Valsvöllur
miðvikudagur 03. maí 2017  kl. 18:00
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Valur 4 - 0 ÍBV
1-0 Elín Metta Jensen ('70)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('75)
3-0 Stefanía Ragnarsdóttir ('85)
4-0 Ariana Calderon ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
0. Margrét Lára Viðarsdóttir ('87)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir (f)
5. Hrafnhildur Hauksdóttir
5. Ariana Calderon
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Vesna Elísa Smiljkovic ('90)
13. Anisa Raquel Guajardo ('72)
26. Stefanía Ragnarsdóttir
28. Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('90)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('72)
20. Hlíf Hauksdóttir ('87)
25. Nína Kolbrún Gylfadóttir
27. Eygló Þorsteinsdóttir

Liðstjórn:
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Elfa Scheving Sigurðardóttir
Úlfur Blandon (Þ)

Gul spjöld:
Hrafnhildur Hauksdóttir ('37)

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir


91. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4-0 sigri Vals. Heimakonur voru lengi að brjóta ísinn en mörkin komu á færibandi eftir að Elín Metta kom sínum konum á bragðið. Verðskuldað hjá Val.

Ég þakka fyrir mig. Skýrsla og viðtöl birtast hér síðar í kvöld.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Ariana Calderon (Valur), Stoðsending: Hrafnhildur Hauksdóttir
Brotið er á Elínu Mettu í hægra horninu. Hrafnhildur tekur aukaspyrnuna og setur boltann fyrir á Ariönu sem skallar í netið. Aftur er Adelaide undarlega staðsett og Ariana gerir þetta vel. 4-0!
Eyða Breyta
90. mín Hlín Eiríksdóttir (Valur) Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)

Eyða Breyta
87. mín Hlíf Hauksdóttir (Valur) Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Fyrirliðinn fær heiðursskiptingu. Búin að skila góðu dagsverki með marki og stoðsendingu.
Eyða Breyta
87. mín Sóldís Eva Gylfadóttir (ÍBV) Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
85. mín MARK! Stefanía Ragnarsdóttir (Valur), Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
Virkilega vel spilað hjá Val. Elín Metta kemur boltanum á Margréti Láru sem leggur boltann yfirveguð út á Stefaníu sem skorar örugglega. Frábær samleikur og Valsarar að tryggja sér sigur.
Eyða Breyta
83. mín
Vá! Elín Metta á geggjaðan sprett upp vinstra megin og að marki. Hún gerir þetta frábærlega og setur boltann á fjær þar sem Málfríður rétt missir af boltanum.
Eyða Breyta
80. mín Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV) Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Mér sýnist Jeffs fara í 4-4-2. Sesselja kemur vinstra megin á miðjuna. Cloé og Kristín Erna eru báðar upp á topp.
Eyða Breyta
79. mín
Fín tilraun hjá Kristínu Ernu. Hún skýtur rétt yfir af vítateigslínunni.
Eyða Breyta
76. mín Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Hin unga og efnilega Clara Sigurðardóttir kemur inn fyrir örlítið eldri og efnilega Ingibjörgu Luciu. Clara er fædd árið 2002 en Ingibjörg 1998.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Jahérna! Margrét Lára tvöfaldar forystu Vals með marki beint úr hornspyrnu! Adelaide er búin að vera undarlega staðsett í markinu í föstum leikatriðum Vals og missir af boltanum.
Eyða Breyta
75. mín
Nauðvörn hjá ÍBV. Sísi bjargar í horn eftir þunga sókn Vals.
Eyða Breyta
73. mín
Nú vill ÍBV víti eftir að Kristín Erna fellur við í teignum en það hefði verið full gjafmilt af Arnari að dæma á þetta.
Eyða Breyta
72. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Anisa Raquel Guajardo (Valur)
Valsarar gera breytingu. Málfríður kemur inn fyrir Anisu. Fer á kantinn.
Eyða Breyta
70. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
Elín Metta er búin að brjóta ísinn! Hún fær fyrirgjöf frá Vesnu frá vinstri og skallar boltann í netið af markteig. Vel klárað hjá landsliðskonunni.
Eyða Breyta
69. mín
Kæruleysi hjá Caroline. Dólar sér með boltann við vítateiginn og tapar honum til Valsara. Anisa fær sendingu til hægri en nær ekki að gera sér mat úr þessu.
Eyða Breyta
67. mín
Flott sókn hjá Val. Elín Metta sendir á Vesnu sem laumar boltanum með hælnum innfyrir á Margréti Láru. Adelaide er þó vel með á nótunum og nær til boltans á síðustu stundu.
Eyða Breyta
61. mín
Valsarar vilja vítí! Sísi gefur ódýra hornspyrnu. Hrafnhildur setur boltann fyrir þar sem Stefanía nær til boltans og reynir skot. Boltinn virðist fara í höndina á varnarmanni ÍBV en Arnar dæmir ekkert.
Eyða Breyta
58. mín
Þvílík hætta! Kristín Erna stingur boltanum inn á Cloé sem kemst inná teig. Hún reynir að senda boltann fyrir í stað þess að skjóta en sendir afturfyrir samherja sinn. Illa farið með góðan séns.
Eyða Breyta
55. mín
Nóg er af hornspyrnum í leiknum en það hefur ekkert komið út úr þeim ennþá. Hrafnhildur búin að taka tvær fínar spyrnur fyrir Val núna í upphafi seinni hálfleiks en gestirnir hafa varist þeim vel.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Þjálfararnir halda sig við óbreytt lið.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er fín mæting á Valsvöllinn. Ólafur Pétursson og Þorsteinn Halldórsson, þjálfarar Breiðabliks, eru að sjálfsögðu mættir til að fylgjast með og Natasha Anasi er mætt í stúkuna til að horfa á sína gömlu félaga. Hún var einn besti varnarmaður deildarinnar í fyrra og var í stóru hlutverki hjá ÍBV en er barnshafandi og tekur því ekki þátt í Pepsi-deildinni í ár.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og enn er markalaust. Leikurinn hefur engu síður verið hin besta skemmtun og bæði lið átt ágætar tilraunir. Valsliðið hefur verið meira með boltann og átt fleiri sénsa en ÍBV liðið er skeinuhætt í skyndisóknum og er vel inni í leiknum þó Valsarar stýri ferðinni að mestu.
Eyða Breyta
44. mín
Adrienne Jordan sýnir skemmtileg tilþrif og leikur á varnarmenn Vals í vítateig þeirra. Valsarar bjarga í horn og ná svo að koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
40. mín
Kristín Erna tekur þríhyrning við Katie utan teigs og skýtur svo lausu skoti beint á Söndru. Cloé bjó þetta til með góðri fyrstu snertingu þar sem hún laumaði boltanum á Kristínu.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Annað spjald á loft. Nú er það Rut sem brýtur harkalega á Vesnu sem lendir illa og þarf aðhlynningu hjá Ástu Árnadóttur sjúkraþjálfara.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Hrafnhildur Hauksdóttir (Valur)
Fyrsta spjaldið er komið. Hrafnhildur fær það fyrir að brjóta á Adrienne Jordan og stöðva þannig sókn gestanna.
Eyða Breyta
36. mín
Valsarar halda áfram að sækja. Nú reynir Stefanía skot af vítateigslínunni en varnarmaður ÍBV nær að henda sér fyrir.
Eyða Breyta
32. mín
Vesna á frábæra sendingu inn á teig þar sem Anisa tekur við boltanum en lyftir honum svo yfir markið. Þarna átti hún að gera betur.
Eyða Breyta
30. mín
Katie Kraetner á ágæta tilraun. Reynir viðstöðulaust skot úr teignum en setur boltann yfir.
Eyða Breyta
26. mín
ÍBV stillir svona upp:
Adelaide
Margrét - Caroline - Sóley
Jordan - Sísí - Rut - Ingibjörg Lucia
Kraeutner - Cloé - Kristín Erna
Eyða Breyta
24. mín
Margrét Lára gerir sig líklega í tvígang. Fyrst smellir hún boltanum í stöng með skoti frá vinstra vítateigshorninu. Í kjölfarið fær hún svo dauðafæri eftir háa fyrirgjöf en nær ekki að stýra viðstöðulausu skoti sínu á rammann.
Eyða Breyta
21. mín
Valsarar sækja mikið þessa stundina en það má ekkert gleyma sér því ÍBV liðið er stórhættulegt í skyndisóknum. Cloé vann boltann og komst á ferðina en Arna Sif náði að stöðva hana og bjarga í horn. Sóley tók hornið, fékk boltann aftur og átti ágætis skot sem Söndru tókst að verja.
Eyða Breyta
19. mín
Aftur fær Valur horn. Margrét Lára spyrnir fyrir og fær boltann svo aftur. Hún reynir aðra fyrirgjöf og þá munar hársbreidd að Málfríður nái að teygja sig í boltann. Hann endar hinsvegar í öruggum höndum Adelaide.
Eyða Breyta
18. mín
Valur stillir svona upp:

Sandra
Laufey - Arna - Málfríður - Hrafnhildur
Ariana - Stefanía
Anisa - Margrét Lára - Vesna
Elín Metta
Eyða Breyta
16. mín
Flott varnarvinna hjá Caroline Van Slambrouck. Hún á geggjaða tæklingu í eigin vítateig þegar Vesna er við það að ná skoti á mark.
Eyða Breyta
10. mín
ÍBV fær sitt fyrsta horn. Sóley fyrirliði smellir boltanum fyrir en Valsarar ná að hreinsa.
Eyða Breyta
9. mín
Það er fínn hraði í þessu hér í upphafi. Valsarar meira með boltann en þeim hefur enn ekki tekist að skapa sér færi úr opnum leik.
Eyða Breyta
2. mín
Stórhætta hér strax í byrjun. Valsarar fá horn. Boltinn berst á Ariönu sem nær skoti á markið en Adrienne Jordan bjargar á marklínu!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Valur byrjar með boltann og leikur í átt að Öskjuhlíðinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er bongóblíða á Valsvellinum og veðurguðirnir virðast ætla skapa fínustu aðstæður hér í kvöld. Liðin hafa lokið upphitun og eru að gera sig klár í klefunum. 8 mínútur í fjörið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Úlfur Blandon gerir eina breytingu frá síðasta leik en Vesna Elísa Smiljkovic kemur inn í byrjunarliðið fyrir Hlín Eiríksdóttur sem fer á bekkinn.

Ian Jeffs heldur sig hinsvegar við sigurlið sitt frá fyrstu umferð og stillir upp óbreyttu byrjunarliði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður ekkert gefins í Pepsi-deildinni í sumar og allir leikir erfiðir. Það er þó óhætt að segja að Valsarar gætu ekki hafa fengið mikið erfiðara leikjaplan í upphafi móts. Þær heimsóttu Þór/KA norður í fyrstu umferð, fá ÍBV í heimsókn í dag, heimsækja Blika í næstu umferð og taka svo á móti Stjörnunni í fjórðu umferð. Svakaleg byrjun á Íslandsmóti en þetta eru liðin sem auk Vals er spáð bestu gengi í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fótbolti.net fékk landsliðskonuna Hallberu G. Gísladóttur til að spá í leiki umferðarinnar og hún spáir sínum gömlu félögum sigri.

Valur 2 - 0 ÍBV
,,Því miður fyrir ÍBV þá tapaði Valur fyrsta leik í deildinni og mæta því dýrvitlausar til leiks. Yrði afar hissa ef mínir gömlu félagar myndu ekki vinna þennan leik nokkuð sannfærandi´´.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsarar máttu sætta sig við eins marks tap gegn Þór/KA í Boganum í fyrstu umferð á meðan Eyjastúlkur unnu 1-0 sigur á KR í leik þar sem Cloé Lacasse fór á kostum.

Það verður spennandi að sjá hvernig liðin mæta stemmd til leiks í dag en bæði spila þau skemmtilegan sóknarbolta og við vonumst eftir mörkum og fjöri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
2. umferð Pepsi-deildarinnar hófst í gær þegar tveir leikir fóru fram. Þór/KA sigraði Breiðablik 1-0 á heimavelli og FH lagði Fylki 2-0.

Í kvöld verða svo spilaðir þrír leikir en auk leik Vals og ÍBV munu Stjarnan og KR eigast við og nýliðar Grindavíkur og Hauka mætast suður með sjó. Þeir leikir hefjast kl.19:15.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net og velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Vals og ÍBV í Pepsi-deild kvenna.

Arnar Þór Stefánsson mun flauta til leiks á slaginu sex en honum til aðstoðar verða þeir Daníel Ingi Þórisson og Breki Sigurðsson.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
7. Rut Kristjánsdóttir ('80)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('87)
15. Adrienne Jordan
18. Margrét Íris Einarsdóttir
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('76)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
12. Sigríður Sæland Óðinsdóttir (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('80)
10. Clara Sigurðardóttir ('76)
13. Harpa Valey Gylfadóttir
16. Linda Björk Brynjarsdóttir
17. Shaneka Jodian Gordon

Liðstjórn:
Sóldís Eva Gylfadóttir
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Guðmundur Tómas Sigfússon

Gul spjöld:
Rut Kristjánsdóttir ('38)

Rauð spjöld: