Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Leiknir R.
1
1
Keflavík
0-1 Jeppe Hansen '14 , víti
Kolbeinn Kárason '69 1-1
05.05.2017  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
2. Ísak Atli Kristjánsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('86)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('80)
9. Kolbeinn Kárason
10. Ragnar Leósson
11. Brynjar Hlöðversson
80. Tómas Óli Garðarsson ('66)

Varamenn:
1. Hrólfur Vilhjálmsson (m)
8. Árni Elvar Árnason ('86)
10. Sævar Atli Magnússon
15. Kristján Páll Jónsson ('80)
16. Skúli E. Kristjánsson Sigurz
17. Aron Fuego Daníelsson

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Elvar Páll Sigurðsson
Ari Már Fritzson
Gísli Friðrik Hauksson
Sævar Ólafsson
Gísli Þorkelsson

Gul spjöld:
Tómas Óli Garðarsson ('44)
Daði Bærings Halldórsson ('65)
Árni Elvar Árnason ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 jafntefli staðreynd í skemmtilegum leik. Umfjöllun og viðtöl koma síðar.
93. mín
Mínúta eftir af uppbótatímanum og bæði lið virka sátt. Keflvíkingar verið betri í uppbótartímanum sjálfum.
91. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu og við það að komast í færi en boltinn endar í markspyrnu og Eyjólfur er ekkert að drífa sig að taka spyrnuna. Bæði lið við það að komast í færi á síðustu mínútum en þau virka bæði nokkuð sátt við stigið þessa stundina.
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Leiknismenn meira með boltann og Keflvíkingar liggja til baka.
86. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Áður en Árni snerti boltann fékk hann gult spjald fyrir tæklingu útá velli.
86. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
85. mín
Elvar Páll með máttlítið skot framhjá af vítateigslínunni.
82. mín
Leiknismenn ennþá líklegri en gestirnir án þess þó að ná að skapa sér afgerandi færi.
80. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.)
78. mín
Leiknismenn eru sterkari þessa stundina og líklegri til að skora heldur en gestirnir sem virka þreyttir.
75. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) Út:Tómas Óskarsson (Keflavík)
73. mín
Sindri Þór Guðmundsson á fínt skot rétt fyrir utan teig en boltinn fer framhjá marki heimamanna.
72. mín
Ragnar Leósson á hornspyrnu frá hægri. Halldór Kristinn á fínan skalla sem fer rétt framjá.
69. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Leiknir R.)
Stoðsending: Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
Leiknir búið að jafna!

Brynjar Hlöðversson á fyrirgjöf frá hægri. Boltinn fór í gegnum allan teig Keflvíkinga þar sem Ingvar Ábjörn tekur rólegur við honum, leggur hann út á Kolbein Kárason sem klárar með hörku skoti. Óverjandi fyrir Sindra í markinu.
66. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
66. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík) Út:Leonard Sigurðsson (Keflavík)
65. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
63. mín
Kolbeinn Kárason hitti ekki boltann einn á markteig! Eftir góðan undirbúning hjá Ísaki og Daða Bærings fær boltann á Kolbeinn boltann rúllandi í gegnum markteiginn en hitti hreinlega ekki boltann.

Líklega besta færi leiksins.
60. mín
Liðin skiptast á að sækja án þess þó að skapa sér mikið þessa stundina. Jeppe Hansen er hættulegur sem fyrr hjá Keflvíkingum og hefur reynst varnarmönnum Leiknis erfiður. Hinu megin er það Ragnar Leósson sem er hvað hættulegastur.
52. mín
Hættuleg skyndisókn Leiknismanna. Ingar Ásbjörn fékk boltann við miðjuna og á frábæra sendingu á Ragnar Leósson sem á skot úr fínu færi sem Sindri ver sem fyrr. Sindri verið einstaklega öruggur í leiknum fyrir gestina.
51. mín
Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknsi í basli með sendingu til baka sem endar með því að hann hreinsar sjálfur í horn.
49. mín
Ragnar Leósson með skot úr teignum sem Sindri ver vel. Leiknismenn voru búnir að eiga þrjú skot beint í varnarmenn Keflvíkinga áður en Ragnar náði loks að hitta markið.
47. mín
Leiknismenn sleppa með skrekkinn þegar það virtist vera brotið á Juraj Grizelj á vítateigs(hliðar)línunni. Ekkert dæmt og Leiknismenn bruna í sókn þar sem aðstoðardómarinn flaggar rangstæðu en Sigurður Óli lætur leikinn halda áfram við lítinn fögnuð gestanna.

Sigurður Óli var náttúrulega einu sinni aðstoðardómari þannig að hann veit kannski hvað hann syngur í þessum efnum?
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað. Liðin eru óbreytt sem þýðir að markaskorarinn Jeppe er líklega minna meiddur en við í blaðamannastúkunni gerðum ráð fyrir.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Breiðholtinu. Það verður spennandi að sjá hvort markaskorari leiksins, Jeppe Hansen, komi út i þann seinni.
44. mín Gult spjald: Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.)
43. mín
Daði Bærings með skot úr þröngu færi sem Sindri ver í Kolbein sem var staddur í markteignum en þaðan rúllar boltinn rétt framhjá nærstönginnni.
38. mín
Jeppe virðist vera haltur. Kæmi mér verulega á óvart ef hann klárar leikinn. Virtist hafa fengið eitthvað aftan í lærið áðan.
35. mín
Það er ping pong í Breiðholtinu. Liðin skiptast á að sækja og þetta er hin fínasta skemmtun.
33. mín
Ragnar Leósson með hættulega hornspyrnu sem dettur á nærstöng og Sindri þarf að hafa sig allan við að verja.
32. mín
Tómas Óli Garðarsson á sendingu innfyrir á Daða Bærings sem á skot hægra megin úr vítateignum sem Sindri ver. Skemmtileg sókn hjá heimamönnum.
31. mín
Ragnar Leósson hársbreidd frá því að ná til boltans á markteig en virkaði sofandi í teignum. Sem er kannski kaldhæðni af því að heimamenn virðast vera að vakna til lífsins.
30. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Frans Elvarsson fær gult fyrir tæklingu á Brynjar á miðjunni.
24. mín
Tómas Óskarsson á sendingu inn fyrir á Jeppe sem er við það að ná valdi á boltanum en boltinn endar hjá Eyjólfi í markin.

Strax í næstu sókn á Ingvar Ásbjörn skemmtilega skottilraun að marki Keflvíkinga en Sindri ver.

Þetta er hinn fínasti leikur.
23. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er heimamanna. Brynjar Hlöðversson með fína sendingu inn fyrir vörnina sem Anton Freyr varnarmaður Keflvíkinga hreinsar í horn. Ekkert kemur úr horninu en í bein framhaldi fá Leiknsmenn aukaspyrnu ca. 10 metrum fyrir utan vítateig.

Ragnar Leóson lætur vað markið, yfir vegginn en þetta er auðvelt fyrir Sindra í markinu að verja.
16. mín
Keflvíkignar ekki sáttir og vilja gult spjald á Brynjar Hlöðversson þegar hann hoppar inní Sindra markmann eftir aukaspyrnu.

"Vá hvað það var búið að setja þetta upp!" heyðist af bekk gestanna.
14. mín Mark úr víti!
Jeppe Hansen (Keflavík)
Jeppe skorar sjálfur úr vítinu.

Jeppe fékk boltann eftir baráttu við Bjarka Aðalsteinsson, Halldór Kristinn renndi sér á móti honum en með einstaklega nettu "tötsi" komst hann framhjá Halldóri. Þá mætti hann Eyjólfi sem felldi hann þegar hann reyndi við boltann. Hárrétt víti en ekkert spjald. Afskaplega þörf breyting á reglunum.
13. mín
Víti í Breiðholtinu. Jeppe Hansen felldur af Eyjólfi Tómassyni.
12. mín
Keflvíkingar eru líklegri þessa stundina.
10. mín
Ísak Óli Ólafsson með skot frá vítateigslínunni og Eyjólfur þarf að verja boltann til hliðar. Besta færi leiksins en skotið hjá Ísaki var ekki nógu hnitmiðað.
5. mín
Liðin skiptast á að sækja án þess þó að skapa sér neitt að ráði. Það verður forvitnilegt að fylgjast með baráttu Jeppe Hansen við þá Halldór Kristinn og Bjarka í vörn Leiknis. Hætt við að það verði farið í eins og eitt, tvö skallaeinvígi.
3. mín
Keflvíkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig. Marko Nikolic á skot yfir vegginn en Eyjólfur tekur fín hliðarskref og grípur boltann.
1. mín
Leikurinn er byrjarð. Það eru Keflvíkingar sem byrja með boltann og sækja í átt að World Class.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga útá völl undir fögrum tónum Presley: In the Ghetto.

Enn er nóg pláss í stúkunni þó að ég eigi frekar erfitt með að sjá hvað það eru nákvæmlega margir mættir,en sólin skín beint inn í "búrið" okkar blaðamanna.

Frábært veður, völlurinn virkar flottur og vonandi fáum við góðan leik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Eins og vitað var er þónokkuð um meðisli hjá gestunum en þrátt fyrir það byrja sterkir póstar hjá þeim. Það verður sérstaklega spennandi að sjá hvernig nýju mennirnir Jeppe Hansen og Juraj Grizelj koma undan vetri.

Hjá Leikni er þetta nokkuð eins og við var búist. Ísak Atli kemur beint inn í byrjunarliði en hann gekk til liðs við Leikni fyrir stuttu og þá er Elvar Páll á bekknum en hann hefur verið að glíma við meisli. Ólafur Hrannar Kristjánsson er fjarri góðu gamni í dag en hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli.
Fyrir leik
Hallgrímur Mar, leikmaður KA, spáði í 1. umferð Inkasso og þar spáði hann heimasigri í þessum leik:

Leiknir R. 1 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Þessi leikur mun ráðast á einu marki í frekar bragðdaufum leik, enda tvö vel skipulögð lið sem gefa fá færi á sig. Elvar Páll mun að sjálfsögðu setjann!
Fyrir leik
Þjálfarar beggja liða voru aðstoðarþjálfarar á síðasta tímabili.

Kristófer Sigurgeirsson var áður en hann tók við Leikni aðstoðarþjálfari Breiðabliks en Guðlaugur Baldursson var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Sigurður Óli Þórleifsson mun sjá um að allt fari vel fram og honum til aðstoðar eru þeir Þórður Arnar Árnason og Kristján Már Ólafs.
Fyrir leik
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport en það er um að gera að skella sér á völlinn í þessu blíðskaparveðri og sjá vonandi skemmtilegan leik.

Síðast þegar þessi lið mættust í Keflavík var hann líka í beinni og það var vægast sagt rólegur leikur. Vonandi verður annað uppá teningnum þetta kvöldið.
Fyrir leik
Liðunum er spáð ólíku gengi í sumar. Leiknismönnum var spáð 6. sæti hér hjá okkur á Fotbolti.net sem og hjá KSÍ en Keflavík var spáð 1. sæti hjá okkur en 2. sæti hjá KSÍ.

Nokkuð er um meiðsli hjá Keflvíkingum. Eins og flestir vita lagði bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skóna á hilluna nýlega og þá eru Einar Orri Einarsson, Sigurbergur Elísson, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson og Frans Elvarsson frá eða tæpir vegna meiðsla.

Hjá Leiknismönnum hefur Elvar Páll Sigurðsson verið tæpur undanfarið en annars eru allir heilir heilsu eftir því sem ég best veit.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis og Keflavíkur.

Inkasso deildin heilsar okkur þetta árið á þessu fagra kvöldi og allar aðstæður eru eins og best verður á kosið!

Iðagrænn völlur og yndislegt veður í Breiðholtinu.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Marc McAusland
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Juraj Grizelj
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Marko Nikolic
22. Leonard Sigurðsson ('66)
25. Frans Elvarsson (f)
45. Tómas Óskarsson ('75)

Varamenn:
8. Ari Steinn Guðmundsson
9. Adam Árni Róbertsson
23. Benedikt Jónsson
29. Fannar Orri Sævarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Aron Elís Árnason
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('30)

Rauð spjöld: