikurinn stöðvaður. Tomasz Luba liggur á vellinum og þarfnast aðhlyðningar.
37. mín
Sveinn Aron er allt í öllu þessar mínúturnar en rétt í þessu átti hann skot rétt framhjá.
35. mín
Guðjón Pétur tekur frábæra aukaspyrnu fyrir utan teig sem fer beint á kollinn á Sveini Aroni og þaðan í stöngina. Víkingur sleppur með skrekkinn.
34. mín
Sveinn Aron á frábæra sendingu inná teig þar sem að Kristinn Ingi mætir og vippar boltanum yfir Christian Martinez en markið líka. Ennþá 1-0
30. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Víkingur Ó.)
27. mín
Valsmenn eru að taka öll völd á vellinum og eiga nú hverja sóknina á fætur annarri
24. mín MARK!
Nicolas Bögild (Valur)
Nicolas Bogild fær boltann fyrir utan teig og tekur þrumuskot að marki og boltinn liggur í netinu. 1-0 fyrir Valsmenn.
22. mín
Valsmenn eiga aukaspyrnu rétt fyrir utan teig
18. mín
Hætta skapaðist við mark Víkings. Einar Karl sendi boltann inní frá vinstri kannti þar sem að Sveinn Aron mætti boltanum, skaut en skotið of laust og ekkert mál fyrir Christian Martinez í markinu.
16. mín
Það er fátt um fína drætti þessar mínúturnar, en leikurinn er að spilast að mestu leyti inná miðsvæðinu. Mikil barátta í báðum liðum.
12. mín
Leikurinn stöðvaður vegna aðhlyðningar á Rasmum Christiansen sem er þó staðinn á fætur og kominn aftur inná
9. mín
Fyrsta sókn Víkings Ó. endar með fyrirgjöf frá hægri kanntinum frá Pape Mamadou Faye sem endar beint í fanginu á Antoni Ara.
6. mín
Aftur skapast hætta á vinstri kanntinum hjá Valsmönnum en Guðjón Pétur átti flotta sendingu inná Svein Aron sem að kom með fyrirgjöf sem að Víkingur varðist þó vel.
4. mín
Sveinn Aron fær boltann á vinstri kanntinum og sendir flotta fyrirgjöf fyrir markið en Hörður Ingi skallar og bæjar hættunni frá
2. mín
Það eru Valsmenn sem að sækja að Öskjuhlíðinni hér í fyrri hálfleik.
1. mín
Valsmenn byrja vel og átti Sveinn Aron skot sem að fór þó yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Það viðrar vel hér á Vodafonevellinum , fullkomið veður til þess að spila knattspyrnu.
Fyrir leik
Valur hefur spilað tvo leiki í Lengjubikarnum á þessu tímabili og hafa unnið báða leiki, þann fyrri 5-2 gegn ÍR og þann seinni 3-1 gegn HK og því er liðið á góðu skriði. Víkingur Ólafsvík hefur hins vegar spilað þrjá leiki, tapað tveimur og unnið einn og kom sá sigur gegn ÍR, 4-1. Valur situr eins og er í 2. sæti 3. riðils en Víkingur situr í 4. sætinu
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Víkings Ólafsvík frá Hlíðarenda.
Byrjunarlið:
30. Cristian Martínez (m)
Alfreð Már Hjaltalín ('82)
Kristinn Magnús Pétursson
4. Egill Jónsson
5. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Pape Mamadou Faye ('88)
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
13. Emir Dokara ('88)
21. Mirza Mujcic
24. Kenan Turudija

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
6. Óttar Ásbjörnsson ('82)
15. Sumarliði Kristmundsson ('88)
17. Brynjar Vilhjálmsson
18. Leó Örn Þrastarson ('88)
21. Pétur Steinar Jóhannsson
22. Vignir Snær Stefánsson

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic

Gul spjöld:
Kenan Turudija ('30)

Rauð spjöld: