Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Grindavík
0
4
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '29
0-2 Tobias Thomsen '63
0-3 Tobias Thomsen '82
0-4 Ástbjörn Þórðarson '90
17.04.2017  -  14:00
Egilshöll
Lengjubikar karla - A deild Úrslit
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason ('30)
2. Hákon Ívar Ólafsson ('87)
5. Nemanja Latinovic
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
17. Magnús Björgvinsson ('87)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('71)
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson ('90)
99. Andri Rúnar Bjarnason

Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason
16. Jón Ásgeirsson
16. Milos Zeravica ('30)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('71)
26. Sigurjón Rúnarsson ('87)
27. Ólafur Ingi Jóhannsson ('90)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('87)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl koma inn síðar í dag
Leik lokið!
KR-ingar áttu sigurinn skilið og voru betri í leiknum.
Leik lokið!
Leik lokið! KR er Lengjubikarsmeistari í sjöunda sinn og er orðið sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar! Til hamingju KR!
90. mín MARK!
Ástbjörn Þórðarson (KR)
Stoðsending: Axel Sigurðarson
Ástbjörn fullkomnar góðan leik sinn hér í dag með marki á lokamínútu. Axel með góða fyrirgjöf inn í teig
90. mín
KR heldur boltanum innan liðsins og leyfir tímanum að renna út.
90. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Grindavík)
Björn fær hér gult spjald undir lok leiksins
90. mín
Inn:Ólafur Ingi Jóhannsson (Grindavík) Út:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Skipting hjá Grindvíkingum
89. mín
Andri Rúnar skýtur yfir. Þremur mínútum bætt við
88. mín
Sam Hewson vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað. Andri Rúnar ætlar að taka spyrnuna
87. mín
Inn:Bjarki Leósson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Tvöföld skipting hjá báðum liðum. Markaskorar KR komnir útaf
87. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
87. mín
Inn:Sigurjón Rúnarsson (Grindavík) Út:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
87. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
86. mín
Axel komst einn í gegn en Kristijan varði vel
85. mín
390 áhorfendur á leiknum. Fínasta mæting. Vonandi verður svipuð mæting á kvennaleiknum sem hefst núna klukkan 16:30. Valur-Breiðablik
84. mín
Stefnir í tvöfalda skiptingu hjá báðum liðum
83. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
KR gerir breytingu á sínu liði. Chopart búinn að eiga flottan leik
82. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (KR)
Valtýr fær gult fyrir tæklingu á Hewson
82. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
Kennie Chopart komst í gegn ásamt Tobiasi. Chopart gerði vel og lagði hann fyrir Tobias sem skaut í opið markið. 3-0 fyrir KR og þeir eru að sigla þessu heim
80. mín
Chopart kemst í álitlega stöðu en Nemanja gerir vel í vörn Grindvíkinga
77. mín
Flott spil hjá Grindavík og Dagur Ingi kemst einn í gegn en er dæmdur rangstæður.
77. mín
Rúmlega korter eftir leiknum. Fátt virðist ætla koma í veg fyrir að KR verði Lengjubikarsmeistari
73. mín
Grindvíkingar farnir að stíga örlítið framar. Eru hins vegar lítið að skapa sér færi
71. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Út:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
Hinn ungi Dagur Ingi kemur inná í stað Brynjars. Dagur er fæddur árið 2000
71. mín
Vörn Grindavíkur í vandræðum. Gunnar nær ekki að hreinsa boltann en Kristijan ver vel
70. mín
Gunnar með flotta sendingu á Magnús á vinstri kantinn. Boltinn barst til Milos og hann reyndi að renna honum innfyrir á Andra. Það tókst hins vegar ekki.
68. mín
Brynjar vinnur boltann af Ástbirni á miðjunni og boltinn berst á Andra Rúnar á vinstri kantinum. Kom hins vegar ekkert úr þessu. Grindavík þarf að fara að sækja meira ætli það sér að fá eitthvað úr þessum leik.
66. mín
Tobias nálægt því að skora aftur! Hélt boltanum vel inn í teig Grindvíkinga en náði ekki krafti í skotið
63. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
MARK! Gunnar Þorsteinsson sparkar boltanum beint upp í loftið í sínum eigin vítateig. Kristijan reynir að kýla boltann en hittir hann illa og boltinn dettur fyrir fætur Tobias sem klárar auðveldlega. 2-0 fyrir KR! Tobias skorað þrjú mörk í þremur leikjum fyrir KR síðan hann kom.
60. mín
Milos með erfitt skot hjá Grindavík. Stefán Logi ekki í miklum vandræðum með það
58. mín
Boltinn dettur fyrir Skúla Jón en Kristijan ver vel í annað horn. Ekkert varð úr seinni hornspyrnunni
58. mín
Morten Beck með langa sendingu inn fyrir vörn Grindvíkinga. Björn skallar í horn en vill fá aukaspyrnu. Fékk ekkert
56. mín
Morten Beck lék illa á Hákon Ívar og vinnur hornspyrnu
55. mín
KR búnir að ná tökum á leiknum aftur. Halda boltanum vel innan liðsins.
52. mín
Óskar Örn með gott skot fyrir utan teig en það fór framhjá
51. mín
Tóku stutta spyrnu en útfærðu hana illa. Ekkert kom út úr þessu
51. mín
Grindvíkingar fá hornspyrnu eftir að hafa haldið boltanum vel. Sam Hewson tekur spyrnuna
50. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi Rafn kemur útaf hjá KR-ingum og Valtýr Már Michaelsson kemur inn á völlinn
48. mín
Grindvíkingar byrja af krafti hér á seinni hálfleik.
46. mín
Ástbjörn með góðan sprett upp vinstri kantinn. Leikur á Brynjar og Nemanja en Björn Berg bjargar Grindvíkingum
46. mín
Leikur hafinn
KR-ingar hefja hér leik. Engar breytingar á liðunum
45. mín
Hálfleikur
Liðin rölta hér inn á völlinn, þetta er að hefjast aftur
45. mín
Hálfleikur
Marinó situr hér við varamannabekk Grindavíkur með klaka um ökklann. Vonandi er þetta ekki alvarlegt enda stutt í mót. Töluvert um smávægileg meiðsli hjá Grindavík í dag. Báðir Spánverjarnir, Will Daniels, Alexander Veigar, besti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra og Matthías Örn eru allir á meiðslalistanum
45. mín
Hálfleikur
KR verið betri í leiknum, haldið boltanum meira og fengið fleiri færi. Óskar Örn Hauksson skoraði eina mark fyrri hálfleiks gegn sínu fyrrum félagi. Vörn Grindvíkinga hefur hins vegar verið sterk og í þau fáu skipti sem Grindavík heldur boltanum innan liðsins hafa þeir skapað sér hættuleg færi og skorað meðal annars mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Seinni hálfleikurinn verður spennandi!
45. mín
Hálfleikur
Þóroddur flautar hér til hálfleiks í Egilshöll. KR leiðir 1-0 gegn Grindavík í úrslitaleik Lengjubikars karla
45. mín
KR tekur stutta hornspyrnu og boltinn berst til Morten Beck sem átti góða fyrirgjöf inn í teig Grindvíkinga. Ekkert varð hins vegar úr því
45. mín
Stefán Logi kýlir boltann fram. Fjórði dómari leiksins segir að tveimur mínútum er bætt við í uppbótartíma
45. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Ástbjörn brýtur á Brynjari
44. mín
Milos missir boltann á vallarhelmingi KR og KR-ingar bruna fram. Skotið hins vegar fram hjá
43. mín
Grindavík fær aukaspyrnu upp við hliðarlínu. Stóru mennirnir inn í teig og nær Andri Rúnar skalla á markið. Stefán Logi ver hins vegar auðveldlega
41. mín
Björn Berg Bryde á í smá erfiðleikum með nýja framherja KR, Tobias. Daninn verið öflugur í fyrri hálfleik
40. mín
Nemanja kemur aftur inn á völlinn
39. mín
Nemanja Latinovic liggur á vellinum og heldur um hné sitt. Hann var ekkert með í fyrra eftir að hafa slitið krossband. Óli Baldur Bjarnason, fyrrum leikmaður Grindavíkur hleypur inn á völlinn til þess að athuga Nemanja
35. mín
Chopart harkar þetta af sér og kemur aftur inn á
35. mín
Kennie Chopart liggur á vellinum eftir eitthvað högg. Haltrar hér útaf
33. mín
Grindvíkingar vilja fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. 50/50 dómur en KR-ingar brunuðu svo fram og voru tveir á móti einum en tókst ekki að skora
30. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Milos Zeravica (Grindavík)
Skipting hjá Grindavík. Marinó haltrar lítillega útaf og engir sénsar teknir. Milos Zeravica, nýjasti leikmaður Grindvíkinga kemur inn á
29. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
MARK! Vel útfærð aukaspyrna hjá KR. Pálmi Rafn renndi boltanum til hliðar og Óskar Örn negldi honum inn í markið!
29. mín
KR með aukaspyrnu á hættulegum stað
27. mín
Virtist eins og aðstoðardómarinn hafi ekki verið viss um hvort þetta væri rangstæða eða ekki. Hann tók hins vegar rétta ákvörðun
27. mín
Grindvíkingar ná aftur að halda boltanum og skilar það marki frá Andra Rúnari. Aðstoðardómarinn tók sér hins vegar góðan tíma í að hugsa og dæmdi Andra rangstæðann. Líklega réttur dómur en hann var full lengi að dæma
24. mín
Óskar Örn með fallega klippu en skotið hátt yfir. Grindvíkingar vildu fá aukaspyrnu skömmu áður en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins hefur leyft leiknum að fljóta vel í upphafi leiks
23. mín
Ekkert verður úr hornspyrnu KR-inga. Willum vill að lið sitt haldi athygli og vill fá einbeitningu
22. mín
Hákon missir boltann rétt fyrir framan sinn eigin vítateig og KR vinnur hornspyrnu
21. mín
KR er svona sirka 70% með boltann en eru ekki að ná að brjóta upp sterka vörn Grindavíkur. Þeir gulu ná hins vegar lítið að halda boltanum innan liðsins
15. mín
Morten Beck með góða fyrirgjöf á kollinn á Chopart. En hann náði ekki krafti í skallann og auðvelt fyrir Kristijan að verja
11. mín
Grindvíkingar ná loksins að halda boltanum innan liðsins og það skilar sér í gott færi! Aron Freyr komst í gegn en var í erfiðri stöðu og skaut framhjá
8. mín
Kennie Chopart komst einn í gegn en skot hans misheppnaðist og átti Kristijan ekki í miklum erfiðleikum með að verja
7. mín
KR-ingar byrja betur hérna á upphafsmínútunum. Heldur boltanum vel en Grindvíkingar eru þéttir varnarlega
5. mín
KR-ingar með gott færi! Arnór Sveinn með frábæra sendingu yfir Gunnar Þorsteinsson og átti Óskar gott skot en það var varið af Kristijan
3. mín
Byrjunarlið Grindavíkur er:

Kristijan
Nemanja - Björn Berg - Gunnar
Brynjar Ásgeir - Sam Hewson - Hákon Ívar - Marínó Axel
Aron Freyr - Andri Rúnar - Magnús
2. mín
Bæði lið leika sömu taktík, 3-4-3. Byrjunarlið KR er þannig:

Stefán Logi
Skúli Jón - Indriði - Arnór Sveinn
Beck - Pálmi Rafn - Finnur Orri - Ástbjörn
Óskar - Tobias - Chopart
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Grindvíkingar hefja leik
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! Grindvíkingar hefja leik
Fyrir leik
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur ber eldgamalt fyrirliðaband, með merki Landsbankadeildarinnar gömlu
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn undir FIFA stefinu
Fyrir leik
Liðin eru komin inn í búningsklefa enda aðeins fimm mínútur í að leikurinn byrji!
Fyrir leik
Óskar Örn Hauksson er hér að mæta sínum gömlu félögum en hann lék með Grindavík áður en hann gekk til liðs við KR. Hins vegar er enginn í leikmannahópi Grindavíkur sem lék með Óskari á tíma sínum hjá félaginu. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur lék þó með Óskari
Fyrir leik
Óhætt er að segja að KR-ingar hafi meiri reynslu en Grindvíkingar í leikjum sem þessum. Í byrjunarliði Grindvíkinga eru hins vegar Sam Hewson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson og þekkja þeir fátt annað en að vinna með FH
Fyrir leik
Margir ungir leikmenn eru á varamannabekkjum liðanna, strákar fæddir á árunum 1998-2000. Einhverjir þeirra fá án efa að spreyta sig í leiknum á eftir
Fyrir leik
Þetta er ekki eini leikur félaganna um titil en körfuboltalið félaganna mætast í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og hefst einvígi KR og Grindavíkur á morgun. Hvet alla til að horfa á þá seríu
Fyrir leik
Nú styttist óðum í leikurinn hefjist og eru liðin farin að hitta upp af miklum krafti
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús! Það vantar töluvert af leikmönnum í lið Grindvíkinga og þá byrjar nýjasti leikmaður þeirra, Milos Zeravica á bekknum. KR stillir upp afar reyndu liði og þá fær hinn ungi Ástbjörn Þórðarson tækifærið en hann byrjaði einnig undanúrslitaleikinn gegn FH
Fyrir leik
Vegna hundleiðinlegs veðurs, þá hvet ég alla til þess að skella sér í hlýjuna í Egilshöll og mæta á þessa veislu sem er framundan. Fyrst er það þessi úrslitaleikur Grindavíkur og KR en eftir hann verður risa leikur er Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna
Fyrir leik
Það eru átta ár liðin síðan lið vann Lengjubikarinn að vori og varð svo Íslandsmeistari að hausti. Það voru FH-ingar sem gerðu það árið 2009.
Fyrir leik
Fyrst var leikið til úrslita í Lengjubikarnum árið 1996 en ÍA sigraði fyrstu keppnina. Úrslitaleikurinn í dag verður sá 22. í röðinni. Alls hafa sjö lið unnið keppnina. KR og FH eru með sex titla, ÍA þrjá, Valur og Breiðablik tvo og ÍBV og. Grindavík með sitt hvorn titilinn.
Fyrir leik
Grindvíkingar hafa ekki riðið feitum hesti í Lengjubikarnum undanfarin ár. Það er orðið langt síðan Grindavík komst í úrslitakeppni Lengjubikarsins. Síðast þegar Grindavík komst upp úr riðli sínum þá gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu keppnina, en það var árið 2000.
Fyrir leik
KR og FH eru sigursælustu lið Lengjubikarsins, með alls sex titla. Með sigri í dag komast KR-ingar því á toppinn yfir flesta titla.
Fyrir leik
KR-ingar urðu Lengjubikarsmeistarar í fyrra eftir sigur á Víkingi Reykjavík en á leið sinni í úrslitaleikinn unnu þeir Þór í 8-liða úrslitum, 4-1 og Íslandsmeistara FH í undanúrslitum, 2-1.
Fyrir leik
Grindvíkingar lögðu Skagamenn, 4-1 í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins og unnu svo KA eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum.
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð og verið velkomin á þennan úrslitaleik Lengjubikars karla í Egilshöll! Liðin sem eigast við í dag eru ríkjandi Lengjubikarsmeistarar KR og nýliðar Grindavíkur.
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('50)
2. Morten Beck
3. Ástbjörn Þórðarson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('83)
11. Tobias Thomsen ('87)
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('87)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Axel Sigurðarson
20. Robert Sandnes
21. Bjarki Leósson ('87)
24. Valtýr Már Michaelsson ('50) ('83)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('87)

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Henryk Forsberg Boedker
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valþór Hilmar Halldórsson
Jón Hafsteinn Hannesson

Gul spjöld:
Valtýr Már Michaelsson ('82)

Rauð spjöld: