Kópavogsvöllur
fimmtudagur 27. apríl 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Breiðablik 1 - 0 FH
1-0 Rakel Hönnudóttir ('46)
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðablik ('71)
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('89)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Samantha Jane Lofton ('46)
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('92)
22. Rakel Hönnudóttir (f)
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
11. Fjolla Shala
15. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('92)
17. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('46)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('89)

Liðstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir
Sandra Sif Magnúsdóttir
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Ingibjörg Sigurðardóttir ('65)
Heiðdís Sigurjónsdóttir ('93)

Rauð spjöld:
Ingibjörg Sigurðardóttir ('71)

@haflidib Hafliði Breiðfjörð


93. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-0 sigri Breiðabliks. Viðtöl og skýrsla koma á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Heiðdís Sigurjónsdóttir (Breiðablik)
Braut á Meagan og FH fær aukaspyrnu fyrir utan teig.
Eyða Breyta
92. mín Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Breiðabliks.
Eyða Breyta
90. mín
387 áhorfendur borguðu sig inn á Kópavogsvöll í kvöld. Miðaverðið hefur hækkað hérna og í dag kostaði 2000 krónur á leikinn.
Eyða Breyta
89. mín Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)

Eyða Breyta
88. mín
Caroline í fínu færi en skaut yfir mark Blika.
Eyða Breyta
87. mín Alda Ólafsdóttir (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH)

Eyða Breyta
86. mín
Selma með skot langt utan af velli sem Sonný greip.
Eyða Breyta
86. mín
Byrjað að rigna vel á völlinn hérna í Kópavoginum.
Eyða Breyta
84. mín
Munaði engu að Svava skallaði boltann í markið en Harris varði vel, greip boltann á línunni.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)

Eyða Breyta
83. mín
Stórhætta við mark Blika en í tvígang missti Helena Ósk af boltanum í dauðafæri.
Eyða Breyta
78. mín Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)

Eyða Breyta
75. mín
Caroline Murray með skot að marki Blika en Sonny greip.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Guðný Árnadóttir (FH)
Fyrir brot út við hliðarlínu.
Eyða Breyta
73. mín
Kristín Dís með þrumuskot að marki fyrir utan teig en enn einu sinni ver Harris frábærlega.
Eyða Breyta
73. mín
Rakel Hönnudóttir bakkar niður í miðvarðarstöðuna í fjarveru Ingibjargar.
Eyða Breyta
71. mín Rautt spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Ingibjörg fær sitt annað gula spjald fyrir að fara aftan í Karolínu Leu við miðlínu vallarins. Algjör óþarfi og hún vissi að hún væri á gulu spjaldi.
Eyða Breyta
68. mín
Rakel með gott skot fyrir utan teig sem stefndi í bláhornið en Harris varði mjög vel. Hún hafði skömmu áður komið út í teiginn og varið vel frá Svövu Rós.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Fyrir brot út við hliðarlínu.
Eyða Breyta
64. mín
María Selma virðist ætla að harka af sér og er komin inná að nýju.
Eyða Breyta
63. mín
Karoína Lea í góðu færi gegn Sonny en skaut föstu skoti rétt framhjá marki Breiðabliks.
Eyða Breyta
61. mín
María Selma Haseta er studd af velli eftir að hafa meiðst í tæklingu. FH þarf að gera skiptingu.
Eyða Breyta
60. mín
Klukkutími liðinn og leikurinn hefur jafnast. FH sækir meira eftir að þær fengu markið á sig en eru þó ekki að skapa hættuleg færi.
Eyða Breyta
51. mín
Kristín Dís með skot framhjá marki FH.
Eyða Breyta
50. mín
Halla Marinósdóttir með skot langt utan af velli sem Sonný átti auðvelt með að grípa.
Eyða Breyta
46. mín MARK! Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Rakel Hönnudóttir var á auðum sjó í vítateig FH og afgreiddi færið sitt mjög vel. Blikar komnir yfir!
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
46. mín Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Samantha Jane Lofton (Breiðablik)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Kópavoginum og enn markalaust. Breiðablik er betra liðið en hefur ekki nýtt sér þau færi sem þær hafa fengið.
Eyða Breyta
43. mín
Ekkert að gerast síðustu mínúturnar. FH hefur sótt í sig veðrið en ekki enn komist inn í vítateig Blikanna í kvöld.
Eyða Breyta
30. mín
Hálftími liðinn af leiknum. Breiðablik er mikið meira með boltann og er að skapa sér færi meðan FH er að verjast og nær ekki að skapa sér nein færi.
Eyða Breyta
22. mín
Hildur Antonsdóttir skallar framhjá marki FH eftir aukaspyrnu.
Eyða Breyta
19. mín
Berlind Björg í dauðafæri. Rakel stakk boltanum inn á hana og hún komst ein gegn markverði FH en setti boltann rétt framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
10. mín
Fanndís aftur með skot fyrir utan teig, nú í varnarmann og yfir markið.
Eyða Breyta
9. mín
Fanndís með skot fyrir utan teig með grasinu en framhjá marki FH.
Eyða Breyta
9. mín
Svona stilla liðin upp í dag.

Breiðablik
Sonný
Arna Dís - Ingibjörg - Heiðdís - Samantha
Selma Sól - Hildur
Rakel Hönnudóttir
Svava Rós - Berglind - Fanndís

FH
Lindsey
Erna Guðrún - Guðný - Megan - María Selma
Rannveig - Halla
Selma Dögg
Bryndís Hrönn - Karolína - Caroline
Eyða Breyta
6. mín
Fanndís í fínu færi eftir mistök Guðnýar Árnadóttur en Lindsey varði frá henni.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Breiðablik byrjaði með boltann og leikur í átt að Sporthúsinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Breiðablik leikur í grænum peysum og hvítum buxum og sokkum eins og vanalega, FH í hvítum peysum, svörtum buxum og sokkum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ómar Stefánsson vallarstjóri hleypur hér um völlinn og eltir gæsir sem hafa tekið sér stæði á miðjum vellinum. Eftir nokkrar tilraunir gáfust þær upp fyrir honum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Megan Dunnigan sem var tæp fyrir leikinn byrjar hjá FH í kvöld.

Miðverðirnir Melkorka Katrín Pétursdóttir, Lilja Gunnarsdóttir og Ingibjörg Rún Óladóttir eru allar meiddar og ekki með í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjar hjá Blikum eftir að hafa verið á bekknum í leik meistara meistaranna gegn Stjörnunni. Sandra Sif sem byrjaði þann leik er meidd og ekki í hóp í dag.

Andra Rán Hauksdóttir, Guðrún Arnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir eru ekki með Breiðabliki í dag en þær eru í skóla í Bandaríkjunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hefur gert miklar breytingar á liði sínu frá síðustu leiktíð, Jeannette Williams sem var einn besti markmaður deildarinnar í fyrra er farin frá þeim sem og sóknarmennirnir Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Alex Aulas. Þá fóru þær Nótt Jónsdsóttir og Viktoría Valdís Guðrúnardóttir í Stjörnuna og liðið hefur einnig misst Maggý Lárentínusdóttur, Margréti Sif Magnúsdóttur, Guðrúnu Björgu Eggertsdóttur og Sigmundínu Söru Þorgrímsdóttur.

Í staðinn hefur félagið fengið Megan Dunnigan sem spilaði með ÍA í fyrrasumar, Caroline Murray frá Finnlandi og Lindsey Harris frá Bandaríkjunum auk leikmanna sem snúa aftur úr láni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik hefur misst sterka leikmenn frá síðasta tímabili því þær Hallbera Guðný Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Olivia Change og Ragna Björg Einarsdóttir eru allar farnar.

Liðið hefur fengið Heiðdísi Sigurjónsdóttir frá Selfossi, Söndru Sif Magnúsdóttur frá Fylki og Samantha Lofton frá Bandaríkjunum auk þriggja leikmanna sem komu frá Augnabliki úr láni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik endaði tímabilið í fyrra í 2. sæti með 39 stig en FH endaði í fyrra í 6. sæti með 17 stig. Breiðabliki er spáð 3. sæti í deildinni í sumar en FH 8. sæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik hefur oft átt í erfiðleikum með FH þrátt fyrir að Blikar séu almennt í toppbaráttu en FH í botnbaráttu.

Fyrri leik liðanna í fyrra sem fór fram í Kaplakrika lauk með markalausu jafntefli en þeim síðari með 5-1 sigri Breiðabliks. Árið 2014 vann Breiðablik báða leikina stórt en árið 2013 vann FH fyrri leikinn í Kaplakrika 3-1 og sá síðari endaði með 2-2 jafntefli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
0. Halla Marinósdóttir
0. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('78)
4. Guðný Árnadóttir (f)
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir
8. Megan Dunnigan
9. Rannveig Bjarnadóttir ('87)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
17. Maria Selma Haseta
18. Caroline Murray

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
11. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
17. Alda Ólafsdóttir ('87)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('78)
26. Nadía Atladóttir

Liðstjórn:
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Snædís Logadóttir
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:
Guðný Árnadóttir ('74)
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('83)

Rauð spjöld: