Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Valur
3
1
ÍA
Sigurður Egill Lárusson '31 1-0
Sigurður Egill Lárusson '74 2-0
2-1 Þórður Þorsteinn Þórðarson '83 , víti
Sigurður Egill Lárusson '90 3-1
30.03.2017  -  18:00
Valsvöllur
Lengjubikar karla - A deild Riðill 3
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('45)
4. Einar Karl Ingvarsson ('82)
6. Nicolaj Köhlert ('61)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('45)
9. Nicolas Bögild ('61)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson ('61)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('45)
11. Aron Gauti Magnússon
15. Aron Elí Sævarsson ('82)
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('61)
23. Andri Fannar Stefánsson ('45)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
3-1 sigur Valsmanna staðreynd og þeir enda því í fyrsta sæti í riðlinum en ÍA í því öðru en bæði lið halda þó áfram í 8 liða úrslitin.
90. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill skorar sitt þriðja mark í leiknum eftir fína skyndisókn Valsara. Dion Jeremy vinnur boltann á miðjum vellinum og ber boltann alla leið inná teig þar sem hann sendir á Sigurð Egil sem er rólegur og afgreiðir boltann í netið framhjá Ingvari. Þrenna á Sigurð Egil í dag.
89. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
85. mín
Skagamenn berjast eins og ljón þessa stundina í leit að jöfnunarmarki.
84. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
83. mín Mark úr víti!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
82. mín
Inn:Aron Elí Sævarsson (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
79. mín
Inn:Stefán Ómar Magnússon (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
77. mín
Einar Karl á fast skot að marki sem að Ingvar Kale þarf að hafa sig allan við og ver í horn.
74. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Dion Acoff
Dion Jeremy notfærir sér lélega sendingu til baka hjá Skagamönnum, nær boltanum inná teignum, snýr og kemur með flotta sendingu á Sigurð Egil á enda teigsins sem að kemur með hnitmiðað skot og skorar, sláin inn.

Staðan því orðin 2-0 fyrir heimamenn.
72. mín
Það er mikið tempó í leiknum þessa stundina en rétt í þessu átti ÍA skyndisókn sem að endaði með skoti framhjá frá Þórði Þorsteini.
71. mín
Valsmenn eiga skyndisókn sem að endar með skoti að marki frá Sveini Andra sem að Ingvar Kale ver í horn.
65. mín
DAUÐAFÆRI. Tryggi Hrafn kemst einn í gegn eftir góðan undirbúning hjá Garðari en á laust skot sem að veldur Antoni Ara ekki miklum vandræðum. Leikurinn ætti að vera jafn.
61. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Nicolaj Köhlert (Valur)
61. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Nicolas Bögild (Valur)
56. mín
Núna voru það Skagamenn sem að áttu dauðafæri en Albert átti stungusendingu upp hægri kanntinn á Þórð Þorstein sem að kom með fasta fyrirgjöf á Trygga Hrafn sem að lætur Anton Ara verja frá sér. Besta færi Skagamanna í leiknum hingað til.
54. mín
Dauðafæri. Andri Fannar á fyrirgjöf inná teig á Nicolas Bogild sem að þrumar boltanum fyrir markið beint á Sigurð Egill sem að þrumar boltanum að marki en Ingvar Kale ver.
51. mín
Hætta skapast við mark Valsmann. Hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem að Garðar skallar í Anton Ara og boltinn berst til Tryggva Hrafns sem að á skot sem Anton Ari nær að verja.
48. mín
Valsmenn eiga skyndisókn þar sem að Nicolas Bogild endar einn gegn Ingvar Kale sem er fljótur út úr markinu og rífur boltann af Nicolas.
45. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
45. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn heldur betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍA fóru þó að taka við sér undir lokin. 1-0 í hálfleik fyrir Valsmenn.
44. mín
Hættuleg fyrirgjöf ÍA frá hægri kanntinum sem að Anton Ari þarf að hafa fyrir, hornspyrna
35. mín
Skot rétt framhjá. ÍA vann boltann á hægri kanntinum og þaðan kom fyrirgjöf sem að barst fyrir utan teig þar sem að Þórður Þorsteinn tók við boltanum og skaut föstu skoti rétt framhjá
31. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
Boltinn barst á Kristinn Inga út á hægri kantinum sem að kom með fyrirgjöf á Sigurð Egill sem að kláraði í netið.

Valsmenn því komnir yfir eftir hálftíma leik, 1-0.
30. mín
Leikurinn hefur heldur betur róast niður og er boltinn að mestu leyti á miðjum vellinum þessa stundina.
25. mín
ÍA átti rétt í þessu sitt fyrsta skot að marki sem að var þó laflaust og olli Antoni Ara engum vandræðum
18. mín
DAUÐAFÆRI. Þarna hefðu Valsmenn átt að skora. Flott spil Valsmann upp hægri kantinn sem að endaði með fyrirgjöf sem að olli vandræðum í vörn ÍA og boltinn barst til Dion Jeremy sem að skaut framhjá.
17. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
15. mín
Það eru Valsmenn sem að hafa öll völd á vellinum eins og er.
8. mín
Aftur skapast hætta við mark ÍA en núna náði Kristinn Ingi að prjóna sig í gegnum vörnina og kom skot að marki sem að Ingvar varði í horn.
4. mín
Þarna slapp ÍA með skrekkinn. Boltinn berst til Kristin Inga inná teig sem er alveg óvaldaður, einn á móti Ingvari, en Ingvar nær að verja.
2. mín
Flott fyrsta sókn Valsara. Einar Karl sendir boltann inná teig á Kristinn Inga sem að kemur með skot að marki sem að endar í fanginu á Ingvari.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Liðin tvö sitja í 1. og 2. sæti riðils 3 í A-deildinni með jafn mörg stig og því er þetta nokkurns konar úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum.
Fyrir leik
Bæði lið hafa spilað vel í Lengjubikarnum á þessu tímabili og með fullt hús stiga úr þeim fjórum leikjum sem að þau hafa spilað. Bæði lið hafa því tryggt sig áfram í 8 liða úrslitin. Í síðustu umferð fóru Valsmenn norður og spiluðu við Þórsara. Valur komst 2-0 yfir í leiknum áður en að Þórsarar jöfnuðu á tveimur mínútum. Valsarar náðu síðan að skora 2 mörk á lokakafla leiksins og tryggðu sér þannig stigin 3. Síðasti leikur ÍA var einmitt einnig gegn Þórsurum fyrir norðan þar sem að Akurnesingar unnu nauman 3-2 sigur.
Fyrir leik
Það viðrar vel til knattspyrnuiðkunar í dag hér á Hlíðarenda, sólríkt og vindur svo mikill sem enginn.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og ÍA á Vodafonevelli.
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('89)
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson ('84)
10. Steinar Þorsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hafþór Pétursson
20. Gylfi Veigar Gylfason
26. Hilmar Halldórsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('79)

Varamenn:
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Arnleifur Hjörleifsson ('89)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Oskar Wasilewski
18. Guðfinnur Þór Leósson ('84)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
27. Stefán Ómar Magnússon ('79)
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hjalti Rúnar Oddsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: