Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Breiðablik
1
3
KA
0-1 Darko Bulatovic '17
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '43
0-3 Ásgeir Sigurgeirsson '67
Andri Rafn Yeoman '70 1-3
01.05.2017  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Rok og rigning. Mjög blautur völlur.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1141
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
8. Arnþór Ari Atlason ('61)
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('87)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman ('80)

Varamenn:
12. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('61)
13. Sólon Breki Leifsson ('87)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('80)
21. Viktor Örn Margeirsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('66)
Kolbeinn Þórðarson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA mætir með trukki í Pepsi-deildina. Velkomnir segi ég bara. Blikar voru of kaflaskiptir og brothættir varnarlega í þessum leik. Sanngjörn úrslit.

Skýrsla og viðtöl frá Tómasi Meyer á leiðinni.
93. mín
Blikar vilja víti. Fá ekki.
91. mín
AFTUR SLÁIN! Þung sókn Breiðabliks. Sólon Breki varamaður átti skot í slá og svo kom skalli sem Rajko varði. Uppbótartíminn hefðbundnar 3 mínútur.
89. mín
Daníel Hafsteinsson með skot sem Gunnleifur ver í horn.
87. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
87. mín
SKOT Í SLÁ!!! Oliver með hörkuskot í slána!
86. mín Gult spjald: Bjarki Þór Viðarsson (KA)
85. mín Gult spjald: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
85. mín
Guðmundur Friðriksson með skot af löngu færi. Auðvelt fyrir Rajko.
84. mín
Oliver með skot sem fór af varnarmanni og framhjá... horn.
81. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
80. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Strákur fæddur 2000 mættur inn. Aldamótabarn.
79. mín
Aleksandar Trninic verið afskaplega öflugur á miðjunni hjá KA. Alvöru trukkur sem Blkar hafa verið í vandræðum gegn.
77. mín
Andri Rafn Yeoman skallar yfir eftir hornspyrnu. Skyndilega komin meiri trú í Blikana virðist vera.
75. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
74. mín
Blikar farnir að ná að skapa sér fleiri færi. Rajko að verja í þessum skrifuðu. Þetta mark hefur gefið þeim smá byr.
72. mín
Stuðningsmenn KA verið frábærir í dag. "Þetta er enginn heimavöllur" sungu þeir áðan.
70. mín MARK!
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Guðmann hreinsar frá beint á Andra Rafn, hann tekur á móti boltanum á lofti og skýtur í hornið! Það er enn líf í Blikunum...

Skotið var ekki fast og ég set nokk stórt spurningamerki við Rajko þarna.
67. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
FRÁBÆRT MARK! Hallgrímur Mar renndi boltanum inn í teiginn frá hægri og þar var Ásgeir og tók skotið í fyrsta.

Ásgeir smellhitti boltann, glæsilegt skot upp í fjærhornið!

Blikar eru í bullinu!
67. mín
Stórhætta við mark Breiðabliks! Þarna munaði ekki miklu að KA næði fram þriðja markinu!
66. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Fyrir brot.
63. mín
Gunnleifur ver skot frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.
61. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Krulli Gull mættur. Arnþór Ari átti ekki góðan dag.
60. mín
Martin Lund sem lítið hefur látið til sín taka í leiknum tekur fínt skot sem Rajko ver vel.
56. mín
Hallgrímur Mar með skot beint í varnarvegginn úr aukaspyrnu frá hættulegum stað.
52. mín
Guðmundur Friðriksson og Callum Williams lentu í árekstri í teignum. Guðmundur liggur eftir. Fékk högg á höfuðið. Leikurinn stopp.
49. mín
Blikar reyna að koma boltanum inn í teiginn. Þeir hafa ekki náð að skapa sér mörg opin færi í þessum leik. Tokic ekki fengið að moða úr miklu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Eiga Blikar einhver svör?

45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Minnum á snappið okkar: Fotboltinet - Og minnum líka á kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um Pepsi-deildina á Twitter.
45. mín
KA heldur bara áfram! Ásgeir Sigurgeirsson með skot framhjá. Það er ljóst að Blikar þurfa að rífa sig rækilega í gang!

43. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
KA BÆTIR VIÐ MARKI!

Hallgrímur Mar með aukaspyrnu, sem Blikar voru ósáttir við að fá dæmda á sig, og sendir boltann inn í teiginn.

Elfar Árni á skalla sem Gunnleifur blakar frá, Elfar tekur frákastið sjálfur og skorar.

Gunnleifur var ekki í jafnvægi þarna og leit ekki vel út.
42. mín
Það hefur verið jafnræði með liðunum en vörnin hjá Blikum er alls ekki lík sjálfri sér. Ekki fallegur fótbolti en þetta eina mark er það sem skilur að.

Hallgrímur Mar fær óvænt dauðafæri! Lúrir þarna í teignum þar sem boltinn fellur fyrir hann. Hallgrímur tekur boltann á lofti en skýtur framhjá!
39. mín
Hættuleg sókn KA en Damir nær á síðustu stundu að koma knettinum í horn.
36. mín
Breiðablik í góðri stöðu rétt fyrir utan teig en Martin Lund með lélega sendingu ætlaða Tokic. Rajko handsamar knöttinn.
35. mín
KA fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Darko tók spyrnuna og skaut naumlega framhjá.
34. mín
Inn:Emil Lyng (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
27 ára Dani mætir inn hjá KA. Steinþór meiddur.
31. mín
Hætta við mark KA en Rajko kom út og náði að handsama knöttinn. Steinþór Freyr er ekki heill og biður um skiptingu.
28. mín
Guðmann mættur aftur inn. Góðar fréttir fyrir KA.
27. mín
Guðmann Þórisson liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu. Yrði hrikalega vont fyrir KA ef Guðmann getur ekki haldið leik áfram. Hann lagðist allt í einu niður.
25. mín
Steinþór Freyr leggur boltann út á Trninic sem lætur vaða við vítateigsendann en hátt yfir markið.

23. mín
Þetta mark hefur virkað þungt högg fyrir Blika sem eru eins og þeir eru í losti. KA stjórnað ferðinni algjörlega og einokað boltann þessar fyrstu mínútur eftir markið.
17. mín MARK!
Darko Bulatovic (KA)
Stoðsending: Steinþór Freyr Þorsteinsson
KA HEFUR TEKIÐ FORYSTUNA!

Steinþór renndi boltanum til vinstri þar sem vinstri bakvörðurinn Darko var mættur og náði að koma boltanum í netið úr nokkuð þröngri stöðu.

Vörn Blika leit ekki vel út þarna. Gísli og Guðmundur Friðriks í miklum vandræðum.

16. mín
Þess má geta að samanlagður aldur þeirra markvarða sem hér eru að leika er 83 ár. Menn að leita í reynsluna.
14. mín
Blikar að ná upp fínni spilamennsku og eru talsvert meira með knöttinn.
10. mín
Aðstæður gera þennan leik nokkuð tilviljanakenndan og það þarf lítið til að stórhætta skapist ef menn koma boltanum í og við teiginn.

8. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK KA EFTIR HORNSPYRNU! Boltinn skýst milli manna í teignum og á endanum á Davíð Kristján sem skýtur í varnarmann og framhjá. Fyrsta ógn Blika í leiknum.
6. mín
Samskiptaörðugleikar í vörn Breiðabliks en þeir sleppa með skrekkinn. Hallgrímur Mar með skot beint á Gunnleif. Þarna sást aðeins að Gísli er ekki vanur því að spila í miðverði.
4. mín
Aðstæðurnar setja strax mark sitt á leikinn. Menn eru að renna á þungum og blautum vellinum.
2. mín
Fyrsta skot leiksins. Ásgeir Sigurgeirsson en beint í fangið á Gunnleifi. Það er fín stemning á vellinum þrátt fyrir vont veður.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrjuðu með knöttinn. Það er rok og hellirigning. Íslenskt og gott!
Fyrir leik
Túfa þjálfari KA byrjar á því að ganga út og snerta grasið og signa sig. Fer síðan til stuðningsmanna KA og ber á brjóstið. Þvílíkur maður. Liðin eru komin út á völl...
Fyrir leik
Bö-vélin færir þær fréttir að í liði KA séu þrír leikmenn sem eru fyrrum starfsmenn Kópavogsvallar; Guðmann, Elfar Árni og Steinþór. Af þeim þremur fær Steinþór langbesta dóminn frá Bö, var víst svakalegur í slættinum.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl í upphitun og fjölmiðlamenn að hella í sig Kópavogsdjúsnum. 2017 útgáfan prýðileg. Spenna í lofti.
Fyrir leik
Þökkum góð viðbrögð á Snapchat. KA-maður sem sendi okkur þær upplýsingar að Hrannar væri meiddur en ætti að vera klár í næsta leik.
Fyrir leik
Uppstilling Blika (4-3-3):
Gulli
Guðmundur - Gísli - Damir - Davíð
Oliver - Arnþór - Andri Rafn
Aron - Tokic - Martin Lund

Uppstilling KA (4-3-3):
Rajko
Bjarki - Guðmann - Callum - Darko
Trninic - Steinþór - Almarr
Ásgeir - Elfar - Hallgrímur
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Gísli Eyjólfs miðvörður eins og við höfðum greint frá. Nýja sóknartríóið byrjar.

Hjá KA vantar Hrannar Björn Steingrímsson en ekki hef ég upplýsingar um ástæðuna. Að öðru leyti ekkert óvænt í byrjunarliðinu þar. Archie Nkumu og Davíð Rúnar Bjarnason eru meiddir.
Fyrir leik
Kópavogsvöllur lítur prýðilega út en það er búið að rigna og blása vel í allan dag. Þokkalegur vindur í augnablikinu en vonandi mun lægja áður en flautað verður til leiks.


Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson sér um að dæma leikinn í dag. Tveir af okkar allra bestu aðstoðardómurum eru honum til halds og trausts, Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Túfa, þjálfari KA:
Það er spenna hjá mér, leikmönnum og öllum sem koma nálægt þessu. Við höfum beðið lengi eftir þessu. Það er rúta klár sem fer frá Akureyri og það er líka mikið af stuðningsmönnum KA fyrir sunnan. Schiötharar eru með þetta allt á hreinu. Ég reikna með mörgum KA mönnum á vellinum.
Fyrir leik
Fylgist með...
Breiðabliki gekk ekki nægilega vel í markaskorun í fyrra og Arnar Grétars skellti sér út á markaðinn og náði í þrjá sóknarmenn á einu bretti. Króatinn Hrvoje Tokic, Daninn Martin Lund Pedersen og Reykvíkingurinn Aron Bjarnason eiga að búa til mörk í Kópavoginum.

KA er með öflugan hóp og leikmenn sem eru ákveðnir í að sanna sig i Pepsi-deildinni. Þar á meðal er hinn tvítugi Ásgeir Sigurgeirsson, stórskemmtilegur leikmaður sem vert er að gefa gaum.

Í hjarta varnar KA er svo Guðmann Þórisson sem lék með meistaraflokki Breiðabliks 2005-2009 áður en hann fór til FH. Öflugur varnarmaður sem er algjör lykilhlekkur í Akureyrarliðinu.
Fyrir leik
Velkomnir KA-menn!
KA er komið aftur upp í deild þeirra bestu eftir tólf ára fjarveru. Gaman að fá þá gulu aftur upp og það er mikil eftirvænting í þeirra röðum fyrir þessum leik. Það verður góð mæting að norðan í Kópavoginn í dag.
Fyrir leik
Miðvarðavandræði Breiðabliks
Miðjumaðurinn Gísli Eyjólfsson á að fá það hlutverk að spila með Damir Muminovic í hjarta varnar Breiðabliks í dag samkvæmt okkar heimildum. Elfar Freyr Helgason er á láni í Danmörku og þá er Viktor Örn Margeirsson ekki kominn í stand eftir meiðsli.
Fyrir leik
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan hátíðardag verkamanna. Ég tek mér ekki frí frekar en leikmenn og starfslið Breiðabliks og KA sem eigast við á Kópavogsvellinum klukkan 17 í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
Byrjunarlið:
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
5. Guðmann Þórisson (f)
7. Almarr Ormarsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('75)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('81)
19. Darko Bulatovic
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('34)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson ('75)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('81)
28. Emil Lyng ('34)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Halldór Hermann Jónsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Bjarki Þór Viðarsson ('86)

Rauð spjöld: