Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
ÍA
2
4
FH
0-1 Steven Lennon '15
Tryggvi Hrafn Haraldsson '28 1-1
Tryggvi Hrafn Haraldsson '33 2-1
2-2 Steven Lennon '35
2-3 Kristján Flóki Finnbogason '66
2-4 Steven Lennon '78
30.04.2017  -  17:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Flottar aðstæður á Norðurálsvellinum. Næstum logn og léttskýjað
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('86)
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson ('80)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski ('67)

Varamenn:
33. Ingvar Þór Kale (m)
10. Steinar Þorsteinsson ('67)
17. Ragnar Már Lárusson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('86)
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Gylfi Veigar Gylfason
26. Hilmar Halldórsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('80)

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum sigri ríkjandi Íslandsmeistara FH. Skýrsla og viðtöl á leiðinni innan skamms.
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna og það er þrem mínútum bætt við.
86. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA) Út:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
86. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
85. mín
Þarna munaði litlu að FH myndi setja 5 markið en þeir fá hornspyrnu í staðinn.
80. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
78. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Viðar Björnsson
MAAARRRKKKKK!!! Steven Lennon skorar þriðja markið sitt í dag og gerir væntanlega út um þennan leik. Hann skoraði örugglega eftir góða sendingu frá AVB.

Frábær sókn hjá FH þar sem Atli Guðnason sýndi gæði sín svo sannarlega. Hann sýndi frábær tilþrif og renndi boltanum á nafna sinn.
76. mín
Kristján Flóki með gott skot að marki sem Páll Gísli blakaði yfir.
71. mín
Atli Viðar Björnsson er kominn inn á. Honum leiðist ekki að skora á skaganum. Skoraði tvö mörk í fyrra. En við þessar breytingar datt Kristján Flóki niður í "wing back" í stað Þórarins Inga.
71. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
71. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Halldór Orri Björnsson (FH)
67. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Patryk Stefanski (ÍA)
66. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Jonathan Hendrickx
MAAAARRRKKKKKK!!! Kristján Flóki skallaði boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf frá Jonathan Hendrickx. Sláin inn.

Miklar væntingar gerðar til Flóka og margir sem spá honum markakóngstitlinum.
65. mín
Sr Guðni Már Harðarson, prestur í Lindarkirkju og stuðningsmaður ÍA og Stoke stýrir hér hvatningaöskrum stuðningsmanna ÍA
62. mín
Hinumeginn á vellinum var Albert Hafsteinsson kominn einn inn fyrir á móti Gunnari en hélt ekki haus og Gunnar náði að verja slakt skot hans. Mjög dapur varnarleikur hjá FH-ingum.
62. mín
Dauðafæri sem Þórarinn Ingi fór illa með! Halldór Orri flikkaði boltanum með skalla meðfram marki ÍA, Þórarinn Ingi kom á ferðinni en skóflaði boltanum framhjá.
58. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Það er ekki mikið búið að vera í gangi fyrr en nú en Þórarinn Ingi fær gult fyrir brot.
48. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu af svipuðum stað og FH þegar þeir skoruðu fyrra mark sitt.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Átti Böddi löpp að fá rautt í fyrri hálfleik?
Böðvar Böðvarsson mikið í umræðunni á samskiptamiðlum. Hann rak löppina í höfuð Þórðar Þorsteins Þórðarsonar þegar hann lá á vellinum á 40. mínútu leiksins og fékk svo að líta gula spjaldið fyrir brot stuttu seinna.

Þegar Böðvar hafði svo brotið af sér á gulu spjaldi sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport: "Ef að Böðvar Böðvarsson ætlar að hanga inná verður hann að ná stjórn á skapinu sínu. Hann hagar sér eins og fífl."


Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Virkilega skemmtilegur fyrri hálfleikur búinn. Mér finnst eins og ÍA hafi byrjað leikinn ekki trúandi því að þeir gætu gert eitthvað en þegar mörkin komu hjá báðum liðum að þá virtist trúin koma. FH eru sterkari en það hefur kannski verið í 3 - 4 gír. Spurning hvort að þeir setji í þann 5.
45. mín
Fyrri hálfleikur er að líða undir lok.
41. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi löpp fær gult fyrir brot. Böddi mjög pirraður.
40. mín
Það eru komin 4 mörk í leiknum og það eru tveir menn sem skora þau. Tryggvi Hrafn sem búið er að tala um fyrir mótið sem hugsanlega vonarstjörnu sem þurfi að bæta markaskorun. Hann skoraði eitt mark í fyrra og er komin með tvö nú þannig að það er strax bæting.
38. mín
Seinnar mark FH var af dýrari gerðinni. Halldór Orri átti sendingu inn í teig ÍA, varnarmaður ÍA skallaði boltann í burtu og þar kom Lennon á ferðinni og nelgdi boltanum í netið. Stórfenglegt mark.
36. mín
Fyrsta umferð Pepsí 2017 er að byrja af krafti! En svo ég fari aðeins yfir seinna mark ÍA fyrir ykkur að þá átti Emil Pálson skelfilega sendingu til baka, Albert Hafsteinsson fékk boltann og náði stórgóðri sendingu á Tryggva Hrafn sem af miklu öryggi setti boltann í markið framhjá Gunnari.
35. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
MAAAARRRKKKKKK!!!! Lennon ætlar ekki að tapa þessum leik. Með skot innan úr teig ÍA, þrusu skot sem fór í fjærhornið.

Hallur Flosason reyndi að skalla boltann frá í teignum en Lennon tók hann á lofti og klíndi honum í netið. Þvílík afgreiðsla hjá Lennon!
33. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MAAAARRRKKKKK!!!! Tryggvi Hrafn er að springa út í þessum leik! Albert Hafsteinsson með stoðsendinguna. Sama uppskrift og í fyrra markinu. ÍA er komið yfir!

Emil Pálsson með skelfilega sendingu til baka sem Albert hirðir og refsar grimmilega!

Tryggvi skoraði aðeins eitt mark í fyrra en er búinn að tvöfalda þann fjölda strax í fyrri hálfleik fyrsta leiks.
31. mín
Halldór Orri átti háa sendingu inn í teig þar sem Kristján Flóki skallaði boltann sem fór rétt yfir markið og í þaknetið. Ágætis tilraun.
30. mín
Við erum komin með leik í hendurnar. Vonandi að bæði lið vakni og gefi þeim ágætis fjölda áhorfenda sem eru mættir á Norðurálsvöllinn, eitthvað fyrir peninginn.
28. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MAAAARRRKKKK!!!! Þetta er gegn gangi leiksins það verður að segjast. Gunnar Nielsen hafði farið í skógarhlaup og var ekki kominn í markið þegar Albert náði að koma sendingu á Tryggva Hrafn sem skallaði boltann örugglega í netið.

Frábærlega gert hjá Alberti að velja það frekar að senda boltann en að skjóta.
25. mín
Ekki mikið í gangi. FH heldur boltanum einstaklega vel og virðast gulir og glaðir ekki eiga breik í þá eins og er. Vonandi fyrir stuðningsmenn ÍA að Eyjólfur hressist
18. mín
Áhorfendur (stuðningsmenn ÍA) eru ósáttir við þennan aukaspyrnudóm sem skapaði markið. Held að óhætt sé að segja að þeir hafi eitthvað til síns máls, þessi aukaspyrnudómur var í ódýrari kantinum. En FH eiga þessa forystu skilyrðislaust. Eru búnir að vera betri.
15. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
MAAAARRRKKKKK! Steven Lennon skorar beint úr aukaspyrnu. Boltinn fór yfir Pál Gísla í markinu sem átti að gera betur þarna. Vel tekin spyrna engu að síður hjá Lennon Boltinn hafði viðkomu í varnarveggnum áður en hann söng í netinu.
14. mín
FH fær aukaspyrnu af c.a. 20 metra færi.
12. mín
Hornspyrnan skilaði engu. Boltinn flaug yfir teiginn.
11. mín
ÍA fær hornspyrnu.

9. mín
FH-ingar eru sterkari að sem af. Skagamenn hafa ekki átt færi.

Kristján Flóki með skot yfir markið. Þarna hefði Flóki átt að senda boltann á Steven Lennon sem var dauðafrír og aleinn.
5. mín
ÍA er að spila 4-4-2.

Páll Gísli
Hallur - Robert - Hafþór - Aron
Þórður - Arnar Már - Yussuf - Patryk
Albert - Tryggvi
5. mín
FH spilar 3-4-3

Gunnar
Beggi -Davíð - Böddi Löpp
Jonathan- Crawford - Emil - Þórarinn Ingi
Halldór Orri - Kristján Flóki - Lennon
3. mín
Hendrickx í dauða dauða færi fyrir opnu marki en skýtur langt yfir. Vel gert hjá Lennon í aðdragandanum, fínt þríhyrningaspil í teig heimamanna.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta!
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. 5 mínútur í fyrsta leik í Pepsí 2017.
Fyrir leik
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, segir í viðtali við Arnar Björnsson á Stöð 2 Sport að það hafi verið miklar framfarir á meiðslum Garðars Gunnlaugssonar síðustu daga og að hann sé tilbúinn að koma inn ef á þarf að halda. Þá talar Arnar um að Ingvar Kale sé að glíma við meiðsli.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er einhver smá viðhöfn sem verður á vellinum fyrir leik. Það verður lesin upp orð um gullaldarlið ÍA og í kjölfarið mínútu þögn.

Í framhaldinu af því verður Ármann Smári fyrrum fyrirliði ÍA heiðraður en hann þurfti að leggja skónna á hillunu vegna meiðsla sem hann hlaut í lok síðasta tímabils.

Að lokum verður heilsað upp á bæði lið og munu fyrirliðar liðanna kynna leikmenn sína.

Guðni Bergson formaður KSÍ er á vellinum og mun taka þátt í þessari viðhöfn eins og Magnús Guðmundsson formanni ÍA, Jóni Rúnari Halldórssyni formanni FH, Einari Brandsyni úr bæjarstjórn Akraness, Gísla Gíslasyni úr stjórn KSÍ og Hulda Birna Baldursdóttir framkvstj KFÍA
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín er dómari leiksins í dag og honum til halds og trausts eru Frosti Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson.


Minnum svo á að þeir sem eru virkir á Twitter mega endilega nota myllumerkið #fotboltinet og þá er aldrei að vita nema valdar færslur muni birtast í textalýsingunni.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru kominn hér inn til hliðar. Það er kannski áhugavert að sjá hjá Skagamönnum er Páll Gísli í markinu en ekki Ingvar Kale.

Atli Guðna er svo á bekknum hjá FH.
Fyrir leik
Á síðasta tímabili fóru leikir félaganna á þann veg að í fyrri umferð mótsins höfðu FH sigur í Hafnarfirðinum 2 - 1. Bjarni Þór og Atli Viðar skoruðu mörk FH en Jón Vilhelm Ákason skoraði mark ÍA.

Seinni umferðin fór fram á Norðurálsvellinum og þar hafði FH einnig sigur. 1 - 3. Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði mark ÍA en Atli Viðar Björnsson skoraði 2 fyrir FH og Jeremy Serwy skoraði 1.
Fyrir leik
Samkvæmt tölfræði KSÍ hafa ÍA og FH mæst í 69 leikjum á vegum KSÍ. Er þá um að ræða bikarkeppni, deildarleiki, lengjubikar/deildarbikar-leikir.

Þar hefur FH haft sigur í 29 leikjum, um 16 jafntefli hafa verið að ræða og FH hefur tapað 24 leikjum.

ÍA hefur haft sigur í 24 leikjum og tapað í 29 leikjum.
Fyrir leik
Hér má sjá spá Fótbolta.net fyrir FH.

Spá Fótbolta.net
1 sæti: FH
Fyrir leik
Hér má sjá spá Fótbolta.net fyrir ÍA.

Spá Fótbolta.net
10.sæti:ÍA
Fyrir leik
Það er hefðbundinn leikur að áður en tímabilið hefst, birta fjölmiðlar spár sínar um hverjr muni sigra deildina og hverjir munu þurfa bíta í það súra epli að falla um deild. Fótbolti.net spáir því að Skagamenn muni verma 10 sætið þegar síðasti leikur sumarsins veður flautaður af. Aftur á móti og engum að óvörum, er FH spáð Íslandsmeistartitlinum. Enda er FH handhafi titilins síðustu tvö keppnistímabil og eru ógnarsterkir, hvort sem um er að ræða bara á pappír eða á vellinum.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð! Gleðidagur í dag fyrir alla unnendur knattspyrnu á Íslandi. Pepsí deild karla er að hefja sig til flugs. Ég ætla að textalýsa fyrir ykkur leik ÍA og FH sem fram fer á Flórídaskaganum í dag kl. 17:00. Fylgist með.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH:
Gulli (Gunnlaugur Jónsson) er búinn að gera frábæra hluti uppi á Skaga og við vitum að þetta verður erfiður baráttuleikur. Ég er löngu búinn að ákveða leikkerfið. Svo kemur það bara í ljós hvernig það verður á sunnudaginn.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon ('86)
8. Emil Pálsson
18. Kristján Flóki Finnbogason
21. Böðvar Böðvarsson
22. Halldór Orri Björnsson ('71)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('71)
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('71)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('71)
23. Veigar Páll Gunnarsson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('86)
33. Grétar Snær Gunnarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Axel Guðmundsson

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('41)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('58)

Rauð spjöld: