Norðurálsvöllurinn
mánudagur 08. maí 2017  kl. 19:15
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Flottar aðstæður. 7 stiga hiti og smá gola.
Dómari: Þorvaldur Árnason
ÍA 2 - 4 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson ('21, víti)
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('34)
1-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('39)
1-3 Haukur Páll Sigurðsson ('59)
2-3 Robert Menzel ('75)
2-4 Nikolaj Hansen ('93)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
0. Hallur Flosason ('87)
0. Albert Hafsteinsson
3. Aron Ingi Kristinsson
5. Robert Menzel
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
7. Tryggvi Hrafn Haraldsson
11. Arnar Már Guðjónsson
15. Hafþór Pétursson
18. Rashid Yussuff ('46)
19. Patryk Stefanski ('46)

Varamenn:
9. Garðar Gunnlaugsson ('46)
17. Ragnar Már Lárusson
18. Stefán Teitur Þórðarson
20. Gylfi Veigar Gylfason
22. Steinar Þorsteinsson ('46)
26. Hilmar Halldórsson ('87)
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Patryk Stefanski ('32)
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('66)
Hafþór Pétursson ('93)

Rauð spjöld:

@BenniThordar Benjamín Þórðarson


94. mín Leik lokið!
Sanngjarn sigur Valsmann
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Hafþór Pétursson (ÍA)

Eyða Breyta
93. mín MARK! Nikolaj Hansen (Valur)
MAAAAAAAARK!! Hansen kemst inní teig og leggur boltann undir Kale. Game over.
Eyða Breyta
92. mín
Aron Ingi reynir skot utan teigs en vel framhjá.
Eyða Breyta
91. mín Sindri Björnsson (Valur) Einar Karl Ingvarsson (Valur)

Eyða Breyta
89. mín
Höhlert með fínt skot úr teignum en Kale ver vel.
Eyða Breyta
87. mín Hilmar Halldórsson (ÍA) Hallur Flosason (ÍA)

Eyða Breyta
86. mín
Anton með frábæra markvörslu eftir skalla Hafþórs.
Eyða Breyta
85. mín
Skagamenn fá horn þegar 5mín eru eftir.
Eyða Breyta
83. mín
Einar Karl reynir við skot vel utan teigs og það er vel yfir markið.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Valur)

Eyða Breyta
80. mín Nicolaj Köhlert (Valur) Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)

Eyða Breyta
79. mín
Skagamenn sprækari eftir þetta mark. Verða hörku loka 10 mínútur í þessum leik.
Eyða Breyta
77. mín
Garðar í hörkufæri. Boltinn berst út á Þórð á hægri kantinum og með fína fyrirgjöf sem Garðar setur yfir. Átti að gera betur.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Robert Menzel (ÍA)
MAAAAAAAAAARK!!!!! Skagamenn minnka muninn eftir aukaspyrnu. Mikil þvaga í teignum og okkur í blaðamannstúkunni ber samann um að Menzel hafi skorað. Valsmenn ekki sáttir og vilja fá dæmt brot.
Eyða Breyta
74. mín Nikolaj Hansen (Valur) Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)

Eyða Breyta
73. mín
Skagamönnum gengur mjög illa að sækja. Eru mikið að missa boltann á miðjunni.
Eyða Breyta
68. mín
Enn komst Valsmenn inní teig Skagamann. Í þetta senn er það Acoff og með skot/fyrirgjöf sem fer af Kristni og aftur fyrir.
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoppar hratt upphlaup hjá Acoff.
Eyða Breyta
65. mín
Valsmenn koma boltanum í markið en búið að dæma aukaspyrnu fyrir brot á Kale.
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Stoppar hraða sókn.
Eyða Breyta
59. mín MARK! Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
MAAAAAAAARK!!!Valsmenn fengu hornspyrnu eftir þessa rosa vörslu og Haukur Páll skallar botlann í bláhornið. Þetta verður erfitt fyrir Skagamenn.
Eyða Breyta
58. mín
VÁÁÁÁ! VAlsmenn með hornspyrn og boltinn berst á Hauk Pál sem skýtur af stuttu færi en Kale með roooooosalega vörslu.
Eyða Breyta
57. mín
Valsmenn með aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Guðjón skýtur í veginn.
Eyða Breyta
54. mín
Einar Karl með hörkuskot en rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
53. mín
Acoff með flottann sprett. Fær boltann við miðjuna og brunar fram. Kemst alla leið inní teig Skagamann en skotið í varnarmann.
Eyða Breyta
51. mín
Valsmenn með flottann sprett upp hægri kantinn og fín fyrirgjöf en Skagamenn komast fyrir skotið. Valsmenn fá strax aftur gott færi og Acoff með skot rétt framhjá.
Eyða Breyta
48. mín
Sigurður Egill í rosalegu færi í teignum. Aleinn og ætlar að leggja hann í hornið en varnarmaður ÍA nær að henda sér fyrir.
Eyða Breyta
46. mín Steinar Þorsteinsson (ÍA) Patryk Stefanski (ÍA)
Tvöföld skipting hjá ÍA. Kemur ekki á óvart.
Eyða Breyta
46. mín Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Rashid Yussuff (ÍA)

Eyða Breyta
46. mín
Leikur hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur á Skaganum.
Eyða Breyta
41. mín
Skagamenn eitthvað að hressast. Þórður með fyrirgjöf eftir flotta sendinu inn fyrir frá Alberti en Valsmenn hreinsa.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
MAAAAAAARK!!!! Og það af dýrari gerðinni. Skagamenn fá aukaspyrnu útá kanti sem Þórður tekur og Anton virðist misreikna boltann. Fer yfir alla í teignum og í samskeytin. Veit ekki hvort þetta var skot eða fyrirgjöf en alla vega geggjað mark.
Eyða Breyta
37. mín
Skagamnn fengu strax annað horn en Valsmenn hreinsa í þrðiðja hornið sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
36. mín
Smá lífsmark með Skagamönnum. Þórður með fína fyrirgjöf en Valsmenn hreinsa í horn.
Eyða Breyta
34. mín MARK! Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
MAAAAAAAARK! Skagamenn í ruglinu í varnarleiknum. Ná ekki að hreinsa boltann í burtu og boltinn berst á Guðjón og hann skorar laglegt mark.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Patryk Stefanski (ÍA)
Fær gult spjald fyrir brot á Arnari Sveini.
Eyða Breyta
31. mín
Skagamenn komast varla yfir miðju. Núna átti Einar Karl skot rétt utan teigs en rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
29. mín
Guðjón Pétur í flottu færi í teignum en skotið frekar slakt og vörn ÍA kemst fyrir boltann.
Eyða Breyta
26. mín
Strax önnur sókn hjá Val. Bjarni Ólafur með boltann inní teig en Valsmenn bara hittu ekki boltann.
Eyða Breyta
25. mín
Valsmenn sækja og sækja. Nú átti Haukur Páll skot framhjá eftir fína sókn. Skagamenn verða að fara að vakna ef ekki á illa að fara.
Eyða Breyta
21. mín Mark - víti Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Valsmenn eru komnir yfir. Sigurður Egill öryggið uppmálað á punktinum. Sendir Kale í rangt horn. Verðuskulduð forysta Vals.
Eyða Breyta
20. mín
VÍTI!!!! Valsmenn að fá víti. Arnar Már brýtur á Sigurður Agli
Eyða Breyta
19. mín
Enn eitt skotið hjá Val. Guðjón Pétur fær boltann á miðjum vallarhelmingi ÍA og brunar í átt að teignum en skotið er slakt og beint á Kale.
Eyða Breyta
18. mín
Sigurður Egill í fínu færi en skýtur yfir. Acoff fór illa með Aron Inga og sendi út í teiginn þar sem Sigurður var aleinn en skaut yfir.
Eyða Breyta
17. mín
Valsmenn að fá sína þriðju hornspyrnu. Mun meiri kraftur í þeim fyrsta korterið í þessum leik.
Eyða Breyta
15. mín
Einar Karl með ágætis skot vel utan teigs en yfir markið.
Eyða Breyta
11. mín
Acoff með flotta sendingu inní teig og Valsmenn nálægt því að reka tánna í botltann. Hefði samt ekki talið þar sem það var búið að flagga rangstæðu.
Eyða Breyta
9. mín
Anton Ari að bjarga Valsmönnum. Flott sending inn fyrir á Tryggva sem ætlar framhjá Antoni en hann nær að setja löppina í boltann. Tryggvi hefði verið einn fyrir opnu marki.
Eyða Breyta
6. mín
Valsmenn sprækir í byrjun. Flott sókn sem endar með að Haukur Páll skýtur í átt að marki en boltinn í samherja og hættan líður hjá.
Eyða Breyta
5. mín
Hætta í teignum hjá ÍA. Valsmenn með horn og boltinn berst á Bjarna Ólaf sem þrumar í varnarmann en boltinn beint á Sigurð Egil sem setur hann yfir. Fjör í þessu í byrjun
Eyða Breyta
4. mín
Skaginn fær hornspyrnu sem Þórður tekur og sendir út fyrir teik. Albert með viðstöðulaust skot en vel yfir markið.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins kemur strax eftir eina mínútu og hana fær Valur, en Skagamenn hreinsa í innkast.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hér á Akranesi og það eru heimamenn sem byrja með boltann. Skaginn sækir að höllinni í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn. Heimamenn að sjálfsögðu í gulu og svörtu og gestirnir í rauðu og hvítu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fimm mínútur í að leikurinn hefjist og vallarþurlurinn að fara yfir byrjunarliðin fyrir gesti leiksins. Vonandi fáum við skemmtilegan fótboltaleik hérna í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrsti leikur kvöldsins hófst kl 18:00 í Kaplakrika þar sem FH og KA mætast. Staðan í þeim leik er 1-1. Hallgrímur Mar kom KA yfir en Steven Lennon jafnaði fyrir FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég verð að taka það á mig að hafa farið með rangt mál að Valsmenn stilltu upp óbreyttu liði. Guðjón Pétur Lýðsson kemur inn fyrir Nicolas Bogild sem er ekki í hóp hjá Val í dag. Ég biðst forláts og þakka athugulum Magga Bö fyrir ábendinguna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og sjá má eru byrjunarliðin komin inn. Engin breyting er hjá Vaslmönnum en hjá ÍA kemur Ingvar Kale í markið en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Gaman verður að sjá í hvernig standi hann er.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er líka um að gera að minna á það að það eru þrír aðrir leikir á dagsrká í Pepsi-deild karla í kvöld. Kvöldið hefst með leik FH og KA í Kaplakrikanum kl 18 en bæði lið unnu góða sigra í fyrstu umferð. Kl 19:15 eru svo tveir aðrir leikir ásamt okkar leik. Fjölnir tekur á móti Breiðablik í Grafarvoginum og í Fossvoginum mætast Víkingur R og Grindavík.

Umferðin hófst að sjálfsögðu gær þegar KR-ingar gerðu góða ferð í Ólafsvík og unnu heimamenn 1-2 í dramatískum leik og Stjarnan valtaði yfir ÍBV, 5-0, á teppinu í Garðabænum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Á meðan við bíðum eftir að byrjunarliðin detti í hús þá má til gamans geta að samkvæmt heimasíðu Knattspyrnusambandsins hafa liðin mæst 134 sinnum í leikjum á vegum KSÍ og hafa Valsmenn unni 60 en ÍA 53 og liðin hafa gert 21 jafntefli. Stærsti sigur ÍA á Val á heimavelli var 7-1, 3.júli 1958, en sá leikur var reyndar spilaður á Melavellinum. Stærsta tap ÍA fyrir val á Akranesi kom hins vegar 25.júli 1992 en lokatölur þá urðu 1-5.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að detta í hús fljótlega. Það verður fróðlegt að sjá hvort Gulli þjálfari ÍA breyti einhverju frá síðasta leik. Garðar byrjaði á bekknum þá en ætti að vera klár. Hjá Valsmönnum fór Sigurður Egill meiddur af velli en hann vonaðist til að vera klár í slaginn fyrir þennan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Þorvaldur Árnason og með honum eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon. Varadómari er Einar Ingi Jóhansson og eftrilitsmaður KSÍ er Ólafur Kjartansson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin skiptu stigunum síðasta sumar bróðurlega á milli sín en þau unnu sitthvorn heimaleikinn og markatalan úr þeim var 2-2.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það var ólík byrjunin hjá þessum liðum í fyrstu umferð mótsins þar sem Skagamenn töpuðu 2-4 á heimavelli fyrir FH-ingum á meðan Valsmenn unnu nokkuð þægilegan sigur á Víkingi Ó á heimavelli 2-0
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og verið velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi. Við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Vals í annari umferð Pepsi-deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('91)
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('74)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('80)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson ('91)
6. Nicolaj Köhlert ('80)
9. Nicolas Bögild
12. Nikolaj Hansen ('74)
17. Andri Adolphsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('61)
Nikolaj Hansen ('82)

Rauð spjöld: