Þórsvöllur
mánudagur 15. maí 2017  kl. 18:00
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Þór/KA 2 - 0 Haukar
1-0 Hulda Björg Hannesdóttir ('65)
2-0 Sandra Mayor ('82, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
0. Natalia Gomez
4. Bianca Elissa
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('85)
17. Margrét Árnadóttir ('62)
19. Zaneta Wyne
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('85)

Varamenn:
5. Hulda Karen Ingvarsdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir ('85)
7. Sandra María Jessen ('85)
8. Lára Einarsdóttir ('62)
18. Æsa Skúladóttir
20. Ágústa Kristinsdóttir
25. Agnes Birta Stefánsdóttir

Liðstjórn:
Silvía Rán Sigurðardóttir
Harpa Jóhannsdóttir
Sara Mjöll Jóhannsdóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:

@ingostef Ingólfur Stefánsson


90. mín Leik lokið!
Arnar Þór flautar til leiksloka. Þór/KA með fullt hús stiga eftir 4 umferðir en Haukar létu þær vinna fyrir því í dag.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
Hildigunnur Ólafsdóttir fær gult spjald. Sparkar í Zanetu sem liggur eftir á vellinum.
Eyða Breyta
88. mín Eva María Jónsdóttir (Haukar) Vienna Behnke (Haukar)
Haukar gera sína síðustu skiptingu. Eva María kemur inn fyrir Viennu Behnke. Haukar eru nú með tvær stelpur í treyju númer 21 inni á vellinnum. Eva María og Hanna María.
Eyða Breyta
85. mín Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Tvöföld skipting hjá Þór/KA. Karen María kemur einnig inná, Andrea Mist út.
Eyða Breyta
85. mín Sandra María Jessen (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Sandra María Jessen er komin aftur mun fyrr en ráð var gert fyrir. Frábærar fréttir fyrir Þór/KA og íslenska landsliðið. Áhorfendur klappa vel fyrir Söndru.
Eyða Breyta
82. mín Mark - víti Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra Stephany Mayor kemur Þór/KA í 2-0 úr vítinu. Sendir Tori í vitlaust horn.
Eyða Breyta
80. mín
Þór/KA fá vítaspyrnu. Sandra Stephany leikur sig inn á teig og er tækluð. Hún stígur sjálf á punktinn.
Eyða Breyta
76. mín
Hildigunnur Ólafsdóttir hefur komið af krafti inn í lið Hauka.
Eyða Breyta
74. mín Theodóra Dís Agnarsdóttir (Haukar) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Haukar)
Theodóra Dís kemur inn fyrir Þórdísi Elvu. Haukar eru mun líklegri þessa stundina.
Eyða Breyta
72. mín Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar) Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Alexandra Jóhannsdóttir á aukaspyrnu utan af velli en Bryndís Lára grípur skot hennar auðveldlega í þetta skipti.
Eyða Breyta
67. mín
Alexandra Jóhannsdóttir á frábært skot utan af velli sem Bryndís Lára ver í slánna. Þórdís Elva er nálægt því að fylgja eftir en Bryndís Lára slær boltann í burtu. Haukar bregðast vel við marki Þór/KA.
Eyða Breyta
66. mín
Haukar komast í hættulega sókn strax í kjölfarið. Lillý Rut hreinsar boltann beint upp í loftið en Bryndís Lára grípur boltann áður en Marjani kemst í hann.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Þór/KA brjóta ísinn. Hulda Björg Hannesdóttir leikur frábærlega á varnarmann Hauka eftir sendingu frá Andrea Mist og potar boltanum fram hjá Tori í markinu.
Eyða Breyta
63. mín Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar) Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Haukar gera einnig sína fyrstu breytingu, Hildigunnur Ólafsdóttir kemur inn fyrir Heiðu Rakel.
Eyða Breyta
63. mín
Lára kemur inn í vörnina, Zaneta Wyne færir sig ofar á völlinn.
Eyða Breyta
62. mín Lára Einarsdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Lára Einarsdóttir kemur inn fyrir Margréti Árnadóttir sem hefur átt erfitt uppdráttar í dag.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Sæunn Björnsdóttir fær fyrsta gula spjald leiksins. Tekur Nataliu Gomez niður á miðjunni.
Eyða Breyta
53. mín
Alexandra Jóhannsdóttir fær gott færi eftir hornspyrnu Hauka en skalli hennar fer yfir markið.
Eyða Breyta
49. mín
Margrét Árnadóttir fær fínt færi inn á teig Hauka en Tori kemst í skalla hennar áður en hann fer í markið.
Eyða Breyta
47. mín
Þór/KA byrja seinni hálfleikinn af krafti. Löng sókn þeirra endar með fyrirgjöf frá Huldu Ósk sem Tori grípur.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný. Þór/KA byrja með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Afar rólegur fyrri hálfleikur. Þór/KA gengur brösulega að brjóta upp vörn Hauka. Haukar hafa náð að koma sér í ágætis stöður úr skyndisóknum en ekki verið nálægt því að nýta sér það.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hulda Björg á skalla á markið úr aukaspyrnunni sem Tori á í engum vandræðum með. Arnar Þór flautar til hálfleiks um leið og Tori spyrnir frá markinu.
Eyða Breyta
44. mín
Sæunn brýtur á Nataliu fyrir utan vítateig Hauka. Natalia tekur spyrnuna.
Eyða Breyta
39. mín
Sandra Mayor nálægt því að koma Þór/KA yfir en Arnar Þór dæmir hendi á hana áður en skot hennar er varið á línu.
Eyða Breyta
36. mín
Haukar halda áfram að sækja. Heiða Rakel á flotta sendingu inn á Marjani Hing-Glover en skot hennar er auðvelt fyrir Bryndísi Láru í marki Þór/KA.
Eyða Breyta
35. mín
Nú eru það Haukar sem sækja. Zaneta Wyne bjargar því að Heiða Rakel sleppi í gegn.
Eyða Breyta
30. mín
Þór/KA að þyngja pressuna þessa stundina.
Eyða Breyta
27. mín
Sandra Stephany fær mjög gott færi eftir góðann sprett frá Huldu Ósk en Tori gerir vel í að loka markinu. Þór/KA fá horn.
Eyða Breyta
24. mín
Natalia á skot sem Tori á ekki í vandræðum með.
Eyða Breyta
24. mín
Sandra Mayor með fínan sprett áður en Hanna María brýtur á henni og fær tiltal. Þór/KA fær aukaspyrnu á fínum stað og enn er það Natalia sem gerir sig klára að spyrna.
Eyða Breyta
22. mín
Natalia tekur aftur aukaspyrnu á svipuðum stað og aftur grípur Tori.
Eyða Breyta
19. mín
Þór/KA fá aukaspyrnu úti á vængnum. Natalia Gomez spyrnir fyrir en Tori Ornela grípur boltann.
Eyða Breyta
17. mín
Ég hélt að áhorfendur væru að syngja Þórsarar og ætlaði að vekja athygli á því, við nánari hlustun voru þeir að syngja Þór/KA. Þetta er það skemmtilegasta sem hefur gerst á Þórsvelli hingað til.
Eyða Breyta
10. mín
Arnar Þór gerir hlé á leiknum til að róa Kjartan Stefánsson þjálfara Hauka niður. Ekki veit ég yfir hverju Kjartan var að kvarta.
Eyða Breyta
6. mín
Nú á Vienna Behnke fínt skot hinu megin sem dettur niður á þaknetið.
Eyða Breyta
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað, Andrea Mist á skot utan af velli sem fer vel fram hjá marki Hauka.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann og sækja að Glerárskóla. Haukar spila í rauðum búningum, Þór/KA í svörtum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sandra María Jessen er mætt á bekkinn hjá Þór/KA en hún sleit aftara krossband á fæti sínum í landsleik í mars. Sandra ætlaði sér að snúa á völlinn aftur innan þriggja mánaða frá krossbandsslitunum. Það verður áhugavert að sjá hvort hún fái einhverjar mínútur hér í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í síðustu umferð sigruðu Þór/KA Fylki í Árbænum 4-1 á meðan Haukar töpuðu 3-0 fyrir nágrönnum sínum í FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í spá Fótbolta.net fyrir deildina er Þór/KA spáð 4. sætinu í lok sumars. Haukum er spáð neðsta sætinu og falli úr deildinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Haukar eru nýliðar í Pepsi deildinni eftir að hafa sigrað 1. deildina síðasta sumar. Liðið spilaði síðast í efstu deild árið 2010.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA endaði síðasta sumar í 4. sæti deildarinnar með 33 stig. Liðið hefur verið í efstu 4 sætum deildarinnar síðustu 9 tímabil.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Haukastúlkur eru aftur á móti á botninum með 0 stig og markatöluna 2-10.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA hafa byrjað tímabilið frábærlega og sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og markatöluna 6-1 eftir 3 umferðir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðann dag og velkomin í textalýsingu frá 4. umferð Pepsi deildar kvenna þar sem Þór/KA fær Hauka í heimsókn til Akureyrar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
9. Konný Arna Hákonardóttir
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('63) ('72)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f)
12. Marjani Hing-Glover
13. Vienna Behnke ('88)
18. Alexandra Jóhannsdóttir
19. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('74)

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir
5. Theodóra Dís Agnarsdóttir ('74)
7. Hildigunnur Ólafsdóttir ('63) ('72)
8. Svava Björnsdóttir
19. Eva María Jónsdóttir ('88)
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Liðstjórn:
Tara Björk Gunnarsdóttir
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson
Súsanna Karlsdóttir

Gul spjöld:
Sæunn Björnsdóttir ('55)
Hildigunnur Ólafsdóttir ('90)

Rauð spjöld: