Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
3
1
Þór
Albert Brynjar Ingason '5 1-0
Lárus Orri Sigurðsson '35
Oddur Ingi Guðmundsson '37 2-0
Andrés Már Jóhannesson '79 3-0
3-1 Orri Sigurjónsson '90
06.05.2017  -  14:00
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('85)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('80)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
16. Emil Ásmundsson ('69)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('80)
11. Kristófer Páll Viðarsson ('85)
23. Ari Leifsson
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið hér í Árbænum. Sannfærandi sigur Fylkis á alla vegu. Þórsarar mættu hreinlega ekki til leiks og Þór auðveld bráð fyrir Fylki. Skýrslan og viðtöl birtast innan skamms.
90. mín MARK!
Orri Sigurjónsson (Þór )
Þórsarar minnka muninn undir lokin eftir klafs í teignum. Orri Sigurjónsson gerði markið.
88. mín
Albert með skot framhjá af stuttu færi. Ágætis tilraun. Heimamenn eru ákveðnir í því að bæta við fjórða markinu.
85. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
83. mín
Þórsarar með skot af löngu færi en boltinn rétt yfir. Gestirnir að sýna smá lit undir lok leiks.
80. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
79. mín MARK!
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
ANDRÉS MÁR!! Það var það sem ég hélt. Hann skorar af stuttu færi úr teignum, undir Aron í markinu. Nú er þetta komið hjá Fylkismönnum. Frábær byrjun á mótinu.
73. mín
Andrés Már aftur í færi! Kom honum ekki almenninlega á markið fer af varnarmanni og það er hornspyrna. Fylkismenn ná ekki að gera sér mat úr henni.
69. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
69. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
65. mín
Þórsliðið er hrikalega bitlaust. Jóhann Helgi búinn að vera týndur í leiknum, eins og hann hefur verið öflugur síðustu ár.
65. mín
Fylkismenn halda áfram að keyra á Þórsara. Andrés Már skaut framhjá af stuttu færi. Ég held að við fáum þriðja markið í þennan leik og það er útlit fyrir að heimamenn geri það eins og staðan er núna.
58. mín
Hákon INGI Í HÖRKUFÆRI!! Andrés Már með frábæra sendingu inn vinstra megin í teiginn og þar var Hákon mættur á ferðinni. Hann hefði þó átt að gera miklu betur þarna. Fylkismenn í færi til þess að loka þessum leik endanlega.
57. mín
Tíðindalítill síðari hálfleikur. Vonandi fáum við meiri spennu í þetta á næstu mínútum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Fylkismenn töluvert betri í fyrri hálfleik og lítið að frétta af leik Þórsara. Þeir eru bara hreinlega ekki mættir til leiks hérna.
45. mín
Albert með frábæran sprett upp hægri vænginn og er kominn inn í teiginn en honum tekst ekki að koma boltanum á samherja.
37. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fylkismenn bæta við öðru!! Oddur Ingi Guðmundsson skorar vinstra megin úr teignum og boltinn lekur einhvern veginn inn. Heimamenn í þokkalega góðum málum.
35. mín Rautt spjald: Lárus Orri Sigurðsson (Þór )
Lárus Orri, þjálfari Þórsara, er rekinn upp í stúku fyrir kjaftbrúk. Það var í raun ekkert vafaatriði í gangi, þetta var allt saman mjög undarlegt.
29. mín
ÁSGEIR!! Ásgeir Eyþórsson með gott skot úr teignum en Aron Birkir ver meistaralega frá honum. Ásgeir skóflaði boltann einhvern veginn með hægri fæti en Aron sá við honum. Það liggur annað mark í loftinu.
22. mín
Albert Brynjar þrumar boltanum vel yfir markið eftir ágætis sendingu frá vinstri vængnum. Hann náði þó ekki að gera sér nægilega mikið mat úr þessu!
16. mín
Fylkisliðið er léttleikandi og gaman að horfa á það fyrsta korterið. Þórsarar að verjast mikið og tilfinningin er sú að Fylkismenn skora annað mark bráðlega.
13. mín
Fylkismenn með hörkuskot! Andrés Már nálægt því að skora, boltinn hrekkur af stönginni. Það er líf og fjör í þessum leik!
9. mín
Albert Brynjar dettur í teignum en ekkert dæmt. Maður hefur séð dómara dæma á þetta en Helgi Mikael sagði honum bara að koma sér aftur á lappir.
5. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
ALBERT BRYNJAR!!! Klárar vel af stuttu færi eftir ágætis undirbúning. Fylkismenn byrja hrikalega vel.
3. mín
Sveinn Elías í hörkufæri en Aron Snær ver virkilega vel. Fyrsta alvöru tækifæri leiksins, hægra megin úr teignum. Sveinn hefði mögulega átt að gera betur en tökum nú ekki neitt af markverðinum þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað í Árbænum!
Fyrir leik
Það eru tæplega tíu mínútur í leik. Liðin fara bráðum að ganga inn á völlinn. Ég vænti þess að fá slatta af mörkum í dag. Sætti mig við 2-3 mörk.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús. Það er blessuð blíðan í Árbænum líkt og annar staðar í borginni!
Fyrir leik
Fylkisliðið féll niður í Inkasso-deildina á síðasta ári en liðið er meö skýrt markmið um að komast strax aftur upp og má því búast við hörkuleik í dag.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af leik Fylkis og Þórs sem fer fram í dag.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Orri Sigurjónsson
4. Gauti Gautason
4. Aron Kristófer Lárusson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('69)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
18. Alexander Ívan Bjarnason
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
16. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
2. Tómas Örn Arnarson
5. Loftur Páll Eiríksson
11. Kristinn Þór Björnsson
15. Guðni Sigþórsson ('69)
21. Kristján Örn Sigurðsson
25. Jón Björgvin Kristjánsson

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Ragnar Haukur Hauksson
Atli Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Lárus Orri Sigurðsson ('35)