ÍBV
0
0
Fjölnir
Hafsteinn Briem '14
30.04.2017  -  17:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Ágætisveður. Blautt en vindur í sögulegu lágmarki. Völlur í flottu standi.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 622
Maður leiksins: Derby Carrillo
Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Andri Ólafsson ('60)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('73)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('84)

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
9. Mikkel Maigaard
15. Devon Már Griffin
18. Alvaro Montejo ('73)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
30. Atli Arnarson ('84)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Matt Garner
Jón Ólafur Daníelsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Hjalti Kristjánsson
Georg Rúnar Ögmundsson
Gunnar Þór Geirsson

Gul spjöld:
Arnór Gauti Ragnarsson ('18)
Pablo Punyed ('49)

Rauð spjöld:
Hafsteinn Briem ('14)
Leik lokið!
Engin dramatík. 1 stig á lið.
Skýrsla og viðtöl á leiðinni.

Þangað til næst. Sjáumst.

90. mín Gult spjald: Igor Jugovic (Fjölnir)
Fyrir brot.
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn.

Ivica með skot beint á Derby. Fáum við dramatík?
87. mín
Marcus Solberg með skalla eftir horn en boltinn rétt framhjá.
86. mín
Ægir Jarl með góðan sprett og fínt skot en Derby ver í horn.
84. mín
Inn:Atli Arnarson (ÍBV) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
80. mín
Alvaro með skot fyrir utan teig en beint á Þórð í markinu sem slær boltann yfir og lætur varnarmenn sína heyra það.
77. mín
Vá. Birnir með enn einn sprettinn, skilur Jónas Tór eftir í sárum sínum, sendir boltann fyrir markið en Þórir setur boltann framhjá.
75. mín Gult spjald: Ivica Dzolan (Fjölnir)
Læti. Stúkan er brjáluð. Arnór Gauti liggur eftir viðskipti sín við Ivica Dzolan. Gult spjald niðurstaðan.
73. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Fjölnir) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Breytingar á liðunum.
73. mín
Inn:Alvaro Montejo (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
71. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
69. mín
Igor Jugovic með skot framhjá.
67. mín
Marcus Solberg með skot úr teig en Matt Garner með frábæran varnarleik og kemst fyrir skotið.
65. mín
Ingimundur með frábæran sprett á hægri og kemur sér inn í teig. Nær góðu skoti með vinstri fæti en Derby ver meistaralega.
62. mín
Seinni hálfleikurinn svipaður og sá fyrri. Gestirnir mun meira með boltann og sækja látlaust.
60. mín
Inn:Matt Garner (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
Fyrsta breyting heimamanna. Stúkan býður Matt Garner hjartanlega velkominn aftur. Virkilega gaman að sjá hann í hvítu treyjunni á nýjan leik.
57. mín Gult spjald: Ingimundur Níels Óskarsson (Fjölnir)
Fyrir brot á Pablo.
52. mín
Birnir Snær er búinn að vera virkilega sprækur þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks. Stórhættulegur.
49. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Pablo brýtur af sér eftir frábæran sprett Birnis upp vinstri kantinn. Aukaspyrna á hættulegum stað. Ingimundur Níels tók spyrnuna en boltinn á einhvern ótrúlegan hátt í gegnum allan pakkann og afturfyrir.
48. mín
Brotið á Felix rétt fyrir utan teig gestanna. Pablo stendur yfir boltanum.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni 45.
46. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Igor Taskovic (Fjölnir)
Ágúst Gylfa gerði eina breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Verður forvitnilegt að sjá hvaða skilaboð Kristján sendir sína menn með inn á völlinn.

Liðin eru komin út á völl. Seinni 45 að byrja.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Sjáumst eftir 15.
45. mín
Jónas Tór Næs skallar boltann aftur fyrir í horn eftir góða sókn gestanna.
43. mín
Fjölnismenn liggja á ÍBV. Heimamenn sennilega sáttari við stöðu leiks.
37. mín
Stúkan og Gunnar Heiðar vilja fá víti. Gunnar snéri snyrtilega á varnarmann Fjölnis sem tók hann nokkuð þéttum tökum. Dómari leiksins veifaði þessu burt.

Það eru að færast læti í leikinn og stuðningsmenn Fjölnis taka við sér. Eyjamenn láta ekki mikið í sér heyra í stúkunni.
33. mín
Gunnar Már í mjög góðu skotfæri inni í teig en skotið beint á Derby.
31. mín
Eyjamenn bjarga á línu! Horn frá vinstri og þar stendur Hans Viktor aleinn inni í teig, skallar boltann inn í markteig þar sem Gunnar Már potar boltanum í átt að marki. Derby bjargaði með fótunum á línu áður en heimamenn komu boltanum í horn.

Tæpt.
28. mín
Lítið um alvöru færi. Meira af tæklingum og látum.
20. mín
Fjölnismenn sækja mun meira, 11 gegn 10. Þetta verður erfitt fyrir heimamenn.
18. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Fyrir brot við miðlínu.
16. mín
Aukaspyrnan fer af varnarmanni og í horn. Hans Viktor nær skallanum úr horninu en boltinn framhjá.
14. mín Rautt spjald: Hafsteinn Briem (ÍBV)
Vá! Mistök í vörn Eyjamanna. Marcus Solberg nær boltanum og er að sleppa einn í gegn. Hafsteinn grípur til örþrifaráða og tosar Marcus niður. Rautt spjald sennilega hárréttur dómur.
13. mín
Fyrrum leikmaður ÍBV, Herra Fjölnir, Gunnar Már með flotta takta fyrir utan teig. Nær skotinu en það af varnarmanni og afturfyrir.
10. mín
Guðmundur kollegi minn vill meina að Fjölnismenn séu að spila 4-2-3-1.
5. mín
Mario Tadejevic tekur spyrnuna en boltinn framhjá markinu.
4. mín
Fjölnir fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Hættulegt.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV byrja með boltann. Sækja í átt að Dalnum.
Fyrir leik
Athygli vekur að Andri Ólafs er með fyrirliðabandið hjá heimamönnum. Kíki á málið á eftir.
Fyrir leik
17:00. Liðin á leið inn á völlinn.
Fyrir leik
Heimamenn virðast vera að henda í basic Mike Basset, four-four-f????ng-two.

Hef ekki hugmynd um hvernig Fjölnismenn stilla upp. Kemur alltsaman í ljós bráðlega.
Fyrir leik
16:54. Styttist.

Liðin ganga til búningsherbergja.
Fyrir leik
Hálftími til stefnu. Veit ekki með ykkur en ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson byrjar í sókn ÍBV en hann er spilandi aðstoðarþjálfari Eyjamanna. Gunnar er 34 ára missti af stærsta hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Þá vekur athygli að Andri Ólafsson er í byrjunarliðinu.

Hjá Fjölni er strákur fæddur 1998, Sigurjón Már Markússon, óvænt í byrjunarliðinu en hann er að spila sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Sigurjón er bakvörður.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
ÍBV og Fjölnir hefja leik í Pepsi-deildinni klukkan 17 í Vestmannaejum. Eyjamönnum er spáð 9. sæti en Grafarvogsliðinu því sjötta.

Einar Kristinn Kárason, fréttaritari Fótbolta.net í Vestmannaeyjum, lýsir leiknum í beinni textalýsingu.

Kristján Guðmundsson stýrir ÍBV í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni. Hann hefur sótt leikmenn eins og færeyska landsliðsmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu og hinn efnilega Arnór Gauta Ragnarsson til að reyna að hleypa lífi í sóknarleik Eyjamanna sem var ansi dapur í fyrra.

Fjölnismenn þekkja það vel að fylla í skörð lykilmanna en þeir hafa misst mjög öfluga leikmenn úr sínum hópi. Þórður Ingason markvörður er tekinn við fyrirliðabandinu á þeim bænum.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV:
Fjölnismenn eru óskrifað blað eins og við. Þeim hefur gengið rosalega vel síðustu tvö ár og voru nálægt Evrópusæti í fyrra. Þeir eru með sterkt lið og eru búnir að styrkja sig. Fjölnismenn eru alltaf vel skipulagðir. Við þurfum að kafa ofan í það hvernig þeir spila og reyna að finna svör við þeirra leik. Ég held að við getum komið ansi mörgum á óvart. Við höfum fengið nýja leikmenn og misst leikmenn en ég tel að hópurinn sé sterkari en í fyrra.
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('71)
2. Mario Tadejevic
5. Ivica Dzolan
6. Igor Taskovic ('46)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
18. Marcus Solberg
26. Sigurjón Már Markússon
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('73)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('46)
7. Bojan Stefán Ljubicic ('73)
10. Ægir Jarl Jónasson ('71)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
13. Anton Freyr Ársælsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Eva Linda Annette Persson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Ingimundur Níels Óskarsson ('57)
Ivica Dzolan ('75)
Igor Jugovic ('90)

Rauð spjöld: