Valur
1
1
FH
Sigurður Egill Lárusson '32 , víti 1-0
1-1 Steven Lennon '83 , víti
15.05.2017  -  20:00
Valsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: 9/10 - Smá vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1.407
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('84)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('71)
11. Sigurður Egill Lárusson ('78)
12. Nikolaj Hansen
13. Arnar Sveinn Geirsson
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
5. Sindri Björnsson
6. Nicolaj Köhlert ('84)
9. Nicolas Bögild ('71)
17. Andri Adolphsson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('78)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Jóhannes Már Marteinsson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('35)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur í 1.-3. sæti ásamt Stjörnunni og KA með 7 stig. FH í fimmta sæti með fimm stig.
92. mín
Leikurinn er að fjara út... stefnir allt í jafntefli hér.
90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið. Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
86. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (FH)
86. mín
Leikurinn í hnotskurn: Yfirburðir Vals í fyrri hálfleik. Yfirburðir FH í seinni hálfleik.
84. mín
Inn:Nicolaj Köhlert (Valur) Út:Einar Karl Ingvarsson (Valur)
83. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
83. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Mikið öryggi og FH hefur jafnað! Verðskuldað miðað við þróun seinni hálfleiksins.
82. mín
VÍTI!!!! FH-ingar fá vítaspyrnu. Rasmus fær dæmda á sig hendi innan teigs. Afskaplega rosalega klaufalegt hjá Dananum sem hefur fram að þessu átt skínandi leik!
78. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Á sama tíma er Veigar Páll að gera sig kláran í hinum boðvangnum. Er að koma inn hjá FH. Raggi Sig ánægður með það.
78. mín
Enn ein skottilraun hjá FH. Crawford skýtur framhjá. Tölfræðin hefur jafnast mikið út í seinni hálfleik.
77. mín
Heimir Guðjóns brjálaður yfir því að ekki var dæmd aukaspyrna. Kristján Flóki togaður niður af Rasmus.
76. mín
Þórarinn Ingi með skot í varnarmann og framhjá úr flottri sókn. Meðbyr hjá FH og sóknarþungi. Mark liggur í loftinu hjá Íslandsmeisturunum.
75. mín
Meira bit í FH-ingum núna! Steven Lennon í ROSALEGU færi en hörkuskot hans fór framhjá markinu!
71. mín
Inn:Kassim Doumbia (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Kassim mættur aftur eftir meiðsli. Gleðiefni fyrir deildina! FH fer yfir í 4-3-3 leikkerfið.
71. mín
Inn:Nicolas Bögild (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Bögild missti af leiknum gegn ÍA vegna meiðsla.
71. mín
Arnar Sveinn með mistök og Atli Guðna tekur á sprettinn, kemst í hörkufæri en Rasmus bjargar þessu á síðustu stundu. Þarna voru FH-ingar mjööög nálægt því að jafna!
67. mín
"Er FH búið að fá færi í þessum leik?" er spurt í fréttamannastúkunni. Færin hafa allavega verið sárafá.
66. mín
Einar Karl með skot af löngu færi. Rosa hátt yfir.
62. mín
Einar Karl Ingvarsson, fyrrum leikmaður FH, verið frábær á miðju Valsmanna í dag. Hann ætlar sér svo sannarlega ekki að láta þetta byrjunarliðssæti af hendi.
55. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Halldór Orri Björnsson (FH)
Halldór fann sig ekki í kvöld og þessi skipting kemur fáum á óvart.
55. mín
Meira líf í FH-ingum hér í seinni hálfleik en Valsmenn hafa hingað til átt svör við flestum þeirra sóknaraðgerðum.
52. mín
Atli Guðna gerir sig kláran í að koma inn hjá FH. Í sama mund á Steven Lennon skot framhjá.
51. mín
Góð fyrirgjöf frá Henrickx. Arnar Sveinn skallar frá í innkast.
49. mín
Sigurður Egill með skot yfir. Góð sending frá Guðjóni Lýðs.
48. mín
VÁ!!! Arnar Sveinn með vonda sendingu til baka sem Þórarinn Ingi var nálægt því að hirða rétt við markið. Þórarinn fór í kapphlaup við Anton Ara, boltinn skoppaði frá. Stórhætta.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Valsmenn hófu seinni hálfleikinn.
Segðu þína skoðun!
45. mín
Valsmenn voru einfaldlega miklu betri í þessum fyrri hálfleik. Forystan alveg í takt við leikinn. Valsmenn eru að rúlla yfir þetta á miðjunni.
45. mín
Hálfleikur
Tölfræði í hálfleik (úrslit.net)
Marktilraunir: 9-1
Á rammann: 6-1
Horn: 3-1
Brot: 2-8
Rangstöður: 1-0
44. mín
Hiti milli Nikolaj Hansen og Davíðs Þórs Viðarssonar. Davíð gefur Dananum engan afslátt og Hansen er pirraður.
42. mín
Nikolaj Hansen í flottu færi en hittir ekki á rammann.
39. mín
Það er hiti innan vallar sem utan. Menn að takast hart á og áhorfendur láta vel í sér heyra. Baul og stuð. Svona á þetta að vera!
38. mín
Fróðlegt að fylgjast með framvindu leiksins, Valsmenn verðskulda forystuna miðað við góða spilamennsku í leiknum og talsverða yfirburði. Vítaspyrnudómurinn var hinsvegar afar umdeildur.
35. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Brot á Crawford.
32. mín Mark úr víti!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Gunnar fer í rétt horn en nær ekki að koma vörnum við!

Sigurður Egill skúbbaði því í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn að hann ætlaði að skora í leiknum. Stóð við það strákurinn.
32. mín
VALUR FÆR VÍTASPYRNU! Bergsveinn Ólafsson dæmdur brotlegur eftir glímu við Hauk Pál Sigurðsson í teignum eftir aukaspyrnu. Umdeildur dómur og FH-ingar mótmæla.
31. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Emil var kominn með aðvörun og þarna kom gula spjaldið. Fyrir brot.
30. mín
Jæja loksins gerði FH eitthvað sóknarlega, sending fyrir markið en Anton Ari ákveðinn og hirðir boltann.
28. mín
Yfirburðir Valsmanna halda áfram. Haukur Páll með skot af löngu færi beint á Gunnar Nielsen.
27. mín
Valsmenn ógna eftir horn. Myndast kúluspil í þvögunni og boltinn endar svo í annarri hornspyrnu sem Valsmenn ná ekki að gera sér mat úr.
24. mín
Valsmenn verið talsvert betra liðið og FH-ingar heppnir að vera ekki lentir undir í þessum leik.

23. mín
Dion leikur upp að endamörkum og sendir fyrir þar sem Sigurður Egill er í skallafæri en hittir ekki boltann. Tvö úrvalsfæri Valsmanna með stuttu millibili.
22. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Sigurður Egill með frábæra sendingu fyrir og Nikolaj Hansen var í DAUÐAFÆRI rétt fyrir utan markteiginn. Skaut á eina staðinn sem Gunnar hefði getað varið frá honum! Vá.
21. mín
Fínt færi! Dion Acoff fær flotta stungusendingu frá Guðjóni Lýðs og reynir að vippa boltanum yfir Gunnar Nielsen í fyrsta en framhjá. Gunnar var kominn aðeins út úr markinu.
18. mín
Haukur Páll með skot fyrir utan teig, fer af varnarmanni og í horn.
17. mín
Davíð Þór Viðarsson með góða vörn. Hirðir boltann af Nikolaj Hansen og fær klapp frá FH-hluta stúkunnar. Við bíðum enn eftir fyrsta opna færi leiksins.
15. mín
Hraðinn hjá Dion að valda usla hjá FH-ingum, aftur fer hann illa með Bödda löpp. Sendingin hjá Dion fyrir flýgur þó framhjá öllum. Valsmenn skeinuhættari í upphafi og meira með boltann.
12. mín
Hættulegt hlaup hjá Hendrickx og hann vinnur horn. Fyrsta hornspyrna leiksins.
8. mín
Bergsveinn nýklipptur í hjarta varnarinnar hjá FH. Það er að skapa smá ruglingi í fréttamannastúkunni.
7. mín
Dion fer framhjá Bödda löpp og skýtur að mark, vinkillinn þröngur og boltinn fer framhjá.
6. mín
FH-ingar tapa boltanum á hættulegum stað, Dion brunar upp hægra megin og kemur með sendingu inn á teiginn en hún er ekki góð og endar örugglega í höndum Antons Ara.
3. mín
Davíð Þór Viðarsson áfram í hjarta varnarinnar hjá FH-ingum. Þeir hafa reynt að bæta við sig miðverði fyrir gluggalok en ekkert heyrst nýtt af þeim málum. Glugganum lokað á miðnætti.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. FH-ingar hófu leik og þeir sækja í átt að heimili Mjölnis.
Fyrir leik
Eurovision-þema hjá Einar, vallarþul og tónlistarfræðingi Valsmanna. Hann er núna að spila framlag Armena til keppninnar í ár. Mikill Eurovision-aðdáandi hann Einar.
Fyrir leik
Minnum á Twitter umræðuna, verið með gegnum #fotboltinet kassamerkið.
Fyrir leik
Það er verið að bleyta í vellinum og gera allt klárt fyrir vonandi stórskemmtilegan leik. Gömlu félagarnir Ólafur Jóhannesson og Heimir Guðjónsson, þjálfarar liðanna, standa úti á vellinum í spjalli við Arnar Björnsson íþróttafréttamann. Grill-ilmurinn umlykur allt.
Fyrir leik
Ein breyting hjá Val - Engin hjá FH
Ein breyting á byrjunarliði Vals frá sigrinum gegn ÍA. Nikolaj Hansen kemur inn í fremstu víglínu. Kristinn Ingi Halldórsson er meiddur og verður í stúkunni í kvöld.

Hjá FH snýr Kassim Doumbia aftur eftir meiðsli en byrjar á bekknum. FH er með óbreytt lið frá jafnteflinu gegn KA.
Fyrir leik
Þegar Valur og FH áttust við á þessum velli í fyrra, í miðju EM-fárinu, mættu aðeins um 500 manns. Emil Pálsson skoraði eina mark leiksins og tryggði FH-ingum sigurinn. 1-1 varð niðurstaðan í leiknum í Kaplakrika. Þá voru tæplega tvö þúsund áhorfendur en bæði mörk leiksins komu af vítapunktinum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrir Val en Kristján Flóki Finnbogason fyrir FH.
Fyrir leik
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals:
Það er mjög jákvæð spenna. Menn iða í skinninu að spila fótboltaleiki og það er geggjað að spila svona stóran leik. Lykillinn að sigri er að spila okkar leik á fullu. Við þurfum að vera meðvitaðir um okkar styrkleika og keyra á þá. Við þurfum að sjálfsögðu að vera vakandi fyrir þeirra styrkleikum jafnframt. Þeir búa yfir öflugum vopnum og eru baneitraðir í ákveðnum hlutum. Við þurfum að stoppa það.
Fyrir leik
Ólafur Páll Snorrason, aðstoðarþjálfari FH:
Það er stutt síðan við spiluðum við þá síðast og það er gott að fá alvöru leik og spila við Valsmennina sem eru í fantaformi. Þetta er flottur leikur og fínt próf snemma á tímabilinu.Valsmenn eru öflugir á mörgum sviðum. Við þurfum bara að standa klárir á okkar skipulagi. Þá ættum við að geta staðið okkur ágætlega. Við vitum að við skorum oftast nær mörk svo þetta snýst kannski fyrst og fremst um varnarvinnu.
Fyrir leik
Kassim snýr aftur
Miðvörðurinn Kassim Doumbia, Draumurinn sjálfur, er mættur aftur í leikmannahóp FH-inga eftir meiðsli. Fróðlegt verður að sjá hvort FH haldi áfram í 3-4-3 eða fari í sitt gamla góða 4-3-3 leikkerfi í leiknum í kvöld.

Hjá Valsmönnum er Kristinn Ingi Halldórsson víst á meiðslalistanum samkvæmt okkar heimildum. Byrjunarliðin verða opinberuð klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Við fengum Tryggva Guðmundsson til að setja saman úrvalslið úr leikmannahópum beggja liða og má sjá það með því að smella hér. Tryggvi velur 6 úr Val en 5 úr FH í liðið.
Fyrir leik
Valur vann FH 1-0 hér á Valsvelli í Meistaraleik KSÍ rétt fyrir mót þar sem Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, skoraði eina mark leiksins. Valsmenn hafa verið á flottu skriði, unnið tvo fyrstu leiki sína og geta með sigri í kvöld skilið FH-inga fimm stigum fyrir aftan sig.
Fyrir leik
Dómari í dag er Vesturbæingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Aðstoðardómarar eru Birkir Sigurðarson og Gunnar Helgason (þó ekki leikarinn). Fjórði dómari er Egill Arnar Sigurþórsson.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan risaslag!
Hér á Valsvelli mætast Valur og FH í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar. Bikarmeistararnir mæta Íslandsmeisturunum. Það er alvöru leikur sem við erum að fara að fylgjast með hér í kvöld og ljóst að stúkan verður þéttsetin.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('71)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('83)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Halldór Orri Björnsson ('55)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('55)
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson
20. Kassim Doumbia ('71)
23. Veigar Páll Gunnarsson ('83)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Emil Pálsson ('31)
Bergsveinn Ólafsson ('86)

Rauð spjöld: