Ásvellir
fimmtudagur 27. apríl 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Fínar. Rennisléttur dúkurinn, 4°C en smá vindur.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 180
Maður leiksins: Katrín Ásbjörnsdóttir
Haukar 1 - 5 Stjarnan
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('9)
Sunna Líf Þorbjörnsdóttir , Haukar ('19)
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('20, víti)
1-2 Vienna Behnke ('38)
1-3 Katrín Ásbjörnsdóttir ('78)
1-4 Guðmunda Brynja Óladóttir ('84)
1-5 Írunn Þorbjörg Aradóttir ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
0. Tara Björk Gunnarsdóttir
7. Hildigunnur Ólafsdóttir ('67)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f) ('85)
12. Marjani Hing-Glover ('85)
13. Vienna Behnke
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
18. Alexandra Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
5. Rún Friðriksdóttir ('85)
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('85)
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('67)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir
20. Hrafntinna M G Haraldsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('19)

@ThorirKarls Þórir Karlsson


90. mín Leik lokið!

Eyða Breyta
90. mín MARK! Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan), Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir
Katrín leggur boltann út á Írunni fyrir utan teig sem á flott skot sem Tori ræður ekki við. Átti sennilega að verja þetta.
Eyða Breyta
89. mín
Guðmunda Brynja vinnur boltann af varnarmanni Hauka, rennur boltanum fyrir í átt að Katrínu, en Katrín er í aðeins of litum skóm til að ná til boltans.
Eyða Breyta
87. mín Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
85. mín Rún Friðriksdóttir (Haukar) Sara Rakel S. Hinriksdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
85. mín Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Marjani Hing-Glover (Haukar)

Eyða Breyta
84. mín
Allar flóðgáttir að opnast hérna.

Katrín Ásbjörns með flotta fyrirgjöf beint á kassann á Guðmundu sem rennur en nær að halda sér á fótum og klárar vel!
Eyða Breyta
84. mín MARK! Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan), Stoðsending: Katrín Ásbjörnsdóttir

Eyða Breyta
82. mín Nótt Jónsdóttir (Stjarnan) Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Nótt kemur inn fyrir Sigrúnu sem er búin að eiga fínan leik.
Eyða Breyta
78. mín MARK! Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
Katrín Ásbjörns kemur Stjörnunni í 3-1.

Miðjumaður Stjörnunar setur boltann innfyrir á milli bakvarðar og miðvarðar. Guðmunda Brynja með flotta sendingu fyrir á Katrínu sem klárar vel.


Eyða Breyta
76. mín
Sigrún Ella í algjöru dauðafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri kanntinum en setur boltann hátt, hátt yfir!
Eyða Breyta
75. mín
Marjani með hættulega fyrirgjöf af hægri kanntinum sen varnarmaður Stjörnuna skallar boltann upp í loft og Gemma grípur hann.
Eyða Breyta
70. mín
Guðmunda Brynja kemst í dauðafæri, ein á móti Tori eftir frábæra sendingu frá Kartínu, en er flögguð rangstæð.

Katrín búin að vera allt í öllu í sóknarleik Stjörnunar í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
69. mín
Eftir fllottan samleik hjá Katrínu og Guðmundu fer boltinn út til hægri á Sigrúnu Ellu, en eins og svo oft áður í leiknum er fyrirgjöfin slök.
Eyða Breyta
67. mín Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar) Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
Hildigunnur hoppar á einum fæti af vellinum.
Eyða Breyta
65. mín
Katrín Ásbjörns með flottan sprett og eftir góðan samleik fer boltinn á Guðmundu Brynju sem á slakt skot sem fer beint á Tori í markinu.
Eyða Breyta
60. mín
Guðmunda með flottan sprett upp hægri kanntinn, en fyrirgjöfin er slök og Stjörnustúlka kemst í boltann.
Eyða Breyta
57. mín
Lítið sem ekkert að gerast þessar mínúturnar, Stjarnan meira með boltann, en ógna marki Hauka ekki neitt.
Eyða Breyta
47. mín María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan) Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Þessi skipting átti að eiga sér stað í hálfleik, en fjórði dómarinn vildi ekki helypa Maríu inná alveg strax, Stjarnan hóf því seinni hálfleikinn með aðeins 10 leikmenn inná.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks, Stjörnustúlkur mun sterkari aðilinn, en Haukar gerðu vel í því að minnka muninn einum færri.
Eyða Breyta
44. mín
Sigrún Ella kemst í gott færi, en í stað þess að skjóta ákveður hún að renna boltanum í áttina að Guðmundu, sendingin er hins vegar slök og sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Vienna Behnke (Haukar), Stoðsending: Marjani Hing-Glover
Haukar minnka muninn!

Alexandra með glæsilegan sprett á miðjunni, kemur boltanum út til hægri á Marjani sem gefur boltann fyrir, beint á kollinn á Viennu sem klárar vel.
Eyða Breyta
37. mín
Guðmunda Brynja sleppur innfyrir eftir flotta stungusendingu frá Láru Kristínu, en missir boltann of langt frá sér og Tori kemst í boltann.
Eyða Breyta
30. mín
Lára Kristín Pedersen í ágætis stöðu inní teig Hauka eftir fyrirgjöf frá hægri, en hittir boltann illa og skóflar honum yfir markið. Þriðja markið liggur í loftinu!
Eyða Breyta
29. mín
Sigrún Ella kemst innfyrir vörn Hauka, en er í þröngri stöðu þegar hún nær skoti að marki og Tori ver í horn.
Eyða Breyta
28. mín
Guðmunda Brynja með skalla framhjá eftir aukaspyrnu.
Eyða Breyta
26. mín
Vienna Behnke með aukaspyrnu sem fer rétt yfir.
Eyða Breyta
22. mín
Katrín Ásbjörns með skot frá D-boga sem fer vel yfir markið eftir flottann sprett hjá Sigrúnu Ellu á hægri kanntinum.
Eyða Breyta
20. mín Mark - víti Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Tori fer í rétt horn, en nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
19. mín Rautt spjald: Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)
Vítaspyrna!

Sunna ver boltann með hendinni eftir skalla að marki.

Það er Katríns Ásbjörns sem fer á punktinn.
Eyða Breyta
12. mín
Katrín Ásbjörns með aukaspyrnu hægra meginn við vítateginn sem fer beint á kollinn á Guðmundu Brynju, sem skallar framhjá.
Eyða Breyta
9. mín MARK! Guðmunda Brynja Óladóttir (Stjarnan), Stoðsending: Kristrún Kristjánsdóttir
Fyrirgjöf utan af velli eftir hornspyrnu hægra meginn frá, sem hrekkur til Guðmundu sem getur ekki annað en klárað færið.
Eyða Breyta
7. mín
Írunn Þorbjörg með skot fyrir utan teig sem fer framhjá eftir sofandagang í vörn Hauka.
Eyða Breyta
4. mín
Sigrún Ella með slakann skalla að marki eftir fyrirgjöf af vinstri vængnum sem Tori í markinu ver auðveldlega. Stjarnan talsvert meira með boltann þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann í meðvind.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin rölta nú inná völlinn ásamt dómurum leiksins og ungum stúlkum úr 6. og 7.fl Hauka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leikinn munu þrír heiðursgestir heilsa uppá leikmenn liðanna, en það eru þeir Guðni Bergsson formaður KSÍ, Sæmundur Friðjónsson fromaður knd. Stjörnunar og Samúel Guðmundsson formaður Hauka.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er fyrsti leikurinn síðan 2003 sem Stjarnan spilar án bæði Hörpu Þorsteinsdóttur og Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur og koma Stjörnustúlkur eflaust til með að sakna þeirra í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru búin að vera að hita upp í talsverðan tíma núna og það styttist í að þau komi sér aftur til búningsherbergja.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, en það sem vekur hvað mesta athygli er það að þær Donna Key Henry og Berglind Hrund Jónasdóttir byrja á bekknum hjá Stjörnunni, en Berglind lék einmitt sinn fyrsta landsleik í vetur, hún er tekin út úr liðinu fyrir Gemmu Fay landsliðsmarkvörð skota sem gekk til liðs við Stjörnuna í vetur.

Fátt sem kemur á óvart hvað varðar byrjunarlið heimastúlkna, allir nýju leikmenn liðsins klárir í slaginn.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er hinn ungi Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er hinn ungi Helgi Mikael Jónasson og honum til aðstoðar eru þeir Gylfi Tryggvason og Þórður Arnar Árnason.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan muni verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra, en nýliðum Hauka er spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin verða tilkynnt klukkutíma fyrir leik.

Í lið Íslandsmeistarana vantar að sjálfsögðu markadrottninguna Hörpu Þorsteinsdóttur sem er að koma til baka eftir barnsburð sem og fyrirliðan Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur sem er ólétt og verður því ekki neitt með Stjörnunni í sumar. Einnig vantar í lið Stjörnunnar Telmu Hjaltalín sem kom frá Blikum í vetur, en hún er með slitið krossband og verður því ekkert með í sumar.

Búast má við því að allir nýju leikmenn Hauka verði með í kvöld sem og hin unga Alexandra Jóhannsdóttir, en það verður gaman að fylgjast hvernig henni mun vegna í deidlinni í sumar, spennandi leikmaður þar á ferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og gleðilega hátíð.

Fyrsti leikdagur í Pepsí-deild kvenna og hér munum við fylgjast með gangi mála í leik Hauka og Íslandsmeistara Stjörnunnar.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Gemma Fay (m)
0. Ana Victoria Cate
4. Kim Dolstra
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Sigrún Ella Einarsdóttir ('82)
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir ('87)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('47)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir (m)
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
14. Donna Key Henry
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir ('87)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('47)
19. Birna Jóhannsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir ('82)
24. Bryndís Björnsdóttir

Liðstjórn:
Þóra Björg Helgadóttir
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: