Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Haukar
0
3
FH
Margrét Björg Ástvaldsdóttir '25 , sjálfsmark 0-1
0-2 Guðný Árnadóttir '56
0-3 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir '62
09.05.2017  -  19:15
Ásvellir
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Þungskýjað þó hvorki rigning né vindur.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 196
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Hildigunnur Ólafsdóttir ('49)
6. Vienna Behnke ('55)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('82)

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
5. Theodóra Dís Agnarsdóttir
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('82)
12. Marjani Hing-Glover ('49)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Eva María Jónsdóttir ('55)
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Rún Friðriksdóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:
Alexandra Jóhannsdóttir ('56)
Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
3-0 sigur FH staðreynd! Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem jafnræði var með liðunum tóku FH öll völd í seinni og settu tvö mörk. Verðskuldaður sigur.

Ég þakka kærlega fyrir mig, viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Haukar eiga aukaspyrnu fyrir utan þegar 90 mínútur eru komnar á klukkuna. Lindsey Harris sem er búin að vera mjög góð í dag kórónar sinn leik og grípur knöttinn þæginlega.
86. mín
Inn:Nadía Atladóttir (FH) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH)
Karólína út fyrir Nadíu er síðasta bragð Orra Þórðar í þessum leik.
85. mín
Caroline Murray fer enn og aftur illa með vörn Hauka og lætur vaða en nú gerir Tori Ornela vel í markinu og blakar boltanum í horn.
82. mín
Inn:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Út:Tara Björk Gunnarsdóttir (Haukar)
Síðasta skipting heimamanna. Konný fyrir Töru.
78. mín
Heiða Rakel sloppin í gegn í þriðja skiptið en Selma gerir vel, eltir hana uppi og kemst fyrir skot hennar. Boltinn fer þaðan í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
76. mín
Inn:Alda Ólafsdóttir (FH) Út:Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (FH)
Önnur skipting gestanna.
75. mín
Marjani Glover skallar boltann yfir eftir aukaspyrnu Margrétar.
72. mín
Haukar aðeins að bíta frá sér þessa stundina, Alexandra reynir hér skot á lofti sem að fer þó töluvert framhjá markinu.
67. mín
Caroline labbar hér framhjá þremur varnarmönnum Hauka og lætur vaða en skot hennar töluvert framhjá. Falleg rispa samt sem áður!
64. mín
Haukar hafa einfaldlega ekki mætt til leiks hér í síðari hálfleik á meðan FH hafa verið virkilega sprækar og uppskorið eftir því.

Nú er róðurinn orðinn ansi erfiður fyrir Hauka.
62. mín MARK!
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (FH)
Stoðsending: Caroline Murray
Þriðja markið er komið! Caroline gerir frábærlega og kemst inn á teig Hauka kemur með fasta fyrirgjöf meðfram grasinu á hálfnöfnu sína Karólínu Leu sem klárar færið virkilega vel.
58. mín Gult spjald: Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
Margrét fer hér í bókina hjá Bríeti.
56. mín MARK!
Guðný Árnadóttir (FH)
FH fá aukaspyrnu fyrir utan sem Guðný tekur. Hún snýr boltann yfir vegginn og þaðan í netið! Tori hefði mögulega getað gert betur hinsvegar.
56. mín Gult spjald: Alexandra Jóhannsdóttir (Haukar)
Fyrsta spjald heimamanna fær Alexandra.
55. mín
Inn:Eva María Jónsdóttir (Haukar) Út:Vienna Behnke (Haukar)
Haukar gera aðra breytingu á sínu liði. Vienna Behnke er tekin af velli og Eva María kemur í hennar stað.
54. mín
Helena Ósk núna sloppin í gegn en Tori kemur út og hreinsar boltanum í hana. Hún fær hann með sér en er ekki í nógu miklu jafnvægi til að ná krafti í skotið sem er laflaust og Haukar bjarga.
51. mín
Heiða Rakel er við það að sleppa í gegn en Guðný gerir vel og stígur hana út.
49. mín
Inn:Marjani Hing-Glover (Haukar) Út:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
Haukar gera breytingu Marjani Hing-Glover kemur inn fyrir Hildigunni.
47. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Fyrsta spjald leiksins komið Selma Dögg fær það fyrir að stöðva skyndisókn.
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Vonandi verður hann jafn fjörugur og sá fyrri!
45. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
FH gerir eina breytingu í hálfleik, Rannveig Bjarnadóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Helena Ósk Hálfdánardóttir.
45. mín
Hálfleikur
Bríet flautar til hálfleiks.

Jafnræði hefur verið með liðunum. Haukar hafa þó skapað fleiri afgerandi færi og klóra sér eflaust í hausnum yfir þessum þremur afbragðsfærum sem þær misnotuðu í þessum fyrri hálfleik.

Gríðarlega skemmtilegur fyrri hálfleikur samt sem áður nóg af hasar.
38. mín
Guðný tekur aukaspyrnu gestanna við miðlínu og kemur boltanum inn á teig. Þar rís Megan hæst en skalli hennar er varinn af Tori í marki Hauka.

Nóg um að vera þessa stundina.
36. mín
Megan dansar framhjá Söru fyrir utan teig og lætur vaða en skot hennar þónokkuð yfir markið.
33. mín
Margrét finnur Heiðu í gegn með frábærri sendingu. Heiða aftur komin ein í gegn en nú setur hún knöttinn yfir markið. Þetta hefur ekki verið hennar dagur í nýtingunni hingað til.
30. mín
Liðin skiptast á að vera með knöttinn, bæði lið að koma sér í efnilegar stöður án þess þó að mikið sé um alvöru færi.
25. mín SJÁLFSMARK!
Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
FH er komið yfir! Caroline Murray kemur með fyrirgjöf frá vinstri sem var ætluð Megan Dunnigan en áður en boltinn kemst til hennar skallar Margrét Björg boltann yfir Tori í marki Hauka og þar með í eigið net.
17. mín
FH byrjuðu leikinn sprækari en Haukar hafa tekið yfir síðustu mínútur, geri ráð fyrir að þessi leikur verði æsispennandi út í gegn.
15. mín
Aftur eru Haukar nálægt því að taka forystuna, Alexandra vinnur boltann fyrir utan teig og rennir honum með fullkominni vigt í gegn á Heiðu Rakeli sem var komin ein í gegn en Lindsey sér við henni og ver! Algjört dauðafæri!
11. mín
Dauðafæri! Sara Rakel tekur hornspyrnu fyrir heimamenn og boltinn fer beint á kollinn á Hönnu Maríu sem að skallar boltann yfir af stuttu færi! Haukar nálægt því að taka forystuna.
6. mín
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lætur vaða á markið af löngu færi en skotið ekki nógu fast og Tori Ornela grípur boltann auðveldlega.
3. mín
Margrét tapar boltanum á hættulegum stað, Megan Dunnigan hirðir knöttinn af henni en skot hennar fer beint á Tori Ornela í marki Hauka.
1. mín
FH-ingar leika í sínum hvít og svörtu búningum á meðan Haukar eru í sínum rauðu, allt hefðbundið hér. Það eru gestirnir sem byrja með boltann og sækja í átt að Vallarhverfinu. Game on!
Fyrir leik
Haukar gera fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Hildigunnur, Margrét Björg, Tara Björk og Þórdís Elva koma allar inn í liðið en Marjani Glover, Theodóra, Eva María og Hanna María detta út.

FH-ingar stilla upp óbreyttu liði frá sigurleik þeirra gegn Fylki í síðustu umferð.
Fyrir leik
Þá eru liðin að ljúka upphitun og byrjunarlið beggja liða halda til búningsklefa. Varamennirnir halda áfram að skjóta og leika sér, sumt breytist aldrei.
Fyrir leik
Orri Þórðar og Hákon Atli eru mættir út á völl að gera upphitun klára fyrir FH-inga nú þegar rétt rúmar 40 mínútur eru í leik. Jói stillir upp sömuleiðis nema á vallarhelmingi Hauka.

Athyglisvert er að FH-ingar nota keilur en Haukar nota diska til að afmarka svæðin. Mismunandi nálgun strax í byrjun, sjáum hvor taktíkin mun hafa betur þegar á hólminn er komið.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin á El Clasico Hafnarfjarðar, hér mun ég reyna að gera góð skil á þessum grannaslag þar sem að Knattspyrnufélagið Haukar tekur á móti Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Haukar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni fram að þessu. 5-1 tap hér á Schenkervellinum gegn Stjörnunni og 2-1 tap gegn Grindavík suður með sjó.

FH er hinsvegar búið að vinna einn leik og tapa einum. Þær töpuðu með einu marki gegn engu gegn Blikum í Kópavogi í fyrstu umferð en sigruðu Fylki 2-0 í Kaplakrika í síðustu umferð.
Byrjunarlið:
23. Lindsey Harris (m)
Halla Marinósdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('76)
Selma Dögg Björgvinsdóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Megan Dunnigan
9. Rannveig Bjarnadóttir ('45)
15. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('86)
18. Caroline Murray

Varamenn:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
3. Lilja Gunnarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('45)
16. Diljá Ýr Zomers
17. Alda Ólafsdóttir ('76)
22. Nadía Atladóttir ('86)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('47)

Rauð spjöld: